Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 9

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 9
in. 7—io. HAUKUR. 33 verði leigðir í mínútnatali, eins og talsímar eru nú leigðir þeim, er tala vilja í þá, og geta þá t. d. frjettaritarar blaðanna sent miklar og nákvæmar frjettir fyrir mjög lágt verð. Prentararnir geta sjálfsagt komizt upp á, að setja eftir simritinu sjálfu, en nú er það ómögulegt vegna þess, hve pappírsræman er löng. Nú þarf t. d. hjer um bil 112 álna langa pappírsræmu fyrir 500 orö, en með þessari nýju að- ferð þarf að eins pappírsræmu, sem sje rúm alin á lengd og tæplega hálfur þriðji þumlungur á breidd. Það liggur í augum uppi, að þessi nýja uppgötvun hlýtur að hafa í för með sjer gagngerða breytingu á símritunaraðferð þeirri, sem nú tíðkast. Þó verða þessi nýju áhöld fyrst um sinn að líkindum að eins notuð á hinum stærri ritsímastöðvum. Á öllum hin- um smærri ritsímastöðvum eru áhöld Morses nægileg. * * * Blindir fá sýn. Vjer erum orðnir svo vanir því, að fá fregnir um nýjar uppgötvanir, sem virðast ætla að hafa endaskifti á öllu í heiminum, að vjer getum tæplega orðið forviða framar, hvaða nýjungar sem oss berast til eyrna. Nú segir sagan — og sum íslenzku blöðin hafa komið með hana, hvort sem hún er sönn eða ósönn — að rússneskur maður í Lund- únum, Pjetur Stiens, hafi fundið ráð til þess, að láta blinda menn sjá. Og það merkilegasta við þetta er það, að hann á ekkert víð augun eða sjónartaugarnar. Honum stendur á sama, þótt það sje hvort tveggja gjöreyðilagt. Aðalhugsun hans er fólgin i því, að láta myndir hlutaana hafa áhrif á sjálfan heilann, með því að láta hlutina spegla sig í þar til gerðu á- haldi í stað augans. Áhald þetta er ekki fullgert enn þá, og hann heíir ekki fengizt til að lýsa því, hvernig það er útbúið. Kunningjar hans segja að eins, að hann láti hlutina spegla sig í stækkunargleri, og leiði myndina inn í heilann með — rafmagni, auð- vitað. Loksins fjekk þó einn af meðritstjórum tíma- ritsins »Revue des Revues«, dr. L. Caze, dálitlar upp- lýsingar hjá uppgötvaranum, og er það, sem hjer fer á eftir, tekið úr skýrslu hans. Stiens fór með dr. Caze inn í lítið myrkt herbergi, og batt fyrir augu hans. Caze heyrði, að hann kveikti á eldspýtu og lampa, en sá ekki nokkura ljósglætu. Litlu síðar fann hann, að eitthvert áhaid var sett á gagnaugun á honum, og í sama bili fór hann að sjá einhvern ijósbjarma, sem varð æ skýrari, svo að hann tók að grilla hluti þá, sem næstir honum voru. Hanu sá greinilega, að hendi með þremur upprjettum fingrum var brugðið upp skammt frá andliti hans. Bráðum varð ljósið svo skýrt, að hann sá öll stofugögnin; tvö borð og átta stóla gat hann auðveld- lega talið. Caze fannst nú sem hann hefði fulla sjón, þrátt fyrir það, þótt bundið væri fyrir augu hans. Og jafnframt fannst honum einhver fiðringur i gagn- augunum á sjer, eins og af veikum rafmagnsstraumi. Allt í einu var svo áhaldið tekið burt, og hann sat aftur í þreifandi myrkri. Tilrauninni var lokið. Frekari skýrslu getur Caze ekki gefið. Hann þorir meira að segja ekki að fullyrða, að Stiens sje fieitt annað eða meira en leikinn sjónhverfingamaður, °g hafi ef til vitl útbúið umbúðirnar þannig, að hann gæti gert þær gagnsæar, þegar hann vildi. Máske voru lika einhver önnur brögð í tafli, svo sem »þögl- ar álögur* eða því um iíkt. Eða var það máske eitthvað svipað