Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 2
2 T í M I N N JMargarei Weymouíh Jackson: Litlu Andersonskrakkarnir fimm, Peanut hundskaðist með, hímdu við sýningarglugg. ann á skartgripaverzlun Phibbs og flöttu nefin út á rúðunni. Þau andvörpuðu öll og störðu seiðbundin á rauða glerskál, sem stóð þar á einni hillunni. Það var fallegasti gripurinn í glugganum, miklu álitlegri heldur en stóru krystalsskálarnar, hand- máluðu skrautkerin, armbandsúrin, dem- antshringirnir, perlufestarnar og allir skartgripirnir, sem raðað var á áberandi staði í glugganum. Skálin var sem næst fimm þumlungar í þvermál, dumbrauð að lit og prýdd ljómandi fallegum, gylltum laufum. Hún var fallegri en rúbínsteinarnir, girnilegri en allt annað í búðinni. Og verðið var aðeins tvær krónur og sextíu aurar, að vísu há upphæð fyrir Andersonskrakk- ana, en þó smámunir samanborið við verðið á öðru, sem haft var til sýnis í glugganum. Þarna var armbandsúr, sem kostaði 200 krónur, í glugganum hans Phibbs. Sis, sú elzta, dró andann djúpt. Hún var tíu ára gömul og dável lífsreynd á sína vísu. Hún vissi, að þau gátu ekki staðið þarna öllu lengur. Herra Phibbs var ekkert um það gefið, að krakkar lægju tímunum saman með nefið upp við rúðurnar hans. Og búð- arfólkið þarna í grenndinni kannaðist vel við andlitin á þeim systkinunum fimm. — Ef ykkur finnst hún eins falleg og mér, þá ætla ég að tala við hann, sagði Sis. Við eigum sextíu aura. Hinir krakkarnir fjórir gáfu samþykki sitt til þessa stórræðis og Peanut gelti og góndi dökkum, fallegum augunum á Sis og iðaði allur í skinninu. -— Jæja, sagði Sis borginmannlega. Eg ætla að fara ein. Hann kærir sig ekki um okkur öll inn í búðina sína. Eg ætla að fá honum aurana okkar og biðja hann að taka skálina frá og halda henni eftir fram að jólunum. Þá getum við komið og borgað það, sem á vantar, og fært mömmu gjöfina. Getið þið hugsað ykkur hve hún verður glöð? Þau störðu öll á hana og tilhlökkunin skein út úr þeim. Og svo fóru þau aftur að rýna í gluggann. — Edit heldur í hendina á Georg og Magga og Tilly haldast í hendur. Og svo megið þið ekki hreyfa ykkur eitt fet frá glugganum, fyrr en ég kem aftur. Þú bíður líka, Peanut, og hreyfir þig ekki. Krakkarnir hlýddu óðara og Peanut veifaði stuttri rófunni. — Og munið þið, að þið megið ekki biðja mömmu um einn einasta eyri. Það væri ekki mikið í það varið að kaupa handa gat hann komizt þangað. En þá man hann allt í einu eftir að hann á móður á lífi. Og hann er friðlaus unz hann finnur hana. Hún býr í afskekktum dal fram til fjalla. Er hann kemur, spyr hún hann einskis, það er eins og hún vissi allt. Eitt sinn kom hann seint heim. Herbergi móður hans var í hálfa gátt og hann sér hana sitja með spenntar greipar og horfa til himins. Yfir ásjónu hennar hvíldi slíkur friður og feg- urð að hann hafði aldrei séð neitt þvílíkt. Hann hraðar sér aftur út. Og hann spyr sjálfan sig, hvað móðir hans væri að gera, var hún að biðja? Og til hvers beindi hún bæn sinni, til Guðs? En var þá nokkur Guð til? Hann vissi það ekki. En eitt vissi hann og það var að frá móður hans streymdi yfirnáttúrlegur kraftur yfir sjúkt líf hans og í nærveru hennar fann hann loks frið. Rau ð a henni jólagjöf fyrir peninga, sem við höfum sníkt hjá henni sjálfri! Við dyrnar dokaði Sis ofurlítið við og herti upp hugann. Phibbs var voðamaður, með mikið grátt skegg og gljáandi skalla, augun voru hörkuleg og glömpuðu eins og sumt af varningnum í búð hans, og augna- brúnirnar voru ákaflega loðnar og fyrir- ferðarmiklar. Hann var síönugur og vell- ríkur. Lítil stúlka með örfáa aura í lófan- um, hlaut að verða að gjalti frammi fyrir slíkum manni. En óttinn við, að rauða skálin drægi að sér athygli einhvers veg- farandans, sem myndi óðar langa til að eignast hana, blés Sis hetjuanda í brjóst. Hún opnaði þungu hurðina og gekk inn, en systkini hennar og Peanut horfðu á eftir henni með óttablöndnum svip. Búðin var löng og þröng, afgreiðsluborðið til annarrar handar, veggurinn á hina. Við hinn veginn stóð stór peningakassi. Phibbs tifaði fram og aftur bak við borðið. Hann var frakkaklæddur og augnabrúnirnar úfn- ar og útlitið allt æði tröllslegt. — Viljið þér gera svo vel... . — Sis Anderson! Farðu með þessa grísl- inga burtu frá glugganum mínum. Eg þvæ gluggann á hverjum morgni og kæri mig ekkert um að. ... — Herra Phibbs, ég ætla að kaupa af yður! Phibbs þagnaði. Það leit ekki út fyrir, að