Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 12

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 12
GESTUBINN á ingjaldshóli. „Hjer/'á þessum kjálka landsins, rekur lítið“, svaraði Þorbjörn. „Rekinn er meiri eftir því sem norðar dregur, og mestur er hann við útnorðurhorn landsins, þar sem straumarnir vestan að berast að landinu". „Já, hjer ganga og munnmæli um land eitt mikið í vesturátt, sem menn hjer af íslandi eiga að hafa fundið einhvern tíma í fyrndinni", mælti prestur- inn, „en það skoða jeg nú sem tilbúning eintóraan". „Tala þú ekki um mál, Sem þú ber ekki skyn á, prestur", mælti Þorbjörn og brýndi röddina. Hann var nú staðinn upp úr sæti sínu. „Hvert barn á ís- landi kann utan að söguna um Ekík rauða, sem fór til Grænlands, og um Leif, sem dvaldi um hríð á Vínlandi hinu góða. Slíkt eru ekki skröksögur, svo sem sögur þær, er prestar hafa sett saman um St. Brandonsey og borgirnar sjö. Afreksverk þessara raanna eru rituð óafmáanlegu letri í sögum þeim, sem þú hefir aldrei lesið, og um slíkt ætti jeg að vera fróðari, jeg, sem er hinn síðasti afkomandi hinnar nafnkunnu ættar Leifs. Fátækur er jeg að sönnu af gulli og lausum aurum, en dýrmætari arfleifð hlaut jeg samt sem áður, heldur en þú eða nokkur annar á þessu landi: Tað er jeg, jeg einn, sem á með rjettu landið mikla hins vegar við hg,fið, landið, sem Norðlendingar fá efnivið sinn frá, bæði til húsa og skipa, og ekki er það min sök, þótt jeg hafi ekki gengið að arfinum". í’orbjörri settist aftur rólegur, er hann hafði lokið þessari óvenjulega löngu ræðu sinni, sem átti að sýna einhvers konar þóttafulla meðaumkun með hinum ein- feldnislegu hugmyndum enska prestsins. En augu út- lendingsins Ijómuðu af óvenjulegu fjöri og áhuga, og upp frá þessari stundu kaus hann miklu fremur fjelags- skap Þorbjörns, heldur en prestsins. (Meira.) £ Rr íííur. Hann dó samt. „Hafið þjer heyrt það, frú, að hann Petersen er dáinn?" „Petersen? Hann Petersen nágranni okkar?" „Já“. — 167 — „Nei, og þjer faið mig aldrei til að trúa þvi! svo vitlaus er jeg þó ekki". „Hvers vegna trúið þjer því ekki, að Petersen sje dáinn? Tað er þó ekki svo ósennilegt—hann var orðinn aldraður maður". „En hann hafði tryggt líf sitt. Haldið þjer, að jafn hygginn maður og Petersen væri að borga pen- inga fyrir lífsábyrgð, ef ekki væri meiri trygging í ábyrgðinni en svo, að hann dæi samt sem áður? nei, þá þekkið þjer ekki hann Petersen*. Og henni kom ekki til hugar að trúa því, að Petersen væri dáinn, fyr en hún að lokum sá það sjálf. En síðan hefir hún líka verið sannfærð um það, að allt það, sem ka.llað er lífsábyrgð, sjeu sví- virðilegustu fjegiæfrafyrirtæki, sem hægt sje að hugsa sjer „Pví sjáið þjer til“, segir hún, „hann Petersen —hann var líftryggður, og hann dó svei mjer samt sem áður“. • Ekki úr allri hættu. Vinurinn (við sjúklinginn): Ertu nú alveg úr allri hættu, vinur minn? Sjúklingurinn: Nei, ekki alveg. Jeg á von á lækninum að minnsta kosti tvisvar enn þá. • Hyggin kona. „Hvers vegna hefir þú opinn gluggann, kona? Pað er ekki nema 12 stiga hiti hjerna inni". „Jeg veit það! en úti er 4 stiga hiti, og því hugsaði jeg sem svo: Það er best, að hleypa þeim inn, þá höfum við 16 stiga hita, og þá þurfum við ekki að kynda meii a í dag?" Síáíur. Hvernig á að skrifa tölurnar 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, og 9 þannig, að þœr verði samtals 100? Það verður að skrifa allar þessar tölur, en ekki nema einu sinni hverja. * Reikningsgáta. Tveir feður og tveir synir fóru á rjúpnaveiðar, skutu þrjár rjúpur og skiftu þeim þannig, að hver þeirra fjekk eiua rjúpu. Hvernig gat það átt sjer stað? # Stæi*ðfr«eðisþrauí. Fyrir nokkrum árum sá jeg alla 3 hitamælana, sem nefndir eru í gátunni í 7.—10. tölubl. „Hauks hins unga" þ. á., og þegar jeg athugaði þá, voru að eins 8 stig, sem þeim har á milli að öllu samanlögðu. Hvaða hitastig sýndi hverþeirra? Ráðning gátnanna i 16.—18. tölubl. 1. Vegna þess að hann á að heyra margt, en segja fátt. 2. Með því að leggja þær í kross, þannig X. 3. Vegna þess að þær eru fleiri. 4. XIX -f I er — XX. Stærðfræðisþrautin: Á borðinu voru 5 krónur. Jón átti 10, Páll 30, og Bjarni 120 krónur. Reikningsgátan: Níu daga. Hann kemst 1 meter áleiðis á degi hvorjum, níunda morguninn hefir hann því komizt 8 metra áleiðis, en þanu dag skríður hann 4 metra, og nær því mæni hússins fyrir kvöldið. Útgefandi: STEFÁN RUNÓLFSSON, Pósthússtrœti 17. Reykjavík 1902. — Aldarprent smiðja. — 168 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.