Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.12.1938, Blaðsíða 15
Fiillveldisdagsblað TÍMIM, flmmtudaginn 1. des. 1938 15 Fnllveldið og áieagísmálín (Framh. af 2. síðu) Fámenn þjóð þarf á öllum sínum þegnum að halda. Stjórn- arfarslegt frelsi veltur því á vel- ferð þegnanna, að þeir glatist ekki um tíma fram eða verði ó- hamingjunni ofurseldir. Allar þær aðgerðir sem draga úr á- fengisnautninni, miða því hik- laust í þá átt að tryggja og efla sjálfstæðið í öllum greinum. Hraustir og hamingjusamir ein- staklingar, heilbrigð heimili, fagurt skemmtanalíf er öllu öðru fremur líklegt til að skapa far- sælt þjóðlíf, sterkt þjóðfélag, sem kann fótum sínum fyllilega forráð, og hefir alla möguleika til þess að vera andlega og efna- lega sjálfstætt. — Meðvitundin um það, að áfengið væri skað- valdur í þessum efnum, hefir alltaf leynzt með þjóðinni, þótt áhrifin hafi ekki alltaf verið jafn sterk og skyldi. Strax í Hávamálum kemur sú skoðun fram, m. a. í þessu al- kunna erindi: „Esa svo gott sem gott kveða öl aldar sonum, færra veit er fleira drekkur, síns til geðs gumi.“ Þetta er hleypidómalaust álit höfundar Hávamála, sem vísindi seinni tíma hafa fullkomlega sannað. í margar aldir voru ís- lendingar „hnípin þjóð í vanda“, sem drakk mikið og vissi fá ráð til viðreisnar. Á þeim dimmu tímum, 17. og 18. öldinni, var á- fengið með stærstu innflutn- ingsliðunum. — Kaupmennirnir höfðu öll ráð til að lokka verð- mæti þjóðarinnar til sín og skilja brennivín og allskonar svikinn varning eftir. Slíkir verzlunarhættir juku stórum á eymd og vonleysi þjóðarinnar. Embættismennirnir — höfðingj- ar lýðsins — voru flestir mjög drykkfelldir og geyma annálar frá þeim tíma sagnir af axar- sköftum þeirra og siðlausu fram- ferði. Mun þó hitt miklu fleira, sem ekki er skráð. Þjóðin hafði ekki þrótt í sér til að hrinda þessu ófremdarástandi af hönd- um sér, og eftir því fór allt ann- að. — Á fyrri hluta nítjándu aldar hefst almenn endurvakning. Kröfur um frelsi í öllum efnum, bæði hið innra og ytra, koma fram. Bindindismálið var einn þátturinn í þessari frelsis- og viðreisnarbaráttu. Var slíkt alls engin tilviljun. En þar var við ramman reip að draga, ekki síð- ur en í baráttunni fyrir stjómar- farslegu frelsi, þótt andstaðan væri þar ekki að öllu hin sama. Ljóst dæmi frá þeim tima er, þegar piltar Lærðaskólans hrópa rektor sinn niður fyrir það eitt, að vilja halda bindindissemi að nemendum sínum. Þarna er ó- samræmið bert, eins og oft vill verða í frelsisbaráttunni. Áreið- anlega hafa þessir skólapiltar krafizt stjórnarfarslegs réttlætis um leið og þeir heimtuðu ófrelsi sjálfum sér til handa. Á síðustu árum frelsisbaráttunar rofaði mjög fyrir í bindindismálinu og mikið vannst, því svo mátti heita, að landið væri „þurrt“. Hugir manna beindust að einu og sama marki, lokaþættinum í sjálfstæðisbaráttunni. En þó markið næðist, var ekki um neinn sigur að ræða, sem mátti sofa á, til þess var hann of dýr- mætur. Sjálfstæðismálið fól i sér möguleika til vaxtar. Þjóð- inni bar því að ganga einhuga fram til endurreisnarstarfsins inn á við og notfæra sér til ítr- asta fyrrnefndan sigur. Skapa heilbrigt þjóðlíf og tryggja stjórnarfarslegt og menningar- legt frelsi í framtíðinni. Einmitt þá bar að ganga fram undir víghvöt þeirri, sem Bjarkamál hinu fornu geyma og forfeður vorir kváðu við raust, er þeir lögðu til orrustu: „Vekat ég yður at víni né at vífs rúnum, heldur vek ég yður at höndum hildarleik.