Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 11
T f M I N N 11 GLEÐILEG JÓL! PappírspoUtujerðin h.f. GLEÐILEG JÓL! Kaffiverhsmi&ja Gunnl. Stefánssonar. GLEÐILEG JÓL! Raftœkja- verkstni&jan h.f. GLEÐILEG JÓL! Bifreiðustöð Steindórs GLEÐILEG JÓL! Kaupfél. ReyUjavíhur og nágrennis. GLEÐIIÆG JÓL! Kaupfélag Árnesinga GLEÐILEG JÓL! Sjóvátryggingafélag tslands Hvers vegna eigum vid að drekka nijólk Prófessor E. Landfeldt segir m. a.: HafiS þið nokkru sinni hugsað um það, að heili ykkar þarf á mjólk að halda? Eða um það, að mjóikurfeitin eykur mótstöðu- aflið gegn næmum sjúkdómum? Eða um það, að mjólk á að vera kjarninn í öllu heilbrigðu mataræði? Engin,önnur næring getur komið í stað mjólkur. Mjólk hefir alla þá eiginleika, sem öll önnur næringarefni hafa að geyma. Kjöt, fiskur, brauð og smjör, kartöflur og sykur, geta að vísu, í réttum hlutföllum, haft sama næringargildi og mjólk, en hverju fyrir sig er þeim ábótavant, þar eð þau vantar ýms efni, sem nauðsynleg eru fyrir líkamann. í mjólk eru öll næringar- efni: Eggjahvíta, Jcolvetni, fita, sölt og fjör- efni. Þýðingarmesta eggjahvítuefni mjólkur er ostefnið, sem er svokallað fullkomið eggja- hvítuefni, þ. e. a. s. mönnum getur nægt ostefnið eitt af eggjahvítuefnum. Ostefnið er einnig þýðingarmikið vegna þess, að það inniheldur fosfórsýru, og hún er ákaflega mikilvæg fyrir börn, sem eru að vaxa. Fos- fórsýran gengur nefnilega í samband við kalkið, sem líka er í mjólk, og þessi tvö efni eiga þátt í beinmyndun hjá börnum. Feitin í mjólkinni er einnig einkennileg og sér- staks eðlis. Hún inniheldur fjörefnin A og D, sem leysast upp í fitu. Hið fyrra er nauð- synlegt fyrir heilbrigðan vöxt og veitir meiri viðnámsþrótt gegn smitun. Hið síðara tryggir eðlilega beinmyndun, kemur í veg fyrir og læknar beinkröm. í mjólk eru einnig önnur fjörefni, sem leýsast upp í vatni, nefnilega B og C. Hið fyrra kemur í veg fyrir og læknar beri-beri, en hið síðara skyrbjúg. Steinefnin í mjólk- inni eru og mjög þýðngarmikil. Mjólk er þess vegna nauðsynleg, bæði fyrir böi’n og fullorðna. Hún er fullkomin fyrirmyndar-næring, sem ætti að vera stærri hluti af daglegri fæðu, en hún er nú hér á landi. Menn eiga að drekka einn lítra af mjólk daglega. Ef menn gera það, koma þeir að miklu leyti í veg fyrir afleiðingarnar af röngu mataræði. Og með því að láta mjólk vera kjarnann í öllu heilbrigðu mataræði, er tryggt, að börnin verði heilbrigðari og hraustari og fái góðar tennur. Við eigum því að drekka mjólk, í fyrsta lagi af því, að hún kemur í veg fyrir nær- ingarsjúkdóma. / öðru lagi af því, að hún tryggir hinni uppvaxandi kynslóð hreysti og heilbrigði. / þriðja lagi af því, að með meiri mjólkurneyzlu verður ;7landið betur sjálfbjarga og færist nær því takmarki, að þjóðin geti fætt sig sjálf. FBEKTSMIDJAN EDDA H.F. GLEBILEG JÓL! Matardeildin, Hafnarstræti. Matarbúðin, Laugaveg 42. Kjötbúð Austurbæjar, Lgv. 82. Kjötbúð Sólvalla. Kjötbúðin, Týsgötu 1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.