Haukur - 10.07.1900, Side 6

Haukur - 10.07.1900, Side 6
3° HAUKUR. III. 7— 10. » Jú«. »0g þjer haflð verið aðstoðarlæknir hjá dr. Merritt í Woolchester?« »Já, það er rjett«. »0g þjer haflð auðvitað verið vel fallinn til þess, að hafa þann starfa á hendi?« »Jeg er kandídat í iæknisfræði frá háskólanum í Lundúnum, og þar að auki hefl jeg tekið embættis- próf 1 handlækningafræði*. »Þakka yður fyrir«, mælti Ford. »En fyrst svona er, þurfa dómararnir að fá upplýsingar um það, hvernig yður gat farið að koma það til hugar, að ganga í lögregluþjónustu, eftir að hafa varið svo miklum tíma, miklu fje og miklu námi til þess, að gera yður hæfan í miklu virðulegri stöðu*. Robert Power hafði búizt við þessu, og hafði svarið á reiðum höndum. »Jeg hættí við læknisstörfln vegna þess, að jeg hafði ástæðu til að vera vonlaus um að komast áfram í þeirri stöðu«. »0g hver var sú ástæða?* »Jeg varð fyrir svivirðilegum sakaráburði. Jeg var saklaus, en jeg áleit sakaráburðinn nægan til þess, að fara með stöðu mína«. »Þjer voruð saklaus, segið þjer. Þjer hafið að líkindum verið sakaður um ósæmileg mök við kvenn- mann, er þjer höfðuð til lækninga?« »Já«. »0g málið heflr víst komizt fyrir lög og dóm?« »Já; máiið var ransakað fyrir lögreglurjettinum, og Jeg var sýknaður vegna ónógra sannanna. Þetta voru að eins tilhæfulausar álygar, og mjer er ókunn- ugt um það, af hvers toga þær hafa verið spunnar«. »Já, náttúrlega«, mælti Ford, ljek sjer að úr- festinni sinni og brosti i kampinn. »Nú jæja, við skulum taka það sem geflð, að þjer haflð verið hreinn og saklaus, eins og engill. En hvers vegna hjelduð þjer ekki áfram að vera aðstoðarlæknir hjá dr. Merritt? »Jeg fór frá honum samkvæmt tilmælum hans. Merritt læknir var sem sje hræddur um, að þetta hneyksli myndi verða til þess, að veikja traust það, er almenningur hafði borið til mín«. »Hann hefir með öðrum orðum rekið yður á dyr?« »Þjer getið nefnt það hverju því nafni, sem yður líkar bezt«. »0g eftir þennan atburð gátuð þjer hvergi annars staðar fengið stöðu?« »Jeg reyndi það ekki. Jeg fór hingað til bæjar- ins, til þess að heimsækja frænda minn, og litlu síð- ar gaf jeg mig í lögregluþjónustu*. »0g JeS Seí bsett því við«, sagði Kingsford assessor, »að duglegri og áreiðanlegri maður, en Power, finnst hvergi. Það get jeg borið um af eigin reynd«. Dómararnir brostu til merkis um það, að þeir væru á sama máli. Og Power þakkaði fyrir vitnis- burðinn. Ford vildi þó ekki hætta við svo búið, ogmælti: »Jeg efast ekki um, að vitnið eigi þetta lof skilið, en allt of miklir kappsmunir, allt of mikill ötulleiki í þessu tilliti, eru þó í sannleika hættulegir eiginleikar hjá manni, sem er lögregluþjónn. En við skulum nú halda okkur við efnið. Hvar hittuð þjer Saint Alba i lyrsta skifti?« »Hjá sjúklingi einum, er hjet Gallo«. »Sjáið þjer nokkurn kunningja yðar frá Woolchester hjer i salnum, annan en Saint Alba?« Robert Power leit á frú Saint Alba og svaraði: »Já, jeg þekki þessa konu þarna. Hún var kona Gallos, þegar jeg var í Woolchester*. »Öldungis rjett. Kona sú, sem nú er frú Saint Alba, var þá frú Gallo. Hve lengi haflð þjer vitað, að hún var gift Saint Alba?« »Jeg fjekk fyrst vitneskju um það á laugardags- kvöldið, þegar jeg, ásamt leynilögreglumanni einum, tók Saint Alba fastan«. »Þjer hafið þá misst sjónar á öllum þeim, er þjer kynntust, meðan þjer dvölduð í Woolchester?* »Já, jeg sleit öliu sambandi við alla þar í bænum«. »Saint Alba hefir þó víst ekki verið til lækninga hjá yður? »Nei. Jeg hitti hann að eins nokkuð oft hjá herra Gallo«. »Gallo sálugi og Saint Alba hafa þá sjálfsagt verið vinir?« »Ekki skal jeg segja neitt um það. En Saint Alba kom þangað oft, og það leit út fyrir, að hann væri þar velkominn gestur«, »Yoruð þjer í vinfengi við Saint Alba?« »Við hittumst oft hjá Gallo, þvi að bæði komjeg þangað oft sem læknir, og þar að auki var jeg oft boðinn þangað til kvöldverðar, og gafst mjer þá tækifæri til að tala við vini hans«. »0g við slíkt tækifæri hittuð þjer svo Saint Alba. Hvernig hugnaðist yður að honum?« »Hann leit út fyrir að vera menntaður maður«. »Þjer sögðuð áðan, að þið hefðuð haft brjefa- viðskifti hvor við annan. Hvað voruð þið að skrif- ast á um?« »Það var mest um ýmisleg eiturefni«. »Eitur? Viljið þjer ekki útlista það lítið eitt ná- kvæmar?* »Jú. Brjefin frá houum voru fyrirspurnir um áhrif ýmsra eitraðra læknislyfja*. »0g þjer svöruðuð þessum fyrirspurnum?« »Já, jeg benti honum á ýmsar bækur, sem lýsa mjög greinilega áhrifum eiturtegundanna*. »0g til hvers hjelduð þjer að hann ætlaði að nota eitur?« »Saint Alba hafði látið það f ljósi við mig, að hann væri námfús og hefði sjerstaklega ánægju af því, að kynna sjer ýmsar vísindagreinar. Jeg hjelt þess vegna að hann langaði að eins til að fræðast um áhrif hinna ýmislegu eiturtegunda«. »0g þjer álituð þetta ekki annað, en mjög eðlilega fróðleiksást?* »Jeg hugsaði ekki neitt frekara um það, af hverjum hvötum hún gæti ef til vill verið sprottin*. »Það var líka mjög skynsamlegt. Hvers vegna hefðuð þjer átt að vera að brjóta heilann um það, þegar þjer vissuð það fyrir fram ? En svo er það höndin á þessum brjefum. Hún var svo einkennileg, að þjer þekktuð undir eins, að það var sama höndin á miðanum, sem þjer funduð morguninn eftir að morð- ið var framið?« (Meira.) Flfldjarfar fullyrðingar hafa oft meiri ábrif í þessum heimi, heldur en skýrar og skynsamlegar röksemdir. Engir verðleikar eru svo miklir, að ekki megi rýra þá með því, að gera of mikið úr þeirn.

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.