Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 13

Haukur - 01.01.1906, Blaðsíða 13
HAUKUR. Hvíta Yofan. Amerísk frásaga. (Niðurl.) ^ Jeg gæti sagt langa sögu um hið óttalega dauða- strið gamla mannsins, um það, hvernig hann, sem hafði orðið svo mörgum að bana um æfina, þráði nú sjálfur að fá að lifa lengur; en það yrði allt of raunaleg saga. Lecour dó um kvöldið, en hafði áður meðtekið sakramenti kirkjunnar af hendi manns þess, er hann hafði fyrirlitið og misboðið á margan hátt. V.s 28. kapítuli. Þegar Yictor du Vernay kom til La Santé, tók læknirinn fegins hendi á móti honum, og sagði honum, að Adrienne væri þar á heimilinu. En þegar hann bað um, að fá þegar að tala við hana, voru honum sögð þau sorgartíðindi, að hún lægi i fasta- svefui, sem óvíst væri, hvern enda hefði; ef til vill yrði hún aldrei jafngóð, hvorki á sál nje líkama. Brunel læknir sagði honum með svo fáum orð- um, sem honurn var auðið, það, sem iesendunum er þegar kunnugt. Þvi næst tiikynnti hann Louisu komu Victors du Vernays. Hún kom þegar inn til Victors með raunalegt bros á vörunum, og mælti þýðlega: „Jeg vaggaði yður oft i örmum mínum, þegar þjer voruð litið barn, kæri Victor minn, og guð hefir verið svo góður og náðugur, að koma yður og Adrienne tii þess, að elska hvort annað. Hún hefir orðið að þola mikið — mikið. Eq jeg vona, að hún vakni aftur tii nýs lífs og nýrrar hamingju“. Du Vernay fór með Louisu inn í herbergi Adriennes. Hún lá svo náföl og hreyfingarlaus, að maður hlaut fljótt á að lita að ætla, að hún væri liðið lík. En þegar betur var gætt að, mátti sjá ofurlitinn kipring kringum augun og munninn, som boðaði það, að* hún myndi nú bráðum fara að vakna. Brunel læknir horfði kvíðafullur á þessa veiku drætti, og tók þegar að hafa allan nauðsynlegan viðbúnað. Louisa ljek vel á hljóðfæri, og organ var í næsta herbergi. Læknirinn áleit, að það gæti verið hættulegt, að Adrienne sæi móður sina svona allt í einu, án þess að búið væri að búa hana undir það, og bað því Louisu að setjast við organið og leika eitthvert lag á það í hálfurn hljóðum. Hann ljet dyrnar vera i hálfa gátt. Victor fjell á knje fyrir framan rúmið, og tók með báðum höndum mjúklega um hendur stúikunnar, og Brunel læknir stóð altilbúinn að hjálpa til sem læknir, ef á því þyrfti að halda. Svo tók Louisa að leika á hljóðfærið, og tónarnir stroymdu mjúkir og þýðir inn í herbergið, eins og boðberar frá fjarlægum heimi. Smárn saman fór að færast ofurlítill roði i kinnarnar á Adrienne; hlýlegt bros ljek um varir hennar, og svo heyrðist hún hvisla ofur-lágt: % „Er sál min komin i himnariki? Er það hljóð- færasláttur englanna, sem hljóinar svona unaðsríkur í eynam mjer? Ó, Victor — olskulegi Victor — bara að jeg gæti fundið þig hjerna“. — 241 — „Jeg er hjerna, elskan mín. Ljúktu upp aug- unum, og líttu á migu. Hún lauk hægt og hægt upp augunum, og‘ horfði stillt og rólega framan í Victor. „Já, þú ert hjerna, Victor minn. En hvernig fórst þú að komast hingað með mjer? Jeg hefi ekki heyrt lát þitt, og maður verður þó að deyja fýrst, til þess að komast i bústað hinna sælu framliðnu, eins og þú veiztu. Jeg er i sannleika sæll, Adrienne, vegna þess að þú ert hjá mjer, og jeg hjá þjer. En við erum enn þá á jörðinni, elskan mín, og þú ert á óhultum stað. Skilurðu það, elskanmín? Á óhult- um stað. Og þú átt bráðurn að verða konan mín“. Hún reis upp hægt og hægt, leit í kringum sig og þreifaði á handleggjum sjer. „Já, jeg sje það nú, að jeg er enn þá lifandi. En segðu mjer, hvernig — ó nú man jeg það •—• þetta hræðilega — hræðilega herbergi — þennan óttalega garnla mann — já — nú man jeg þaðu. Hún hneig aftur á bak á koddann, og það kom svo óumræðilegur skelfingarsvipur á andlifc hennar, að læknirinn og Victor urðu mjög kvíðafullir. En Brunel læknir hafði sagt Victor, hvað hann ætti að gera, og hann greip nií. um hönd hennar og mælti hægt og skírt: „Þú gekkst i svefni inn í myndakerbergið, og þjer var bjargað frá hundinum, án þess aðþúyrðir fyrir neinu tjóni. Það var hún móðir þín, sem bjargaði þjer. Það er hún, sem hefir búið sig út sem vofu, og leikið hlutverk hvítu vofunnar í húsi þvi, sem oinu sinni var heimili hennar. Þú ert ekki dótturdóttir Lecours, heldur dóttir Henri Durands og Louisu Montreuil. Þú ert eigandi að öllum auðæfum afa þíns, og jeg er kominn hingað til Louisiana með leyfi föður míns, til þess að ganga að eiga þig, og taka þig með mjer til Frakklands“. Meðan Victor mælti þannig, kom brosið aftur á ásjónu stúlkunnar, og hún mælti: „Móðir mín? Lifir hún þá i raun og veru enn þá? Hvar er hún? Viltu ekki koma með hana til mín?u „Hún er kjerna. En ertu nú viss um, að þú þolir að sjá liana?u „Já, nú þoli jeg allt — hvað sem er. Þessi mikla hamingja hefir veitt mjer styrk og krafta aftur. Jeg er ekkert hrædd lengur, og kvíði nú engu. Jeg hefi þegar áður sjeð andlit móður minn- ar, og mun þeklcja það, þegar jeg sje það aftur. Góði Victor minn, komdu nú með hanau. „Vinur honnar, Brunel læknir, er þegar farinn að sækja hana, og hún mun koma undir eins. Vertu nú róleg, elskan mín, og leggðu nú ekki keilsu þína í hættu aftur“. „Vertu ókyíðinn að því er mig snertir, Victor ininnu, mælti hún blíðlega. „Nú er mjer óhætt. Mjer finnst alveg eins og mjer hafi verið bjargað upp úr hyldýpi örvílnunarinnar, og jeg hafi verið hafin upp á hæsta tind hamingjunnar. Og það var hún móðir mín, sem bjargaði mjer. Jeg man það nú, að það var andlitið á henni, sem laut ofan að mjer, þegar jeg var borin burt frá — — —“ — 242 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.