“ Frelsið boðaði ekki hvíld eða hóglíf, heldur starf og strit. — Stöðuga og fórnfúsa baráttu fyr_ ir öll þau málefni, sem veita þjóð og einstaklingum fram á við. Víghvötin forna vekur yður ekki að víni. Vínið er alltaf andstaðan við hina háleitu hugsjón frelsis- ins, sem heimtar í þjónustu sína vit allra manna. Orku og starfs- möguleika allra. Ekkert má fara forgörðum, ef vaxtarmöguleikar frelsisins eiga ekki að þrengjast. Skylda og ábyrgð einstakling- Mjólkurframleiðendur! Minnist þess jafnan, hverja þýðingu mjólkur- framleiðslan hefir fyrir hverja þjóð. Vandið af fremsta megni alla meðferð mjólkur- innar og gætið í livívetna ítrasta hreinlætis í meðferð hennar. Það er undirstaða ankinnar m j ólkurneyzlu. En aukin mjólkurneyzla er til liagsbóta fyrir hvorutveggju, framleiðendur og neytendur! %, % % ■% % %% V V* 'f 4 %S. Ritsafn Jónasar Jónssonar Þessa dagana er verið að lcggja síðustu hönd á það bindi úrvalsritgerða Jónasar Jónssonar, anna gagnvart því er mikil. Sóun vits og verðmæta í áfeng- isneyzlu er brot á þeirri samfé- lagshugsun, sem þegnum hvers fullvalda ríkis ber að eiga. Og í dag, á 20 ára afmæli fullveld- isins, verður mönnum tíðrætt um hvernig sjálfstæðið verði bezt eflt og varðveitt í framtíð- inni. Hugirnir tengjast saman í þakklæti til þeirra, er fórnuðu öllu lífsstarfi sínu í þágu frels- isbaráttunnar. Þvi þótt saga hennar sé ekki blóði drifin, kostaði hún æfistarf margra okkar ágætustu manna, og verður slíkt ekki með tölum talið né í krónum reiknað. Það er vel farið, að sá þáttur sög- unnar sé rifjaður upp, svo flest- ir geri sér grein fyrir, hvers virði frelsið er og hversu dýr- keypt það getur orðið, sé því glatað. En hér þurfa orð og efndir að fylgjast að. Þjóðin á að minnast frelsisins, án þess að dýrka vínguðinn, sem hefir reynzt henni óvæginn Níðhögg- ur. Menntamenn þjóðarinnar eiga þarna að ganga á undan og sýna í verkinu að þeir virða frelsishugsjónina mikils, og beita áhrifum sínum í þá átt að útiloka allt, sem rýrir og veikl- ar þjóðina og lamar sjálfstæð- isvitund hennar. Bindindismál- ið er ekki smámál, sem sæm- andi er að fáir menn starfi fyrir, heldur vandamál allrar þjóðarinnar. Frelsi hennar og hamingja í framtíðinni, er mjög undir því komið, hvernig tekst að leysa það. Því verða°allir að vera með í þessu starfi, sem af heilum huga bera þá ósk í brjósti, að um alla framtíð megi búa á fslandi frjáls þjóð og fullvalda um öll sín mál. Baráttan ge'gn áfenginu stefnir að fullkomnu frelsi einstakl- inganna og styður að andlegu og fjárhagslegu sjálfstæði allr- ar þjóðarinnar. Daníel Ágústínusson. Leídréttíngar: í nokkrum hluta upplagsins hefir fallið niður lína í frásögn- inni um fiskiflotann á bls. 4. Upphaf greinarinnar á að hljóða