Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 16

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 16
40 HAUKUR, m.^7—io. stóð við hliðina á mjer, alvarlegur á svipinn, eins og hann átti að sjer. Jeg sá ijósin, sem enn þá brunnu við höfðalagið, og fann hreina og svala vetrarloftið, sem streymdi inn um opna gluggana. Læknirinn kom. Hann varð ákaflega forviða þeg- ar hann sá mig. Svo setti hann upp spekingssvipinn sinn og mælti: »Hm, hm, hann er lifandi. lijög kynlegur at- burður. En þetta getur komið fyrir. Yið köllum það asphyxie*. Hann skoðaði mig vandlega, sagði hvað gera ætti, og fór svo afur. Asphyxie — hafði hann sagt, þessi lærði maður. Þessi þura og ískalda visindamennska hans hefði eflaust flæmt líflð aftur úr hjarta mínu, ef Annahefði ekki hjúkrað mjer með innilegri viðkvæmni. Mjer fannst jeg verða að draga hana að brjósti mjer, biðja hana fyrirgefningar, og segja henni, að jeg hefði í raun og veru allt af elskað hana. En jeg gat það ekki — gat ekki fundið nein viðeigandi orð. Mjer varð bara snöggvast litið í yndislegu augun hennar, og hún hlýtur að hafa skilið augnaráð mitt, — það hlýtur að hafa sagt henni allt það, er jeg vildi sagt hafa. Eða að minnsta kosti varð hún eftir hjá mjer, hjúkraði mjer með alúð og blíðu, og vjek aldrei frá sóttarsæng minni. Þess vegna gat jag spurt hana nokkrum dögum síðar: •Heldur þú að læknirinn hafi haft rjett fyrir sjer í þvi, að þetta hafl verið — verið asphyxie?* »Það þykir mjer líklegt«, svaraði hún. Jeg tók í hönd hennar. »Nei«, sagði jeg, »hann hafði ekki rjett fyrir sjer. En látum hann bara færa þetta fátíði sitt inn I dag- bækurnar sínar, og gera sínar visindalegu athuga- semdir við það. Jeg veit glöggari deili á því, hvern- ig i þessu liggur: Jeg var dauður, en ástin, Anna, ástin sigraði sjálfan dauðann. Er þetta ekki satt, Anna?« Hún svaraði engu. Jeg fann heit tár drjúpa á höndina á mjer, og jeg sá, að unaðsælu-bros ljek um fallegu varirnar hennar. S k r í 11 u r. —o:o— K u r t e i s i. G-esturinn (við Jón litla á afmælisdegi hans): Jeg óskaþjer til hamingju, drengur minn, og vona og óska, að þú verðir ötull og duglegur drengur, og að þjer gangi vel að læra, svo að þú verðir hyggnari og skynsamari með degi hverjum. Jón litli (mjög kurteis): Þakka yður fyrir, og jeg óska yður þess sama. * * , * Ur varnarræðu. Yerjandinn: Jeg vil enn fremur leyfa mjer að vekja athygli yðar á því, herra dómari, að skjólstæðingur minn heflr svo góða samvizku, að hann heflr næstum því allt af soflð siðan rjettarhaldið byrjaði. * * ❖ Athugaleysi. L æk naskó 1 a ken n ari nn: — — Já, piltar minir taugaveiki er mjög slæmur sjúkdómur; annaðhvort deyja menn úr henni, eða þeir verða brjálaðir. Jeg hefi sjálfur legið í taugaveiki----- * * * K a u p m.: Skammastu þín ekki, Tobbi, þú hefir drukk- ið helminglnn úr portvinsflöskunni þarna. Slíkar freist- ingar á hver heiðvirður maður að geta staðizt. Tobbi: Já, það er nú auðveldara um að tala en í að komast. Kaupm: Og hvers vegna segir þú mjer svo ekki frá því, þegar þú hefir gert það? Tobbi: Já, það er nú auðveldara í að komast en um að tala. Snarræði. Stjáni litli: Mamma, mamma! Á jeg að segja þjer nokkuð? Það heflr stóreflis mús dottið oían i skyr- sáinn í búrinu. Móðirin: Gaztu náð henni upp úr? Stjáni: Nei, en jeg sótti köttinn, og fleygði honum ofan i til hennar. * * # * Dómarinn: Sýnist yður nú ekki rjettast, úr því allar þessar upplýsingar eru fengnar, að játa hreinskilnis- lega, að þjer haíið framið glæpinn. Ákærði: Nei, herra dómari. Jeg var kominn á fremsta hlunn með það í gær, en nú hefir verjandi minn fyllilega sannfært mig um, að jeg hljóti að vera alveg saklaus. K r i n g s j á. Þegar vjer fórum af stað frá ísafirði höfðum vjer að eins skoðað kaupstaðinn frá einni