Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 9

Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 9
HAUKUR. að leita að einhverju, er hún gæti drepið hann með, því að hún vissi, að þar var enn þá töluvert af ýmiskonar banvænu eitri. Er hún hafði leitað nokkra stund, fann hún loks glas, er var nærri því fullt af blásýru. Hún opnaði leynidyrnar, og skaut myndinni til hliðar og — hún mátti ekki koma seinna. Hundurinn hljóp með opið ginið að Adrienne sofandi og varn- arlausri, einmitt í sömu svipan, sem Louisa skvetti banvænu eitrinu framan í hann og upp í hann. Hundurinn náði að eins í kjólinn hennar með kjaft- inum, og valt svo út af i dauðateygjunum. Með meira en mennskri áreynslu greip Louisa Adrienne með öðrum handleggnum, en velti með hinni hendinni borðinu ofan á íiundinn, er var að drepast. Hún bar dóttur sína í fanginu inn í her- bergi sitt, og reyndi að hugbreysta hana, og sefa hinar áköfu geðshræringar, er hún komst í, þogar hún vaknaði svona allt í einu. Stúlkan varð auð- sæilega gagntekin af skelfingu, er hún þekkti, að það var hvíta vofan, sem hafði bjargað kenni. Hún hneig í öngvit hvað eftir annað, svo að veslings móðir hennar vissi að lokum ekki, hvað hún átti til bragðs að taka. Hún þorði ekki að kalla á Eady sjer til aðstoðar, með því að hún áleit bezt, að Eady fengi enga hugmynd um það, hvað af stúlkunni yrði. Það bar stundum við, að Brunel læknir sótti hana í ljettivagni sínum út í skógarjaðarinn, og með þvi að hann átti leið þar um þetta kvöld, er hann kom úr sjúklingsvitjun, nam liann staðar, til þess að vita um, hvort hann gæti ekki fengið hana með sjer til La Santó. Hann vissi ekki, hvers vegna hún tafði svona miklu lengur á Bellair, heldur en hún var vön, og var því farinn að undrast um hana. Hann gaf hið venjulega merki, eitt högg á útidyra- þröskuldinn, og Louisa lauk þegar upp fyrin honum. Hún skýrði honum frá því, hver Adienne væri, og hvers vegna hún væri í þessu ásigkomulagi. Brunel læknir hafði til allrar hamingju meðalakassa sinn með sjer, og er hann hafði gefið Adrienne fróunarmeðal, sofnaði hún vært og fast. Hann bar hana þá út i vagninn sinn, og ók i saatri rneð þær mæðgur heim til sín, og er þangað kom, var Adrienue þegar komið í rúmið. Hún svaf nú svo fast, að það virtist með öllu ómögulegt að vekja hana, og Brunel læknir var mjög hræddur um hana, jafnvel þótt hann ljeti ekki á því bera við móður hennar. Nú var allt undir þvi komið, að hún fengi að hvílast i ró og næði, því að þetta, að hún vaknaði á svona skelfi- legan kátt af svefngöngu sinni, hafði steypt, ef ekki lífi. hennar, þá þó að minnsta kosti ráði kennar og rænu í bersýnilega liættu. Hann vonaðist nú fastlega eftir því, að Yictor du Vernay kæmi bráðlega, því að hann taldi ekki óhugsandi, að það hefði heillavænleg áhrif á hana, ef hann yrði við, þegar hún raknaði. við iir dval- anum. Þegar Mendon hafði koyrt þetta, sneri hann aftur til Bellair, og var Lecour þá í svipuðu ásig- komulagi, eins og þegar hann hafði farið þaðan - 233 - síðast. Presturinn sat við hlið hans, niðursokkinn i bænalestur, og reyndi á þann hátt að bæla niður hefndarhug þann, er öðru hvoru gerði vart við sig í sálu hans. Þegar hann heyrði fótatak Mendons, kom hann út á ganginn á móti honum, og spurði ákafur: „ Hafið þjer fongið nokkra vitneskju um Adrienne ? Jeg hefi spurt menn þá, sem voru á verði hjer úti fyrirþ en þeir hafa haft nóg að gera, að gæta þriggja fauga, er þeir náðu í, og hafa því ekki tekið eftir neinu, er skeði í kúsinua. „Jeg hefi fundið kana, og það sem meira er, jeg kefi líka í'undið inbður kennaru, s varaði Mendon. „Þ.tf var hún, sem bjargaði Adrienne í nótt“. Þessi frjett gerði enga breytingu á svip föður Eustaces. „Nú — þjer vitið þá, að þetta sem jeg sagði, að jeg væri faðir hennar, var ekki annað en rnein- laust bragð af minni kálfu“, mælti hann einstaklega rólegur. „Jag kefi ætíð vitað, að Louisa var á lifi. Ea segið mjer, kvernig það atvikaðist, að kún skyldi vera viðstödd einmitt þá, þegar dóttur hennar lá mest á aðstoð kennar?“ Mendon sagði honum í stuttu máli frá þvi, kvernig á því stóð, og er kann hafði lokið sögu sinni, spurði presturinn viðkvæmur: „Sagði hann yður ekki ástæðuna til þess, að Louisa hefir farið kuldu höfði? Hafði ekki maður, sem hún elskaði, verið drepinn, áður en hún reyndi að fyrirfara sjer?“ „Ef jeg segi yður það, viljið þjer þá lofa mjer því, að láta guð einn annast um hefndina?“ Faðir Eustace varð náfölur. Hann átti auðsæi- lega í stríði við sjálfan sig dálitla stund, en sagði svo: „Jeg hefi afkent kann í guðs kendur, og hann hefir látið hann hljóta makleg málagjöld“. „ Jeg veit það nú, að hann var banamaður bróður yðar“. „Hvar? Hjerna í þessu húsi?“ „I herbergi einu hjerna niðri. Blóðbletturinn er enn þá á gólfinu“. Presturinn, þessi sterki og karlmannlegi maður, skalf af geðskræringu. Hann reikaði ofan í ker- bergið, nam staðar við blóðblettinn og fjell á knje. „Guð minn, gef mjer styrk til þess, að fyrir- gefa konum. Bægðu burtu frá mjer öllum hefndar- huga til föður konunnar minnar elskulegu, minnar veslings ólánsömu Estellu. Þín er hefndin, guð minn, en mitt er að fyrirgefa. Hjálpa mjer til þess, góði guð. Amen!“ Hann lá longi á bæn, áður en hann fengi þrek til þess, að fara aftur upp til kins deyjandi syndara. (Framk.j Bæði ungar og gamlar konur, er þykjast hafa ástæðu til að halda áminningarræður yfir mönnum sínum, ættu að minnast þess, að jökullinn bráðnar miklu fljótara i blíðu og sólskini, heldur en í kalsa-landsynningsroki. - 234 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.