Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 7
HAUKUR.
hún var drottnari á Bellair. Til allrar hamingju
var skammt til heimilis hans, og ílutti hann hana
þegar heim til sín. Hún var lögð í rúm, og ailt
gert sem auðið var til þess, að vekja hana aftur
til lífsins. En þegar hún loksins raknaði við, fjekk
hún svo áköf krampaflog, að læknirinn, sem vakti
yfir henni um nóttina, hugði, að hún mvndi þá
og þegar gefa upp öndina.
En hún naut svo aðdáanlegrar hjúkrunar og
uraönnunar hjá lækninum, að hún fór smátt og
smátt að hressast, og varð að lokutn nokkurn
veginn heil heilsu. En hún var orðin biluð á geðs-
mununum.
Hún var samt ekki geggjuð í þess orðs venju-
iega skilningi. En hún nötraði af skelíingu í hvert
skifti, er hún hugsaði til Lecours, og hún hafði
fastlega einsett sjer, að gera æfi hans svo aurna og
ömurlega, sem í hennar valdi stæði. Hún krafðist
þess, að Brunel læknir teldi Lecour trú um, að
hún hefði drukknað, er hún fleygði sjer í Mississippi-
fljótið. Henni var gersamlega ómögulegt, að búa
lengur innan sömu veggja og hann, og hún vildi
ekki ákæra hann fyrir morðið. Hún vildi ekki gera
harmasögu sina lýðum ljósa. Hún áleit bezt, að
láta hann halda öllum auðæfunum hennar, þar til sá
tími kæmi, er hún gæti og mætti kannast við
dóttur sína. Hún hafði komið því svo fyrir, að
Lecour hjelt, að AdrienDe væri dóttir Estellu, og
þess vegna liafði hann um mörg ár borgað uppeldi
hennar.
Louisa kvaðst vilja fara til New Orleans, og
ganga þar inn í Líknarsystra-regluna, til þess að
reyna að bæta fyrir synd þá, er hún hafði óviljaDdi
verið völd að.
Lecour hafði á einhvern hátt komizt að því,
að Brunel læknir hefði bjargað konunni hans, og
hann krafðist þess óður og uppvægur, að læknirinn
skilaði sjer henni aftur. En á hinn 'oóginn krafðist
Louisa þess af vini sínum, að hann skyldi hjálpa
henni til að látast vera dauð, og hótaði honum, að
hún skyldi heldur fyrirfara sjer, en hverfa aftur
heim til Lecours.
B runel læknir ljet að lokum undan óskum
hennar, og gaf henni svefndrykk, er hafði þau áhrif,
að hún leit út öldungis eins og hún væri örend.
Lecour fjekk leyfi til þess, að sjá hana í líkkistunni,
og varð fullkomlega sannfærður um það, að hún
væri dáin. Daginn eftir var grafhvelfiDg ættarinnar
opnuð, og kistan, sem menn hjeldu, að lík Louisu
væri í, var sett inn í hana. En Louisa lá sjálf í
rúminu sínu í húsi Brunels læknis, raunamædd mjög
yfir því, hversu leiðinlegan enda þetta óláns-hjóna-
band hennar hafði haft.
Eady hafði ætíð verið einstaklega holl og trygg
húsmóður sinni, og Louisa þóttist sannfærð um,
að sjer væri óhætt að treysta heDni. Með henn-
ar aðstoð gat hún frarakvæmt hið einkennilega
áform sitt, áform, sem hvorki var hægt að fá hana
ofan af með bænum nje fortölnm. Hún hafði fast-
lega ásett sjer, að verða vöndur á þennan gamla
glæpatoann, er hafði gert líf hennar svona átakan-
lega aumt og sorglegt. Hún vissi, að liann fann
stundum til samvizkubits vegna hlutverks þess, er
hann hafði innt af hendi á skelfingardögum stjórn-
byltingarinnar, að endurminningarnar um það lágu
þá á honum eins og Mara, og kvöldu bæði sálu
hans og líkama, og að hann notaði indverskt
deyfilyf til þess að lina kvalirnar. En hún vissi
líka, að meðal þetta hafði jafnframt þau áhrif,
að hann sá alls konar ofsjónir, svo að skelfing sú,
sem greip hann þessa daga, varð enn þá rneiri og
átakanlegri. Einn þessara daga var mánaðardagur
sá, sem Lúðvik 16. var hálshöggvinn, og Louisa
hafði veitt því eftirtekt, að hann varð ætíð þeirn
mun æstari og órólegri, sem nær leið þeim degi.
