Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 14

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 14
3» HAUKUR. m. 7—io. er fyndi hjá sjer köllun til þess. Jeg var ókvæntur, hafði misst foreldra mína, og átti enga nákomna ætt- ingjal eða vandamenn, sem Ijetu sjer umhugað um mig þegarj'eg var dáinn. Það var kyrrð og þögn í herberginu, algerð þögn — regluleg dauðaþögn. Stóra vegg-klukkan var hætt að ganga. Hiúkrunarkonan hafði stöðvað hana. Mjer fannst sem jeg hlyti þá og þegar að heyra rödd al- heimsdómarans hljóma til mín gegnum þögnina, og kalla mig fram fyrir hásæti hans, til þess að gera grein fyrir orðum mínum og verkum. Hugrenningar mínar voru allar á ringulreið, og ýmist ásökuðu eða afsökuðu hver aðra, og jeg reyndi að brjóta heilann um það, hverju jeg ætti nú eiginlega að svara hinum rjettláta dómara við þessa síðustu yfirheyrslu. Og allt í einu stóðu öll atriði lífs míns, stór og smá, fyrir hugskotsaugum mínum. Löngu liðnir atburð- ir rifjuðust nú upp fyrir mjer, skýrir og greinilegir, og jeg sá menn, sem farnir voru löngu á undan mjer inn í hið mikla og ókunna ríki dauðans. Og þegar jeg tók að ransaka sjálfan mig, einlæglega og hlut- drægnislaust, þá varð jeg að játa það, að það var bæði fátt og lítið, sem jeg gat lagt í þá vogarskálina, er góðverk mín áttu að vegast í. Jeg var ungur, rfkur, óháður, og sffellt umkringdur af glöðum og galgopalegum vinum, og — hvar skyldi maður finn- ast í slfkri stöðu, sem hægt sje að benda á og segja: »Sjá, þarna er maður rjettlátur!« Auðvitað hafði jeg gert ýms kristileg góðverk. Jeg hafði rjett mörgum fátækum hjálparhönd, og aldrei látið neinn synjandi frá mjer fara. Og kirkjum og sjúkrahúsum hafði jeg gefið stórar og höfðinglegar gjaflr. Þetta hlaut allt að verða tekið til greina, og þegar jeg fór að hugsa betur um öll þessi góðverk, og bætti svo þar við orsökinni til þess, að jeg ljet líf mitt, þá virtist mjer sem jeg sæi skálavogina í hendi alheimsdómarans — sæi þá skálina, sem góð- verkin voru í, síga æ meira og meira, og mjer fannst sem jeg gæti ókvíðinn og rólegur beðið hins mikla dóms. En svo kom allt í einu, — og mjer fannst sem jeg væri stunginn f hjartað —, ung stúlka inn til okkar. Hún var hálf-hikandi, en hún varð að hlýða bendingu dómarans, þótt hún væri auðsjáaniega treg til þess. Hún nam staðar frammi fyrir dómaranum, andvarpaði þungan og horfði til jarðar, og tárin hrundu ofan eftir vöngunum á henni. En svo benti dómarinn henni á ný, og þá lagði hún með skjálfandi hendi hárlokk í vogarskálina, og allt í einu hófst sú skálin, sem góðverkin mín voru í, hátt í loft upp. Og þrátt fyrir það, þótt stúlkan fjelli á knje frammi fyrir hásæti dómarans. fórnaði höndunum og bæði hann með gráthljóð í kverkunum: »Drottinn minn og guð minn, dæm þú hann ekki fyrir breytni hans við mig!