Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 8

Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 8
HAUKUE. þessa fyrirætlun sÍDa. Hún komst inn í húsið, og fór upp leynistigann upp í herbergi það, sem einu sinni hafði verið hennar eigið herbergi. Hún fór í brúðarfatnaðinn, og lagði af stað yfir í herbergi Lecours. Hún hafði enga hugmynd um gest þann, er kominn var til Bellair, og með því að hún hugs- aði eingöngu um hlutverk það, sem hún var sjálf að leika, tók hún ekkert eftir hinni hálfsofandi stúlku, sem læddist á eftir henni. En þegar hún kom aftur yfir í turninn, fór hún fyrst að hugsa um það, hversu kynlegt að væri, að lagt hafði verið í eld- stóna, Hún fór að rúminu, og varð nærri þvi eins hrædd og Adrienne sjálf, er hún sá unga stúlku liggja 1 Því- Þessi unga, ókunna stúlka, var að öllum líkindum of skynsöm til þess, að hægt væri að telja henni trú um að reymt væri í húsinu. Louisa varð þess vegna hrædd um, að allt myndi komast upp um sig, og þær Eady ,og hún sátu lengi og ráðguðust um hvað þær æt.tu að gera til þess 8ð varðveita leyndarmálið. Louisa gat með engu móti trúað öðrn, en að ókunna stúlkan væri eitthvað svikakvendi, sem hefði komið sjer inn undir hjá Lecour með því að látast vera Adrienne Durand. Hún bjelt, að dóttir sín væri allt of vel geymd í klaustrinu til þess, að hdn hefði getað komizt þaðan brott. Og þær Louisa og Eady komu sjer saman um það, að stúlkan þyrfti að sjá hvítu vofuna aftur, til þess að styrkjast í reymleikatrúnni, og þær undirbjuggu sig með það fyrir Dæstu nótt. Á herbergi Lúðviks var þakskotsgluggi, og fyrir neðan hann að utanverðu var mjó múrbrún, er náði yfirfyrir gluggann á næsta herbergi. Það var hættulegt, að gaDga á milli glugganna eftir þessari mjóu brún, en Louisa kaus heldur, að eiga það á hættu, að hrapa niður, en að Lecour kæmist að leyndarmáli hennar. Þegar hún hafði látið Adrienne sjá sig í svip, fór hún þegar aftur út um gluggann og lokaði honum að utanverðu, og þagar Adrienne kom titrandi af ótta inn í þakskotið, þá var Louisa komin aftur inn í liitt herbergið. En nú hafði hún fengið nýja ástæðu til þess að ver& hrædd. Þegar hiín sá Adrienne í gamla búningnum sinum, sannfærðist hún um það, að stúlkan hefði riett fyrir sjer. Dóttir hennar hafði þá hætt sjer inn í holu tígrisdýrsins, og hún varð að reyna að hafa einbver ráð með að ná henni þaðan aftur. En hver ráð átti hún að hafa? Hvernig átti hún að ná henni á brott, án þess að koma því upp, að dauði hennar hafði verið eintómur tilbún- ÍDgur? Hún hafði fyrir nokkru skrifað gamla du Yernay, og skýrt honuin frá þvi, hverrar ættar Adrienne væri. Og í því brjefi hafði hún boðið syni hans, Yictor du Vernay, fle mikið, ef hann fengist til þess, að koma til Ameríku, og gera fyrir hönd stúlkunnar kröfu til eigna afa hennar sáluga, sam- kvæmt arfleiðsluskrá, er Montreuil hafði samið rjett fyrir andlát sitt, sem nokkurs konar yfirbót rang- sleitni þeirrar, er hann hafði sýnt dóttur sinni. Atvikin höfðu hagað því svo, að þauAdrienne og Victor du Vernay höfðu þegar fundizt nokkrum sinnum, og fengið ást hvort til annars. Louisa hjelt, að það væri bezt, að bíða róleg og aðhafast ekkert á eigin spýtur, fyr en Victor kæmi, með þvi að hún óttaðist það ætíð, að Lecour kynni að komast að þvi, að hún var á lífi. Hún vissi, að Victor du Vernay var þegar kom- inn til New Orleans, og hafði þar fengið þær frjett- ir hjá einni vinkonu hennar, sem hún vissi að myndu ýta undir hann, að bregða þegar við og halda tafarlaust áfram til Bellair. Hún hugsaði sjer þess vegna, að gera ekki annað, þar til hann kæmi, heldur en að hafa vakandi auga á dóttur sinni, og reyna að koma í veg fyrir það, að Lecour gæti unnið henni nokkurt mein. Morgun þanD, sem Eady hengdi hringinn á hálsband dauða hundsins, tók hún hringinn; og þegar hún varð þess vör, að Lecour hafði gleymt lyklunum að múrklefa þeim, sem peningaskápurinn var í, meðan hann var við miðdegisverð Lúðvíks, ljet hún hringinn þar inn ásamt mynd af sjálfri sjer og viðvöruD þeirri, er Lecour varð reiðast.ur. Hún hafði ekki haft neinn pappír á sjer, og var því svo hugsunarlaus, að taka pappírmiða úr brjefahylki dóttur sinnar. Og um leið skrifaði hún línur þær, er Adrienne fann síðar um kvöldið. Á æskuárum sínum hafði hún lært að draga upp myndir, og þegar hún af tilviljun rakst á glas með fosfór í inni í efnarannsóknastofunni, datt henni í hug, að draga upp mynd af sjálfri sjer með fosfór. Hún hafði á einhvern hátt fengið hugboð um það, að hún kynni einhvern tíma að þurfa á því að halda, að komast tálmunarlaust inn í sjerherbergi hins samvizkulausa húsbónda síns. Og þegar múr- smiður einn frá New Orleans var fenginn til þess, að búa til múrstúkuna fyrir peningaskáp Lecours, til þess að hann gæti falið þar dýrgripasafn það, er hann hafði hrúgað saman, þá notaði hún sjer nokk- urra daga fjarveru Lecours til þess, að fá múrsmið- inn til þess fyrir góða aukaborgun, að búa til leini- dyrnar bak við myndina af hertoganum af Orleans. Um þessar dyr fór hún oft inn í myndaherbergið, og hafði með sjer mat handa vígbundinum, er var tjóðraður þar inni. Hann vandist henni smám sam- an, og það hefir auðvitað einungis verið vegna þess, hve Adrienne var lík móður sinni, að víghundurinn lagðist fyrir frarnan fætur hennar, þegar hún kom sofandi inn í myndaherbergið, og Lecour var þar inni. Kvöld það, sem Lúðvík var numinn brott, beið hún og kvaldist af vafa um það, hvað hún ætti að gera, og þegar Lecour æddi að Adrienne hamslaus af bræði og með morðkutann í hendinDÍ, ljek hún enn þá einu sinni með góðum árangri hlutverk sitt sem vofa. Þegar Adrienne fór í annað skifti í svefni inn í myndaherbergið, hafði Louisa sjeð Lecour laumast út í kofa blökkukonunnar, og er hún sá, til hvers hann notaði lykilinD, fjekk hún þegar grun um hið hræðilega áform hans, og leitaði fyrir sjer að einhverju úrræði til þess, að koma í veg fyrir það. Henni hafði ekki enn þá tekizt, að hæna að sjer nýja víghundinn, og sá þvi, að hún varð að hafa einhver ráð með að drepa hann tafarlaust. Hún fór þess vegna inn í efnaraDnsóknastofuna, til þess — 231 — - 232 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.