Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 2
2 TÍMBVN, fimmtiidagiim 1. des. 1938 Fnllveldisdagsblag Ntarf og bjartnýni Varðveitíð sjálfstæðíð með starfi úr hinni uppvaxandi kynslóð, að hún teldi það ráð hyggileg- ast, að spara við sig allar um- bætur og setja markið ekki hærra en það, að geta haldið hinu ríkjandi ástandi nokkurn- veginn óbreyttu. Hvaða afleið- ingu þetta myndi hafa er nokk- urn veginn hægt að gera sér ljóst með því, að ímynda sér að kynslóðin, sem mótað hefir starf undanfarinna tuttugu ára, hefði haft þetta sjónarmið. Hún hefði vafalaust getað sparað sér með því nokkurt aukið erfiði í bili og ef til vill losnað við eitthvað af sköttum. En afkomendur hennar þyrftu þá að verulegu leyti að stunda sjósókn á árabátum, notast ein- göngu við orf og ljá í gömlu þúfnagjótunum, vera án bil- samgangna, síma, útvarps o. s. frv. Þannig mætti lengi telja. En hvaða dæmi, sem tekið væri, myndi færa rök að því, að kynslóð undanfarinna tuttugu ára hafi lifaö á réttan hátt. Hún hefir starfað mikið til að bæta kjör sín og afkomendanna og hún hefir mætt öllum erfið- leikunum með bjartsýni og ör- uggri trú á sjálfa sig og land- ið, sem hún byggði. Reynsla hennar sannar það bezt, að æskan hefir enga á- stæðu til að vera svartsýn, þó nokkrar torfærur virðist nú á veginum. Hún má einmitt vera bjartsýn og trúuð á sigur sinn, ef hún fylgir í sömu slóðina. Það, sem henni ber að forðast, er að láta vonleysishjalið og örðugleikaskrafið leiða sig af braut framfaranna eða láta pólitiska trúða og misindis- menn telja sér trú um að hún geti öðlazt gull og græna skóga, án verulegs starfs og fyrirhafn- ar. Ef hún vinnur vel og mikið og leitar sjálf eftir verkefnum en bíður ekki eftir því að ein- hver komi einhverntíma og vlsi sér á þau, verður henni kleift að varpa jafn glæstum ljóma á fullveldi íslands og fyrirrenn- ararnir hafa gert. Þess vegna er sérstök ástæða fyrir æskuna að minnast framfara fyrstu full- veldisáranna í dag. Undirstaða þeirra er starf og bjartsýni og þessu tvennu má æskan aldrei gleyma. Þórarinn Þórarinsson. Þessa dagana er, af eðlilegum ástæðum, mikið talað um þjóð- erni, frelsi og sjálfstæði á ís- landi. Á tuttugu ára fullveldis- afmælinu rifja menn upp bar- áttuna, sem háð var lengi og sleitulaust, fyrir kröfum og rétti hinnar litlu þjóðar. Menn fagna þeim tröllstígu framförum, er átt hafa sér stað í landinu á síðustu áratugunum tveim, þrátt fyrir nokkurn mótblástur, og miklast þó öllu meir hin ónumdu starfssvið, hin óleystu verkefni. Slíkt er gott ungum mönnum. Annarsvegar er hið liðna með harða og langvinna baráttu og órækan sigur að lokum. í kjöl- fal hennar fátíð framsókn þjóð- arinnar. Hinsvegar öll þau verk- efni, er bíða eftir vinnufúsum höndum. Það er skírskotun sjálfrar sögunnar til þess mann- dóms, er með þjóðinni býr. Það eru meginrökin fyrir þvi, að þjóðinni ber að varðveita það sjálfstæði, sem kostaði hana svo langa baráttu að öðlast. Þess er ekki að dyljast, að nokkuð hefir mætt á móti, eink_ um síðustu árin. Örðugleikar hafa steðjað að. Aflabrestur hef- ir skert hlut sjómannsins, skæð sýki valdið tjóni á búfénaði og sölutregða hamlað eðlilegum viðskiptum við útlönd. Því hefir margur um skeið orðið að snlða sér þrengri stakk en ella. Víst hefði að sumu leyti verið á betra kosið um árferði. En myrkasti skugginn, sem yfir hefir borið, er ef