Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 9
FmllveldisdagshlalE 9 Hjörtur Hjartar TÍMIM, fimmtndagmn 1. des. 1938 Egill Bjarnason: Verzlunarmálín — S a mvinnuhr ey lingin Hjálfstæði og líkamsmeimiiig Fagnandi tók íslenzka þjóðin á móti frelsi sínu árið 1918. Henni fannst sem upp væri að renna dagur, nýr og bjartur dagur at- hafna og átaka. Svo mun einnig hafa verið árið 1854. Það frelsi, einn fyrsti áfangi fullveldisins sá verzlunarfjötur, er þá fékkst leystur, var svo dýrmætur sigur þjakaðri þjóð, að fullkomin var ástæða til fagnaðar. Þegar verzl. unareinokunin var afnumin, hófst nýtt tímabil í sögu ís- lenzkra verzlunarmála, þróun þeirra beindist til nýrra brauta, í upphafi að vísu mjög hægt, en þó varð brátt sýnt að upp var að vaxa íslenzk verzlun. í kapp- stöðum og mörgum kauptúnum risu upp, við hlið hinna dönsku selstöðuverzlana, íslenzkir smá- kaupmenn, sem þó því miður höfðu annað tveggja gengið í skóla hjá þessum erlendu fyrir- tækjum eða tekið sér þau til fyrirmyndar oftlega. Nokkur ár liðu þannig að verzlunin var í höndum selstöðuverzlananna gömlu og hinnar ungu kaup- mannastéttar. Fólkið, einkum og sér í lagi í hinum dreifðu byggð- um, hafði löngu fundið að hið erlenda okurvald var þess versti fjandi og það fann brátt og skildi, að jafnvel hinir innlendu verzlunarmenn, kaupmennirnir, höfðu fyrst og fremst og jafnvel eingöngu eigin hag fyrir augum. Það var meðal annars fullvissan um þetta, svo og vaxandi mátt- artilfinning og frelsishugur, sem hvatti íslenzka alþýðu, íslenzka bændur, til þess að hefja stríð gegn sínum verzlunaróvinum. Stofnun fyrsta íslenzka kaup- félagsins var athyglisverður og þýðingarmikill atburður í sögu verzlunarmála þjóðarinnar. Þá bættist þeim nýr aðili;fyrir voru erlendir og innlendir kaupmenn, kaupfélögin, samvinnuhreyfing- in var hinn nýi þáttur þeirra. Kaupfélögin fæddust í og til bar- áttu, fyrst og fremst gegn er- lendri einokun. Afstaða þeirra var að mörgu leyti örðug, en staðreyndir vitna um sigur þeirra. Um síðustu aldamót voru hér á landi taldar 50 verzlanir, sem menn búsettir í öðrum löndum áttu. Síðan hefir þeim ár frá ári fækkað og svo var komið árið 1936, að verzlanir erlendra eig- enda voru hér aðeins þrjár. — Fækkun þessi kom að mestu og því nær eingöngu fram eftir að Samband íslenzkra samvinnufé- laga var stofnað og er það engin tilviljun, því þar með varð starf- semi félaganna skipulegri og baráttuaðstaðan sterkari. Það eru íslenzk kaupfélög framar öllu öðru, sem hafa hrakið er- lendu verzlanirnar á brott og fært mál þessi í hendur lands- manna sjálfra. Seinustu 20 árin hafa fremur öðrum tímum verið, bæði hjá okkur íslendingum og öðrum þjóðum, tímar breytileikans. Umbrotin í menningar- og at- vinnuháttum hafa verið marg- víslegri og stórbrotnari en áður. Upp hafa risið stefnur og fram komið kenningar, sem ýmist hafa hlotið nokkurt brautar- gengi eða hjaðnað jafn skyndi- lega sem þær risu. En í öllum þessu umróti hefir samvinnu- hreyfingin vaxið örugglega og víkkað starfssvið sitt, fært það til fleiri greina, eftir því, sem kröfur