Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.12.1938, Blaðsíða 6
6 T f M I N N ýmsum fyrirtækjum og var áhrifamaður. Honum ætti að vera það hægðarleikur að koma einum manni að einhverju starfi. Hann gekk framhjá húsinu og áfram eft- ir götunni meðan hann hugleiddi, hvort hann ætti að sýna gamla manninum þenn- an átroðning. Þegar hann var kominn að næsta götuhorni hafði hann tekið ákvörðun og gekk rösklega heim að húsinu. Hann hringdi dyrabjöllunni. Roskin kona, ráðskona gamla mannsins lauk upp dyrunum. Hún spurði piltinn nafns, og hvarf síðan inn í húsið til að skýra frá því, að vörmu spori kom hún til baka og vísaði gestinum inn í skrifstofuna. Það var hálfrökkur þar inni, en piltur- inn sá þó gerla gamla manninn, sem sat í stórum hægindastól fyrir framan enskan arin og tottaði pípu sína. Hann rétti fram hönd sína án þess að rísa á fætur. „Hver er nú þetta?“ spurði hann, röddin var ofurlítið stirfin. Pilturinn endurtók nafn sitt, og þegar gamli maðurinn hafði virt hann fyrir sér um stund kannaðist hann við hann og bauð honum sæti. „Já, einmitt, og þú kemur að finna mig, piltur minn. Það er ekki venjulegt að æskan sæki mig heim. Þeir gleymast þessir gömlu fauskar, þeir fá að hýrast í hornunum, enginn saknar þeirra og engum kemur heldur til hugar, að þeir þrái mannlegan fé- lagsskap. Þetta er raunasaga ellinnar að gleymast áður en gröfin hylur líkamsleif- arnar. Gleymast og ekki gleymast, ef ein- hverjum dettur í hug, að hægt sér að hafa einhver not af okkur, þá erum við nógu góðir til að tala við ykkur. Þú ert ungur, piltur minn, eftir þér er sótzt sökum æsku þinnar og félagslyndis, en eftir mér er að- eins sótzt til að hafa eitthvert gagn af mér, fá mig til að leggja fram fé eða koma manni í atvinnu. Svo er nú það, og svo er nú það“. Pilturinn hlustaði hljóður á gamla mann- inn, hann sá gremjurúnirnar í andliti hans og skildi hve einmana hann var og beizk- ur í lund. Hann var að vísu fjáður vel og um eitt skeið mikill áhrifamaður og enn voru orð hans mikils metin, en í f jölskyldu- lífi sínu hafði hann mætt þungum raunum. Hann hafði kvænst tvisvar, fyrri konu sína missti hann eftir stutta ástúðlega sambúð, seinni konan var lokuð inni í geðveikra- hæli. Sonur hans hafði lent í miklu fjár- glæframáli, en strokið af landi burt áður en armur laganna náði honum, og nú vissi enginn hvar hann var niðurkominn, nema ef til vill faðir hans. Tvær dætur hafði hann misst, aðra úr spönsku veikinni, hin hafði tærst upp á löngum tíma, horfið úr heiminum eins og skuggi. Önnur börn hans voru búsett erlendis, og hann sá þau ör- sjaldan. Um þetta hugsaði pilturinn og fann til innilegrar samúðar með gamla manninum, sem þráði yl og birtu mannlegrar ástúðar, en sýndi þó flestum mönnum tortryggni vegna þess, að hann var orðinn hrekkjað- ur á því að vera notaður sem lyftistöng, en þekkti minna hvað það var að vera rétt höndin af hlýrri, óeigingjarnri vináttu. „Þér leiðist," sagði gamli maðurinn eftir stutta þögn. „Við erum ekki skemmtilegir heim að sækja, öldungarnir. Jæja, en þú hefir ef til vill gaman af að sjá bækurnar mínar“. Hann reis á fætur með dálitlum erfiðis- munum og studdi á rafmagnshnapp, sem tendraði á ljósakrónunni. Meðfram veggj- unum voru