Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 9
TÍMINN 9 eftir fjögur ár meö hjálp vinveittra heldri manna. Tuttugu og þriggja ára gamall fékk ég atvinnu sem aðstoðarskrifari, og þegar ég var tuttugu og sjö, varð ég aðalskrifari. Eg giftist dóttur umsjónarmannsins, og hún fæddi mér þrjú gáfuð börn. Þau lifa og harma föður sinn. Hendur þeirra eru hvít- ari en þessar. Það er vel séð fyrir þeim öll- um í virðulegum stöðum. Réttláti Pétur, fyrir þér fær ekkert dulizt! Eg leyfi mér að segja, að eg hefi verið góður meðlimur í hinu mannlega samfélagi. Hendur mínar eru til vitnis um það, að ég segi satt. Eg hefi ekki látið talentuna mína ryðga eða grafið hana í jörðu. Eg hefi lyft mér og mínum upp. Ef þú opnar hliðið þitt, mun ég ganga inn í rikið með þessi vitni.“ „Svona nú, svona nú, þú verður að bíða stundarkorn. Vertu nú rólegur og dragðu þig til baka! — Kynleg sál að tarna ... Hver á öllum himninum hugsar um hendur? — Nú, Jóhann Jóhannsson, hvers vegna stendur þú þarna og heldur höndunum fyrir aftan bak? Hefir þú ekkert fram að færa? Komdu hingað!“ Jóhann Jóhannsson færði sig þrákelknis- lega nær með höfuðið niðri í bringu. Hann hélt höndunum fyrir aftan bak, gaut horn- auga til Péturs og sagði í hálfum hljóðum með djúpri rödd: „Ef það veltur mest á höndunum, þá hefi ég ekkert fram að færa. Eg hefi aldrei orðið annað en eimskipskyndari, og það sér á. Krumlurnar á mér hafa alltaf verið hrjúfar og illa til hafðar og ekki einu sinni al- mennilega hreinar á sunnudögum. Og börn- in eru eins og fólk flest. Við stúlkurnar eru ekkert sérstakt að athuga, en strákurinn er á vélaverkstæði, og þá er ekki að sökum að spyrja. En eins grómtekinn og ég hefir hann aldrei verið, ef það væru nokkrar málsbæt- ur... . En það borgar sig ekki að standa hér og rausa um það. Ef frændi hefir ekkert á móti því, vildi ég helzt að mér væri undir eins komið fyrir, þar sem ég á að vera.“ Sankti Pétur greip í skeggið og brosti góðlátlega. „Við eigum ekki svo annríkt, Jóhann minn Jóhannsson! Víktu til hliðar, svo að ég fái að heyra hvað Pétur hefir á sam- vizkunni.“ Jóhann dró sig til baka, og Rauði Pétur gekk hvatlega fram, ugglaus og ófeiminn. „Jæja, Pétur, þú komst þá hingað líka. Þú hefir heyrt, hvað hinir hafa sagt; hefir þú nokkuð að segja?“ Pétur hafði sitt hvað að segja. Hann varð hnakkakertur, lét aðra hendina hvíla á mjöðminni, en hina hafði hann á lofti til að undirstrika orð sín, því að hann var vanur ræðumaður. „Það gleður mig að fá þetta frábæra tækifæri til að tala við þig, Sankti Pétur,“ byrjaði hann. „Af tilviljun berum við sama nafn. .. . Eg sé að þú ert meiri háttar skáld ....“ — hann sveiflaði handleggnum, — „maður, sem ekki einungis þeir lifandi, heldur líka þeir dauðu, titra frammi fyrir. Það er ástand, sem ég skil. Hendur mínar eru, þar sem nú um slíkt aukaatriði er að ræða, hvorki hvítar né svartar, heldur rauðar, rauðar af lit lífsins! Eg tala í lík- ingum.... Líttu á skrifarann þarna með sínar mjallhvítu iðjuleysishendur! Hvílíkur smáborgari, hvílíkur hamingjuleitandi, — hann, sem líka reynir að smjaðra sig inn í sjálft himnaríki! Hann var einu sinni ó- brotinn verkamaður, sem lifði arðberandi lífi, en hvað gerði hann? Byrjaði að fikra sig í paradís hvítu handanna. Prílari, sín- girningur, sem sveik stétt sína! Og þessi félagi þarna, með hendurnar