Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 4

Haukur - 10.07.1900, Blaðsíða 4
28 HAUKUR. III. 7—io. Morðið á Jörfa. Ensk glæpamálssaga eftir Reginald Barnett. —:«o»:— 10. kafli. (Framh.) Það var laugardagskvöld, þegar Saint Alba var tekinn og settur í varðhald. Fregnin flaug eins og logi yflr akur um allan bæinn, og með því að ekki var hægt að yflrheyra fangann fyr en næsta mánudag, höfðu menn góðan tíma til að skeggræða um málið. Skýrsla um atburð þennan var einnig símrituð til Lúnúna, og á sunnudagsmorguninn stóð sú fregn með stóru letri í öllum morgunblöðunum, að |búið væri að taka Saint Alba fastan, með því að hann væri grunaður um, að hafa framið morðið í Rob- Roy-Villa. Flesta rak í rogastanz, er þeir heyrðu þessi tíð- indi. Þúsundir manna þekktu þennan einkar rögg- sama umsýslumann, þennan dæmalausa mannvin og velgerðamann. Hann hafði sjálfur gert töluvert til þess, að vekja athygli manna á sjer, og gert margar tilraunir til þess, að verða nafnfrægur maður. Og allar tilraunir hans í þá átt höfðu heppnazt mæta vel. Öll góðgerðafjelög og listamannafjelög könnuð- ust við þennan mann, sem nú hafði allt í einu verið settur í varðhald, grunaður um hið hryllilegasta ódáðaverk. Hvað áttu menn að hugsa um þetta? Flestir komust að þeiri niðurstöðu, að Saint Alba myndi vera sekur, úr því að lögreglan hafði hann grunaðan. Hver myndi hafa trúað því, að maður, sem ijet ekkert tækifæri ónotað til þess að hjálpa meðbræðrum sín- um, gæti gert sig sekan um svona óttalegan glæp? Margir hristu hötuðið, og gátu ekki trúa því. Á Jörfa varð mönnum þó enn þá meira um þessi tíðindi. Mills, formaður »Frelsismannafjelagsins«, og hinir aðrir pólitískir leiðtogar stóðu sem steini lostnir. Þetta einkar vinsæla þingmannsefni þeirra, sem útlit var fyrir að ætlaði að vinna frægan sigur við næstu kosningar, hafði nú allt í einu verið tekið og sett í varðhald, sem morðingi. Mills og vinir hans hugguðu sig við það, að undirbúningur þeirra var ekki lengra á veg kominn en þetta, svo að þeir gátu þó ekki hafa brotið af sjer traust það, er kjósendurnir báru til þeirra sem pólitískra leiðtoga. Þeir höfðu líka ævinnlega borið hálfgert mistraust til þessa Saint Alba, sögðu þeir. Hann var ríkur, dugiegur og gáfaður maður. En hann gat svo auðveldlega verið morðingi þrátt fyrir það. Og einhverja ástæðu hlaut lögreglan að hafa haft til þess, að taka hann fastan. Á Jörfa var ekki talað um annað, en Saint Alba. Mac Gregor skundaði þegar um morguninn yflr á lögreglustöðvarnar, hamslaus af reiði, og krafðist þess, að hann fengi að tala við Saint Alba. En hon- um var nú samt sem áður synjað um það. Og ekki kom það honum að meira liði, að hann ljet bræði sína bitna á Brusel, þegar hann kom til þess að ransaka herbergi þau, sem Saint Alba hafði búið í. Brusel hjelt könnun sinni áfram, og ljet sem hann heyrði ekki fúkyrði Mac Gregors. Vavasour gat ekki varizt þess að brosa, þegar honum datt í hug síðasta samtal hans og Saint Albas, en hann gerði sjer enga ákveðna skoðun um sekt hans eða sakleysi, og hið sama er að segja um flesta hina aðra gesti í gistihöllinni. Þeir voru hyggn- ir og reyndir menn, og vissu það vel, að grunur er allt annað en sönnun. Gadd lögreglustjóra var skapþungt. Framkoma fangans hafði verið svo djarfmannleg