« — þrátt fyrir þetta heyrði jeg hann segja með þrumuröddu: »Þú ert veginn, og reynd- ist of ljetturU Reyndist of Ijettur — og það einungis vegna þessa eina hárlokks! En lokkur þessi gilti mannslíf, og jeg hafði næstum því farið með þetta mannslíf með oflFrekju minni og hroka. Eftir dauðann á engin fegrun sjer stað — enginn tállitur. Með hörku og miskunnarleysi ræðst dauðinn á lífið, og höggur hvað sem fyrir verður, og með sömu hörku og miskunnarleysi afhjúpar hann allan sannleikann. Þá geta mennirnir ekki lengur komizt af með útskýringar og undanbrögð. Sannleikurinn kemur þar í ljós í sinni ægilegu nekt, og vjer stönd- um þar yfirbugaðir og getum enga vörn oss veitt. Þann veg fór og fyrir mjer. Jeg sá allt það, sem ’á daga mína hafði drifið, allt í sinni rjettu og Bkýru mynd. Jeg sá hina ógur- legu sekt mína — hið svívirðilega brot mitt gegn þessari ungu stúlku — þessu blómlega mannslífi, sem jeg hafði næstum því eyðilagt. — Það hafði verið kvöld eitt í maímánuði, í blíðu og heiðskíru veðri þegar jeg var á gangi úti í hallargarðinum, og leiddi Önnu við hlið mjer. Við hötðum reikað fram og aftur, og hlustað á kvöidgoluna, er þaut í laufi trjánna, og okkur fannst einhver kynlegur dularblær hvíla yfir öllu — nú fremur venju. Við höfðum þegar þekkt hvort annað um langan tíma, og okkur hafði ætið komið vel saman. Við höfðum ætíð verið glöð og ánægð, þegar við vorum saman, við höfðum gert að gamni okkar, strítt hvort öðru og kítt hvort við annað, en hvað sem við sögð- um og hvernig sem við ljetum, hafði hvorugu okkar tekizt að gera hitt orðlaust. En nú var öðru máli að gegna. Nú gengum við þegjandi hvort við annars hlið. Anna hafði tekið í höndina á mjer, ogjegfann að hún titraði af óstyrk. Svo varpaði tunglið allt í einu silfurbjörtum geisla niður á milli trjánna, og hann fjell beint á yndislega andlitið hennar — mjer varð litið á það, og í sömu svifum hafði jeg vafið hana örmum og spurt hana: »Anna, viltu verða konan mín?« Henni hafði orðið svo mikið um þetta, að hún mátti ekki mæla. Hún hallaði höfðinu þegjandi að brjósti mjer, og leyfði mjer að kyssa aítur og aftur á rauðu varirnar sínar. Tveir unnendur voru þar einir saman, og nutu ástarsælunnar í fullum mæli, því að ekkert gat truflað þau. Kyrrð og friður hvíldi yfir öllu, og golan var nú hætt að þjóta í trjálaufinu. En svo kom annar dagur, og hans mun jeg ætíð minnast með skelfingu og gremjn. Jeg hafði verið í afmælisveizlu einhvers vinar míns, og við höfðum drukkið meira, en við höfðum gott af. Við vorum allir orðnir ölvaðir. Vinir mínir voru orðnir ofstopa- fullir og stríddu mjer si og æ með trúlofun minni. »Þú ert ljóti þorskurinn«, mælti einn þeirra, »að vera að binda þig við bláfátækan stelpuhnokka, sem ekkert hefir sjer til ágætis nema það, að hún er snoppufríð*. »Þegiðu«, grenjað jeg. »Það er mitt en ekki þitt, að hugsa um það«. »En það lítur svo út, sem þú vitir það ekki«, sagði annar, »að fyrir þetta tiltæki þitt ert þú hafður að háði og athlægi um allan bæinn*. »Það hirði jeg aldrei um. Jeg er sjálfum mjer ráðandi«. »Mikið var að hann vissi það!« grenjuðu þeir allir, og skellihlógu. »Þú getur þó að minnstakosti ekki borið á móti því, að þú hefir gert þig sekan um óttalega flónsku, greyið mitt«, sagði sá, er fyrst hafði tekið til máls. »Þú ert boðinn og velkominn á öll beztu heimili bæjar- ins, allar mæður sárlangar til að eignast þig fyrir tengdason, og beztu og auðugustu ungfrúr bæjarins vilja fegnar sverja þjer eilífa ást og tryggð. En þú — ja, þú mátt ekki reiðast — þú hefir gengið eins og músarungi í gildru þá, sem stúlkan hefir sett fyrir þig«.

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.