tímanna hafa til kallað. Um það verður ekki deilt, að samvinnuhreyfingin hefir innt af höndum þýðingarmikið hlut- verk til hagsbóta landsmönn- um. Er það greinilegast á sein- ustu árum, tímum hafta og gjaldeyrisörðugleika. Áður fyrr deildu samvinnufélögin við út- lenda kaupmenn, nú undanfar- ið hafa innlendir kaupmenn átt í deilu við samvinnumenn út af verzlunarálagningu. — Málstaður samvinnunnar hef- ir í báðum tilfellum borið hærri hlut. — Nýlega aug- lýstu kaupmannasamtökin í Reykjavík að meðalálagning þeirra á matvöru væri nú um 20%. Samkvæmt opinberum skýrslum var meðalálagning sömu aðila á fjórar helztu nauð- synjavörur rúmlega þreföld sú álagning, sem nú er auglýst, á árunum 1930—34. Það hefði ver- ið ástæða til að auglýsa um leið, að það er fyrst og fremst sam- tökum samvinnumanna í Rvík að þakka, að verðlag er þar nú skaplegra en áður var. Þegar rannsókn fór fram fyrir nokkr- um árum um verzlunarálagningu í landinu, kom í ljós, að í Rvík og nokkrum öðrum stöðum, þar sem verzlunin var því nær ein- göngu í höndum kaupmanna, var meðalverzlunarálagningin mjög há, og það allt að 50% hærri en á öðrum nánar tiltekn- um stöðum. Það var fram tekið af þeim, sem skýrslunum söfn- uðu, að verzlunarálagning væri lægst, þar sem kaupfélögin hefðu verzlunina með höndum. Hér hefir aðeins verið bent á eitt atriði, verzlunarálagning- una, en miklu fleiri mætti til telja, sem staðfesta og sanna hagstæð verzlunaráhrif sam- vinnuhreyfingarinnar fyrir al- menning. í afurðasölumálum landbún- aðarins hafa kaupfélögin haft með höndum mikið og vanda- samt verk. Þau hafa yfirleitt gengið á undan og verið braut- ryðjendur nýrra og tímabærri vörumeðferða en áður tíðkuðust, má í því sambandi t. d. benda á kjötsölumálin. Samvinnufélögin voru fyrst til að hverfa frá sölu lifandi fjár til útflutnings á saltkjöti og síðar, eftir að sala þess fór að ganga treglega, voru þau aftur sá aðili, er fyrstur tók til útflutnings á frystu kjöti. Enda er það svo, að Samband ísl. samvinnufélaga hefir nú með höndum sölu á því nær öllum landbúnaðarafurðum þjóðarinn- ar. Athyglisvert og mikils virði er það, að vöruvöndun hefir far- ið mjög batnandi á seinni tím- um, mjög fyrir atbeina kaupfé- laganna. Á seinustu árum hefir vaxið upp í landinu ýmiskonar iðnað- ur. Á því sviði hafa samvinnufé- lögin verið virkur þátttakandi. Þau eiga nú nokkur af stærstu iðnfyrirtækjum landsins og er þess að vænta að í náinni fram- tíð vaxi iðnframleiðsla þeirra til muna og taki til fleiri starfs- greina en þegar er orðið. Hér hefir verið drepið á nokk- ur atriði verzlunarmála liðinna tíma og lítillega sýnd þróun þeirra. Hlutskipti samvinnunnar hefir sífellt farið vaxandi. Kaup_ félögin eru nú fjölmennari og vinsælli en nokkru sinni áður og traustari en fyrr til að inna af hendi sitt vandasama fram- tíðarhlutverk í verzlunarmálum hinnar ungu fullvalda íslenzku þjóðar. Hjörtur Hjartar. Barátta íslendinga fyrir sjálfstæði sínu hefir verið lang- vinn og hörð. En þegar sigur- inn er fenginn ætti hann að vera þeim mun dýrmætari, sem hann var torunnari. Á þessum