Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 2

Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 2
HAUKUE. Það var Victor du Vernay, einstaklega lagleg- ur maður, á að gizka tuttugu og þriggja ára. Hann haíði talað við maddömu Noiron í New Orleans, og hafði hún sagt honum svo óvænt og mikilsverð tíðindi, að hann bafði þegar lagt af stað, til þess að færa Leoour heim sanninn um það, að hann gæti ekki með neinu móti svift Adrienne arfi hennar, með því að hún væri dótturdóttir Montreuils, og þar af leiðandi löglegur erfingi haus. Maddama Noiron hafði einnig ymprað á öðru leyndarmáli, og vísað honum til Brunels læknis, er bjó í grend við Beilair, til þess að fá vitneskju um það. Hann ætlaði því að heimsækja lækninn, þegar hann væri búinn að sjá Adrienne og tala við hana. Og hjarta hans barðist af fögnuði, er hann sá húsið, sem hún átti heima í. Hann fór af baki fyrir framan húshliðinu, og ætlaði að fara að. taka í dyrahamarinn, en þá sá hann allt í einu mann koma ofan riðið, og hætti liann þá við að berja og beið eftir manninum. Mendon var svo sokkinn niður í hugsanir sín- ar, að það lá við sjálft að hann ræki sig á aðkornu- manninn, áður en hann tæki eftir honum. Hann rak í rogastanz, er hann sá komumanninn, en svo hueigði hann sig kurteisislega og mælti: „Afsakið, herra minn, en jeg var allur annars iiugar, og það ber svo sjaldan við, að hingað komi ókunnugir, að jeg varð hálf forviða þegar jeg sá yður“. „Það er mjög afsakanlegt, herra minn. Jeg hefi áríðandi erindi við herra Lecour, og vildi þess vegna gjarnan fá að tala við hann nú þegaru. „Hann er of veikur til þess, að taka á rnóti gestum“. „Það þykir mjer slæmt. En fyrst svo er, þá get jeg máske fengið að tala við ungfrú Durand?“ Það opnuðust allt í einu augun á Mendon. Frammi fyrir honum stóð einmitt orsökin til þess, að Adrienne vildi ekki þýðast hann. „Lecour liggur fyrir dauðanum, og eru það af- leiðingar af því, að óður hundur hefir bitið hann, og — dótturdóttir hans hefir strokið í nótt undan föðurlegri vernd hans og varðveizluu. Victor du Vernay hrökk aftur á bak, eins og honum hefði verið gefið utan undir. Hann varð fyrst fölur, en siðan eldrauður i framan. Hann kreisti saman varirnar litla stund, og mælti því næst: „Þessi siðustu orð yðar eru rógburður um unga stúlku, sem jeg álít skyldu mína að vernda, og mun jeg þvi láta yður sæta ábyrgð fyrir þau, þeg- ar jeg hefi tima og tækifæri til þess. En úr því að ungfrú Durand er hjer ekki lengur, verð jeg að tala við herra Lecour, jafnvel þótt hann sje kominn alveg i dauðann. Hvar get jeg fundið hann?u Mendon glotti og setti á sig fyrirlitningarsvip. Hann benti á stigann og mælti: „Þarna er vegurinn. Farið þarna upp, og þá munuð þjer sjá, að jeg hefi sagt sannleikann. Þeg- ar jeg á tal við bláókunnugann mann, eins og yð- ur, mann, sem jeg þekki engin deili á, þá neita jeg gersamlega, að gera grein fyrir orðum þeim, sem jeg talau. — 219 — Svo skundaði hann þóttalega fram hjá honum,, steig á hestbak og reið á brott. Du Vernay var nú einn eftir, og var í vafa um það, hvað hann ætti að gera. En þegar hann heyrði mannamál uppi á loftinu, rjeð hann það af, að fnra að leiðsögu Alendons. Dyrnar á herbergi Lecours voru opnar, og þegar hann kom að dyrun- um, sneri presturinn sjer við, og mælti kurteis- islega: „Þjer komið á hörmulegri stundu, herra minn. Húsbóndinn er ekki í því ásigkomulagi, að hann goti tekið móti gestum, ef það er hann, sem þjer viljið finna“. „Jeg átti mjög áríðandi erindi við hann, en það er svo að sjá, sem jeg komi of seint. Dauðinn ætlar að girða fyrir það, að jeg komi fram kröfum þeirn, sem jeg hefi á hendur honum. Þekkið þjer mig ekki, faðir Eustace? Jeg er sonur fornvinar yðar, Alfonso du Vernaysu. Presturinn greip vingjarnlega í hönd hans, og mælti klökkur: „Faðir yðar var æskuvinur minn, og hann hefir gert rojer inargan greiða. Sonur hans er velkominn til Louisiana, og ef jeg get orðið yður til aðstoðar á einhvern hátt, þá vil jeg feginn gera það eftir beztu vitund. Er leyfilegt að spyrja, í hvaða til- efni þjer eruð hingað kominn?u „Það er of langt mál, til þess að skýra frá því nú þegar. Jeg get að eins sagt yður það, að' jeg hefi umboð til þess frá erfingjum Montreuils sáluga, að gera tilkall til þessara eigna lijerna. En jeg skal segja yður moira um það seinna. Er það satt, faðir Eustace, að ungfrú Durand sje hjer ekki lengur? Einhver maður, sem jeg hitti hjerna fyrir utan dyrnar, sagði mjer frá því á einkennilega rusta- legan hátt. En jeg á bágt með að trúa þvíu. „Adrienne er horfin á mjög kynlegan hátt; en jcg er sannfærðiTr um, að hún er ekkert ámælisverð fyrir þaðu, svaraði presturinn alvarlega. „Segið mjer, hvað við hefir boriðu, mælti du Vernay mjög óþolinmóður, því að hann fór að verða hræddur um, að Adrienne væri í hættu stödd. Faðir Eustace skýrði honum nú með lágri röddu frá því, er við hafði borið um nóttina, að svo ruiklu leyti, sem hann gat sjálfur gert sjer grein fyrir þvi. Du Vernay hlustaði á hann með athygli, og var auðsjeð á svip hans, að hann varð bæði hræddur og liryggur. Hann laut höfði litla stund, meðan hann var að ná sjer dálitið aftur, og sneri sjer því næst að Lecour. Lecour lá nú kyr og auðsæilega örmagna. En ef hann hefði sjeð sjer fært, myndi hann óefað hafa neitt sinnar síðustu orku til þess, að drepa mann þann, er kominn var til þess að svifta hann auð- æfum þeim, sem hann sjálf'ur gat ekki lengur haft nein not af. „Jeg kom hingað, herra minn, með umboð til þess, að gera tilkall til erfingjans að Bellair og eigna hennar. Auðæfunum getið þjer ekki haft neitt gagn af framar, og jeg grátbið yður um, að segja injer, hvað þjer hafið gert við Adrienne Durandu. „Jcg hefi ekkert að segja yður“. — 220 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.