Tíminn - 17.06.1930, Side 3
TIMINN
ábuneytx §0l'anb0
1930
Trygovi pórhallsson, forsætisráSherra.
Jónas Jónsson, dómsmálaráðherra.
Einar Ámason, fjármálaráðherra.
eigi ræður sanngirni slíkum áfellisdómum, meðan ekki
er litið með fullum skilningi á hina breyttu aðstöðu.
Jafnskjótt og verkamenn öðlast afstöðu hluthafans í at-
vinnurekstri landsmanna munu kostir og dáð hins íslenzka
kvnstofns fá að njóta sín til fulls. Talið er að sjómanna-
stéttin íslenzka sé skipuð hinum ágætustu mönnum. Svo
mun og vera um aðrar verklýðsstéttir landsmanna. —
0g þegar Islendingar bera gæfu til að fá atvinnumálum
sínum rétta skipun, mun það koma á daginn, að Island
byggir þjóð, sem getur tekið vexti og menningarþroska.
IV.
Öfgar samkeppninnar með háskalegri auðsöfnun á
fáar hendur, hefir leitt til gagnstæðra öfga. Misbeiting
einstaklingsframtaksins hefir svift mikinn þorra manna
trú á það, að óheftu einstaklingsframtaki geti orðið beitt
öðruvísi en til tjóns og þjáninga allri alþýðu manna.
Rússneska b.vltingin er eitt hið stórfenglegasta öldu-
brot á ströndum tímans, þar sem margþjáður og niður-
bældur þjóðarvilji leitar sér útrásar með skefjalausum
átökum. Engan skyldi furða á því, að vilji og skapfesta
Rússa, sem hafa verið þjáðir undir oki margra alda harð-
stjórnar, hefir brotist út með miklum öfgum.
Skipulagsúrlausnir kommunismans miða til þess nð
brjóta á bak aftur öfgar einstaklingshyggjunnar og
stofna til almannaframtaks í stað eínstaklingsframtaks.
Höfuðtakmark stefnunnar virðist vera fullkomið þjóðfé-
lag, þar sem almenningsheill situr í fyrirrúmi og þar sem
þegnarnir eru eins og sameigandi hjú á stóru heimili.
Jafnvel þótt gert sé ráð fyrir að eigi brysti einlægmi og'
úrræðasnilli þeirra manna, sem fyrir beitast í slíkunr mál-
um, stranda þessháttar tilraunir enn á ófullkomnu mann-
eðli. Manneðlið er tregbreytilegt, svo að eigi fást minnstu
umskifti með lagasetningum og skipulagsbyltingum. —
Uppeldi og félagsþroskun er það eina, sem duga, mun til
varanlegra breytinga á afstöðu einstaklingsins gagnvart
alþjóð og afstöðu þjóðar gagnvart öllum þjóðum jarðar.
Og þó mun sú breyting kosta aldabaráttu og ærið starf
vitrustu manna og beztu.
Reynslusannindin votta að kommunistamir rúss-
nesku hverfa í íramkvæmdarháttum sínum frá ítrustu
skipulagskröfum sínum til hófsamlegri hátta. Það er og
sérstaklega markvert, að þjóðmálasveit verkalýðsins öll
hefir klofnað í tvær andstæðar fylkingar, þar sem önnur
fylkingin krefst bráðrar úrlausnar með málefnabyltingu
og með ofbeldi, ef svo vill verkast (kommunistar eða
bolsévíkar) en hin fylkingin, og sú langt um stærri, að-
hyllist málefnaþróun og leitast við að þoka málurn fram
til viðunandi úrlausnar með samstarfi þegnanna sjálfra
og löggjafarumbótum.
V.
Eins og nú háttar til í atvinnumálum þjóðaxma tog-
ast á gagnstæðar öfgar. Annarsvegar eru íhaldsmemr í
þjóðskipulagseínum og atvinnumálum, sem leitast við að
halda í óbreytta aðstöðu auðborgaranna, til fullra urnráða
yfir veltufé og atvinnutækjum til eigin gróða fyrst og
fremst og þar næst til almenningsgagns. Ilinsvegar eiu
fylkingai- verkamanna, sem heimta full og óskoruð um-
ráð almúgans yfir atvinnuvegunum og algerlegt niður-
brot einstaklingsumráða og einstaklingsauðsöfnunar.
