Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 10
H A U K U R.
heim, þá sárskammaðist hún sin fyrir margt af þvi,
sem hún hafði trúað þessum heilaga manni fyrir.
„Jeg get ekki hugsað mjer neitt, sem hann hefði
ekki getað fengið mig til að gera“, sagði hún“.
Jeg gat ekki að því gert, að jeg skellihló að
alvörugefni og fjálgleik Franceskós, þegar hann
var að segja mjer frá syndajátningu unnustu sinnar.
„Heyrðu, Francesko“, sagði jeg svo, „er það
annars ekki merkilegt? Jeg hefi sjeð nákvæmlega
þetta sama kraftaverk heima á föðurlandi mínu.
Jeg hefi sjeð menn, sem urðu svo vitlausir, þegar
þeir höfðu drukkið einn eða tvo bikara, að munnur-
inn á þeim hljóp í gönur, svo að þeir höfðu að
lokum enga hugmynd um það, hvað þeir sögðu eða
gerðu“.
„Eccellenza heldur þó víst ekki, að Beppína
hafi drukkið sig ölvaða?“ spurði Francesko, auðsæi-
lega móðgaður. „Nei, til þess er hún í sannleika
allt of siðsöm stúlka, og auk þess þolir hún mikið.
Þetta var að eins einn einasti bikar — meira að
segja pínu-litill“.
„En ekki hefir hann þessi laufblöð“, mælti jeg.
„Klaustrið hrundi allt í jarðskjálfta, og lagðist í
eyði, eða var ekki svo?“
„Jú, það er hverju orði sannara, Eccellenza,
en trjeð stóð eftir. Það er að segja, það brotnaði
í miðju, en stofninn stóð eftir, og hann ber blöð á
hverju vori. Það eru margir menn, og það jafnvel
í Neapel, sem hafa trú á þessum blöðum, sem ágætu
meðali við hitasótt, og San Nicola selur ekki svo
litið af þeim, meðan baðvistartiminn stendur yfir,
bæði til gestanna og hjerlendra manna. Hjerna var
í fyrra fjölskylda ein frá Austurríki. Hóttir hjón-
anna fjekk ákafa hitasótt, og baðlæknirinn var alveg
ráðalaus, alveg hættur að hugsa um hana. En þeg-
ar hún fjekk seyði af blöðunum, þá batnaði henni
undir eins. — Jú, San Nicola gerir, svei mjer, krafta-
verk enn þá með þessum blöðum; en hann blessar
þau lika æfinlega fyrst“.
„Hvað hjet þessi fjölskylda?“
„Það var ekki nokkur maður hjer á eyjunni,
sem gat nefnt það nafn“, svaraði Francesko, „og
þess vegna get jeg það ekki heldur. En einn þeirra
ættmanna á enn þá heima í Neapel“.
Nú varð mjer þetta allt ljóst, bæði það, hvers
vegna Pisani hafði svo fljótlega getað stautað fram
úr nafninu undir simskeytinu, og hvers vegna frú
Zschukowskij hafði sent mjer það. Hún hafði að
öllum likindum heyrt talað um kynjalækning þá, sem
austurríska stúlkan — sjálfsagt návenzluð henni —
varð aðajótandi, og var þá eðlilegt, að jafn hjátrúar-
full kona, og hún var, gripi hálmstrá það, til þess að
reyna að bjarga barninu sínu. Jeg lofaði hamingj-
una fyrir það, að mjer hafði hugkvæmst, að heim-
fækja Francesko. Hann hafði nú, eins og svo oft
áður, hjálpað rajer úr öllum vandræðum, og um
sólarupprás næsta morgun ásetti jeg mjer að heim-
sækja þennan heilaga mann, til þess að fá töfra-
blöðin hjá honum.
Þegar jeg skýrði Francesko frá þessu áformi
mínu, varð hann hálf-vandræðalegur á svipinn.