hlið, frá útnorðurhlið- inni, og verðum vjer þess vegna að koma þar við enhvern tíma seinna, og litast betur um. En nú bregðum vjer oss vestur í Önundarfjörð, og komum að Sunnuhvoli. Sunnuhvoll (Solbakke) er heimili og hvalveiðastöð hr. Hans Ellefsens, mesta hvalveiðastöð- in hjer á landi, og er þar margt merkilegt að sjá. En nú höfum vjer ekki tíma til að athuga það allt, og göngum vjer því upp í brekkuna að norðan verðu við íjörðinn, og virðum íyrir oss húsin og landslagið. Yzt til vinstri handar er matvælaskúrinn, og hjá honum er ferhyrndur reitur með skíðgarði umhverfls á þrjá vegu. Það er dans- pallur, sem Ellefsen hefir látið gera handa verkmannalýðn- um, svo að hann geti »lyft sjer þar upp« i tómstundun- um. Skammt þaðan sjáum vjer þak á löngu húsi, og við endann á því annað hús, hátt og mikið. Er það hvort tveggja íbúðarhús verkmannalýðsins. Þar næst er bræðslu- húsið, með tveim háum reykháíum. Lágt hús, með ljós- leitu þaki, er að bera í bræðsluhúsið; það er smíðahús hr. Svendsens vjelameistara. Áfast við bræðsluhúsið er lítið eitt lægra hús, ákaflega langt, og sjáum vjer að eins þak- ið á því upp undan brekkunni. Það er »Guano«- eða hvalmjöls-verksmiðjan, og nær hún spöikorn út fyrir í- búðarhús hr. Ellefsens, sem er að bera í hana. Yzt í vesturenda verksmiðjunnar er þerrihúsið, og gnæflr reyk- háfurinn á því hátt yflr íbúðarhúsið. I þerrihúsinu er hvalmjölið þurkað. Skammt frá verksmiðjunni er ibúðar- hús Svendsens vjelameistara, og yzt til hægri handar er hesthús og heyhlaða. Frá hægri hendi sjáum vjer tanga skerast út i fjörðinn. Það er Elateyri við Önundarfjörð, lítið en laglegt kauptún. Dalurinn til hægri handar hins vegar við fjörðinn heitir Valþjófsdalur, og háa fjallið vinstra megin heitir Þorfinnsfjall. En nú ætlar strandferðabáturinn »Skálholt« að fara að leggja af stað frá stórskipabryggju hr. Ellefsens, og tökum vjer oss far með honum norður fyrir land. Vjer eigum reyndar margt óskoðað á Vesttjörðum, en það verð- ur að bíða betri tíma. * * * Þá erum vjer komnir norður í Strandasýslu — norð- ur í Trjekyllisvík. Vjer sjáum þar einkennilegan dranga sem heitir Arnesstapi, og er hann skammt frá prestssetrinu Arnes. — Einu sinni í fyrndinni voru karl og kerling á ferð, eða með öðrum orðum, tröllkarl og tröllskessa. Þau fóru norður Strendur og glenntu sig mjög, þvi að þau áttu heima norður í Hornbjargi, og þuritu að komast heim fyrir dögun. Þegar þau komu að Trjekyllisvík ætluðu þau að stíga yfir víkina, eins og menn stíga yfir litla lækjar- sprænu. Karl var þá orðinn svo þungstígur, að hann rak fótinn gegnum stóran stein í fjörunni. Er síðan gat á steininum og heitir það Spor. Þegar karlinn var kominn fremst á rif eitt, er sjór íellur yfir um flæði, og ætlaði að fara að glenna sig yfir víkina, sneri hann sjer við og leit til kellu sinnar, en í sama bili rann dagur upp í austri, og — karl og kerling urðu bæði aö steini, því að þetta voru nátt-tröll. Og þar hafa þau setið síðan. Það er þessi karl, sem nú heitir Arnesstapi, og þegar vjer virðum hann fyrir oss, hljótum vjer að játa, að hann er býsna kempulegur enn þá, karltauskurinn, þótt hann sje kominn til ára sinna. Einn af samlerðamönmrm vorum hefir klifrað upp í keltu hans, og er nú að votta karli lotningu sína með þvi, að taka ofan íyrir honum. Oss sýnist mað- urinn æði smávaxinn í samanburði við þennan gamla jötuDn. Kerlingarsauðurinn er litið eitt ofar í fjörunni- Hún hefir, meðan broddur stóð i lífi hennar. verið svipuð karli sínum, en töluvert gildari en hann. Nú er ekki orðin sýn að sjá hana, því að »tennur tímans« hafa fyrir löngu nagað af henni bausinn, og liggur hann nú við hliðina á henni í fjörunni. frentsmiðja Steiáns Kunólfssonar.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.