Á milli þessara andstæðu öfga er staðfest mikið djúp,
þar; sem árlega ferst óhemjumikið af orku hinna stríðandi
aðila í úrslitalausu þrasi um dægui’málin, þar sem beitt
er óvirkri andstöðu verkbamra og verkfalla, þar sem
sveltitilraunir annars aðilans sigra í dag en hins á morgun
og þar sem stefnir til aukinnar úifúðar, fjandskapar og
jafnvel blóðsúthellinga án allrar vonar um varanlegar úr-
lausnir á sjálfum vanda málsins.
Skipulagsþrætur nútímans ei’U mestu vandamál þjóð-
anna. I skipulagsnrálunum liggur sjálfur vandi sambúðar
níanna á jörðunni. Er því mikil þörf á að ræða þessi mál
með hófsemi og viðleitni til fræðslu og skilnings. En um
fátt er síður rætt af stillingu en þau mál, sem eiga rætur
sínar í sjálfri lífsbaráttunni.
VI.
Samvinnustefnan er risin af einlii merkustu tilraun
mannanna, að fá sambúðarháttum sínum og viðskiftum
réttlátt form. Hún er ekki fundin af neinum háspeking-
um né pólitískum draumóramönnum, heldur af yfirlætis-
lausum mannvini, sem starfaði rneðal vefaranna í Roeh-
dale á Englandi. Kjarni stefnunnar er sóttur í sjálfa
réttlætisvitund hinna óbreyttu verkamanna, sem strituðu
fyrir lífi sínu og áttu kjör sín undir högg að sækja við
atvinnuskipulag auðhyggjunnar. Innihald stefnunnar eru
ekki þrotlausar kröfur og hávaði heldur félagslegt starf,
sem miðar beint til þess að brjóta af almúganum fjötra
vex-zlunaráþjánar og auðvaldsdrotnunai'.
Samvinnusteínan er um það ólík Marxismanum, að
hún byrjar ekki á þakinu, heldur á grunninum. Oddvitar
hennar hafa ekki gefið út stefnuskrá né æsingarit um óra-
fjai’lægt takmark, heldur hófust þeir handa um félagslegt
samstarf til úrlausnar á þeim sára vanda, er þjakaði ]ifi
mannanna í kringum þá. Upphaf stefnunnar er réttlætis-
þrá góðia manna og takmark hennar er farsæld, þroski og
samstai'f frjálsra atvinnuborgara í mannfélagi, sem er
byggt réttlæti og bræðralagi.
Upphaflegt starf samvinnusteínunnar hneig að því,
að tryggja félögum sínum réttlát vex'zlunarviðskifti og
sannvirði á vörum. Af þeim ástæðum líta margir svo á,
að samvinnan sé ekki annað en ákveðið form á verzlunai*-
félögum. En þessi misskilningur á fyrir sér að hverfa,
þegar stefnan færist yfir á iðju manna og hverskonar
atvinnustarfsemi þjóðanna. Verður síðar vikið að slíkri
útfærslu stefnunnar, sem þegar er komin á daginn og
fer sífelt í vöxt.
En þessi rök staðreyndanna votta það, svo að eigi
verður á móti mælt, að samvinnustefnan ber í sér hæfi-
leikann til úrlausnar á sérhverjum skipulagsvanda. Um
úrræði er hún hófsemisstefna, sem fer bil beggja á milli
áðurnefndra öfga, leitast við að brúa djúpið á milli þeirra
með félagslegum úrlausnuam á þeim málum er þi’ætum
valda.
Samvinnustefnan afneitar ekki einstaklingsframtak-
inu heldur viðurkennir það sem frumhvöt í eðli maima,
sem styðja beri til drengilegra athafna. En stefnan af-
neitar algerlega og rís öndverð gegn misbeitingu hins
frjálsa framtaks í óheftri samkeppni, þar sem valdi fjár-
muna sé beitt til féflettingar og undirokunar alþýðu
manna. Samvinnustefnan setur manninn sjálfan ofar fjár-
munum hans. Þessvegna hafa allir samvinnumenn jafnan
ályktunarrétt um málefni félaga sinna, — ríkir jafnt og
fátækir.
Auðvaldsskipulagið í atvinnurekstri þjóðanna leiðir
til öreigamennsku mikils þorra mannkyns. Síðan fylkja
öreigarnir sér til mótstöðu gegn atvinnurekendunum.