bókaskápar, skrifborð var á miðju gólfi, við framhlið þess var einnig bókaskápur. Gamli maðurinn gekk um kring og sýndi gesti sínum glæsilegustu og fágætustu bækurnar, hann var mjög ánægður yfir bókasöfnun sinni. Pilturinn gleymdi öllu andstreymi lífsins fyrir undrun sinni yfir þessu mikla bóka- safni og áhuganum fyrir að skoða það. Þetta var hans heimur. Óblandnasti fögn- uður hans var að lesa bækur, fræðast, vita, skilja. Hann varð beinni í baki og höfuð- burðurinn djarflegri meðan hann ræddi um bækur og höfunda við gamla manninn. Sjónarmið þeirra voru furðu lík, það færði þá nær hvor öðrum, aldursmunurinn hvarf, þeir urðu að félögum. „En sú einstök ánægja að þú skyldir koma, muna eftir mér, gömlum manninum í einveru minni“, sagði gamli maðurinn hlý- lega. Hann hringdi á ráðskonuna og bað hana að færa þeim kaffi. Síðan tók hann upp þráðinn að nýju. Það varð ekkert hlé á samræðunum, alltaf voru óþrotleg hugð- arefni til að ræða um. Unga manninum var líkast innan brjósts, sem hann væri kom- inn á lanó lifendanna, en hefði áður verið innan um eintóma svipi. Öðru hvoru skaut erindinu upp í huga hans, en honum fannst hann ekki geta borið það fram nú. kveink- aði sér við að láta bera á því, að einnig hann hefði komið í eigingjörnum tilgangi og svo var hann hræddur um að það mundi spilla ánægju gamla mannsins af komu hans. Ef hann spyrði hann um hagi hans, gæti hann sagt honum eins og var, en ekki að fyrra bragði. Þeir sátu drjúga stund við kaffiborðið. Það var rómantísk birta inni, ljósakrónan var dimm, en birtu bar af smálömpum víðs- vegar um stofuna, á arninum voru raf- magnsglóðir. Vellíðan og værð færðist yfir atvinnuleysingjann, sem sat í djúpum, bólstruðum hægindastól, hlýr og mettur, og ræddi mál, sem lágu utan og ofan við at- vinnuleysi, klæðaskort, hungur og kulda. Þegar hann fór fylgdi gamli maðurinn honum til dyra, og fullvissaði hann um, að koma hans hefði verið sér til mikillar gleði, það væri sér sönn ánægja að tala við svo gáfaðan og sanngjarnan æskumann. Hann bað hann að líta inn aftur, þegar hann ætti leið um og hefði tíma til að staldra ögn við. Ungi maðurinn varð vandræðalegur þeg- ar hann fór í snjáða, rippilslega frakkann og þrýsti þvældu derhúfunni ofan á höf- uðið, honum fannst hann minnka aftur og verða að sama auðnuleysingjanum og þegar hann kom inn í þetta hús. Hin stutta stund í heimi mennta og allsnægta hvarf burt í óra fjarlægð. Hann kvaddi og þakkaði fyrir sig með feimnu, skökku brosi, eins og hann hefði ekki fullt vald yfir andlitsdráttum sínum. Gamli maðurinn horfði undrandi á hann og skynjaði til hálfs breytinguna. En þegar hann horfði á eftir gesti sínum í gegnum glerið í forstofuhurðinni sá hann hann ein- mitt eins og hann var, snauðan, vegalausan pilt, með djúpa menntaþrá í brjósti. Hann } ' Bunaðarbanki íslands Reykjavík l iiltn á A liiii'cyri Bankinn er stofnaðnr með lögum 14. jíiní 1929. Tekur á móti fé til ávöxtunar í HLAUPARElKmGI, I SPARISJÓÐI, Á IMLÁKSSKÍRTEINI og eru vextir greiddir tvisvar á ári af þeim. Greiöir hæstu vöxtu. Gefur upplýsingar nm allt, sem lýtur að ávöxt- un sparif jár. Hvergi jafn fljót og lipur afgreiðsla. é Ríkisábyrgð á öllu innstæðufé.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.