Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 9

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 9
MKGINATEÍBÍ HEILSUPRÆINNAK. Meginatriði lieilsufræðinnar. Eftir A. TJtne. Framhald. Maginn heldur nú áfram að starfa að meltingu fæðunnar, einkum þeirra efna, er ekki hafa orðið fyj'ir neinum veruiegum áhrifum af munnvatninu i munn- inum, svo sem t. d. kjöt, fiskur og önnur fæða úr dýraríkinu. Öll sú fæða, sem auðið er að melta, leysist upp og verður að graut, sem smám saman færist gegn- um magaliliðið inn í þarmana. Á fólfþumhmga])arm- a 12. myn'd. Mcltingarfærin. a, vælind'ð. b, miiginn. c, magahiiðið og byrjun túifþumlungaþarmsin8. d, smáþavmarnir. e, langi’.tn (víðu þarmarnir). f, botnlariginn. g, botnlangatotan. h, enclagörnin. i, lifrin (henni er velt upp á við, til þess að gall- stokkurinn sjáist). k, gallblaðran. l, miltið. m, brisið (magakirtillinn). inum (efsta hluta smáþarmanua) eru tvö ofurlítil göt; inn um annað þeirra síast gallið eftir gallstokknum frá lifrinni, en inn um hitt kemur brissafinn frá brisinu. Smákirtlar í slímhimnu þarmanna gefa einnig frá sjer vökva, sem nefndur er þarmasafi. Vökvar þessir blandast fæðunni og levsa hana, þannig, að næringar- Á miðri myndinni sjest þindin, er iiggur í boga ; fir þvera myndina. Fy vir ofanhana er brjóst- holið. Í því er hjartað (N) og lungun tii beggja hliða. Fyrir neðan þind- ina er kviðarhoiið. Far sjest lifrin (G), maginn (C), miltið (D), langinn (F) og 8máþarmarnir (I). 13. mynd. Lega innýflanna. efnin verða að næringarsafa, sem er hvítleitur vökvi (mjólkurlitur), er síast inn í œðar og sogæðar þarmanna ug berst eftir þeim yfir í blóðið. Það, sem ekki getur breytzt í næringu, berst aftur burt úr líkamanum sem ónýt efni. Lifrin er stór, brúnn kirtill, er iiggur hægra megin í kviðarholinu uppi við þindina. Hún tekur við blóði því, sem flutt hefir maganum og þörmunum næringu, og hreinsar það. Blóð þetta berst eftir portœðinni til iifrarinnar (sjá 14. mynd). Um leið og það hreinsast, greinist. gallið frá, og síast inn í gall- blöðruna. Mynd þessi sýnir á einfaldan hátt, hvernig blóð og næring- arsafi frá magan- um (m) ogþörm- unum (þ), og blóð frá miltinu (mi) safnast í e;na sameiginlega æð, portæðina (p), er fiytur vökva þessa inn í lifr- ina (1). Bland- aður og hreins- aður berst svo næringarsafinn gegnum lifrar- blóðæðina (b) yfir í blóðið. 14. mynd. Mikill hluti næringarsafans síast gegnum veggi magans og þarmanna inn ) hinar smágerðu blóðæðar, sem eru í þeim, og blandast þar saman við blóðið. En noklcurn hluta hans sjúga sogæðarnar (kylus-æðarnar eða næringarsafa-æðarnar) í sig. Þær ná inn úr maganum og þörmunum, og enda í ótölu- legum fjölda af smá-nöbbum í slímhimnunni, og eru opnar í þann endann. Sogæðarnar flytja svo næringarsafann inn í brjóstganginn (sjá 8. gr.), sem liggur inn í blóðæð eina (efri holæðina) slcammt frá hjartanu. Mestur hluti allra vökva, er koma i magann, síast þegar gegnum slímhimnu hans, og berst eftir portæðinni inn í lifrina. Þess vegna er það, að ofnautn áfengra drjfkkja hefir jafnaðarlega lifrar- veiki í för með sjer. Lifrin skorpnar, og missir þann eiginleg- leika sinn, að geta myndað gall í nægilega ríkum mæli. En þegar gallið er of lítið, leysast fituefnin í fæðunni ekki upp, og geta því ekki orðið líkamanum að gagni. Þar af leiðir, að líkaminn sýkist og megrast. Ef gallstokkurinn, sem flytur gallið frá lifrinni til þarmanna, stíflast, þá fer gallið yfir í blóðið, og veldur g u 1 u. Yarðreizla meltingarfæranna. Með því að heilsa vor er að miklu leyti komin undir góðri melt- ingu, verðum vjer að leitast við að varðveita melting- una óveiklaða, og í þvi skyni þurfum vjer að gæta þess, er hjer segir: 1. Allan mat skal tyggja vel, áður en honum er rennt niður. Sje meltingin veik, er bezt að tygga einnig allan spónamat, svo sem graut og súpu. Þá blandast munnvatnið betur saman við fæðuna. 2. Aldrei skal ofþyngja maganum með mat nje drykk, og ekki skal fara í kalt bað eða kæla magann á annan hátt að nýlokinni máltíð. 3. hegar þú hefir unniðþjer til hita og ert þyrstur, skalt þú aldrei kæla magann snögglega með því að drekka ískalt vatn eða aðra sárkalda drykki. Bíddu fyrst lítið eitt, og drekktu svo lítið í senn, unz þú ert afþyrstur. 4. Nautn áfengra drykkja veikir meltinguna. Slímhimna magans gefur rneiri safa frá sjer en eðli- legt er, og veikist hún því. Börn eiga aldrei að neyta tóbaks. 5. Menn mega aldrei gleypa litla, harða, ómelt- — 161 — 162 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.