til vill, að hjá sumum skortir á um skiln- ing á eðlilegu sambandi milli starfs og árangurs. Ofmargir hafa reynt að bylta af sér byrð- um,er þeim bar tvímælalaust að bera. Of margir hafa viljað skor- ast undan skyldunum og draga til sín auðfenginn afla á annarra kostnað. Hugir margra þjóðfé- lagsþegna hafa hneigzt til þeirr- ar áttar að gera látlausar kröfur á hendur öðrum, samþegnum sínum, atvinnuveitendum, sveit og þjóðfélagsheildinni. Mörg dæmi eru þess, að fólk flytji burt frá dágóðum kjörum við fram- leiðslustörfin til þess að lifa á náðarbrauði úr annarra hendi. Verkföll, sem misjafnlega rétt- látlega er til stofnað og stundum beint gegn atvinnurekstri, sem stendur höllum fæti, hafa verið tíð og er þess skemmzt að minn- ast á síðastliðnum vetri linnti Daníel Ágástínusson: Fullveldið og áfengísmálín Ungum Framsóknarmönnum hefir þótt hlýða, að staldra lítið eitt við á þessum tímamótum og virða fyrir sér þann árang- ur, sem náðst hefir á fyrstu tuttugu árum fullveldisins. Þótt yfirliti því, sem hér fer á eftir sé að mörgu leyti ábóta- vant, sýnir það glögglega, að vinna og starfsárangur þjóðar- innar á þessu tímabili hefir verið meiri en nokkuru sinni áður. Þess sjást allsstaðar merki. Með ræktun landsins, byggingunum, skipastólnum, orkuverunum, verksmiðjunum og menntastofnunum hefir kynslóðin, sem mótað hefir þjóðlífið á þessum árum, reist sér minnismerki, er lengi munu geymast og vera heilbrigðri æsku hvatning til sóknar og dáða. í dag er það skylda hinna ungu manna og kvenna að minnast þessa mikla starfs með þakklæti og hlýjum huga. — Flestar þær framkvæmdir, sem gerðar hafa verið á undanförn- um árum, ganga sem arfur til afkomendanna og gerir þeim lífið þægilegra og erfiðisminna. Bóndinn, sem hefir brotið og ræktað landið, sjómaðurinn, sem hefir sótt aflið til fram- kvæmdanna í djúp hafsins, og verkamaðurinn, sem hefir reist hin miklu mannvirki, hafa unn- ið að því að gera arf æskunnar sem mestan. Og ekki aðeins þeir, heldur allar þær þúsundir manna og kvenna, sem lagt hafa krafta slna fram til að frjóvga og bæta landið, hafa í flestum tilfellum unnið meira í þágu niðjanna en sjálfra sin. Kynslóðin, sem skilar þessum mikla arfi, hefði ekki náð slík- um árangri, ef hún hefði ekki verið áhugasöm og starfsfús. Hún hefði vel getað verið svo lítilþæg að láta sér nægja það, sem áður var, og komizt þannig hjá mörgum erfiðleikum braut- ryðjendanna. En hún hefir ekki verið þannig gerð. Hún hefir viljað bæta kjör sín, viljað skapa betra land, nota hentugri skip, búa í betri húsakynnum. Hún hefir jafnan haft þá trú, að hér væru næg nátt_ úrugæði og nægilega tápmikil þjóð til þess, að hægt væri að njóta þeirra umbóta, sem eru almennar meðal menningar- þjóða. Hún hefir ekki látið úr- tölur um erfiðleika við að koma fram umbótum draga úr sér kjark. Hún hefir stöðugt sótt fram og aldrei sagt, þegar ein- hverju ákveðnu marki var náð: Nú er nóg komið, nú er óhætt að setjast um kyrrt, njóta þess, sem unnizt hefir og hætta ekki neinu í baráttu fyrir nýjum umbótum. Hún hefir heldur ekki gleymt því, að það var nauðsynlegt að sinna fleiri umbótum en þeim, sem snertu öflun lífsviðurvær- isins. Henni hefir verið ljóst, að maðurinn lifir ekki á einu sam- an brauði. Hún hefir ráðizt í miklar framkvæmdir til að auka menntun sína og þó öllu heldur menntun afkomend- anna. Hún hefir verið þess