Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 7

Haukur - 01.01.1908, Blaðsíða 7
HAUKUR. Holmes dró hana frann á gólfið, og fór að bisa við að spenna ólarnar. Hann var önnum kafinn við M, þegar ökumaðurinn kom inn. „0, viljið þjer ekki gera svo vel, og hjálpa tnJðr svolitið með þessa ól hjerna, ökumaður?“ ttælti Holmes á hnjánum, og leit ekki einu sinni 1 attina þangað, sem ökumaðurinn var. Maðurinn færði sig nær með skuggalegum brjózkusvip, og seildist niður með hendurnar, til þess að hjálpa Holmes. í sömu svipan heyrðist einhver smellur, eitthvert málmhljóð, og Sherlock Holmes spratt á fætur. „Herrar mínir“, mælti hann, og var sem eldur brynni úr augum hans, „má jeg komaykkurí kynni við herra .Tefferson Hope, morðingja þeirra Enoch Hrebbers og Joseph Stangersonsu. Þetta hafði allt gerzt í einni svipan — svo fljótt, að jeg hafði engan líma til að átta mig á því. Hn mjer er enn sem jeg sjái hve hróðugur Holrnes var á svipinn þetta augnablikið, og heyri sigur- kætina í röddinni hans, og mjer er líka sem jeg sjai vandræðalega grimmdarsvipinn á ásjónu öku- Ir'annsins, er hann starði á spegilfögur handjárnin, seni — líkt og með göldrum — höfðu allt í einu lokast um úlnliði hans. Fyrstu augnablikin stóðum við allir sem steini lostnir af undrun, og hverjum, sem hefði sjeð okkur, flefði hlotið að detta í hug, að við værum mynda- 8tyttur. En svo varð fanginn allt í einu hamslaus, rak upp ógurlegt öskur, sleit sig úr höndum Sherlock Holmes, og ætlaði að fleygja sjer út um gluggann. gluggarimlarnir og rúðurnar brotnuðu og hrukku 1 allar áttir. En áður en hann kæmist út um glugg- ann, stukku þeir Gregson, Lostrade og Holmes allir a hann eins og grimmir hundar. Þeir drógu hann flam á mitt gólfið, og þar hófst áttalegur aðgangur. Hann var svo óskiljanlega sterkur og hamslaus af flfæði, að hann fleygði okkur öllum, hvað eftir annað, 8ínum í hverja áttina, og brauzt um á hæl og hnakka eins og flogaveikur maður. Hann hafði skorið sig töluvert, bæði á andliti og höndum, á rúðubrotunum, ®n blóðmissirinn dró ekkert úr honum. En loksins Aeppnaðist svo Lestrade að koma hendinni undir Aálsklúti un hans, svo að honum lá við köfnun, og þá fyrst gátum við sannfært hann um það, að það væri gagnslaust fyrir hann, að reyna að veita frekari ^nótspyrnu. Og jafnvel þá vorum við ekki óhræddir um hann, fyr en við höfðum bundið fætur hans, 8vo að hann var bundinn bæði á höndum og fótum. fln að þvi loknu stóðum við upp, lafmóðir og óstyrk- if af þreytu. „Yagninn hans er hjerna við dyrnar“, mælti ^Aerlock Holrnes; „við getum flutt hann í honurn a iögreglustöðvarnar. Og nú, herrar mínir“, mælti flann enn fremur og brosti ánægjulega, „nú hefir °flkur tekizt að ráða þessar rúnir. Nú er ykkur fr,jálst að spyrja mig hvers sem þið viljið, því að nú hefi jeg ekkert á móti því að svara ykkur“. Síðari iilntinn. Meðal hinna síðustu daga heilögu. __ Nlííí_ 1. k a p í t u 1 i. A saltsljettunni miklu. Hjer um bil í miðju hins mikla meginlands Norður-Ameriku er ber og ógeðsleg eyðimörk, sem um langan tíma var því til fyrirstöðu, að byggð og menning hvítra manna gæti breiðst vestur á bóginn. Frá Sierra Nevada til Nebraska, og frá Yellowstone- fljótinu að norðan til Colorado-fljótsins að sunnan, liggur þetta auða og þðgula landflæmi, sem þó er ekki með öllu tilbreytingalaust frá náttúrunnar hendi. Þar eru bæði há, snævi þakin fjöll, og djúpir, skuggalegir dalir, stór vantsföll, sem belja freiðandi og fossandi ofan eftir djúpum gljúfrum, og feiki- mikil flatlendi, sem á vetrum eru hvít af snjó og á sumrum grá af lútarsalts-ryki. En eitt er þó sameiginlegt bæði fjöllum, dölum og sljettum á öllu þessu svæði, og það er nektin, ógestrisnin og öinurleikinn. Þetta vonleysisins land hefir enga íbúa. Hópar af Pawnum eða Srartfætlingum (einn ættstofn Indí- ana) sveima máske af tilviljun meðfram jöðrum þess, þegar þeir eru á leið til veiðilanda sinna. En jafnvel hinum djörfustu og hugprúðustu af þessum sonum náttúrunnar, verður þó ljettara um hjartaræt- urnar, þegar þeir sjá ekki lengur þessa hræðilegu eyðimörk, og eru komnir á grassljetturnar frjósömu og lífvænlegn. Oræfa-úlfurinn snuddar til og frá í kyrkingslegu kjarrinu; gammurinn sveimar í hring í loftinu, hægt og hægt, og grábjörninn þrammar þunglamalega efrir giljum og klettaskorum, og leitar að einhverju til að seðja með hungur sitt. En þetta eru líka hinir einu íbúar eyðimerkurinnar. Hvergi í heiminum er svo ömurlegt og fráfæl- andi útsýni, sem úr brekkunum norðan í Sierra Blanca. Svo langt sem augað eygir eru allt ein flatnesku-öræfi, hvítgrá á lit af lútarsalts-ryki, og hjer og hvar blettir með gisnu og kræklulegu chapparel-kjarri. Yzt úti við sjóndeildarhringinn sjest hilla undir langa röð af snævi þöktum fjalla- tindum. A öllu þessu mikla svæði er árangurslaust að leita að nokkrum votti um dýralíf eða manna, eða neinu, er því heyri til. Ekki einn einasti fugl að bera við sfálblátt loftið, engin hreyfing nein- staðar á ömurlegri, grárri flatneskjunni — alstaðar þögn og grafarkyrrð. fívernig sem maður reynir að hlusta, heyrist þó ekkert hljóð, ekkert kvak frá þessari stórfenglegu eyðimörk — ekkert nema þögn, alger, átakanleg dauðaþögn. Það var sagt, að á þessari öskugráu sljettu sæist hvergi neinn vottur um lif dýra eða manna. En það er þó ekki fyllilega rjett. Ef litið er ofan á sljettuna úr brekkunum norðan í Sierra Blanca, þá sjest stígur, er liggur í ótal bugðum eftir sljett- unni, og sjest ekki f’yrir endann á honum. A stíg þessum eru för eftir fjölda vagnhjóla, og troðningur eftir fætur ótal æfintýramanna. A víð og dreif fram með stignum stirnir á einhverja hvita hluti, er sólin skín á þá, og stinga þeir af við grátt lútarsaltið. — 157 — — 158 -

x

Haukur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.