Þannig elur hið ríkjanda skipulag sína eigin meinsemd í
skauti sér. — Samvinnustefnan leitast við að nema burt
þær ástæður, sem skapa þetta óheillaástand. Og úrræði
stefnunnar er það, að vinna gegn öreiga-
mennskunni á þann hátt. að styðja atvinnusjálf-
stæði borgaranna. Framtíðarþjóðfélag samvinnurík-
isins eru fylkingar sjálfbjarga atvinnuborgara til sjáv-
ar og sveita, sem standa saman til varnar eigin réttind-
um og farsæld, jafnframt farsæld og réttindum hvor
annars.
VII.
Að lokum skal ég leyfa mér að taka saman stutt yf-
irlit um þróun samvinnustefnunnar hér á landi. Eins og
flestum mun kunnugt hóíst steínan með stofnun Kaup-
félags Þingeyinga árið 1882. Breiddist hreyfingin fljótt
til næstu héraða fyrir atbeina Þingeyinga. Upphafsmaður
stefnunnar er talinn vera Jakob Hálfdánarson bóndi á
Grímsstöðum við Mývatn, sem gekk frá orfinu, til þess-að
stofna verzlunaifélag bænda og rísa gegn okri hinnar
dönsku selstöðuverzlunar í héraðinu. Hreyfingin reisti
bændur af knjám frá búðarborði danskra selstöðuverzl-
ana og er í sjálfu sér eigi ómerkari viðburður í viðreisn-
arsögu landsins, heldur en mótmæli Jóns Sigurðssonar og
annara fundarmanna á þjóðfundinum í Reykjavík 1851.
Hugsjónin átti séi' í öndverðu marga örugga og at-
hafnasama fylgismenn í Þingeyjarsýslu og er vert að
geta manna eins og Péturs á Gautlöndum, bræðra hans
Steingríms og Jóns, Benedikts á Auðnum, Sigurðar í Yzta-
felli, Jóns í Múla, séra Benedikts í Múla og margra fleiri.
Merkastir oddvitar samvinnumálanna á landi hér, aðrir
en þeir, sem nú voru taldir, hafa verið þeir Torfi í Ólafs-
dal, Hallgrímur Kristinsson, Sigurður Kristinsson, Jónas
Jónsson frá Iiriflu og margir fleiri.
Auk hins merkilega upphafs síns, hefir samvinnu-
stefnan átt nokkur merk þróunartímabil. Má þar nefna
Vesturlandstímabilið, þar sem Torfi í Ólafsdal gerðist
oddviti fyrir sterkri hreyfingu, eyfirska tímabilið, þar
sem Hallgrímur Kristinsson hefur á loft merki nýrrar,
öflugrar sóknar, sem gagntekur hugi manna um land alt,
orkai’ nýj um vexti og stofnun hins öfluga sambands fé-
laganna.
Hér á landi, eins og í nágramialöndunum, tók sam-
vinnustefnan verzlunarmálin fyrst til úrlausnar. Þau mál
snerta hvers manns hag og eru helzt viðráðanleg efna-
litlum borgurum. En með vaxandi bolmagni og vaxandi
skilningi á skipulagsúrlausnum samviimustefnunnar fær-
ast athafnir hennar yfir á framleiðslusviðið. Fyrir löngu
hafa kaupfélög landsmanna hafizt handa um aukna vöru-
yöndun, sem er einn merkasti þáttui' framleiðslustarfsins.
Á síðustu árum hefir stefnan fært út kvíarnar og tekið
virkan þátt í skipulagsúrlausnum atvinnubragðanna. Má
þar nefna vinnzlu úr afurðum sauðfjár, mj ólkurvinnziu-
búin norðanlands og sunnan, „Samvinnufélag Isfirðinga"
og fleira.
Hér skal staðar nema. Ég* hefi í undanförnum línum
viljað gera lesendum Tímans ljóst, að samvinnustefnan or
þjóðmálastefna, sem ber í eðli sínu vænlegustu úrlausnina
á sárustu vandamálum manna. Meginkenning heimar er í
stuttu máli þessi:
Ekki yfirtroðslur samkeppninnar, heldur sannvirði
og réttlát skifti; ekki öreigar, heldur sjálfstæðir atvinnu-
borgarar í félagsfylkingum samvinnumanna; ekki sundur-
þykkt mannfélag með gagnstríðandi öfgum, heldur bróð-
urlegar úrlausnir vandamálanna með samstarfi borgar-
anna frá grunni, þar sem hver og einn ber úr býtum
rétta hlutdeild eftir atorku sinni og manntaki, en heldur
ekki meira.
Með vaxanda skilningi mannanna á því, að þeir eru
bræður en ekki féndur birtir stöðugt af dögun sam-
vinnuríkisins á jörðunni.