degi, þegar tutt- ugu ár eru liðin frá því er við heimtum aftur hinn hertekna dýrgrip, sjálfstæðið, hlýtur hver góður þegn að hugsa nokk- uð um það, á hvern hátt bezt megi vernda og geyma það, og með hverju það verður bezt tryggt og treyst. Lítil þjóð, sem lifir í hálf- numdu landi á mikla framtíð- armöguleika, ef þróttur og manndómur þegnanna er það mikill, að þeir þori að stríða við landnámserfiðleikana. Hvar- vetna er verk fyrir, iðjusamar hendur. Það sjá þeir, sem eiga dug og karlmennsku, sem hæf- ir íslendingi, þótt hinir, sem horfa á erfiðleikana gegnum stækkunargler vilj aleysisins og trúleysisins, segi að hvergi sé rúm fyrir sig. Vinnan er það eina, sem skapar fjármuni. Fjármunir eru afl athafnanna að miklu leyti en ekki öllu, og ekkert er einu, þj óðfélagi eins nauðsyn- legt eins og athafnasamir og duglegir þegnar. Afkoma þjóð- félagsins byggist á framleiðsl- unni og framleiðslan fer oftast mest eftir því hver afköst þegnanna eru. Allar þjóðir keppa nú að því, að framleiða sem mest sjálfar, af því sem þær þurfa að nota. Einnig við erum að keppa að þessu marki, eftir því sem möguleikar leyfa. Hver einstaklingur hefir sitt hlutverk í þjóðfélaginu. Hver sá, sem leysir hlutverk sitt vel af hendi, styrkjr sjálfstæði landsins, þótt margir geri sér ef til vill ekki grein fyrir því. Bóndinn, sem ræktar jörð- ina uppi í sveit, sjómaðurinn, sem sækir lífsviðurværi sitt og sinna í skaut hafsins, verka- maðurinn, sem vinnur erfiðis- vinnu á mölinni, skrifstofu- maðurinn, sem sér um að við- skiptin milli neytenda og selj- enda séu í röð og reglu; allir þessir menn eru með störfum sínum að leggja stein í þann grunn, sem sjálfstæði þjóðar- innar hvílir á. En steinarnir, sem menn leggja I þennan grunn, eru misjafnir eftir orku og karlmennsku hvers og eins. En því stærri sem steinarnir eru, því traustari er grunnur- inn. En hraustustu og dug- mestu þegnarnir leggja stærstu steinana í þjóðfélagsbygging- una. Þjóð, sem á heilbrigða og hrausta einstaklinga, þarf engu að kvíða. Hún er fær um að þola mikið mótlæti og hún er líka líkleg til mikilla afkasta. Þetta er óhrekjandi staðreynd, sem menn eru nú farnir að líta meira upp til en áður. Milljónaþjóðirnar keppa nú mjög að því að auka líkamlega hreysti hvers einstaklings, og gera þegnana sem starfshæf- asta. Þær sjá það, að óhraust þjóð er eins og skemmt epli, og hver óvirkur einstaklingur er til byrði. í ófriðnum mikla kom það og greinilega í ljós, að íþrótta- mennirnir báru langt af flest- um öðrum að hreysti og þoli. Þess vegna segja Englendingar stundum, að sigur Bandamanna í ófriðnum hafi verið unninn á íþróttavöllum í Eton. Hvað mætti segja um okkar litlu þjóð, þegar milljónaþjóð- irnar finna og viðurkenna þörfina á að ala upp sterka og hrausta einstaklinga? í fám löndum heimsins er öllu meiri þörf á slíku en hér. Fá- menn þjóð, sem á fjölmörg ó- leyst verkefni, þarf mjög á hraustum þegnum að halda. Við þurfum ekki að ala upp hraustmenni til að berjast í styrjöldum, heldur til þess að vinna. Stórþjóðirnar þurfa að eiga stríðshetjur, en við hér í