Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 4
4 TÍMINN — Jæja, þú færS þrjá aura fyrir hvert blað sem þú selur. Það er talsvert af búðar- fólki, sem vant er að sækja blöðin sín sjálft, en getur það ekki þessa dagana vegna jóla- annríkisins. En þú verður að vera hér klukkan hálf tólf nákvæmlega. Sis hljóp heim, frá sér numin af gleði. Edit var niðursokkin í að lesa fyrir Tilly. Erfiðustu orðunum komst hún ekki fram úr, en bjó þá eitthvað til í staðinn. Tilly horfði á hana saklausum aðdáunaraugum. Pea- nut dansaði í kringum Sis, en hún strauk á honum hausinn. Sis tók nú að reikna. Á sunnudaginn gat hún ekkert aðhafzt, þá voru búðir lokaðar. En á sjö dögum ætti hún að geta unnið sér fyrir því sem hún þurfti og þó haft fáeina aura afgangs handa litlu systkinum sínum. Þetta var jafnvel glæsilegri útkoma heldur en hin ágjarnasta mannvera hefði getað óskað sér. Daginn eftir, litlu fyrir hálf tólf, lögðu krakkarnir og Peanut af stað til blaðsölu- búðarinnar, öll með mestu eftirvæntingu. Sprott hélt orð sín dyggilega og lét Sis fá tíu blöð og skrá yfir þá, sem áttu að fá þau. Jafnvel Georg var svo snortinn á þessari stundu, að hann gekk hálfa leiðina áður en hann heimtaði, að hann yrði borinn. Sis tók hann þá upp í fangið, en Edit bar blöð- in. Þetta var gríðarlegur leiðangur. Þeim var hvergi meinað inngöngu og notuðu tækifærið óspart til þess að þráblína á furðulega hluti, sem fyrir augun bár. Þau voru heilan klukkutíma að bera út blöðin og Sprott lét þau hafa þrjátíu aura fyrir ómakið. Með þá fóru þau beina leið til Phibbs, áður en þau héldu heim að borða. Phibbs hafði tekið rauðu skálina úr glugg- anum og sett hana á hillu innarlega í búð- inni. Þar glóði og glampaði á hana. Sis fannst, að Sprott hefði farið ærið óverð- skulduðum ófrægðarorðum um Phibbs. Þau högnuðust um sextíu aura næstu tvo daga og borguðu jafnóðum af skuldinni. Sis reiknaði í sífellu. Fjórir dagar og þá var skálarverðið greitt að fullu. Á fimmtudag gætu þau tekið skálina. Aðfangadagur var á föstudegi. Sunnudagurinn var einnig happadagur. Mamma var heima allan daginn og nær- vera hennar gerði allt svo skemmtiiegt. Hún lék við þau og kyssti þau öll og faðm- aði. Hepsteins-fólkið var ekki heima og enginn skipti sér af því, þótt dálítið væri hávaðasamt í húsinu. Þau köstuðu boltan- um til Peanut og hann elti hann um allar trissur, gelti og ærslaðist. Þetta var einstakur sunnudagur. Oftar en einu sinni var leyndarmálinu bjargað með snöggu ópi eða hönd, sem lögð var yfir munninn á einhverjum lausmálgum. Sis og Edit voru dauðhræddar um að mömmu þeirra myndi fara að gruna sitt af hverju, en hún virtist engu taka eftir. Einu sinni álpaði Magga leyndarmálinu út úr sér, en mamma þeirra virtist hvorki heyra né sjá, svo að Sis létti stórum. Þegar leið á kvöldið, tók að kólna og hvessa. Það dimmdi óvenju snemma og í sama mund tók að snjóa. Snjóflyksur þeyttust og hvirfluðust í kring um götu- Ijóskerin. Sis var kvíðafull. Á mánudags- morguninn var nístandi kuldi. Allt var hul- ið nýfallinni mjöll. Mamma hennar fór að heiman áður en Georg og tvíburarnir voru vöknuð og fól þau umsjá Sis og Edit. Hún var venju fremur fastmælt, þegar hún kvaddi. — Þið farið ekki spor út, ekki spor, sagði hún, nema ef það kviknar í húsinu. Ég má ekki við því, að þið lasnist eða kvefist núna. Sis, þú