Haukur - 10.07.1900, Qupperneq 12
36
IÍAUKUR.
III. 7— 10.
eru ekkert annað en gömul samhrúgun sólarhita,
gamiar birgðir eða fyrningar frá góðu árunum. Mín
uppfundning er fólgin í því, að nota sólarhitann
beinlínis, eins og hann kemur fyrir í loftinu«.
»Og þetta er í raun og veru svo einfalt, sem hugs-
azt getur, segir Tripler enn fremur, »svo að þjer
hljótið að geta skilið það. Ef þjer ætlið að setja
gufuvjel í hreyflngu, þá verðið þjer að hafa bæði
vatn og kol. Þjer verðið að nota kolin til þess að
framleiða hita, og þjer verðið að leiða þann hita
yfir í vatnið, til þess að breyta vatninu í loft — eða
með öðrum orðum: í gufu. Lyfti þetta eða gufa
þenst út, og framleiðir þar af leiðandi afl. En vatnið
breytist ekki í gufu fyr en það hefir náð 100 stiga
hita á Celsius.
Nú er sama hlutfallið milli gufunnar og vatnsins,
eins og milli loftsins og loftlagarins. Loftið verður
að legi við 191 stiga kulda á Celsius — en þaö er
svo mikill kuidi, að vjer getum naumast gert osa hann
skiljanlegan. Ef þjer hitið loftlöginn svo, að hann
komizt upp yflr -f- 191° C., fer hann þegar að sióða,
alveg eins og vatn sýður víð -f-100° C. Við skulum
nú gera ráð fyrir, að við búum til jafnaðar við 20
stiga hita — álíka hita, eins og nú er hjer í herberg-
inu. Eða með öðrum orðum: loftið, sem við lifum í,
er 211 stigum heitara, heldur en loftlögurinn. Loftið,
sem við lifum í, er þess vegna eins og glóandi ofn í
samanburði við kulda loftlagarins. Hugsum okkur
einhvern kynflokk manna, er lifað gæti í 191° kulda.
Slíkir menn myndu skorpna og brenna jafn fljótlega
hjerna í herberginu, eins og vjer myndum gera, ef
vjer værum látnir inn í bakstursofn. Nú haflð þjer
þá loftlöginn — loft, sem heldur sjer sem lögur við
191° kulda. Þjer látið hitann frá »ofninum«, sem
vjer lifum i, eða með öðrum orðum, hita andrúms-
loftsins, hafa áhrif á löginn, og þá fer hann þegar að
sjóða 0g breytast í gufu — gufu, sem þenst út og
framleiðir afl. Þetta er ákaflega einfalt, eða er ekki
svo?«
Það virðist vera mjög svo einfalt. og þú minnist
þess með iotningu, að Tripler er sá íyrsti maður,
sem nokkurn tíma heflr hreyft vjel með loftlegi, eins
og hann lika var sá fyrsti, er fann upp vjel til þess,
að framleiða loftlög í stórum mæli — vjel, sem er
frumsmíði að öllu leyti, og gagnólik öllum eldri til-
raunavjelum. En þótt þessi afrek Triplers sjeu stór-
merkileg út af fyrir sig, þá eru þau þó að eins undir-
staða enn þá furðulegri afreksverka.
*
* *
Þegar maður hefir fengið sjer birgðir af loftlegi,
þá er ofur auðvelt að nota hann sem hreyfl-afl til þess
að knýja vjelar 0. s. frv. En er nokkur hagur eða
vinningur fólginn i því, að nota gufuafl til þess að
framleiða loftlög, og nota svo loftlöginn sem hreyfl-
afl? Er þá ekki eins notadrjúgt, að nota gufuaflið
beinlínis sem hreyfi-afl, eins og nú tíðkast?
Tripler gerir ávallt ráð fyrir því, að þessar spurn-
ingar verði lagðar fyrir hann, þegar hann heflr sýnt
vjel þá, sem hann hreyfir með loftlegi.
»Þjer haflð nú sjeð það, að jeg hreyfi þessa vjel
með loftlegi«, segir hann. »Loftlögurinn er því orðinn
að hreyfi-afli, og úr því jeg get nú notað hann sem
afl, hví skyldi þá ekki mega nota það afl til þess,
að framleiða meiri loftlög? Sje loftlagarvjelin nógu
stór og öflug, hlýtur að mega nota hana til þess, að
þjetta loftið og framleiða kuldann í vökvagerðarvjel-
inni, alveg eins og engu siður en gufuvjel. Er það
ekki nokkurn veginn greinilegt?«
Þú starir hálf-efablandinn á ræðumanninn.