full- komlega vitandi, að dýrmæt- asti arfur þjóðarinnar verður alltaf hin sjálfstæða menning hennar og að ómenntuð þjóð er til einskis líklegri en að van- meta frelsi sitt og verða fráhverf þeirri umbótabaráttu, sem er nauðsynleg hverju vaxandi þjóð- félagi. Það er vissulega holt fyrir unga menn að kynna sér lífs- viðhorf slíkrar kynslóðar. Ef til vill getur það verið dýrmætasti hluti arfsins. Og það er ekki að- eins holt heldur nauðsynlegt á þeim tímum, þegar svartsýni og barlómur grípur jafn geigvæn- lega um sig og nú virðist eiga sér stað. Það er um fátt meira rætt nú en fjárhagslega erfiðleika og kreppu og það er ekki ósenni- legt að einna algengustu spurn- ingarnar í dag verði eitthvað á þessa leið: Höfum við nokkurt bolmagn gegn erfiðleikunum? Endar þetta ekki með hruni og fjárhagslegu ófrelsi? Og um þessar mundir ganga hundruð manna atvinnulausir og segja: Ég vil gjarnan vinna, ef ein- hver vill láta mig fá vinnu. Hvernig hefði farið fyrir kynslóðinni, sem gert hefir hin- ar miklu umbætur í landinu á síðastliðnum tuttugu árum, ef hún hefði yfirleitt hugsað á þenna hátt? Hvernig hefði far- ið fyrir bændunum, þegar salt- kjötsmarkaðurinn brást, ef þeir hefðu hugsað eitthvað á þá leið,að þeir hefðu ekki bolmagn til að byggja frystihús og gera framleiðslu sína verðmeiri á þann hátt? Hvar væri íslenzkur landbúnaður nú staddur, ef vantrú bændanna á sjálfum sér og oftrúin á erfiðleikun- um hefðu unnið sameiginlegan sigur? Hvernig væri nú um- horfs við sjávarsíðuna, ef sú sú skoðun hefði orðið almenn, að það væri of erfitt og dýrt að byggja síldarverksmiðjur og þess vegna væri rétt að láta reka á reiðanum og standa og falla með þorskveiðunum? Og hvaða framfarir hefðu yfirleitt orðið í landinu, ef allir hefðu hugsað á þennan hátt: Ég vil gjarnan vinna, ef einhver vill útvega mér vinnu? En þannig hugsaði kynslóðin á fyrstu tuttugu árum fullveld- isins ekki. Hún var bjartsýn og trúði á sigur sinn, þó erfiðleik- arnir væru miklir. Hún lét böl- sýnina og vonleysið ekki villa sér sýn og stöðva rás framfar- anna. Hún átti nógu marga dugmikla og áhugasama ein- staklinga, sem hugsuðu á þá leið, að þeir ættu sjálfir að skapa sér atvinnu og verkefni, en ættu ekki að láta aðra gera það. Þess vegna hefir hún leyst meira starf af hendi en nokkur önnur kynslóð, sem verið hefir í landinu. Fyrstu tuttugu ár fullveldis- ins hafa fyrir atbeina hennar orðið tími mikilla sigra. En hvernig verða næstu tuttugu árin? Hvernig ávaxtar æskan, sem þessi kynslóð ól upp, þann arf, sem henni er úthlutað- ur? Verður hún bjartsýn, þorir hún að eiga fangbrögð við mikla erfiðleika, hefir hún vilja til að halda áfram á þeirri braut, sem byrjuð var af fyrstu kynslóð fullveldisáranna? Eða verður hún svartsýn, lætur hún erfið- leikana lama kjark sinn, ætlar hún að láta sér það nægja, sem nú er, og reyna að lifa á arf- inum, meðan hann er einhver eftir? Þessar spurningar eiga að vera umhugsunarefni ís- lenzkra æskumanna i dag og þeir eiga og verða að gera sér ljóst, hvorn kostinn þeir ætla að taka. Hin fyrrl leið er vissulega að mörgu leyti erfiðari í fyrstu en hin síðari. Það kostar meira starf að ljá framförunum en kyrrstöðunni lið sitt. Þeir, sem vilja skapa sér og öðrum bætt lífskjör og meiri menningu, verða að vera við því búnir að það kostar oft langan vinnudag og að kaupið er iðulega ekki greitt eftir