þannig: Árið 1918 var tala fiski- skipa, stærri en 12 smál., 180 og að samanlögð stærff þeirra 7878 smál. Áriff áffur var tala þessara skipa 214 og samanlögff stærff þeirra 11874 smál. og var það mesta stærð fiskiflotans fyrir 1918 o. s. frv. Stuttbylgjustöðin í Gufunesi tók til starfa 1. ágúst 1935, en ekki 1936. í greininni um sjúkrahúsin stendur „átta stórir spítalar", en á að vera „níu stórir spítalar“ o. s. frv. Síðan 1918 hafa verið byggðir Terdlækkun Verð ú hráolíu lœhhar frá og með 1. desem ber þ. á. niður í 15 aura hílóið. Verð á Ijósaolíu lœkhar frá sama íímu niður I 28 aura hílóið í heiltunnúm. Verð þetta gildir um land allt. er hefir inni að halda beztu minningar- og af- mælisgreinar hans. — Bókin er hátt á þriðja lmndrað blaðsíður að stærð og í henni eru 32 greinar, þar á meðal nokkrar, sem hvergi hafa verið prentaðar áður. Hverri grein fylgir heil- síðumynd. Frágangur verður að öllu leyti hinn vandaðasti. Þetta rit verðnr langmerkasta bók ársins. - Bókin kostar 5 krónur óbundin en kr. 7,50 i vönduðu bandi. Bókaútgáfa Sambunds ungra Framsóhnarmanna. OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H. F. H.F. SHELL Á ÍSLANDl Vörur sem eiga Auglýsingaskrá: ínn á hvert heímili: Bls. Á. Einarsson & Funk .... 12 Áfengisverzlun ríkisins .... 12 Álafoss, klæffaverksmiffja. . 16 Brunabótafélag fslands ... 16 Búnaffarbankinn .......... 13 Edda h.fprentsmiffja.... 11 Eimskipafélag fslands .... 14 Gefjun — Iffunn .... 13 og 16 Gutenberg, ríkisprentsmiff ja 16 fsafoldarprentsm. — bókab. 16 Kaupf. Rvíkur og nágrennis 16 Landsbankinn ............. 11 Mímir h.f................. 11 Mjólkursamsalan .... 10 og 15 Ó. Hvanndal .............. 12 Olíuverzlun fslands ...... 14 Pappírspokagerffin ....... 16 Rafskinna .............. 11 Bls. Raftækjaeinkasala ríkisins 14 Raftækjaverksmiffjan ...... 11 Ríkisútvarpiff ............ 11 Samb. ísl. samvinnufél. 4 og 13 Saumastofan Uppsölum ... 12 S. f. F., niðursuffuverksm. .. 15 Sig. Ólason & Egill Sigurg.s. 11 Sjóvátryg-g-.fél. íslands h.f. . 12 Sláturfélag Suffurlands .... 14 Tóbakseinkasala ríkisins .. 14 Útvegsbanki fslands h.f. .. 11 Veiffarfæragerff íslands ... 10 Verffbréfabankinn .............. 10 Vikurfélagiff h.f............... 14 Vinnufatagerff íslands h.f. 11 Vifftækjaverzlun rikisins .. 11 Þangmjöl h.f.................... 11 Ölgerðin E. Skallagrímsson 16 Skiptið við pá sem auglýsa í Tímanum. 16 heimavistarskólar, en í grein- inni um baxnafræðsluna eru þeir taldir 15. Á bls. 3, í greininni um búpen- ingseign landsmanna, hefir tala geitfjár 1937 misprentazt. Sam- kvæmt framtalsskýrslum voru geitur þá alls 1807, en ekki 18007. Þetta blað er gefið út á kostnað Sambands ungra Framsóknarmanna. Rit- stjórn hafa annazt Jón Helgason og Þórarinn Þórarinsson. Blaffiff er prentaff í Prent- smiðjunni Edda h.f. Sjólax. Kræklíngfur í vínedxksósu. Kræklingfur í gfrænmetíssósu. Gaffalbitar 7 teg., 2 stærðum. Kryddsíldarflök í kryddsósu ogf vínsósu. Bísmarksxld. Síldarrúllur o. fl. Allt írá Níðursuðu- r verksm. S. I. F. Sími 5424

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.