x-geislunum, sem hjer hafði hönd í ^agga? Caze fjekk sem sje ekki að sjá áhaldið sjálft. Og upplýsingar þær, sem Stiens gaf honum, voru að eins svo hljóðandi skýringar á undirstöðu- atriðum uppgötvunarinnar : Maðurinn sjer ekki með augunum, heldur með heilanum. Augun eru að eins til þess, að taka við áhrifum ljóssins, eða með öðrum orðum til þess, að taka spegilmynd af þvi, sem fyrir augun ber, en meðvitundin verður ekki þessara áhrifa vör fyr en sjónartaugarnar hafa flutt þau inn i heilanu. Blindir geta gert sjer greinilega hugmynd um lögun hlut- anna með því að þreifa á þeim. Þeim er þá sem þeir sjái hlutina, þótt það sje tilflnningin, en ekki augun og sjónartaugarnar, sem flytja mynd þeirra til heilans. Ýmsar lægri tegundir dýra eru alveg augna- lausar, en virðast þó geta sjeð allt það, sem er í kringum þær. Til þess að gefa blindum sýn, þarf því ekki annað, en að flnna áhald, sem geti komið i stað augans, tekið við áhrifum ljóssins og flutt þau inn í heilann. í staðinn fyrir nethimnu augans má nota ofurlítið hvolf með rafmagnsútbúnaði í, og ljós- brjót eða viðtökugleri framan við, og í staðinn fyrir sjÓDartaugarnar má nota rafmagnsstraum, sem leiddur sje frá hvolfinu inn í heilann. Samkvæmt þessari reglu ætti þá alveg eins að mega senda heilanum myndir fjarlægra hluta, því að rafmagnsstrauminn má senda svo langan veg sem viil. Uppgötvun þessi ætti því ekki einungis að veita blindum mönnum sjónina, heldur ætti hún einnig að vera ráðning á gátu þeirri, sem margir hafa verið að glima við, sem sje þeirri, að »flytja« myndir lang- ar Jeiðir með rafmagni, á sama hátt sem telefóninn »flytur« hljóðið. Uppgötvanir þeirra Szczepaniks, Dussaud’s og Hummel’s ættu þannig að vera orðnar »á eftir tímanum«, áður en þær hafa almennilega haft tíma til þes3 að gera mannkynið hissa — það gengur rösklega nú á dögum. Sje þessi uppgötvun Stiens annað en tál, — hafi hann í raun og veru fundið áhald, sem gefi blindum sýn, þá ætti það ekki einungis að geta sýnt það, sem er í kringum þá, heldur jafnvel ýmislegt fleira, alveg eins og vjer sjáum í draumum vorum greini- legar myndir af hlutum og viðburðum, þótt augun sjeu lokuð. Sönnun fyrir því, að það sje heilinn, sem sjer, en ekki augað, er það líka, að vjer sjáum oft og tíðum ekki það, sem fyrir augun ber, þótt þau sjeu bæði heil og opin. Heilinn getur sem sje verið svo upp tekinn af allt öðrum tilfinningum og áhrifum, að hann taki ekki eftir þeim, sem sjónar- taugarnar flytja honum. Meðan Stiens fæst ekki til þess, að lýsa nákvæm- lega áhaldi því, sem hann fullyrðir að hann hafl fundið, en sem hann segist enn þurfa að endurbæta, verður ekki sagt um það með neinni vissu, hvort þetta er einhver fegursta sigurvinning vísindanna, eða — eintómt tál. Eftir »undirstöðuatriðum« þeim að dæma, sem hjer hafa verið talin, er ekki óhugsandi að uppgötvun þessi sje eins og hún er sögð, en það er langt frá því, að það sje sannað. En svo mikið er óhætt að fullyrða, að reynist það satt, sem Stiens segir, þá má telja hann mjög framarlega i flokki velgerðamanna mannkynsins. * * * Brynvarðir vagnar eru fyrst fundnir upp i Ameríku, eins og svo margt annað. Meðan á borgarastríðinu stóð, hafði flokkur manna brotið niður brýrnar á járnbraut einni, og hugvæmdist þá stjórninni, að iáta útbúa brynvagn til þess að verja brautina.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.