Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 5

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 5
III. 7—io. HAUKUR. 29 skjátlazt? Hafði Saint Alba átt nokkurn þátt í morð- tnu í Rob-Roy-Villa? Framkoma hans í varðhaldinu var nœsta ólík framkomu þeirra, sem búast við af- leiðingunúm af ódáðaverki sínu. Hann var ávallt jafn rólegur og stilltur. Þegar hann fjekk tækifœri til að segja eitthvað, var málrómurinn hœðnislegur °g þóttalegur. Eitt af fyrstu verkum hans í varð- haldinu var það, að tala við Ford málfærslumann, duglegasta og mest metna málfærslumanninn á Jörfa. Þeir Ford og Saint Alba sátu lengi og töluðu saman. Og þegar þesai lögfræðislegi ráðanautur hans var farinn, var Saint Alba i enn þá betra skapi en áður. Hann ljet sem sjer þætti það regluleg unun, að vera í varðhaldi. Hann gerði að gamni sínu við fanga- vörðinn, og dáðist að þvi, hve stofugögnin væru ein- staklega fátækleg. Og hann borðaði með ágætri ^yst þær dýrindis máltíðir, sem hann ljet kaupa handa sjer fyrir sína peninga á næsta gestgjafahúsi. Aldrei hefir neinn maður, er grunaður hefir verið um morð, tekið hag sínum með jafn glettulegri glaðværð. Sunnudagurinn leið, og svo kom mánudagurinn. Saint Alba klæddi sig og borðaði morgunverð. Hon- úm var sjerlega annt um það, að fötin færu vel, svo að hann liti sómasamlega út, og varð reiður, þegar honum var neitað um hnif til þess að raka sig með. En svo þegar Ford máifærslumaður kom inn til hans, Varð hann aftur glaður og góður í skapi, og sat lengi á samtali við hann. Þegar honum var sagt, áð nú væri sá tími kominn, er hann ætti að mæta fyrir rjettinum, setti h tnn aftur á sig hæðnislega fyrirlitningarsvipinn, og það sópaði að honum, þegar lögregluþjónarnir leiddu hann út úr varðhaldinu. Þegar hann kom fyrir rjettinn, hneigði hann sig kurt- ei8islega fyrir öllum þeim, er við voru staddir, og ®ettist síðan á bekk hinna ákærðu. 11. kafli. Rjettarhaldið yfir Saint Alba var ekki neitt hvers- dagslegt rjettarhald. Allir dómararnir voru mættir, og Þar á meðal Kingsford gamli, vinur Powers. Salur- iön fylltist þegar af torvitnum áheyrendum, því að allir vildu fá að vita það sem fyrst, hvað úr þessu yrði. Meðal áheyrendanna urðu menn einnig varir við Vavasour, Cotton og aðra helztu gesti gistihallar- thnar. Þegar Ford kom inn í þingsalinn, leiddi hann frú Saint Alba við hlið sjer. Kona fangans var á- Raflega skrautlega búin, og varð almenningi starsýnt A hana. Gadd lögreglustjóri sat við skrifborð eitt og skammt frá honum sátu þeir Brusel leynilögreglumaður og Eower yflrlögregluþjónn, og var Power i einkennis- kúningi. Gadd var auðsjáanlega kvíðafullur, og Þúrfti hann oft að standa upp og hvíslast á við Efúsel, sem leit út fyrir að vera í bezta skapi. Ford hafði nóg að gera, að raða skjölum, er hann Þafði á borðinu fyrir framan sig. Hann var að búa si& úndir að verja Saint Alba. Þegar komið var með fangann inn í salinn, Vftrð öllum litið á hann, eins og eðlilegt var. Eins °g áður skýrt frá, hneigði Saint Alba sig kurteisis- lega fyrir dómurunum, og litaðist um í salnum. Og Þegar hann kom auga á konu sina, brosti hann ánsegjuiega, til þess að hughreysta hana. Svo settist hann ofur rólegur á bekkinn, og leit framan í dómar- ana, eins og ekkert væri um að