Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 4

Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 4
HAUKUE. drottning, og það lengi, ef maður er eina lítilþægur og þjer eruð“, mælti hún. „Jeg vona, að jeg neyðist ekki til að selja fleiri af menjagripum mínum, en jeg þegar hefi gert“, svarði Elín. „Hver einn og einasti hlutur, sem jeg á, er annað hvort gjöf frá honum, eða minnir mig á einhvern hátt á hann“. „Nú talið þjer öldungis eins og jeg gerði í fyrsta skiftið. En nauðsyn brýtur öll lög, og þessi viðkvæmni venst af manni með tímanum. Og ef maðurinn yðar skyldi falla — já, drottinn minn góður, þetta getur kom- ið fyrir alla — þá skal jeg útvega yður annan mann í staðinn, sem þjer skuluð verða ánægð með. Það er nú t. d. einn hjerna, digri rokka- smiðurinn — —“ „Æ, blessaðar þeg- ið þjer“, mælti Elin. „Ef þjer kjósið yð- ur heldur, að láta yður nægja elskhuga, þá er ekkert hægara, en að útvega hanD. Það er t. d rakarinn hjerna í næsta húsi — það er nú fjörugur piltur, skal jeg segja yður.-------“ „Ó, þegið þjer, þegið þjer“, mælti Elín. „Jeg elska einungis einn mann, og honum einum ann jeg í lífi og dauða“. „En hvað þetta er alveg eins og jeg var í fyrsta skiftið!“ — — — — — — — — — — — Kvöld eitt sat Elín sem oftar ein í herbergis- kytru sinni. Hún sat í hnipri eins og dauðhrædd hjartkolla, og lampatýran varpaði daufum bjarma á andlit hennar. Þá var hurðinni allt í einu hrundið upp, og maður einn kom með flasi iniklu inn í herbergið. EIíd rak upp hljóð. En maðurinn reyndi að þagga niður í henni og mælti: „Fyrir alla muni, hafðu ekki hátt“. Þegar Elín heyrði málróminn, spratt hún samt á fætur með fagnaðarópi, og hljóp á móti honum. „Ó, Aribert, Aribert!“ Hún vafði höndunum um háls honum, fast og innilega — hjelt sjer dauðahaldi, eins og hún hyggði sjer að sleppa honum aldrei framar. I sömu svifum var barið ákaft að dyrum. „I rjettídsinDar nafni, ljúkið upp — — — því að hjer hlýtur þjófurinn að hafa falið sig“, var kallað fyrir utan dyrnar. 16. k a p í t u 11. Sarja Tómasar gamla. Wilmer námaeigandi var einn sunnudagsmorg- un, sem oftar, á gaDgi sjer til skemmtunar í trjá- garði sinum. Hugur lians dvaldi hjá dóttur hans i „Jeg er að villast“. Parísarborg, og var hann að hugsa um það, hvort hún myndi nú í raun og veru lifa þar ánægjulegu og hamingjusömu lífi. Hann óskaði þess með sjálf- um sjer, að hann gæti sjeð inn í heimkynni hennar, og fengið fulla vissu um það, að henni liði vel. Þá rakst hann þar allt í einu á ókunnugan mann, háan vexti, grannan og einkennilegan mjög. „Hver eruð þjer, og hvað eruð þjer að gera hjer?“ spurði Wilmer. „Jeg er að villast“, svaraði ókunni maðurinn, og var eins og honum yrði hálf bilt við að sjá Wilmer. „Einmitt það .... Ef til vill eruð þjer að leita yður atvinnu?“ „Nei, ekki er það nú eiginlega það, sem jeg er að gera“. „Eða máske yður vanti peninga?“ „Já, það var ekki svo illa getið, því að þegar matarlystin gerir ekki anDað, en blaupa april dag eftir dag, þá koma skildingar sjer skollans vel“. Wilmer hló og klappaði á herðar honum. „Þjer eruð skoplegur náurigi. Hvað hafið þjer annars fyrir stafni?“ „Jeg flakka um, og les og leik fyrir þá, sem á mig vilja hlýða eða horfa. Jeg er leikari og skáld og sjónhverfingainaður, en mjer verður lítið úr því öllu“. „Nei, það er sennilegt, að þjer verðið ekki loðinn um lófana af því starfi“. „Það var orð og að sönnu, það veit hamingjan. Menn hafa ekki vit á þvi, að meta andagift mína, og láta sem þeir viti það ekki, að framúrskarandi gáfur eiga að launast vel“. „Einmitt það.' Máske þjer viljið þylja upp fyrir mjer eitt af nýjust kvæðunum yðar? Ef þjer svo fáið peninga að launum, þá hafið þjer unnið fyrir þeim“. Ókunni maðurinn setti á sig leikarasnið, og tók að kyrja kvæði eitt, er lýsti atburði, sem hafði átt að gerast á riddaratímabilinu. Það sagði frá manni, sem hafði gifzt til fjár, og drepið siðan tengdaföður sinn, til þess að ná sem fyrst í auðinn. „Ha, ha, ha, þetta var kátleg saga, og sorgleg þó“, mælti Wilmer, þegar kvæðið var á enda. „Já, en allir þeir, sem eiga dætur og eitthvað i handraðanum, geta þó ýmislegt af henni lært“, svaraði ókunni maðurinn með einkennilegri áherzlu. „Hjerna eru fáeinir skildingar, og fáið yður nú góða fylli“, mælti Wilmer og hló. (Framh.) — 151 — — 162

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.