fyrir aftan bak? Hvað segja hendur hans? Jú, að hann hafi haft karlmennsku til að bera sína byrði og sníglast ekki upp á við, en kraft og ein- beitni til að þvo af sér skítinn vantaði hann! Hann og félagar hans voru þrælar allt sitt líf. Hendur mínar sýna aftur á móti annað hlutskipti í lífinu! Það hefir verið svolítið blóð á þeim — hvað um það, ég blygðast mín ekki! Byltingin, mannkyns- sagan tók þær í sína þjónustu. Frelsið þurfti þeirra við! Lífið sló með þeim! Þær hafa verið í þjónustu hins háleitasta, fegursta og heiðarlegasta. Já, ef þú leyfir, mun ég sjálf- ur opna þetta hlið með þessum höndum! Eg hefi lokið máli mínu!“ Hann gerði sg líklegan til að ganga fram hjá Sankti Pétri, en englarnir gættu hans og réttu út handleggina í veg fyrir hann, og hann hörfaði til baka fyrir valdi augna þeirra einu saman. „Hægan,“ sagði Sankti Pétur alvarlega, „einnig þú verður að bíða.“ Og hann sneri sér að Bláni engli: „Farðu og sæktu stóru bókina, því að nú ætla ég að dæma.“ Bláinn engill fór nú inn um hlið, sem ekki var víðara en venjulegar dyr, og sólbjartir geislar streymdu út andartak og skáru í augu sálnanna. „í þessa bók,“ útskýrði Sankti Pétur, „höfum við skrifað allt, sem við tökum til greina, og það er bara það allra minnsta. Því að við teljum ekki mikið til tekna. Við skulum sjá, hvað stendur hérna.“ Og sólskinið skæra streymdi aftur út um hliðið, því að engillinn kom aftur með stóru sálnabókina og lét hana af hendi við Pétur. Hann blaðaði í henni um stund og tók síðan til máls: „Ja-há, ég hefi heyrt það, sem þið hafið sagt, og séð hendur ykkar — einnig þínar, Jóhann Jóhannsson, þótt þú haldir þeim fyrir aftan bak. Eg er forviða. Eg hafði aldrei hugsað mér að spyrja ykkur um hendurnar, en það er þó gott, að ég fékk að heyra málflutriing ykkar. Jæja — þá, er þá tekið svona mikið tillit til þess, sem hendurnar segja; það var nú nýjung fyrir okkur! Um það spyrjum við ekki. En nú felli ég dóminn, hlustið á! Einu sinni, fyrir óralöngu, kröfðust við, að hjarta mannsins, væri hreint, eins og hendur hans. En þar höfum við orðið að slaka til. Hvaða ein- staklingur af kyni mannanna mundi annars standast prófið? Við krefjumst nú bara þess, að hjartað sé gott, það hjarta, sem hverjum manni er gefið, einmitt það, sem er þarna inni. Hlýtt og viðkvæmt hjarta er hið mesta lof dauðlegs manns. Hvað hafið þið viljað gera gott? Þú Pétur — jafnvel þótt þér hafi ekki heppnazt það svo vel?“ Pétur var ekki seinn til svars: „Hvað hefi ég viljað? En sú spurning! Eg hefi viljað gera allan heiminn hamingju- saman!“ „Þú ert maður að mínu skapi! Við skulum nú sjá, hvað bókin hérna segir um málið. Jú, hérna stendur — hérna stendur ná- kvæmlega ekkert! Ekkert er skrifað um það, að þú hafir gert heiminn hamingjusaman. En hérna stendur önnur grein á inneignar- síðunni þinni, og það er þitt haldbezta reipi. Þegar þú sazt í fangelsi í Siberíu, gafstu, gömlum, veikum manni í klefanum þínum bezta matinn þinn í heila viku. — Gamli maðurinn dó og við tókum hann upp til okkar — en þú hafði gert miskunnar- verk. Þess vegna drögum við réttvísílega þrjú þúsund ár frá tíma þínum í ríki Konungs konunganna. Eitt þúsund ár áttu eftir. Gakktu nú þarna, hm-hm, til vinstri." Rauði Pétur sótroðnaði og mótmælti röggsamlega: „Það er óréttlátt! Eg mótmæli! Þessi dómur tekur eingöngu tillit til persónu, ekki til málefnis. Eg skýt máli mínu til æðra dómstóls!