Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 3

Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 3
HAUKUE. Venst því með tímanum, og sættir sig við það. Jeg hefi nú átt fjóra af þessurn ösnum, hvern á f®tur öðrum, sem allir hafa strokið frá mjer, þegar Jatan var orðin tóm, og skilið mig eftir einmana °g í reiðuleysi. Jeg grjet töluvert, þegar sá fyrsti strauk, en síðan ekki söguna meir. Seinna hló jeg bara — hló svo dátt, að rnjer nærri svelgdist á af hlátri, af því að þessir góðu herrar hjeldu, að þetta færi alveg með mig. En hitt fjell mjer miklu miður, sð menn hjeldu, að jeg væri ekki sem allra skirlif- ust — jeg, sem er þó sjálfsagt einhver siðlátasta konan í allri Parisarborgw. „Maðurinn minn er í stríðinu“, mælti Elín. „Nú, hann kemur þá máske aftur — ef til vill það er að segja, þegar hann hefir misst annan bandlegginn eða annan fótinn — en jafn kátur og únægður samtu. „I guðanna bænum, talið þjer ekki svona“, svaraði Elín gröm í geði. „Nú, það gæti nú verið, að madaman væri Viðkvæm —þó það væri nú“, mælti madama Andrea. nEn fyrst maðurinn yðar hefir ekki farið annað, en 1 striðið, þá er það ekki svo óttalegt, ef þjer bara bafið eitthvað til að lifa á á meðanu. „Jeg á ekkert tilu svaraði Elín. „Komið þjer nú ekki með annað eins og þetta, u^adama góð. Við skulum taka til dæmis hringinn, Sem þjer hafið þarna á hendinni. Hvílíkur dýrgripur! Jeg er viss um, að þjer getið fengið tíu franka lánaða, ef þjer látið hann að veðiu. „Aribert gaf mjer hringinn, þegar hanu bað ttnn. Jeg kýs heldur að deyja úr hungri, en að láta hann af hendiu. „Hvaða skelfing er- Uð þjer tilfinninganæm já, fyr má nú vel Vera. Nú, en þarna eigið þjer líka dýrindis brjóstnál. Á jeg ekki að reyna að selja hana? J’.jer verðið þó um fram aJt að fá eitthvað, til fress að lifa áu. „Já, þess þyrfti jeg reyndar, jafnvel þótt J6g neyti svo að segja 6>Qskisu, svaraði Elín klökk. Madama Andrea bal aði svo lengi um fyrir Elinu, að hún trúði henni að lokutn fyrir því, að selja næluna. Litlu síðar lagði madama Andrea af stað til Sttllsiniðs eins. „Hvað viljið þjor gefa fyrir þessa brjóstnál?u 8Pttrði hún gullsmiðinn. Hullsmiðurinn, gamall maður og grannleitur, i'ék við nælunni og virti hana nákvæmlega fyrir sjer. „Hún er sjálfsagt allt að því tíu franka virðiu, svaraði hann. „Við skulum nú ekki láta eins og við sjeum ^brnu, mælti madama Andrea. „Það er ekki jeg, sem á brjóstnálina, og jeg á ósköp hægt rneð að fara með hana til annars, sem betur býðuru. „Nú, við getum þá sagt firnmtán frankau. „Við skulum segja þrjátíu franka, og svo gefið þjer mjer fimm franka fyrir ómak mitt. Milligöngumaðurinn verður þó ætíð að fá eitthvað ofurlitið“. Gullsmiðurinn virtist hugsa sig um. Hann skoðaði næluna vandlega, og velti henni fyrir sjer á alla vegu. Það leyndi sjer ekki, að honum ljek hugur á að ná í hana, þótt hann reyndi að láta sern minnst bera á því. Því næst greiddi hann madömu Andreu 30 franka fyrir næluna, og gaf henni 5 franka i ómaks- laun, eins og hún hafði farið fram á. Madama Andrea þakkaði fyrir, og hjelt síðan aftur hoim til Elínar. „Nú er ekki um gbtt að gera, að koma mun- um út fyrir nokkurt verðu, mælti madama Andrea með spekingssvip. „Allir eru svo logandi hræddir við það, að Kússar muni brjótast inn í borgina þegar minnst vonurn vari. Jeg hefi hlaupið frá einum gullsmiðnum til annars, og var nærri því farin erindislejrsu. Loksins fjekk jeg þó tíu franka fyrir brjóstnálina - já, og eitthvað ofurlitið verð jeg þó að fá fyrir ómakið, en það er nú undir hjartagæzku yðar og góðvilja komið, hvað mikið þjer hafið það. Jeg er fátæk kona, og tíminn er mjer dýrmætur. Jeg verð að standa allan daginn á hausnum við þvottastampinn". Elín gaf madömu Andreu tvo franka i ómaks- laun, en madarna Andrea Ó9kaði henni aftur á móti allra heilla, og sagði henni að kalla til sín, ef hún þyrfti að biðja sig einhvers. Madama Andrea skundaði því næst inn í herbergiskytru sína. „Þetta er þá auli“, tautaði hún fyrir munni sjer. „En mjer geðjast samt sem áður vel að henni. Hún hefir ekkert illt í fari sínu, og fellur mjer það illa hennar vegna. Jeg skal hafa einhver ráð með að út- vega henni mann, ef hún rnissir þennan, sem hún á. Við skulum nú sjá, tuttugu franka vann jeg á sölunni, fiinm fjekk jeg hjá gullsmiðnum, og tvo fjekk jeg hjá henni. Þetta verða samtals 27 frankar. Það var svei mjér betur farið en heima setið. Bara að liamingjan gefi, að þetta verðí ekki í síðasta, skifti, sem hún þarf eitthvað að seljau. Næstu daga heimsótti madama Andrea Elinu oft á dag, og var einstaklega vinaleg við hana. Hún spurði hana iðulega um það, hvort hún lifði ekki við skort og vandræði, og kvaðst fús á að reyna að selja eitthvað fyrir hana. „Þegar maður á aðra eins skrautgripi, og þjer eigið i fórum yðar, þá getur maður lifað eins og — 119 — 120 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.