Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 6

Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 6
HAUKUR. mikilsverða atriðinu, sem til leiðbeiningar gat orðið. Jeg var aftur á móti svo heppinn, að taka þegar eftir því, að allt, sem síðar heíir borið við, hefir orðið til þess að sanna, að fyrsti grunur minn var á rjettum rökum byggður. Allt það, sem hefir truflað ykkur og gert rnálið flóknara og óskiljanlegra í ykkar augum, hefir þess vegna orðið til þess, að gera það Ijósara og skiljanlegra í mínum augum. Það er rangt, að hafa hausavíxl á því kynlega og því torskilda, eða halda, að það fari ætið saman. Allra hversdagslegustu glæpir eru oft og tíðum torskildastir, vegna þess að engin kynleg eða ein- kennileg atvik eru þeim samfara, sem bægt sje að draga ályktanir af. Þetta morð hefði verið æði mikið eríiðara viðfangs, ef líkið hefði blátt áfram fundizt úti á miðri götu, og þessi einkennilegu smá-atriði, sem ^era það svo kynlegt og eftirtektar- vert, hefðu ekki staðið í sambandi við það. Það er þess vegna langt frá þvi, að þessi dularfullu smá-atriði hafi gert málið flóknara; þau bafa einmitt orðið til þess, að gera það ljósara og skiljanlegra“. Gregson hafði hlustað á þett.a með sýnilegri óþolinmæði, en nú gat hann ekki stillt sig lengur. „Takið þjer nú eftir, hr. Sherlock Holmesu, mælti hann, „við erum allir fúsir á að kannast við það, að þjer eruð einstaklega gáfaður maður, og sömuleiðis það, að þjer hafið yðar eigin aðferð við störf yðar. En nú þurfum við nauðsynlega eitthvað staðbetra, heldur en fallegar fræðikenningar og lang- ar prjedikanir. Það, sem við þurfum nú að gera, er það, að ná í manninn. Jeg hefi rakið slóð mina á enda, og það lítur hálft um hálft út fyrir að mjer hafi skjátlazt, því að ekki getur Charpentier verið valdur að þessu siðara morði. Lestrade hefir haft augastað á þessum Stangerson, og ekki hugsað um annað, en að leita að honum. Og það er svo að sjá, sem honum hafi einnig skjátlazt. Þjer hafið látið drýgindalega yfir einhverjum grun og einhverj- um ágizkunum, og þjer hafið auðsjáanlega viljað láta það sýnast svo, sem þjer vissuð miklu meira, heldur en við. En nú er tíminn kominn, er við bljótum að hafa rjett til þess, að spyrja yður blátt áfram, hvað mikið þjer vitið i raun og veru um þetta mál. Getið þjer sagt okkur, hvað morðing- inn heitir?u „Já, jeg verð að játa það, að mjer finnst Greg- son hafa alveg rjett fyrir sjer“, mælti Lestrade. „Yið höfum báðir gert það sem við gátum. En við höfum báðir verið óheppnir. Þjer hafið aftur á móti oftar en einu sinni, síðan jeg kom hingað inn til yðar, gefið í skyn, að þjer hefðuð i höndum öll nauðsynleg sönnunargögn í málinu. Mjer virðist þess vegna, að þjer getið ekki varið það, að halda þeim lengur leyndum“. „Nei, allur dráttur á þvi, að höndla morðingj- ann, getur gefið honum tima og tækifæri til þess, að fremja fleiri glæpiu, mælti jeg. Sherlock Holmes virtist verða í hálfgerðum vafa um það, hvað hann ætti að gera, er allir skor- uðu svona fastlega á hann. Hann hjelt áfram að ganga um gólf, hnyklaði brúnirnar og hengdi höfuð- ið niður á bringu, eins og hann var vanur að gera, þegar hann sökkti sjer niður í hugsanir sínar. „Það verða ekki framin fleiri morðu, mælti hann að lokurn, um leið og hann nam staðar og sneri sjer að okkur. „Þið getið því verið öldungiá ókvíðnir að þvi er það snertir. Þjer spurðuð mig, Gregson, hvoit jeg vissi nafn morðingjans. Jú, jeg veit það. En það, að komast fyrir nafn hans, er samt sem áður lítils virði í samanburði við það, að geta höndlað hann sjálfan. Það býst jeg þó við að geta áður en langt um líður. Jeg hefi góða von um að geta það með þeim undirbúningi og þeim ráðstöfunum, sem jeg hefi þegar gert. Eu til þess þarf að viðbafa alla varúð og aðgætni, því að við eigum hjer við ákaflega slunginn mann, seur auk þess svifist einskis. Auk þess liefi jeg komizt að raun um, að hann hefir annan mann í liði með sjer, sem er jafn leikinn þorpari, eins og hann sjálfur. Meðan morðinginn er þeirrar skoðunar, að engum hafi dottið liann í hug, er ekki óhugsandi, að hann náist. En fái hann nokkurn grun urn það, að verið sje að leita hans, þá má eiga það víst, að hann skiftir þegar um nafn, og hverfur gersamlega innan urn þær miljónir manna, sem í Lundúnum búa. An þess að jeg vilji á nokkurn hátt móðga ykkur, verð jeg þó að segja það, að jeg álít þessa tvo menn æði mikið fremri leynilögreglunni, bæði að því er snertir ráðkænsku og aðgætni, og það er einmitt þess vegna, að jeg hefi ekki kallað ykkur til aðstoðar. Ef mjer mistekst, þá hefir það auðvitað verið ábyrgðarhluti fyrir mig, að vanrækja það. En jeg er við því búinn. Jeg get lofað ykkur því nú þegar, að jeg skal segja ykkur frá öllu, er jeg veit um þetta mál, undir eins og jeg get gert það, án þess að eiga á hættu að spilla áformi mínu“. Það virtist öðru nær, en að þeir Gregson og Lestrade væru ánægðir með þetta fyrirkeit, og þá því síður með hnútur þær, er Holmes kastaði að leynilögreglunni. Gregson var oiðinn sótrauður í frarnan, og augun í Lestrade leiftruðu af forvitni og reiði. Hvorugur þeirra hafði samt tíma til þess að segja neitt, því að i þessum svifum var barið að dyrum, og formaðurinn í götudrengja-liði Sherlock Holmes, Wiggins litli, kom í dyrnar, óhroinn og rifinn eins og áður. „Góðan daginn, herra“, mælti hann, og bar höndina upp að búfunni. „Nú er jeg kominn með vagninn hjerna að dyrunumu. „Það er gott, drengur minn“, svaraði Holmes vingjarnlega. „Hvers vegna takið þið ekki upp að nota þessi 1 lögregluliðinu?u spurði hann því næst, og tók „handjárn11 úr stáli upp úr skrifborðsskúffu sinni. „Sko, hvað fjöðrin í þeim vinnur fljótt og liðlega. Það má læsa þeim í einni svipan“. „0, gömlu járnin gætu dugað, ef við bara fynd- um manninn til að láta þau áu, svaraði Lestrade. „Jæja, jæja, ekki skal jeg þrátta urn þaðu, mælti Holmes brosandi. „Okumaðurinn gæti annars komið hingað upp, og hjálpað mjer að bera ofan koffortin mín. 0, villtu ekki biðja hann að koma hingað upp, Wiggins?“ Jeg varð forviða, er jeg keyrði fjelaga minn tala oins og hann væri að leggja af stað í langferð, þvi að hann hafði ekki minnzt á slíkt við mig einu orði. Lítil ferðaskrína var inni í herberginu. Sherlock — 155 — — 156 —

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.