okkar friðsæla landi starfs- hetjur. Það er ekki fyrr en nú á síð- ustu áratugunum, eða jafnvel á síðustu árum, sem við íslend- ingar höfum farið að gefa gaum að nauðsyn aukinnar lík- amsræktar. Ungmennafélögin sköpuðu dálitla öldu í þessa átt, og með vaxandi áhrifum Framsóknar- flokksins á þjóðmál, fengu í- þrótta- og uppeldismálin mál- svara, sem skildi þarfir fram- tíðarinnar á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum. Fyrir atbeina Framsóknarmanna hefir verið lagður grundvöllur að aukinni líkamsmenningu, með byggingu héraðsskólanna, styrk til sundlaugabygginga víða um land, leikfimiskennslu í flestum skólum landsins og með auknum framlögum til í- þróttamála almennt. Þetta er án efa rétt á stað farið, og í þessum efnum ættu héraðs- skólarnir að geta unnið sitt stóra hlutverk, ef rétt er á haldið. í þeim, og öðrum skól- um landsins, eru samankomn- ar þúsundir æskumanna og kvenna þeirrar kynslóðar, sem á framtíðina fyrir höndum. All- ir skólar, jafnt æðri sem lægri, þurfa að verða jafnt líkamleg- ar sem andlegar men'ningar- stofnanir. „Hraust sál í hraust- um líkama“, segir máltækið, og eru það mikil sannindi. Jafn- hliða þvi að auka líkamsrækt í öllum skólum, þarf að skipu- leggj a íþróttamálin almennt. Margir, sem stunda íþróttir, gera það eingöngu með eitt- hvert metakapphlaup fyrir aug- um, en ekki vegna hollnustu í- þróttarinnar á líkamanum. — Þetta er slæmur hugsunar- háttur, sem þarf að breytast. Metnaðurinn er að vísu sú sterka driffjöður í íþróttalífinu, en hin heilbrigðislega gagn- semi á þó að vera sett henni æðri. í skólunum og með skipu- lagðri íþróttastarfsemi þarf að ala upp þjóð, sem er harðger og hraust, þjóð, sem er í samræmi við þarfir landsins og í sam- ræmi við hina óblíðu náttúru þess. Hraustir þegnar eru afl- taug hverrar þjóðar. Þess vegna þarf að ala þjóðina upp með það fyrir augum, sem er raun- veruleiki hins daglega lífs. Tíu ungir, duglegir og hraustir menn, sem kunna að vinna og vilja vinna hin venjulegu framleiðslustörf hér í þessu landi, eru margfalt meira virði fyrir þjóðfélagið heldur en hundrað aðrir, sem eru ef til vill mjög vel að sér í öllu sem við kemur dýralífinu í Afríku eða öðru því, sem er álíka fjar- lægt okkar lífi hér heima á ís- landi. Hin andlega menning okkar Ávarp til samvinnumanna Fyrir samhuga, starfandi stéttir l verða stórvirki fljótunnin þraut. i Og á fjall hinna voldugu verka 1 liggur vorhugans framtíðarbraut. Yfir framkvœmdum þróttugrar þjóðar i fœr ei þokukennd haustnóttin völd. Þar er vordag að líta í Ijóma, i — hina langþráðu framfaraöld. I Undír sigrandi samvinnuhugsjón fylkjast sókndjörf hin Islenzku börn.. i Og áfram þau sœkja til sigurs, bœði samheld og athafnagjörn. En þó sóknin sé stormasöm stundum, | verður stefnunni samt eigi breytt. Og þeirra skal orðstírinn œðstur, | sem að orkunnar mest hafa neytt. Hinnar framsœknu, íslenzku œsku l blða ónumin framtiðarlönd, \ þar sem raunhœfni djörfustu dáða gistir draumanna sólroðnu strönd. Og á brattann skal vegurinn valinn, þar sem verkefni nœg finnast enn. | Fyrír baráttu