háum taxta. Vinnu- tími frumbýlingsins, sem er að leggja grundvöll að framtíðar- starfi, er lengri en vinnutími atvinnubótamannsins á mölinni og taxtinn er líka venjulegast mun lægri. En hitt er óvíst hvort iðjuleysisstundir atvinnu- bótamannsins eru honum neitt hollari eða ánægjulegri en erf- iðisvinnan er bóndanum. En þó svo væri mun hinn endanlegi árangur ríða baggamuninn og vel það. Og svipuð verður reynslan, þó dæmin séu tekin af öðrum sviðum þjóðlífsins. Það má hugsa sér þann mögu- leika, að hin uppvaxandi kyn- slóð reyni eingöngu að lifa á arfi feðra sinna og mæðra og hafi sem allra styztan vinnudag. Hún gæti sótt dansskemmtan- ir, farið í kvikmyndahús og reynt að nota sér margvíslegar dægrastyttingar í stað vinn- unnar. En fljótt myndi það sannast, að Adam yrði ekki lengi í Paradís. Landið, sem feðurnir ræktuðu, myndi komast i ó- rækt, skipin, sem þeir notuðu til fiskveiða og flutninga, myndu ganga úr sér og ónýtast, verksmiðjumar og orkuverin, sem þeir byggðu, myndu einnig verða tímans tönn að bráð. Og hvar væri það fólk þá statt, sem notaði tímann til skemmt- ana og iðjuleysis, meðan verk feðranna voru að hrynja í rústir? Annar möguleiki er lika fyriT hendi. Þessir síumtöluðu erfið- leikar og fjárhagslegu vand- ræði drægju svo dug og áræði Baráttan gegn áfengisnautn- inni er veigamikill þáttur í þeirri sjálfstæðisbaráttu, sem margar fullvalda þjóðir verða að heyja inn á við. Barátta, sem miðar að því að tryggja og efla frelsið, með því að gera einstaklingana alfrjálsa menn. Fullveldið byggist á frelsi ein- staklinganna, starfshæfni og orku þeirra. Allt, sem lamar vilja og kjark, eða skapar ein- staklingunum andlega og efna- lega fjötra, er hinu stjórnar- farslega sjálfstæði hættulegt. Bindindismálið verður því alltaf nátengt sjálfstæðishug- sjóninni — raunverulegt sjálf- stæðismál. Skal næst bent á nokkrar algildar, hversdagsleg- ar staðreyndir, sem rök fyrir þvi að svo er: I. Fjöldi starfhæfra manna verður öðrum byrði vegna á- fengisnautnar. II. Mikill fjöldi af öllum af- brotamönnum í þjóðfélaginu, hefir beint eða óbeint lent út á þeirri braut vegna áfengis- nautnar. III. Fjöldi heimila sundrast og lenda í eymd og volæði af völdum áfengis. IV. Samkvæmis- og skemmt- analífið er oft spillt af áfeng- isnautn, svo almenn siðmenn- ing verður að þoka. V. Mörg slys, einkum þó um- ferðaslys, verða af völdum á- fengis. VI. Áfengið kostar þjóðina ár- lega óhemju fé. VII. Almenn áfengisneyzla skapar stórlega aukinn lög- gæzlukostnað. VIII. Margvíslegir sjúkdóm- ar og veiklun kynstofnsins eru þekktir fylgifiskar ofdrykkj- unnar. Þessar staðreyndir liggja beint fyrir og kannast hvert mannsbarn við þær. Röksemd- um þessum má skipta í tvo flokka. í fyrsta lagi þær, sem eru siðferðislegs eðlis og í öðru lagi hinar fj árhagslegu. í síð- ara atriðið er oft vitnað, sem ekki er með öllu óeðlilegt, þar sem fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar er valt, en sú upp- hæð, sem íslendingar verja ár- lega fyrir áfengi, er rösklega fimmti hluti þeirrar upphæðar, sem velta þjóðarbúsins gerir. Vægast sagt er þarna verið á mjög háskalegri braut og fjár- hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar mjög veikt frá því sem það ann- ars væri. En þó brennivins- gróði ríkisins sé reikningslega nokkur, mætti með mörgum rökum sanna, að það eru með öllu falskar tekjur. Nægir