þessi telpa gæti látið mikil verðmæti af hendi rakna. En slíkt var þó aldrei hægt að fu-llyrða. Það er aldrei hægt að fullyrða neitt um slíkt að óreyndu; það hafði Phibbs margsinnis rekið sig á. — Það er rauða skálin í glugganum. Við ætlum að kaupa hana handa mömmu á jólunum. En við eigum ekki nóg fyrir skál- inni. — Eg get ekki lækkað verðið um einn eyri, svaraði Phibbs undir eins. Eg hef þegar lækkað það úr fimm krónum og fimmtíu niður í tvær krónur og sextíu. Þetta er fínasta skál og laufin eru úr skíru gulli. — Við ætluðum ekki að biðja yður að slaka til um verðið, svaraði Sis, en mig langaði til þess að biðja yður að taka hana frá handa mér. — Það get eg ekki heldur, sagði Phibbs. Fjölda fólks langar til að kaupa þessa skál. Og hann spyr enn: Hvaðan kom móður hans þessi kraftur og þessi ró, sem umvafði allt líf hennar. Hann fann ekkert svar, en fann aðeins að hvergi var hvíld nema hjá henni. Honum fannst sem hann hefði verið dáinn og legið lengi í dimmri og votri gröf, en vera nú að risa upp úr gröf sinni aftur. Það var móðir hans, sem var að fæða hann á ný. Hver jól eru haldin til minningar um þann mesta kærleika, sem opinberazt hefir á þessari jörð. Inn í veizluglaum heiðinna jóla, þar sem hækkandi sól í ytri náttúru var fagnað, kom hann með hita og gróandi sjálfs vorsins í sál sér. Enn heyrist viða endurómur frá hornaglaum heiðninnar inn í kristin jól, þar sem villimannleg nautn situr í öndvegi. En ennþá víðar mun þó þessi hátíð snerta hjörtun, meir en nokkur skálin — Ekki heldur, þó að við borgum sextíu aura fyrirfram? spurði Sis og kenndi nokk- urs stærilætis í röddinni, þótt Sis hefði beig af Phibbs. Við eigum sextíu aura og ætlum að láta það ganga upp í skálarverðið. Við komum bráðum með það, sem á vantar. Það eru tvær krónur, er það ekki? Phibbs þagði við. Sextíu aurar voru pen- ingar. Hann hafði ekki ráð á að forsmá litlar upphæðir. Og skálinni þeirri arna myndi enginn annar líta við. — Jæja, sagði hann og brá kynlega við svipbragð Sis, sem lyftist af fögnuði við þetta eina orð. En taktu eftir, Sis Anderson, bætti hann við og var dálítið þvingaður af jólagleði barnsins. Ef þú kemur ekki með það, sem til vantar, þá tapar þú því, sem þú borgar mér núna. Eg get ekki tekið skálina frá og sleppt þannig tækifærinu til þess að selja hana, án þess að eiga eitt- hvað víst í aðra hönd. — Eg veit það, við förum ekki fram á slíkt. Við látum yður fá peningana og eigum allt á hættu sjálf. Hún fölnaði upp við þá tilhugsun að tapa aurunum. En það er ekki hægt að gefa mömmu sinni rauða skál á jólunum, án þess að borga hana háu verði. Hún lagði aurana sína á búðarborðið og Phibbs tíndi þá upp og var ærið fingrafljótur. Sis staldraði ör- lítið við og gekk svo hægt fram búðina. — Það eru tíu dagar til jóla. Við komum á Þorláksmessu að sækja skálina. — Þú ættir að koma með aurana til mín jafnóðum og þér áskotnast þeir, svaraði hann. Þú getur kannske týnt þeim annars. Hún brosti að umhyggju hans, en honum varð undarlega við. Svo opnaði hún þunga hurðina og fór út. Peanut fagnaði henni eins og hann væri að endurheimta hana eftir langa fjarvist. Það var hlýtt veður og göturnar forugar^ Rigningarvatnið hafði myndað polla hér og' þar á gangstéttunum. Sis lagði nú af stað heimleiðis með föruneyti sitt. Georg var aðeins tveggja ára gamall, stuttur og feitur. Á hverjum degi bannaði mamma þeirra Sis að bera hann, því að hann væri of þungur fyrir hana, svo að hann yrði að ganga það, sem þau færu með hann. En þau voru ekki fyrr komin úr augsýn móður sinnar, en Georg var kominn upp i fangið á Sis og dinglaði þar holdmiklum fótunum. — Goggur þreyttur, sagði hann og vildí ekki ganga lengra. Og Sis lyfti honum upp,. annar tími ársins. Mörgum mun finnast sem þeir vakni þá upp á víðavangi og sjái inn í fegurð himinsins og þrá að komast heim, heim á æskuheimilið, þar sem allt var umvafið ást og umhyggju, heim í fátæk- legan bæ, þar sem nokkur yfirlætislaus,. logandi kerti kölluðu frið og fegurð him- insins inn í litla stofukytru. Og hinn kristni heimur mun engan tíma sem á jólum, jafn samtaka og samstilltur í bæn um allsherjar frið yfir alla jörð, um að ylríkt, gróandi vor vefji allt mannlegt líf sínum unaðslega faðmi. Og hver megi, er þessu lífi lýkur, ganga inn í fagnað annarrar enn fegurri tilveru. Svo óskum vér öllum gleðilegra jóla og. náðar Guðs. Pdll Þorleifsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.