og róleg, og vopn þau, sem hann hafði ætíð á takteinum til þess að verja sig með, voru hæðnisglott og þóttalegur fyrirlitningarsvipur. Þegar ákæran var lesin upp yflr honum á lögreglustöðvunum, eins og lög gera ráð fyrir, svaraði Saint Alba, að hann vildi ekki auka á fróðleik og þekkingu lögreglunnar, með því að svo liti út, sem það væri að eins að bera í bakkafullan lækinn; hann ætlaði þess vegna að láta hana einráða um það, hverja skoðun hún hefði á málinu. Gadd lögreglustjóri var enginn kjarkmaður. Hann kunni vel að meta embætti sitt, og honum var það Ijóst, hverjar afleiðingarnar myndu verða, ef hann gerði sig sekan í nokkuri fljótfærni. »Bara að þetta morð hefði komið fyrir einhvers staðar annars staðar en hjer á Jörfa«, sagði hann. «Jeg er mjög hræddur um, að við höfum gert glappa- skot, þegar við tókum þennan Saint Alba. Yið lendum sjálfsagt í slæmri klípu, áður en langt um líður«. »En jeg er sanníærður um, að við höfum hjer ein- mitt náð í þann mann, sem við áttum að ná í«, svar- aði Brusel. »Jeg tók nákvæmlega eftir honum, þeg- ar við tókum hann fastan, og jeg sá það á honum, að hann er sekur. En hann er slægur eins og refur, þrjóturinn þessi. Jeg fann ekki nokkurn skapaðan hlut hjá honum, sem styrkt gæti málstað okkar. Við megum samt sem áður ekki gefast upp, úr því við erum byrjaðir. Ef til vill verðum við líka búnir að fá einhverjar sannanir fyrir morgundaginn*. Power yflrlögregluþjónn var einnig óánægður yflr horfum málsins. Hann fann það, að ábyrgðin hvíldi að miklu leyti á honum. Auðvitað var hann sannfærður um það, að Saint Alba hefði drepið stúlkuna. Það var svo margt, sem honum fannst benda á það, þótt slíkt væru engar sannanir. Brjef- snepillinn, návist Saint Albas á Jörfa, og það einmitt í »Sjávargistihöllinni«, útlit hans og framkoma, þegar þeir komu að honum óvörum til þess að taka hann fastan, þetta virtist allt bera vitni um það, að hann hlyti að vera morðinginn. En hvernig átti hann að geta graflð upp nægar líkur til þess, að sanna glæpinn upp á þennan slóttuga ref? Ljósmynd af líkinu hafði verið send í allar áttir, til þess að reyna að grafast fyrir það, hver stúlkan hefði verið. Nákvæm lýsing af henni hafði enn fremur verið birt í blöðunum. En allt slíkt hafði hingað til verið árangurslaust. Á Frakklandi er auðveldaraað grafast fyrir slíkt. í Parísarborg er sem sje líkhús (la Morgue), þar sem öll lík, bæði myrtra og drukkn- aðra manna, eru höfð til sýnis, og koma þá venjulega einhverjir vinir eða vandamenn, sem sjá þau og þekkja þau. Slík líksýningarhús eru ekki til á Eng- landi. Þar að auki mæla grundvallarlög (Habeas- Corpus-Akt) Englands frá 1679 svo fyrir, að alla fanga skuli yflrheyra innan sólarhrings, og mátti þvi ekki fresta yfirheyrslu Saint Albas lengur en til mánudags. Ef þá voru ekki fengnar nægar sannanir gegn hon- um, mátti ganga að því vísu, að hann yrði látinn laus. Og slíkur ósigur hlaut svo án efa að hafa í för með sjer almenna kvörtun um það, að lögreglan skyldi beita heiðarlega borgara slíku gjöræði. Hjer áttu menn þar að auki að berjast við ríkan og mik- ils metinn gáfumann, sem að sjálfsögðu ljet einskis ófreistað til að koma fram hefnd sinni. Skyldi Robert Power 1 raun og veru hafa

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.