að benda á vaxandi fátækrafram- færi og rýrnandi tekjustofna margra bæja, sem hið opinbera verður svo að hafa afskipti af. Ég held því ekki fram, að þetta mál valdi því ástandi eitt sér, heldur eigi meiri eða minni þátt í því. Eru nægar heimildir til, sem bera því skýrt vitni. Fjnrra atriðið, það sem veit að siðferðilegri og andlegri menn- ingu þjóðarinnar, tel ég þó miklu alvarlegra í þessum efn- um, og frelsinu hættulegra. Verðmætin er hægt að bæta með tímanum, en einstakling- arnir, sem lenda undir ánauða- fjötrum vínguðsins verða sjaldnast aftur heimtir og sízt hinir sömu. (Framhald á 15. síöu.) varla vinnustöðvunum, sem efnt var til í því skyni að neyða at- vinnurekendurna til að íþyngja enn fyrirtækjum sinum með hækkandi kaupi. Þessarar veilu í þjóðlífinu gætir víðar. Hinar skefjalausu kröfur til annarra eiga sér víðari vettvang, þótt þessi tvö dæmi séu nefnd hér. Andstaðan gegn þessum veil- um hefir þó ávallt verið til, þótt hana hafi að nokkru skort sam- sömun og form, ef svo mætti að orði komast. Á þessu tuttugasta fullveldis- ári íslenzku þjóðarinnar skipu- lögðu ungir Framsóknarmenn samtök sín og treystu þau bet- ur en áður hafði verið. — Stofn- þing sambands ungra Fram- sóknarmanna að Laugarvatni í vor var hinn glæsilegasta æsku- lýðssamkoma, er efnt hefir ver- ið til á síðari árum. Á þessu stofnþingi voru aðsteðjandi vandamál tekin til athugunar með óvenjulegri festu og mynd- arskap. Sá andblær, er þar ríkti markar að vissu leyti tímamót í sögu íslendinga. Hinir ungu Framsóknarmenn, rösklega 100 að tölu, fulltrúar 1700 ungra manna og kvenna af öllu land- inu, höfðu næman skilning á þeirri hættu, sem þjóðinni stafar af þeim spillta hugsunarhætti, er fest hefir rætur með nokkrum hluta landsmanna. Á þessu æskulýðsþingi var kröfunum fyrst beint inn á við, beint til einstaklinganna sjálfra. Þar var lögð ríkust áherzla á skyldur borgaranna við samtíð sína og þjóðfélag. í flestum þeim álykt- unum, er gerðar voru, var skýr- lega kveðið á um þessar skyldur og Framsóknaræskunni lögð ríkt á hjarta sú forganga, er henni beri að hafa um hófsemd í lífs- háttum og kröfum, manndóm og efndir á borgaralegum skyld- um. Á þetta var einnig lögð megin áherzla í þeim ræðum, sem þar voru fluttar. Áhrifanna frá Laugarvatni hefir þegar gætt glögglega á margan hátt. Ég vil aðeins nefna eitt dæmi, héraðs- og íþrótta- mót ungmennafélaganna. Á undanförnum árum hafa þessi mót mjög borið óheillavænlegan svip ölæðissamkvæma. En í sum- ar hefir þeirri aðferð yfirleitt verið beitt að banna drukknum mönnum algerlega aðgang að þeim. Hér hefir að sönnu verið við ramman reip að draga og hin nýju öfl orðið að lúta í lægra haldi á stöku stað. En víðast hefir fullur árangur náðst og samkomur verið friðaðar fyrir brennivíninu og hafnar upp til fyrri virðingar. Þessi einurð og festa, þessi hófstilling á lífsháttum og fram- ferði, er í fullu samræmi við andbæinn frá Laugarvatni og hefir sótt þangað þrótt til fram- kvæmda. Þar var einmitt gerð ályktun, sem fjallaði beinlínis um þessi mál. í dag er talað um sjálfstæði og frelsi. Á þau hugtök má aldrei skuggi falla. En þess er þó bezt að minnast, frelsinu verður ekki viðhaldið né verndað með orðum einum. Það eru gerðirnar og þrekið til starfa, er mestu máli skipta. Hinir hóglífu iðjuleys- ingjar gera kröfur til annara um veglegt lífsuppihald. Þeir