Haukur - 10.07.1900, Side 3

Haukur - 10.07.1900, Side 3
1II77—io. HAUKUR. 27 ingu var lokið, var íwan á reiki fram undan Magnetu- leikhúsinu. Hann hafði þegar tvívegis gengið fram hjá dyrunum að íbúðarherbergjum tötramserinnar. Dyravörðurinn stóð við dyrnar. Hann var klæddur síðri kápu úr bjarndýraskinnum, og hafði staf mikinn með silfurhún í hendi. íwan ætlaði aftur og aftur að ávarpa vörðinn, en orðin dóu á vörum hans, Hann hafði ekkert borðað frá því um morg- uninn. Afbragðs matarlykt lagði í vitin á honum úr eldhúsinu, sem var á neðsta gólfl. Á húshorninu var inn- gangurinn í veitingasal- inn, og þar var beðið eft- ir honum með óhóflega iburðarmikla og dýra kvöldmáltíð handa hon- Um og öllum þeim gest- um, er vanir voru að safnast þar saman, og þessa máltíð varð hann að borga að öllu leyti úr sínum vasa, ef hann kom við svo búið aftur. Þegar hann gekk í þriðja skifti fram hjá dyra- verðinum, afhenti hann honum loksins nafnseðil sinn. Dyravörðurinn hringdi, og í sama bili luk- úst dyrnar upp af sjáifu sjer. Iwan fór inn, og dyrnar lukusta aftur á eftir hon- Um. Þegar íwan kom upp á annað gólf, hafði dyra- Vörðurinn þegar tiikyunt komu hans gegnurn mál- Pípu, og var beðið eftir honum með opnar dyrnar. Þjónn einn i borðalögð- um fötum og með axla- skúfa úr silfri, beið við dyrnar. Hann færði íwan úr yfirhöfninni, og sagði ætíð »hágöfugi herra«, þegar kann ávarpaði hann. Svo skýrði hann honum frá Því, að hann mætti fara beina leið inn til herbergis- Qieyjarinnar, en þyrfti ekki að fara inn f biðsalinn, °g sagði, að herbergismærin myndi segja honum til vegar. Þvi næst hringdi hann ofurlítilli rafmagnsbjöllu, °S lukust þá þegar upp dyr á veggnum. íwan fór lnn. Kom hann inn í gluggalaust herbergi, og var Þreifandi myrkur þar inni. En í sömu svipan kvikn- aði þar á rafmagnslampa, og sá þá íwan, að hann 8tóð frammi fyrir herbergismeyjunni. En honum brá eigi lítið I brún, þegar hann sá, að herbergismærin var þriggja álna há kerling, á- kaflega herðabreið og handstór, mjög ófríð sýnum og óliðlega vaxin. Hún var líkari ljóni, en herbergis- “áeyju. ^Þetta er víst herbergismær ungfrú Magnetu?« 8PUrði íwan kurteisislega. »Hver ætti það svo sem annars að vera?« svar- aði hún önuglega með dimmri bassaröddu. »Haldið Þjer máske að jeg sje Magneta sjálf?« »Ekki beinlínis það. En þó finnst mjer sem jeg sje þegar svo lánssamur, að vera í návist hennar«. »Það er mjög sennilegt*. »Eruð þjer ekki sami kvennmaðurinn, sem einu sinni var við fimleikasýningar Renz, og sem bauð öllum sterkustu karlmönnunum út í glímu, og fleygði þeim eins og tusku hverjum á fætur öðrum?« »Jú, það var jeg. Lögreglu-asnarnar bönnuðu mjer að halda áfram þessum aflraunasýningum mín- um; án þess að færa nokkur rök fyrir því banni. Hefði jeg látið karlmennina leggja mig eins 0g sveskju, þá er jeg viss um, að þeir hefðu ekki haft neitt við mig að athuga«. »0g nú eigið þjer því öfundarverða hlutskifti að fagna, að vera herbergis- mær Magnetu. Nú er yð- ur einni lán það ljeð, að færa Magnetu úr yndis- lega grysprjónafatnaðin- um, sem hún er í meðan á sýningunni stendur?* »Nú, þá haflð þjer komizt á snoður um það. Hvað karlmennirnir þurfa að hnýsast í alla skapaða hluti!« »0g —..............og er hún þegar búin að hafa fataskifti núna?« »Slíkt mega menn ekki forvitnast um — að minnsta kosti ekki hjá herbergismeyjunni. Þjer getið náttúrlega spurt Magnetu sjálfa að því. Hún bíður yðar í mál- stofu sinni*. Svo lauk herbergis- mærin upp litlum dyrum, tók með annari hendinni í bakið á furstanum, og ýtti honum eins og smá- sveini inn um dyrnar. Yflr rafmagnslampanum var illa gagnsæ ljóshlíf, og var því hálf-dimmt í herberginu; en í ofninum brann eldurinn með brestum og braki. Magneta sat við ofninn, sneri bakinu aö dyrun- um, og hafði verið að kveikja í vindli, þegar íwan kom inn. Þegar hún sá íwan í spegli, sem hjekk andspænis henni, spratt hún upp úr sæti sínu, og rak upp skelli-hlátur. Svo skundaði hún fram á gólflð til hans, lagði hendurnar á axlirnar á honum, horfði beint framan í hann og hló bæði hátt og dátt. (Meira.) Neistar. Þegar ein gæs sjer aðra gæs drekka, þá drekkur hún lika, jafnvel þótt hún sje alls ekki þyrst. Hversu oft heflr mjer ekki mátt detta þetta í hug, þegar jeg hefi verið í samkvæmum, og sjeð, hvernig allir drekka, bara til þess að vera með, bara til þess, að vera mannblendn- ir og fjelagslegir, án þess að hafa hina allra minnstu löng- un til þess að drekka, og án þess að hafa nokkurt gagn af því, sem þeir drekka. Mjer hefir fundizt, sem jeg sæi gæsahópinn — það heflr ekkert vantað, nema tjaðrirnar. (Horne biskup.) Prjálslyndur maður getur orðið ráðherra, en það er alls ekki víst, að hann verði frjálslyndur ráðherra. (H u m b o 11.)

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.