verður að ábyrgjast börnin! — Já, én mamma. Ég þarf endilega að skreppa út. — Nei, þess þarft þú ekki. Skórnir þínir eru lélegir, og ég kæri mig hvorki um, að þú skiljir litlu krakkana eina eftir heima né sért að þvælast úti í snjónum og kuld- anum. Peanut, þú gætir hússins! Peanut flaðraði upp um hana, dinglaði rófunni og sleikti hönd hennar. Hann horfði aðgætnum augum á hurðina lokast. Sis gat ekkert gert annað en hlýtt. Hún reyndi að hughreysta hina krakkana, þótt sjálf örvænti hún um afdrif skálarinnar. Þau brutu í engu á móti boðum móður sinnar og héldu sig innan dyra. Það var líka hlýtt og notalegt í stofunni, þegar vel var hitað upp niðri. Þegar vindurinn gekk meira til vesturs hætti að næða inn um gluggana. Börnin styttu sér stundir við að klippa niður bréf og búa til úr þeim karla og kerlingar. Þau horfðu á fólkið, sem sífellt var á ferli úti á götunni, léku ýmsa leiki, drógu stólana fram á gólf og breiddu yfir þau klæði og skriðu undir, klæddu Peanut í ýmsar flíkur, gældu við hann, hoppuðu yfir hann og höfðu hann fyrir kodda. Þann- ig leið dagurinn, en þegar kvölda tók, sett- ust börnin út við gluggann og biðu þess þar, þótt hálfkalt væri, að mamma þeirra kæmi þeim. Það var ekki fyrr en á miðvikudag, að börnin fengu leyfi til þess að fara út. Tví- burarnir voru orðnir óvenju firtir og Edit grét án afláts allan morguninn. Sis var þögul og þungbúin og hugsaði um það tjón, sem hún hafði beðið. Auk þess höfðu þau öll saknað hinna daglegu leiðangra um göturnar. Þau fóru undir eins út að búð Phibbs og Sis skildi þau eftir úti og fór ein inn. — Eg hefi verið að búast við þér á hverjum degi, sagði Phibbs hálfhissa. Mér var farið að detta í hug, að þú værir veik. Sis sagði honum alla sögu sína yfirkomin af sorg. Phibbs hlustaði á og virti fyrir sér litla andlitið, sem nú var svo dapurt, og beit á neðri yörina. Undarlegar hugsanir sóttu að honum. — Þú kemur nú samt sem áður aftur á morgun, sagði hann, en Sis kvaðst litla von hafa um það, að úr þessu rættist. Svo fór hún út aftur. Þau voru öll ákaflega niðurdregin og Georg grét hástöfum. í þessum svifum kom frú Hepstein út úr búð þar rétt hjá og ætlaði að fara að hugga drenginn. Þá missti hún töskuna sína á götuna, spennan brotnaði og nokkrir smá- peningar ultu út á gangstéttina. Krónu- peningur valt í áttina til Sis, þar sem hún stóð við gluggann. Á augabragði steig hún ofan á krónuna, og hélt svo áfram að rýna í gluggann. Edit hjálpaði frú Hepstein til að tína peningana upp og fékk þrjátíu og fimm aura að launum. Sis stóð enn kyrr og háði harða baráttu við sjálfa sig. Þetta gat hún ekki gert. Henni fannst krónan brenna sig í iljina. Hú lyfti fætinum hægt og færði sig dálítið til og horfði enn inn um gluggann. Ef frú Hepstein sá peninginn ekki, ef hún færi án þess að taka eftir krónunni, þá ....... En svo fengu aðrar hugsanir yfirtökin og hún tók peninginn upp og rétti hann eigandanum. — Þú tókst ekki eftir þessu. Sis fannst sem Hepstein sæi með dökk- um augum sínum inn í leyndustu kima sálar sinnar, en hún svaraði hæglátlega: — Þakka þér fyrir Sis. Hérna eru aurar handa þér líka. — Nei, nei, þakka þér fyrir, sagði Sis og roðnaði og Hepstein hélt leiðar sinnar. Sis tók aurana tafarlaust af Edit og fór með þá til Phibbs. — Þú mannst eftir að koma aftur á morgun, sagði hann. Mamma