huga og handa ávinnzt hamingjan, samvinnumenn. | HELGI SÆMUNDSSON i frá Vestmannaeyjum. líiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiitiiiitiiiiiiiiiir Magnús H. Gíslason; Þjóðernisleg samvinna í dag er hátíðisdagur á ís- landi, í dag er fyrsti desember. í dag bergir þjóðin af bikar minninganna, í dag skyggnist hún inn í hina torráðnu fram- tíð. 1. des. ár hvert, er gott að staldra við og líta yfir það, sem liðið er, líta yfir það hvort „höfum við.gengið til góðs, göt- una fram eftir veg.“ Á þessum tímamótum höfum við gott af því að athuga sög- una. Því að af sögu þeirrar þjóðar, sem orðið hefir að þola „is og hungur — eld og kulda, áþján, nauðir og svartadauða“, má mikið læra. Það, sem hratt þjóðinni út í myrkur kúgunar og niðurlægingar, var m. a. þröngsýni, eigingirni og skort- ur á þjóðernistilfinningu. Og ef þessir lestir búa með okkur enn, þá er jafnmikil ástæða til að óttast afleiðingar þeirra sem áður fyrr. Við höfum nú fengið frelsi okkar aftur. Það er árangur- inn af langri og drengilegri baráttu beztu sona þessa lands, manna, sem settu hag þjóðar sinnar ofar öllu öðru, manna, sem aldrei gleymdu, að þeir voru íslendingar. Og nú hefir ísland verið frjálst og full- valda ríki í 20 ár. Þessi 20 ár eru mesta framfaratímabilið í sögu okkar. Svona mikils virði er frjálsræðið. Og 1. des. ár hvert fögnum við íslendingar frelsinu og fögnum því á þann hátt, sem þeir einir geta, er orðið hafa að sjá því á bak. En á fleira ber að líta á full- veldisdaginn, en það, sem feng- ið er. Við eigum einnig að at- huga hverju við höfum ekki náð, hvað aflaga hefir farið, svo að við getum fært það til betri vegar í framtíðinni. Og það verður ekki annað sagt en að margt sé það í fari okkar, sem betur mætti fara. Er ekki einsýni, hagsmunasýki, drottn- unargirni og jafnvel ódreng- skapur Sturlungaaldarinnar ennþá nokkuð sterkur þáttur í fari margra? Og er ekki þjóð- erniskennd okkar einnig ennþá fremur dauf? Jú, því miður. Þessi skortur á einlægri þjóð- ernistilfinningu kemur e. t. v. hvergi betur í Ijós en í sam- bandinu við systkini okkar fyr- ir vestan Atlantshafið. Við höf- um yfirleitt allt fram á síðustu tíma verið fremur tómlátir í þeirra garð. Okkur hættir æði oft til að gleyma því, hvað við eigum Vestur-íslendingum mikið að þakka. Þeir eru nú dreifðir víðsvegar um Norður- Ameríku. Og óhætt mun að segja, að næstum allsstaðar hafa þeir komið þannig fram, að meiri birtu hefir borið á orðið íslendingur eftir en áður. Slikt kynningarstarf er ómetanlegt fyrir fámenna og fátæka þjóð sem okkur. Þeir björguðu einu af höfuðskáld- um okkar, Stephani G. Step- hanssyni, frá því að fúna niður í fátækt og vesaldómi. Og nú hljóma hinir þróttmiklu tónar skáldgýgju hans um byggðirís- lendinga og „kveða þrótt í líf og ljóð“. Þetta eru aðeins tvö atriði af ótal mörgum, sem drepa mætti á. En þó er það hin heita, volduga ást þeirra á gamla Fróni og öllu því, sem ís- lenzkt er, sem okkur hér heima ætti að þykja einna vænst um. Starf þeirra í þá átt, að vernda íslendingseinkennin, vernda tungu sína og þjóðerni, er