eru sníkjudýr á þjóðfélagslíkaman- um. Kjarni þjóðstofnsins, þeir sem raunverulega skapa og við- halda sjálfstæði og frelsi, er starfsins fólk. Þeir, sem ryðja land til ræktunar og halda fé til beitar, róa til fiskjar eða vinna önnur hagnýt verk, eru hinar sönnu sjálfstæðishetjur þjóðarinnar. Þeir skapa þann grundvöll, er efnaleg afkoma þjóðarinnar hvílir á og á því ríður um velferð hennar, að nógu margir einstaklingar sinni þessum skapandi framleiðslu- störfum. Því meiri hagsæld verð- ur í landinu, sem fleiri þegnar stunda slíka vinnu af kappi og forsjá. Því meiri möguleikar til þess að hrinda fram umbótum og halda áfram viðreisninni. í dag er gerð ítarleg grein fyrir því hér í blaðinu hvilíkar fram- farir hafa átt sér stað í landinu hin síðustu tuttugu ár, á full- veldistímabilinu. Þær eru gífur- lega stórstígar, jafnvel hvaða mælikvarði sem á þær er lagður. Hinu er þó ekki að leyna, að jafnvel enn meiru hefði mátt afkasta, ef ávallt hefði verið gætt hófsemdar, og enginn heil- brigður og fulltíða þjóðfélags- þegn hefði skorazt undan að skapa verðmæti sér til lífsuppi- halds. Framsóknarmenn hafa ávallt varað við þeirri hættu, sem af því stafar að fólkið flýi frá fram- leiðslunni, og spornað við slíku eftir mætti. Þeim hefir aldrei dulizt hver er undirstaðan, né hvaðan verðmætin eru runnin. Við þetta hefir stefna og starf þeirra verið miðað. Svo mun og verða í framtíðinni. Ungir Framsóknarmenn hafa gefið þjóð sinni dýrmæta gjöf á hinu tuttugasta fullveldisári hennar. Þeir hafa á tvennan hátt lagt grundvöll að vexti og viðgangi þjóðlífsins i framtíð- inni. Þeir hafa skipulagt samtök sín og gert þau öflug, traust og líkleg til afreka á komandi tíð. Og þeir hafa líka ýtt undir það, að heilbrigður hugsunarháttur megi þróast með þjóðinni og það, sem þar fer aflaga verði kalkað í gröf sinni. Þeir vilja ekki ala snákinn við brjóst sér, án þess að freista þess að hafast eitthvað að. — Hinir ungu Framsóknarmenn munu að sönnu fagna því, að dýrmætt sjálfstæði íslendinga sé varið og hyllt með fögrum orðum, en þeim er það ljóst, að bezt verður það varðveitt með nytsömum athöfnum, — at- orkusömu starfi til lands og sjávar. Jón Helgason. Forsíðnmyndiraar: Talið frá vinstri til hægri að ofan: Herfing, vélbátar frá Keflavík að leggja frá landi, Geysir, Skógafoss, heyvinna og síldarvinna á Siglufirði. — Vig- fús Sigurgeirsson hefir tekið fimm myndanna.en Loftur Guð- mundsson myndina af vélbát- unum. FAGNASARLJÓ8 Á FULLVELDISDAGINN Fagnaðu, þjóð, á fögrum minnisdegi Fullveldið þér til sœmdar verða megi. Enn er að sönnu villugjarnt á vegí, vandar og kreppur skyggja á allan heim. Vittu það samt, að efni skortir eigi íslendings börn, ef kunna tök á þeim. Gott á sú þjóð, sem fékk með hraustum höndum hamingjumiðin fyrir öllum ströndum, viðlenda jörð, með fögrum, frjóum löndum, fossa og hveri, sem hún treystir á. Hennar er það, að brjóta líf úr böndum, bera til sigurs fólksins vaxtarþrá. I Gott áttu, þjóð, ef orka þín og andi 1 eru þér holl á túni, strœti og sandi, rísi þitt vit mót öllum geig og grandi, gangirðu i trú á samtakanna verk athafnabrautir, bœði á sjó og landi, bindíndissöm og glöð og djörf og sterk. GUÐMUNDUR INGI. MMMMMMMMMMMMMIMMMMMMMMMMMMMIIMMMMMMMMMIMIMMMMMMIMIMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMMMinMMMMIIMMI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.