bárnanna fór út aftur þetta kvöld, þegar yngstu krakkarnir voru sofn- aðir og fól íbúðina varðveizlu Sis og Pea- nuts og læsti dyrunum tryggilega. Hún kom aftur hlaðin allskonar pinklum. Þar var eitthvað handa öllum. Sprellikarl og bolti handa Georg, brúður handa tvíbura- systrunum og skriffæri og pappír handa Edit. Þarna var lítið jólatré með margs- háttar skrauti, möndlur og rúsínur. Einn böggulinn fékk Sis ekki að sjá. Það vissi hún að var handa henni sjálfri. Mamma hafði bersýnilega eytt heilmiklum pen- ingum í það að kaupa jólagjafir handa börnunum, sælgæti, appelsínur, banana og kjöt til þess að hafa á jólaborðinu. Sis var bæði glöð og hrygg. Hve heppin var hún ekki að eiga slíka mömmu? Það var hennar gifta. Og nú gátu börnin hennar enga jólagjöf gefið henni. Sis ásakaði sig fyrir þá ágirnd, sem hún hafði haft á rauðu skálinni og taldi saman í huganum það, sem hún var búin að borga Phibbs. Þau hefðu getað keypt stóra ilmvatnsflösku fyrir þessa peninga. Það var svo dapurt að eiga enga jólagjöf handa þeim, sem bezt var af öllum. Sis skalf, þegar hún hugsaði um krónuna, sem hún hafði staðið á. Það myndi særa mömmu hennar að vita til slíks. Og innileg ósk um að vera góð stúlka brauzt fram í huga Sís. Þær mæðgurnar komu jóladótinu fyrir, þar sem átti að geyma það fram á aðfanga- dagskvöld. Þá átti að skreyta jólatréð og úthluta gjöfunum. — Edit veit, að það eru engir jólasveinar til, sagði Sis, en við skulum nú samt sýna henni það. — Já, sagði mamma og ljómaði af ánægju yfir því, hve jólin myndu nú verða ánægju- leg fyrir börnin. Daginn/eftir kom mamma heim um há- degið, en þá voru allir krakkarnir á bak og burt. Henni gafst því gott tækifæri til þess að skreppa til saumakonunnar og sækja kjól, er hún hafði keypt á Sis. Litlu Andersonskrökkunum fimm hafði orðið reikað til búðar Phibbs. Þar stóðu þau og flöttu út nefin á rúðunni. Viðskipta- fólkið kom og fór. Og í glugganum stóð rauða skálin og í henni lá spjald, sem á var letrað orðið: Seld. Sis andvarpaði. Edit barðist við grátinn. Tvíburasysturnar höfðu þungan ekka. Georg kvartaði þrásinnis um þreytu, án þess að um hann væri skeytt, og Peanut var fjarskalega hnugginn. Herra Phibbs opnaði búðardyrnar og krakkanó'r- urnar hrukku aftur á bak. Hann benti Sis að koma. Andlit hans ljómaði af gleði. — Að hverju eruð þið að gá? sagði hann. Ætlið þið ekki að koma inn og taka skálina ykkar? Sis var á báöum áttum og starði á hann í leiðslu. Hin börnin biðu ef-tir fordæmi hennar. Þá tók Phibbs í handlegginn á Sis. — Komdu inn, Sis Anderson, sagði hann og hálfvegis dró hana inn og lokaði á eftir sér dyrunum. Hann tók rauðu skálina úr glugganum og sagði hálfhikandi: — Eg lækkaði verðið á öllu í búðinni minni í gærkvöldi. Verðið á skálinni lækk- aði ég niður í eina krónu sjötíu og fimm aura. Geturðu hugsað þér, eina krónu sextía og fimm, svona skál, sem einu sinni kostaði fimm krónur og fimmtíu aura. Öll gull- skreytt. Fyrir þetta verð! Þú hefir leikið mig illa í viðskiptunum stúlka mín, að bíða þangað til ég lækkaði verðið. Jæja, þú átt að fá tíu aura til baka. Og viltu, að ég vef ji henni innan í venjulegan pappír eða jóla- pappír? — Jólapappír, sagði Sis feimin. Phibbs var himinlifandi og engu síður glaður en Sis sjálf, þegar hann lét skálina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.