Henni hafði þess vegna hugkvæmzt, að auka á
skelfing haus og sálarkvalir með þvi, að heimsækja
hann sem afturganga, og með aðstoð blökkukonunn-
ar gömlu gat hún ætið komizt inn til Lecours, og
út þaðan aftur, án þess vart yrði við.
.Þegar Brunel læknir sá, að þatta var fastur
ásetningur hennar, hætti hann með öilu að berjast
móti því. Hann varð rneira að segja feginn því,
að garnli harðstjórinn á Bellair fengi þó á þennan
hátt dálitla refsingu, úr því að ekki var hægt að
fá hann dæmdan til hegningar. Hann fór sjálfur
með Louisu til New Orleans. Hún gekk þar þegar
inn i reglu Liknarsystranna, og hann sá um, að
henni liði þar svo vel sem kringumstæðurnar leyfðu.
Hún kom ætið á hverju ári i janúarmánuði til Bellair,
til þess að leika hvítu vofuna, og með því að Eady
stóð ætíð á því fastara en fótunum, að hún yrði
einskis vör, og sæi ekkert, þá sannfærðist Lecour
um það, að vofan kæmi einungis til þess að ofsækja
hann og kvelja.
Herbergi eitt við ganginn, sem var, næst kofa
blökkuhjónanna, var ræstað og sett í lag á hverju
ári fyrir Louisu, með þvi að hægt var að kornast
inn i það úr garðinum um litlar leynidyr. Herbergi
þetta var áfast við efnarannsóknarstofu þá, sem
Yictor du Vernay hafði komizt inn i. Hún hafði
upphaflega verið skrúðherbergi, en Eugene Mendon
hafði garnan af efnafræðislegum tilraunum, og hafði
þess vegna breytt herberginu í efnarannsóknastofu,
og haft þar ýms þess konar áhöld, er hann hafði
flutt með sjer frá Frakklandi.
Louisa hafði ætið borið lykilinn að útidyrunum
á sjer, og er hún fór eftir fáförnum götuslóða einum,
sem lá gegnum skóginn, var hún að eins stutta
stund á leiðinni frá La Santó til gamla heimilisins
síns. Kvöldið áður en Adrienne kom til Bellair,
hafði hún farið inn án þess að Eady vissi, og í
rökkrinu hafði hún farið út á veggsvalirnar, og
staðnæmst andspænis gluggunum á herbergi Lecours,
þpnnig, að Lecour gat sjeð hana í stóra, hvelfða
veggspeglinum sínum.
Þetta kvöld sá Pierre hönni í fyrsta skifti bregða
fyrir, því að til þessa hafði ætíð heppnast að varð-
veita leyndarmálið fyrir þessum sljóva og ölkæra
ræfli. Með því að hún hafði nú birzt Lecour þetta
kvöld, hjelt Eady, að hún inyndi sjást oftar þennan
veturinn. En Louisa hafði nú fengið nýja flugu
i höfuðið. Hún hafði hugsað sjer, að birtast Lecour
í brúðarfatnaði sinum. Hún hafði lykla að skáp
þeim, sem gimsteinaskrautgripir hennar voru í, og
nóttina eftir lagði hún af stað til þess að framkvæma
— 229 —
— 230 —