Tíminn - 23.12.1940, Side 4

Tíminn - 23.12.1940, Side 4
4 T f M I N N Jón Eyþörsson: »Langra kvelda jólaeldur« I. Þetta greinarkorn fjallar ekki um jólin, þótt fyrirsögnin gæti bent til þess. Ef til vill er þaö ekki viðeigandi að skrifa um hálfgert dægurmál í jólablað. En á hinn bóginn er það barnatrú mín, að jólaeldurinn sé bjartari og hlýrri en aðrir eldar, og að því leyti afsakanlegt, þótt ég hyllist til þess að tefla fram áhugamáli við þann eldinn, sem bezt brennur. í kvæði Matthíasar, sem fyrirsögnin er gripin úr, segir, að móðurmálið hafi verið þjóðinni sem jólaeldur á löngum kvöldum, veitt henni yl og birtu á við þá hátíð, sem jafnan er bjartast yfir á íslenzkum heim- ilum, hversu lágreist, sem þau eru. Að jólum á því herrans ári 1940 er því ekki með öllu ófyrirsynju að líta um öxl og at- huga, hvort orð skáldsins eiga ennþá við, eða hvort þau séu aðeins vitnisburður sög- unnar. II. Þegar Fjölnismenn gengu fram fyrir skjöldu í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar fyrir rúmum 100 árum, var vígorð þeirra: Vér viljum vernda mál vort og þjóðerni. Upp frá því var málfegrun og málvernd jafnan ríkur þáttur í baráttunni fyrir auknu sjálfstæði. Meðvitundin um eigið þjóðerni og tungu var innri hvöt í barátt- unni. Tungan var eins konar „Höfuðlausn" þjóðarinnar undan erlendu valdi. „Blóðöx- in hneigði málsins mætti,“ segir Einar Ben. Góðskáldin kváðu mörg sín fegurstu kvæði sem lofsöngva og hyllingar til íslenzkrar tungu. Þeir kváðu hrynjandi málsins, feg- urð þess og þrótt inn í meðvitund þjóðar- innar, svo að „það læsti sig gegnum líf og sál eins og ljósið í gegnum myrkur“. Svo segir Jónas: Ástkæra, ylhýra málið, og allri rödd fegra, blíð sem að bami kvað móðir á brjósti svanhvítu; móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka, orð áttu enn eins og forðum mér yndi að veita. Einar Benediktsson: Eg ann þínum mætti 1 orði þungu, eg ann þínum leik í hálfum svörum, grætandi máls á grátsins tungu, gleðimál í Ijúfum kjörum. Matthías Jochumsson: Tungan geymir í timans straumi trú og vonir landsins sona, dauðastunur og dýpstu raunir, darraðarljóð frá elztu þjóðum, heiftar-eim og ástarbríma, örlagahljóm og refsidóma, land og stund í lifandi myndum, ljóði vígðum — geymir í sjóði. Og er þá fátt eitt talið. Þannig fer fram, að ég ætla, þar til liðið er mjög á annan tug þessarar aldar. ísland er þá viðurkennt fullvalda ríki. Ný verkefni kalla að. Tímarnir breytast — og mennirnir með. III. Síðan hefir tvennt gerzt um þróun ís- lenzkrar tungu. Á öðru leitinu hefir málið fært út kvíarnar, verið ræktað út. Mörg ágæt nýyrði hafa því bætzt. Skrifað hefir verið um ýmis efni á íslenzku, þar sem orða- forði málsins var frá öndverðu næsta lítill. Það mætti nefna sem dæmi heimspeki, stærðfræði, læknisfræði og náttúrufræði. í hinni síðastnefndu grein er glögg þróun, sem hefst með Þorvaldi Thoroddsen og heldur áfram stig af stigi hjá dr. Helga Péturss, Stefáni skólameistara og Pálma Hannessyni. En á hinu leitinu hefir málinu hrakað á þessu tímabili hjá miklum þorra