Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 11

Haukur - 01.03.1902, Blaðsíða 11
Gesturinn á Ingjaldshóli. Frásaga eftir Sophus Bauditz, með myndum eftir Knud Gamborg. (Framh.) Það voru liðnar nokkrar vikur frá þvi er enska skipið kom, og höfðu þeir presturinn og Þorbjörn fyllstu ástæðu til þess, að vera ánægðir með gest þann, er þeir hýstu. Hann var kurteis og lítillátur, og hafði auðsæilega gaman af því, að spjalla við þá, gömlu mennina. Hann hlustaði á sögu þein a um það, hvernig „svarti dauði“ hafði geisað á íslandi (1402—1403), gereytt suma bæi að fólki og drepið tvo þriðju hluta af íbúum landsins,—skeggræddi við þá um það, hverjar afleiðingarnar gætu ef til vili orðið af suðurför Kristjerns lconungs, og sagði, þegar á hann var skorað, fúslega og skemmtiiega frá ferðum sínum í fjarlægum löndum. Sira Jón og Jr’orbjörn hlustuðu báðir með athygli á sögur hans, en hvor á sinn hátt. Síra Jón svelgdi í sig hveit orð af vörum ókunna mannsins, og greip hvað eftir annað fram í fyrir honum, til þess að bera sögusögn hans saman við hrærigrautsfróðleik þann, ej- hann hafði áður aflað sjer. En Þorbjörn hlustaði venjulega þegjandi á hann, og kinkaði bara kollinum við og við, til þess að samsinna sögu- manninura, þegar hann sagði frá einhverju því, er Þorbjörn hafði sjeð með eigin augum. Kvöld eitt, er þeir sátu allir þrír saman, barst talið að landafundum Portugalsmanna síðasta manns- aldur. Dove skýrði gömlu mönnunum frá starfsemi Hemiks prins, og fundi A-Zoreyjanna og Kanarisku eyjanna, og var auðheyrt, að hann var gagnkunnugur því öllu. „En þessi Cypangó eða Antilia?“ spurði prestur- inn. „Er sú eyja nú í raun og veru eins stór og sagt hefir verið, og hvað er hún margar dagleiðir frá Evrópu?“ Dove hristi höfuðið, og svaraði: „Jeg hefi aldrei getað fengið neiua vitneskju um eyjuna þá, og það er sannfæring mín, að sagan um hana sje einber tilbúningur, eins og svo margt annað“. „Tilbúningur!" endurtók síra Jón, og styggðist við. „Jeg hefl sjálfur sjeð landið dregið upp á landa- brjef, sem Durley skipstjóri sýndi mjer hjerna um árið“. Ókunni maðurinn gat ekki varizt þess að brosa að rökleiðslu preslsins, og sagði, að það eitt, að lönd væru dregin upp á landabrjef, væri mjög ófullnægjandi sönnun fyrir þvi, að þau væru til, og væri því varlega treystandi á slik sönnunargögn. „Haidið þjer þá að St. Brandonsey sje lika ein- tómur tilbúningur?“ spurði presturinn. „Við höfum þó frásögn hins virðulega ábóta sjálfs um það, að hann hafi fyrst stigið á land á Ima, og því næst komizt til Kynjaeyjanna langt úti í hafi, og sjeð þar marga stórfurðulega hluti “. „Jeg get ekki borið á móti því, að jeg trúi ekki heldur sögusögninni um St. Brandonsey", svaraði Dove. „Hún er vissulega ekki annað, en meinlaus skröksaga, smellið æfintýri, á sinn hátt eins og sagan um borg- irnar sjö lengst í vestri — —“ „Borgirnar sjö? Jeg hofi ekki heyrt neitt um þær“, svaraði presturinn forvitinn. — 165 —' Ókunni maðurinn skýrði þeim nú frá því, að árið 711, þegar Serkir (Márar eða Arabar) lögðu Pýrena- skagánn undir sig, hafi erkibiskupinn í Porto, ásamt sex biskupum og fjölda karla og kvenna, átt að hafa farið um borð í skip, er hlaðin voru alls konar auð- æfum, og stýrt þeim beint í vestur, unz þeir eftir marga daga ferð, hefðu komið að yndisfögrum og frjósömum eyjum. í*ar hefðu þeir brennt skip sín, og komið mjög blómlegum nýlendum á stofn. „Síðan hafa margir skipstjórar svarið og sárt við lagt, að þeir hafi sjeð eyjarnar", mælti Dove enn fremur. „Já, einn þeirra hefir meira að segja gefið Don Enrico, sem nú er í drottni dáinn, greinilega skýrslu um eyjar þessar og borgirnar sjö, en samt sem áður trúi jeg því ekki, að þær sjeu til, með því að enginn hefir getað sagt með vissu, hvar þeirra er að leita“. „En er það samt sem áður ekki sennilegt, að land eitt mikið sje til einhvers staðar langt úti í hafi?“ spurði síra Jón. „Talar Plato ekki um hið ágæta, horfna Atlantis, og hefir Seneca ekki spáð um það í Medea, þar sem hann segir: „ Venient annis saecula seris Quibus Oceanus vincula rerum Laxat et ingens pateat tellus Tetliysque novos detegat orbes Nec sit terris ultima Thule“.’ „Víst er það sannfæring mín, að land eitt mikið sje hins vegar við hafið“, svaraði Dove, „nokkur hluti Indlands, sem enginn Evrópumaður hefir enn þá stigið fæti sínum á —■ hjeldi jeg það ekki, þá væri jeg ekki hingað kominn", bætti hann við 1 hljóði. „Ekki vil jeg heldur meta spádóma að engu, jafnvel þótt úr heiðingja munni sjeu, en meiri sönnun tel jeg fólgna í tilkynningum þeim, sem þetta ókunna land sendir oss sjálft. öðru hvoru yfir hafið. Slíkar send- ingar styrkja trúna á tilveru þess, og halda henni vakandi". Og nú skýrði hann þeim frá því með fjöri og eldlegum áhuga, að reyrpípur, furustofna með rótum, og ýmislegt fleira, væri sí og æ að reka á land í Azoreyjunum, og að við eyjuna Flóres hefði fundist mjór og rennilegur bátur með tveim látnum mönnum í, er auðsæilega hefðu heyrt til einhverjum óþekktum kynflokki. Síra Jón hlusta.ði á ræðu gestsins, eins og barn á æfintýri. En Porbjörn, er allt til þessa hafði setið hljóður, mælti nú rólega: „Hingað til íslands rekur einnig mikið af furu- trjám handan yfir hafið“. „Hingað?" spurði Dove ákafur. „En hjer sjest þó varla nokkurstaðar spýta. Þið byggið hús ykkar úr eintómu torfi og grjóti". *) Það kemur ár, er aldir líða, að útsærinn völdin má leggja niður: Afar-stór fold mun úr ægi rísa, aflijúpa Tethys mun voldugt ríki. Þá verður Thulc’ ekki takmark jarðar. — 166 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.