„Eccellenza verður að afsaka, en á morgun get
jeg það ekki“, svaraði hann.
„Hvers vegna getur þú það ekki?“
„Jeg ætla einmitt að trúlofa mig þá“, svarað1
hann drýgindalega, og hringdi aktygjabjöllunuff1
eins og kirkjuklukku. „Heldur Eccellenza, að jeg
myndi annars sitja hjer og fægja aktygin langr
fram á nótt?“
„En þú ert trúlofaður, Francesko, og það meir*
að 8egja tveimur“.
„Nei, Eccellenza, nú í svipinn er jeg ótrúlofað'
ur. Jeg hefi sagt Filomelu upp, og það hafði jeg
fullt leyfi til að gera, þegar jeg ljet bana halda þvb
sem jeg hafði gefið henni í festarfje, og það vortt
tuttugu lírur,* vel úti látnar. En Beppinu ætlajeg
ekki að trúlofast, fýr en um miðjan dag á morguD,
en þá geri jeg það líka í viðurvist vina hennar og
ættingja. Þeir eiga heima í Forio, og þegar jeg a
að riða þangað með hana um miðdegisleytið, þá get>
jeg ekki þrælað ösnunum út á þvi, að láta þá fyrst
klifra upp á tindinn á San Nicola".
„En hvað á Beppina að fá í festargjöf ?“ spurðí
jeg í von um að fá hann með mjer, ef jeg borgaði
honum álika upphæð.
„Hundrað lírur. Jeg afhenti henni þær í dag-
Og hún á líka að fá þetta“, bætti Francesko við
töluvert hreykinn, og dró upp úr brjóstvasa sínufl1
kóralsmen, svo gilt, og tölurnar voru á stærð við
heslihnetur.
„En ertu alveg genginn af göflunum, Francesko?
Filomelu, sem er svo ljómandi falleg stúlka, og
öllum i gistihúsinu geðjast svo vel að — hana befir
þú af þjer með skitnum tuttugu lírum, en Beppínn,
sem ekki er nálægt því eins falleg, gefur þú hundr'
að lírur?“
„Falleg?“ át Francesko eftir mjer og hló hræði'
lega. „Þar af stafar einmitt ógæfan. Hún hefð1
víst orðið allt of falleg fyrir mig, eftir því sem jog
hefi komizt næst, og fátækur asnreki getur ekki,
svo vel fari, gifzt fallegleikanum einum saman-
Nei, það er býsDa munur á þeim, Eccellenza. Filo'
mela er bara óbreytt þvottastúlka við la piccoltt
sentinella; en Beppína er stofustúlka, og fær framffli'
stöðuþóknun hjá gestunum, þegar þeir fara. Þ»ð
var nú til dæmis þessi enski Eccellenza, sem fór 1
gær; hann gaf henni tuttugu lírur“.
„Þá hefir hún líka sjálfsagt kysst hann tuttug11
sinnum, Francesko. Beppína er óspör á það“.
„Það gerir ekki heldur mikið til, bara ef hún
þurkar sjer vel um munninn á eftir og skilar mj0r
peningunum“, svaraði Francesko rólega. „Koss 0f
eins og hnerri, sem kemur og fer — nei, þá hefir
Filomela gert það, sem verra var“.
„Hvað hefir hún þá gert, veslings stúlkan?“
„Hvað hún hefir gert?“ át Francesko eftir mjeb
skjálfraddaður af gremju. „Það skal jeg segja yðmV
Eccellenza, og svo getið þjer dæmt sjálfur um þflð-
Hún hefir ekki látið sjer nægja kossana, eins og
Beppína. Nei, hún hefir selt sig, kastað sjer i sorp'
ið, vakið hneyksli í augum alls heimsins, svo ^
hún verður í hvers manDS munni alla leið yfir 1
Neapel, já, verður meira að segja hengd upp *
götunum eins og skækja“.
*) Lira = franki (rúml. 71 eyrir).
— 163 —
— 164 —