vera. Ákæran var Þvi næst lesin upp fyrir honum, eins og lög gera ráð fyrir, og þegar hann var spurður um það, hvort hann væri sekur eða sýkn, svaraði hann með hæðnislegri röddu: »Ekki sekur«. Þá var röðin komin að Gadd lögreglustjóra. Hann byrjaði á því, að sýna dómurunum fram á það, að lögreglan hefði haft allt of nauman tíma til þess, að grafa upp nægar sannanir. Hann vildi þess vegna stinga upp á því, að fanginn yrði aftur fiuttur I varðhaldið, til þess að lögreglunni gæflst timi til að starfa, sagði hann. Óðara en Ford heyrði þetta, spratt hann upp úr sæt.i sínu, og mælti: »Jeg mótmæli harðlega þess- ari uppástungu. Komið þjer fyrst með sönnunar- gögn yðar, og svo geta dómararnir skorið úr þvi, hvort þeir sjá sjer fært, að aðhyllast uppástungu yðar. Jeg treysti mjer sem sje til að sanna það, að smánarlegri sakargift heflr aldrei verið látin dynja yflr neinn heiðvirðan, menntaðan og mikils metinn mann. Skjólstæðingur minn — jeg vil ekki gera honum þá vanvirðu, að kalla hann fanga — hefir þegar orðið að þola þau rangindi, að vera hafður sem fangi í almennri fangakompu heilan dag og heil- ar tvær nætur. Það er í meira lagi ósanngjarnt, að halda honum lengur í varðhaldi, eingöngu vegna þes3, að lögreglan er ónýt og gagnslaus. Þess vegna krefst jeg þess«, mælti hann enn fremur, þegar hann sá að forsætisdómarinn var staðinn upp til þess að þagga niður í honum, »að rjetturinn taki enga á- kvörðun, fyr en dómararnir hafa heyrt ástæðurnar fyrir þessum sakaráburði*. William Goldbird, forsætisdómarinn, stóð þá upp, og mælti: »Jeg álit rjettast, hr. lögreglustjóri, að haga þessu eins og hr. Ford hefir stungið upp á. Yið skulum svo á eftir íhuga uppástungu yðar«. Fyrsta vitnið, Power yfirlögregluþjónn, var því næst kallað inn að dómgrindunum, og látið vinna eiðinn. Þessi ungi lögreglumaður bar sig vel og röggsam- lega, eihs og hans var vandi, og skýrði frá því, er hann vissi. Hann var einstaklega friður sýnum, en hálfgerðum hugsýkissvip brá fyrir á andliti hans, Hann huggaði sig samt sem áður við það, að hann segði ekki annað en satt, og gerði ekki annað en skyldu sína. Hann skýrði frá því, að frú Gregory hefði sent eftir sjer morguniun þann 25. október, og sagði skýrt og greinilega frá öllu því, er þá hafði borið við í Rob-Roy-Villa. Þegar hann minntist á brjefsnepilinn, sem og það, að hann hefði þekkt Saint Alba, þegar hann hefði sjeð hann fara inn í »Sjávar- gistihöllina*, fóru áheyrenduruir að verða ókyrrir. Fanginn brosti í kampinn. Power talaði ^ lítið um fyrri viðskipti sín við Saint Alba. Hann skýrði að eins frá þvi, að hann hefði þekkt hann, þegar hann dvaldi í Woolchester, og að þeir hefðu þá haft nokkur brjefaviðskifti, en þau brjef væru nú því miður glötuð. Hann minntist einnig á það, hversu mikil líkindi væru til þess, að hin óttalegu banasár stúlkunnar væru eftir karlmann, en ekki eftir kvenumann; en þá greip Ford fram i fyrir honum, og skoraði á hann, að halda sjer við staðreyndir, en vera ekki að koma með neinar á- gizkanir. Svo tók málfærslumaðurinn að leggja spurningar sínar fyrir vitnið. »Þjer eruð yfirmaður í lögregluliðinu á Jörfa?« spurði hann, og horfði ögrandi á Power. »Haftð þjer ekki áður verið læknir?*

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.