“ „Komið hérna, strákar, og farið burt með hann,“ sagði Sankti Pétur með handbend- ingu, „hérna vinstra megin við hliðið, á venjulegan stað. Og komið fljótt aftur!“ Það var farið með Pétur burt; hann streyttist kröftuglega á móti, en kraftar hans komu honum ekki að neinum notum í höndum englanna. Sankti Pétur fletti nú upp á nýrri síðu í bókinni og sneri sér að Nils Fálka: „Og nú skulum við sjá, hvernig þínar sakir standa, Nils Fálki.“ „Eg hefi erfiðað og skrifað tölur, og börn mín. ...“ stamaði Fálki þegar, titrandi yfir þeim örlögum, sem Pétur hafði sætt. „Já, við tökum tillit til þess, en nú snúum við okkur að því, sem stendur hérna á þess- ari síðu. Hér stendur, að þú hafir einu sinni gefið tuttugu og fimm aura blindum vesa- lingi, sem hafði staðið á götunni allan seinni hluta dagsins og ekkert fengið, vegna þess, að allir héldu, að allir hinr hefðu gefið honum. Það var í eina skiptið, sem þú gafst, og það var ekki mikið. En þú varst sá eini, sem gaf þann daginn. Það gerðir þú ekki til einskis. Vinstra megin! Við komum og sækjum þig von bráðar.“ Fálki kraup á kné fyrir framan Sankti Pétur og spennti greipar: „Nei, nei, lofaðu mér að sleppa! Þetta getur ekki verið rétt. Elsku, góði, bezti....“ „Lofaðu honum að sleppa, frændi,“ bað engillinn Bláinn, sem komið hafði til baka með Blæ. „Hann getur ekki staðið á fótun- um.“ En Sankti Pétur var óbifanlegur, og það var einnig farið burt með Fálka. Englarnir studdu hann. Það hafði ekki létt yfir Jóhanni Jóhanns- syni, á meðan þessu fór fram. Hann stóð ávallt með hendurnar fyrir aftan bak, og úr andliti hans varð hvorki lesin von né ótti. Sankti Pétur sneri sér nú til hans. „Jæja þá, Jóhann Jóhannsson, ég veit hvað þér líður. Hvers vegna ertu svona reiðilegur á svipinn? Það verður að hafa gömlu regluna í heiðri einhvers staðar í heiminum, hvernig mundi annars fara?“ „Það skil ég vel,“ sagði Jóhanw þumbara- lega, „það verður að halda reglu.“ „Og við látum hana einnig ganga yfir þig. Vildirðu segja nokkuð?“ „Ne-ei,“ sagði Jóhann, „ég hefi aldrei gert neitt gott. Ekki hefi ég setið í fangelsi og gefið mat og ekki heldur gefið neitt annað — ég hélt að aðrir hafi gert það. En ég hefi sóað mörgum tuttugu og fimm eyringum á ölstofunni, og þess iðrar mig nú.“ Sankti Pétur studdi fingrinum á bókina og horfði íbygginn á hann. „Hvað ertu að segja? En hér höfum við skrifað talsvert upp. Þú hafðir föður þinn gamla á heimili þínu, enda þótt þröngt væri um ykkur sjálf, og oft vannstu fyrir veika félaga þína. Og hér sé ég, að þú hefir líka ausið út gjöfum: Þú hefir gefið sex hundr- uð og áttatíu krónur til styrktar ýmsum, sem voru fátækari en þú, mest á gjafalista, tuttugu og fimm og fimmtíu aura í senn.“ Jóhann Jóhannsson virtist eiga bágt með að trúa. „Má ég sjá,“ sagði hann og staulaðist til Sankti Péturs. „Það hlýtur að vera skakkt." „Skakkt? Heldurðu að okkur skjátlist hérna? Hér stendur það.“ Sankti Pétur benti á greinina. „Já, þarna stóð það, Jóhann sá það með sínum eigin augum. En hann trúði því ekki samt sem áður. „Víst stendur það þarna,“ sagði hann, það sé ég. „En það hlýtur að vera einhver annar. Það heita svo margir Jóhann Jó- hannsson.“ Þá hló Sankti Pétur og lokaði bókinni svo að small í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.