Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 11

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 11
III. 7—IO- HAUKUR. 3i Fergjaður mór. í Ontaríóhjeraðinu í Kanada er nú sem stendur verið að hagnýta ákaflega mikla mómýri. Mórinn er fyrst þurkaður á venjulegan hátt, og síðan malaður í þar til gerðri vjel. Svo er hann látinn í pípumynduð stálmót, og settur undir farg. Það er fullyrt, að 100 pund af þannig út búnum mó, framleiði jafn mikinn hita, eins og 95 pund af stein- kolum. Mórinn brennur ágsetlega; það er lítill sem enginn reykur af honum, og askan verður mjög lítil. Hann þykir því afbragðs góður sem eldsneyti undir gufukatla. * * * Dýrir málmar. Þeir eru sjálfsagt margir sem imynda sjer, að gull sje dýrast allra málma, og þykir þeim því ef til vill ekki ófróðlegt, að sjá skrá yfir þá málma, hreina og óblandaða, sem eru margfalt dýrari en gull. Verðið er miðað við eitt enskt pund (nál. 90 kvint) og talið í ameriskum dollurum (1 doll- ari nál. kr. 3,70): Gallium . . . 68,600 Erbium . 3,675 Vanadium . . 10,780 Ruthenium 2,695 Rubidium . . 9,800 Niobium . 2,450 Thorium . . . 8 330 Rhodium . 2,450 Glucinum . . 5,800 Barium 1,960 Calcium . . . 4,900 Titanium . 1,102 Lanthanum . . 4,900 Zirconium 1,040 Lithium . . . 4,900 Osmium . 1,040 Indium . . 4,410 Uranium . 980 Tantalum . . 4,410 Palladium 560 Yttrium . . 4,410 Tellurium 490 Didymium . . 4,410 Chronuum 490 Strontium . . 4,200 Gull . . 300 Arium . . . . 3,675 Því fer þannig 'fjarri, að gullið sje hinn dýrasti málmur, það er hið 27. í röðinni, og Gallium er nærri því 229 sinnum dýrara en það. Orsökin til þess, að málrntegundir þessar, hreinar og óblandaðar, eru svona afskaplega dýrar, er ýmist sú, að það er svo ákaflega lítið til af þeim, eða þá, að það er svo torvelt að framleiða þá. Calcium er t. d. mjög algengt efni, sem flnnst í ríkum mæli ( alls konar kalktegundum. Orsökin til þess, að það er samt sem áður margfalt dýrara en gull, er sú, að það tekur svo afarlangan tima, mikla tyrirhöfn og mikið fje, að fá það hreint °g óblandað annarlegum efnum. * * * C e 11 u i i t h heitir nýtt efni, sem búið er til úr Uðarmauki, og getur orðið seigt og þjett eins og horn. Viðarmaukið er stappað í vatni þangað til ekki sjest votta fyrir neinum trefjum í því. Síðan er það þurk- að, og má, ef nauðsyn krefur, þurka það við nokkurn ^ita. Viðarmaukið er þá orðið að hörðum kögglum, 8em auðvelt er að mylja svo, að það verði að smá- gerðu dufti. Að líkindum er svo eitthvert límefni 8ett eaman við duftið, og það sett undir farg, en að- ferðinni er ekki lýst. Cellulith er hart og þjett efni, °g má smiða úr því eins og trje, horni, filabeini o. fl., °g nota það til þess að stæla þessi efni. Um leið og það er búið til, má auðvitað lita það á ýmsa vegu, °g verður það þá til margra hluta hæft. * * * Nákvæm mælitól eru kikirar þeir, sem stjörnufræðingarnir nota til þess, að mæla stærðirnar °g fjarlægðirnar í geimnum. Ef vjer ferðumst langan Veg frá suðri til norðurs, sjáum vjer, að útlit himins- lr>s breytist. Sjeum vjer staddir suður við miðjarðar- baug, þá sjáum vjer pólstjörnuna í norðrinu niður við sjóndeildarhring, en ef