geysimikið. Það sýnir, að þeir hafa fullan skilning á því hvers virði það er, fyrir alla íslend- er fyllilega sambærileg við menningu annara þjóða. En á sviði líkamsmenningarinnar eigum við margt ógert til þess að standa jafnfætis þeim þjóð- um, sem lengst eru á veg komn- ar í þeim efnum. Við eigum að gera okkur það ljóst, að ef við eigum og viljum lifa sem sjálf- stæð þjóð í framtíðinni, þá er fyrsta skilyrðið til þess, að nú- lifandi kynslóð takist að ala upp eftirkomendur, sem hafa heilsteypta skapgerð og hraust- an líkama, eftirkomendur, sem hafa trú á landið og trú á lífið — og eru starfshetjur. Egill Bjarnason. inga, hvar sem eru á hnettin- um, að hafa með sér sterkt, líf- rænt samband. Og það er skylda okkar Frónbúa að sýna þessum málum eigi minni skilning. Það hefir nokkuð tíðkazt, nú hin síðari ár, að skipzt væri á mönnum, þannig að Vestur- íslendingar kæmu hingað og Austur-íslendingar færu vest- ur. Þessi starfsemi álít ég að miði mjög í rétta átt. Hún vinnur að því, e. t. v. meira en flest annað, að auka gagn- kvæman skilning og þekkingu. En það þarf að gera meira að þessu en gert heíir verið ennþá. Við íslendingar erum fá- mennir og fátækir á mæli- kvarða hinna stóru þjóða. En ef við eigum til að bera ást á tungu okkar, þjóðerni og fóstur- jörð, þá erum við ríkir og þá eigum við það bezta, sem nokk- ur þjóð getur átt. í dag eigum við að stíga á stokk og strengja þess heit að sækja fram til betri og bjartari tíma. Við eig- um að heita að vinna að því, að íslendingar taki höndum saman „yfir höfin breiðu“, vinna að því að í hjarta hvers íslendings verði greypt, gulln- um stöfum, minningin um skyldleika hans við hina „nótt- lausu voraldar veröld, þar sem víðsýnið skín“. Magnús H. Gíslason frá Eyhildarholti. Skuldirnar Elztu heimildir um allar skuldir þjóðarinnar við útlönd, sem sambærilegar eru nýjum skýrslum Hagstofunnar, eru frá árinu 1922. í árslok 1922 námu skuldirnar samkvæmt tölum Ilagstofunnar 59.485 þús. kr. Meginhluti þess- ara skulda höfðu safnazt síðan 1917. í árslok 1936 námu skuldirn- ar samkvæmt heimildum Hag- stofunnar, en yngri skýrslur eru enn ekki fyrir hendi, 90.373 þús. kr. Á þessum 14 árum, þegar framfarirnar hafa verið lang- samlega mestar, hafa skuldirn- ar ekki vaxið, nema um 31 millj. króna, en þar er ekki nema lítill hluti þeirrar fjárhæðar, sem framfarirnar hafa kostað. Þegar litið er á verzlunar- skýrslur þessara sömu ára, sést glöggt að þjóðin hefði með góðu móti getað sparað sér þessa 30 milljóna króna skuldasöfnun með því að neita sér um ýmsan óþarfavaming, sem þá var fluttur inn. Af þessum staðreyndum ber þjóðinni að draga ályktanir í framtíðinni. Hún á ekki að verj- ast skuldasöfnuninni með tak- mörkun framkvæmda, heldur með minni notkun óþarfa vara og aukinni vinnu og framleiðslu í landinu. f þá átt hefir líka verið stefnt af hálfu hins opinbera á sein- ustu árum. En það þarf að gera það ennþá betur og þjóðin öll verður að skilja hversu nauð- synlegt það er fyrir framfarir hennar og fjárhagslegt frelsi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.