»Þjer haldið þá, að þjer getið framleitt loftlög
með loftlegi?«
»Jeg held ekki einungis, að jeg geti gert það,
heldur gerir þessi vjel það í raun og veru«.
»Þjer látið loftlög í vjelina, og takið loftlög úr
vök vager ðar vj elinni ? «
»Já, þetta er einungis notkun afls þess, sem loft-
lagarvjelin iramleiðir*.
Þú veröur svo forviða, að þú getur engu orði
upp komið.
»Þetta er perpetuum mobile«,* segir þú svo.
»Nei«, segir Tripler meðhöstum rómi. »Þetta er
ekkert perpetuum mobile, og á ekkert skylt
við það. Hiti andrúmsloftsins fær loftlöginn í vjel-
inni til að sjóða og framleiða afl, alveg á sama hátt
eins og hitin af kolunum fær vatnið til að sjóða og
breytast í gufu. Jeg nota hitann blátt áfram í annari
mynd. Jeg fæ mitt afl frá hita sólarinnar; slíkt hið
sama gera og allir aðrir, sem framleiða afi. Kolin
eru, eins og jeg sagði áðan, ekkert annað, en ein
myndin af krafti sólarinnar, fyrningar frá góðu árun-
um. Allir þeir, sem hafa verið að þvaðra um
perpetuum mobile, og brjóta heilann um það,
hafa einungis reynt að nota aðdrátt þungalögmálsins,
en alls ekki sólarhitann«.
Svo heldur Tripler áfram i hægðum sínum: »En
jeg fer lengra en þetta. Ef jeg framleiddi að eins
tvær gallónur (1 gallóna = 4 7io pt) af loftlegi í
vökvagerðarvjel minni, með hverjum tveim gallónum
af loftlegi, sem jeg læt í loftlagarvjelina, þá væri
vinningurinn enginn. Jeg væri þá einungis að fást
við raunsýuingar, sem ekki hefðu neitt raunhæft gildi.
En nú er það i raun og veru svo, að jeg framleiði
mikið meira af loftlegi með vökvagerðarvjelinni, heldur
en jeg þarf til þess, að hreyfa loftlagarvjelina, eða
með öðrum orðum: jeg framleiði meiri loftlög, en
jeg eyði til framleiðslunnar. Þetta virðist mjög ótrú-
legt, og það er torvelt að skýra það, hvernig á þvi
stendur. Það verður hægara að gera yður það skiljan-
legt, þegar jeg hefl sýnt yður, hvernig jeg ferað búa
loftlöginn til. í stuttu máli: Jeg bý loftlöginn til
með afskaplegum kulda, en ekki með þrýstingu,
jafnvel þótt þrýsting eigi nokkurn þátt í ganginum.
Þegar einu sinní er búið að framleiða þennan kulda,
þarf ekki nærri eins mikla þrýstingu til þess, að dæla
loftið inn í vökvagerðarvjelina. Þegar loftið í vökva-
gerðarvjelinni breytist i vökva, verður hann marg-
falt minni fyrirferðar, heldur en loftið var, og verður
því ævinnlega töluvert autt rúm í vjelinni. Hin
venjulega loftþungaþrýsting er auðvitað nægileg til
þess, að knýja loltið inn í þetta auða rúm, og kuld-
inn er í raun og veru svo mikill, að hann breytir
loftinu jafnóðum í lög. Með öðrum orðum: vökva-
gerðarvjelin mín heldur jafnt og þjett áfram að fram-
leiða loftlög, en það þarf miklu minna af loftlegi til
þess, að knýja þrýstivjelina. Þennan mismun græði
jeg. Það er örðugt, að skýra það til hlitar, hvernig
í þessu liggur, því að þjer verðið að hafa það hug-
fast, að hjer er að ræða um óskiljanlega mikinn kulda
*) Síkvikandi. Vjel, sem ýmsir hugvitsmenn liðins
tíma hafa gert sjer mikið far um að finna, og sem átti
að geta haldizt í sífeldri hreyfingu, þegar einu sinni var
búið að setja hana á stað.