Haukur - 01.03.1914, Side 12

Haukur - 01.03.1914, Side 12
H AUKUR. sem hjer er sýnd, er af einu sýningar- dýrinu, stórum og fallegum ferhyrnd- um hrúti. Sauðfjár- rækt er mikil í Nor- egi, en eins og sjest á myndinni, lítur norska sauðfjeð tölu- vert öðruvísi út held- ur en íslenzkt fje.— Sjávarútvegsdeild sýningarinnar er á öðrum stað, niðri við sjóinn. Fjórða myndin sýnir skála þeirrar deildar. Þar er sýnt allt það, er lýtur að ýmsum aðalatvinnuvegum Norðmanna: fisk- veiðum, siglingum, vöruflutningum o. s. frv. Þegar þangað er komið verður fyrst fyrir mönnum stór og mikill viti. Þá kemur sjerstakur skáli, þar sem sýnd eru alls konar björgunartæki, tilheyrandi norsku björgunarfjelögunum, og er þar margt merkilegt að sjá. Fram undan þeim skála liggur fjöldi björgunarbáta á floti. í aðal-sýningarskálanum eru alls konar vjelar í skip og báta, ails konar veiðarfæri frá öllum verstöðum landsins o. fl. o. fl. Þar sýna og skipaútgerðarmenn smíðuð sýnis- horn (,,model“) af ýmsum helztu skip- um sínum; þar á meðal er »Kristiania- fjord«, skip Ameríkufjelagsins, „Stor- stad", sem rak sig á »Empress ot Ire- land«, og nú er nafnfrægt orðið, skip Mexíkólínunnar og flöldi af strandferða- skipum norskum. A einum veggnum eru myndir, sem sýna framfarir þær, sem orðið hafa í skipastól Norðmanna, allt frá fyrstu seglskipunum og upp í nýtízkugufuskip vorra daga. Þegar á allt er litið, er þetta einhver merkasti deild sýningarinnar. — Aðsókn að sýningunni hefir verið afarmikil. Fyrsta daginn höfðu t. d. verið um no.ooo manna á sýningarsvæðinu. Frá sýningunni i Kristianiu: Sjávarútvegsdeildin. Dimgæzlan i Ameriku. Flesta rekur sjálfsagt minni til lögregluhneyksl- isins mikla, er setti New-York á annan endann fyrir nokkrum árum. Eigandi eins hinna alræmdu spilavíta í New- York, Rosenthal að nafni, hafði kært það fyrir ríkislögmanninum, að hann og aðrir spilahússeigendur yrðu fyrir þungum búsifjum af lögreglunni í New- York. Yrðu þeir að greiða lögreglu- mönnunum stórfje, til þess að þeir hlífðu spilahúsunum, en þeir yrðu æ heimtufrekari, og tækju nú meiri hluta spilahússteknanna í sinn vasa. Fáum dögum eftir að Rosenthal kom þessu upp — sem allir vissu reyndar að var satt — var Rosenthal myrt- ur; höfðu fjórir grímuklæddir menn skotið á hann tíu skamm- byssuskotum, og ekið svo burt í bifreið. Enginn var í vafa um það, að það væri sjálf lögreglan í New-York, sem stæði bak við morðingjana, og hefði hún hefnt sín á þennan hátt. Og menn bentu meira að segja á tiltekinn lögreglumann, Becker lögregluforingja, sem þann, er staðið hefði fyrir morð- inu. Flann var settur í varðhald, og varð hann að segja til þess hverjir morðingjarnir væru, og voru þeir síðan hand- samaðir líka. Þeir voru allir fimm dæmdir til dauða, og átti að taka þá af með rafmagni. íslenzku frjettablöðin fluttu þá fregn í hittiðfyrra, að búið væri að taka þá af lífi, en það var missögn. — Nú kemur sú fregn Ameríku, að Becker sje látinn laus. A málinu gegn honum hafði fundizt e'n' hver formgalli, og varð því að vísa málinu til annars dómstóls. Svo segja embættisskýrslurn- ar. En auðvitað er ástæðan í raun og veru allt önnur. Becker hafði tekizt að græða stórfje ^ mútuþágum slnum, og hefir hann notað nokkurn hluta þess til þess að múta dómurunum. Auk þess er öll dómara- stjettin og öll lögreglan I ríkinu New-York svo langt komin I spillingunni, að hvorki dómarar nje lögreglumenn hafa get' að hugsað til þess, að maður úr þeirra eigin flokki yrði Iát- inn setjast á rafmagnsstólinn. Hrafnarnir kroppa ekki augun hver úr öðrum. Þess vegna var nauðsynlegt að finna form- gallann — og dómi Beckers var áfrýjað, og þar með frestað um óákveðinn tíma. En það þýðir * raun og veru ekki annað en það, að mál hans verður aldrei tekíð fyrir fram- ar, og Becker er frjáls maður. Hann ferðast nú fram og aftur um Amerfk11 og heldur fyrirlestra, og hann fullyrð'r að hann eigi aftur að setjast inn I em- bætti sitt sem lögregluforingi. Og þa® er mjög sennilegt að svo verði gert' Og Ameríkumenn hafa fengið nýja sönnun fyrir því að lögreglan er ekk' tamb að leika við — og að margt er þar í meira lagi rotið. Um morðingj' ana fjóra er fullyrt, að þeim muni eim hvern góðan veðurdag verða hleypt ^ um bakdyrnar. Annrs gæti það sem sje orðið torvelt fyrir lögregluna, að fá sjer vikadrengi, næst þegar hún þarf a þeim að halda. Á myndinni er Rosen- thal efstur, Becker til vinstri handar og Rose, einn morðingjanna, til hægrl handar. Lögregluhneykslið i New-York: Rosenthal, Becker og Rose. SRríííur. Frúin (við vinnukonuna); »Jeg et hrædd um að hann ætli að fara a° rigna ofan I þvottinn hjá okkur. Farðn inn í stofu, Stína, og gættu að því hvort loftvogin hefir ekki fallið«. Stina (fer og kemur aftur): »Frúm getur verið alveg óhrædd. Loftvogm hangir enn þá á sama naglanum«. Maður einn kom á járnbrautarstöðina, einmitt þegar les1' in var að þjóta af stað, og segir gramur í geði: »Svona, °n fer lestin til fjandans, og jeg ætlaði einmitt að fara með henn^' • í sjóorustu einni tók dáti mann, sem misst hafði fótinn, og bar hann á öxlinni ofan I sjúkraskýlið. Kúlurnar þutl^ fram hjá honum, og á þilfarinu kom kúla I hálsinn á mann' inum og tók af honum höfuðið. Dátinn varð þess ekki vah og hjelt áfram til læknisins. „Hvað ert þú að gera hinga með lík? Maðurinn er höfuðiaus", segir læknirinn. — »Hva segið þjer?« spurði dátinn forviðu; „er hann höfuðlaus? Hvaða bölvaður Iygalaupur getur maðurinn verið — mjer sagði han að hann hefði bara misst annan fótinn". Ritstjóri: STEFÁN RUNÓLFSSON, Regkjavík. Prentsmijðan Gutenberg. — 1914. — 95 — — 96 —

x

Haukur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Haukur
https://timarit.is/publication/48

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.