vjer bregðum oss norður und- ir heimsskautið, þá er stjarnan komin svo hátt í loft, að hún er næstum því beint yflr höfðum vorum En með því að vegalengdin frá miðjarðarbaug til heims- skautsins er nál. 1348 mílur, þá er það ekki mikið, sem stjarnan hækkar á lofti við hverja mílu, sem vjer færumst norðar. Hinir stóru og ágætu mælikíkirar, eins og t. d. þeir, sem eru í stjörnuturnunum í Greenwich og París, myndu samt sem áður sýna mismuninn á hæð stjörnunnar frá sjóndeildarhring, ef þeir væru flutlir, þótt ekki væri um míln, heldur að eins um 5 álnir norður á við; en það samsvarar hjer um bil því, að hægt væri að sýna, að fluga, er sæti á hvítum vegg í 2—3 milna fjarlægð, skriði eina lengd sína áfram eftir veggnum. Loftlögurinn. Nýja kynja-aflið, sem kostar ekki neitt. í 4,—6. tölubl. »Hauks« þ. á. var skýrt frá því, að Charles E. Tripler frá New-York starfaði að því, að breyta loftinu í tæran og skæran lög, er hefði marga furðuiega eiginleika. Nokkrum af tilraunum Triplers var og lýst þar, til þess að sýna ýmsa af hinum undraverðu eiginleikum loftlagarins. En gagn- semi uppgötvunarinnar er enn ótalin. Maður einn, Rey Stannard Baker, heflr ritað grein um þetta efni í tímaritið »The Strand Magazin«, og er það, sem hjer fer á eftir, að mestu leyti tekið úr þeirri ritgerð: »Jeg sá Tripler hella hjer um bil einum potti af loftlegi inn í ofurlitla vjel, og að fáum sekúndum liðnum tóku bullurnar í vjelinni að ganga upp og of- an og snúa kasthjóli vjelarinnar, rjett eins og hún væri knúð með gufuafli. Loftleginum hafði verið hellt í vjelina, án þess að nota til þess nein þrýsti- áhöld, og enginn hiti var hafður undir katlinum. Pípa sú, sem notuð var sem ketiil, varð meira að segja innan lítils tíma loðin af hrimi. Og vjelin stóð þarna i miðju herberginu, og vann í sífellu, bullurn- ar gengu og hjólin snerust, þó svo liti út, sem hún væri algerlega án hreyflafls; og þar var enginn skarkali, enginn reykur, enginn hiti — og engin aska. Slíku eiga menn þó ekki að venjast annars staðar þar sem vjelar eru i gangi — það er nýtt og næstum því óskiljanlegt undur. »Ef jeg get hreyft litlar tilraunavjelar með þessu afli, hví skyldi jeg þá ekki einnig geta látið það hreyfa stórar og nothæfar vjelar?* spyr Tripler. »Og ef jeg get framleitt loftlög, sem nota má án nokkurs tilkostnaðar — og jeg skal sýna yður, að jeg get það í raun og veru — hví skyldum vjer þá ekki geta komizt af án kola eða annars eldiviðar? »Og nota eingöngu loft?« »Já, nota loftvökva í staðinn fyrir vatn það, sem nú er haft; í gufukötlunum, og hinn venjulega hita and- rúmsloftsins í staðiun fyrir kol þau, sem kynt er undir kötlunum. Loftið er hið ódýrasta efni í heim- inum, en vjer erum fyrst nú að byrja að læra það, hvernig vjer eigum að hagnýta oss það. Vjer höfum haft lítils háttar hugmynd um það, að nota þjetti- loft, en vjer höfum alls ekki kunnað að hagnýta hita loftsins. Öld eftir öld hafa mennirnir sótt hitaupp- sprettu sina með ærnum kostnaði ofan í skaut jarðar- innar, og eru þeir þess vegna þegar búnir að eyða 90 °/o af þeirri hitauppsprettu sem eldsneyti. Kolin

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.