manna. Veldur því margt. Lestur erlendra bóka hefir færzt í vöxt, en lestur gullaldarbók- mennta minnkað. Margir, eða flestir, ung- lingar læra nú graut í erlendum málum, og því erfiðara verður þeim að greina milli mála sem kunnáttan er minni. Bókagerð og blaða hefir aukizt mjög að vöxtum síðustu tvo áratugina, en ekki að gæðum yfirleitt. Útgáfa reyfara í skemmilegum þýðingum hófst að ráði nokkru fyrir heimsstyrjöldina fyrri, og mun margur minnast þess, er Jónas frá Hriflu hóf hina fyrstu herferð sína opinberlega á hendur málleysunum og málspjöllunum, sem stóðu af þessari bóka- gerð. í bæjunum elzt nú upp fjöldi fólks, sem aldrei á þess kost að kynnast sveita- störfum og lærir því alls ekki fjölda al- gengra orða, sem þar eru tengd við dagleg störf. Þessi vankunnátta loðir við þá, þó að þeir gangi með heiðri í gegnum allt skólakerfi landsins. Stundum hefir þulum útvarpsins orðið meinlega hált á þessu lítilræði. Skólunum hefir mjög fjölgað í landinu. Þeir hafa vafalaust gert sitt til þess að hamla gegn málspjöllunum, en alls ekki fengið rönd við reist. Það mun og draga úr áhrifum skólanna, að menntun íslenzku- kennaranna er ábótavant, ekki aðeins barnakennara, heldur og kennara við al- þýðuskólana, gagnfræðaskólana, jafnvel menntaskólana. Og einkum skortir á að margir slíkra kennara hafi fengið nokkra kennslu í því að kenna. Margir íslenekir menntamenn, rithöfund- ar, embœttismenn og verzlunarmenn kunna móðurmál sitt lítt og miður en hliðstœðar stéttir i næstu löndum. Það er algengt að heyra eða sjá menn úr þessum stéttum nota röng föll, rangar sagn- myndir eða veta hljóðvillta. Ég efast um, að slíkir menn þættu gjaldgengir í opinberar stöður, t. d. í Svíþjóð eða Þýzkalandi, þar sem tungunni svipar nokkuð til íslenzku um málfræði. Gallað mál eða mállýzkur standa mönnum þar beinlínis fyrir frama. íslenzkir alþýðumenn tala hins vegar og rita móðurmál sitt betur, enn sem komið er, heldur en alþýða manna í öðrum lönd- um. Hér búa þeir að gamalli erfð. Hér er því minna bil milli flestra lærðra og leikra manna heldur en i flestum öðrum löndum. Eða svo hefir þetta verið, en mikill munur er nú að gera vart við sig milli þeirra, sem bezt tala eða rita íslenzkuna, og þorra manna, hvort þeir eru skólagengnir eða ekki. Þýddar bækur eru nú gefnar út í stórum stíl, sumar vel þýddar — aðrar afleitlega. Menn virðast álít.a, að þeir geti þýtt bækur, ef þeir hafa orðabók, þótt þeir kunni hvor- ugt málið, svo sendibréfsfærir séu. IV. Margir haJa nú komið auga á það, sem hér er að gerast og haft orð á í ræðu og riti. Ný alda er að rísa í landinu gegn mál- spjöllum og til vamar, viðhalds og fegrunar tungunni. Sú alda þarf að rísa hátt og brotna með öllum þunga á uppsprettum málspjallanna og soga þær með sér út í haf gleymskunnar. í þessu efni er réttmætt að nota vald út- varpsins og blaðanna sem áróðurstækja í beztu merkingu þess orðs. En sá áróður þarf að vera með forsjá undirbúinn og framfylgt með gætni og festu að settu marki. Bæði útvarpið og blöðin hafa ýmislegt á samvizkunni gagnvart móðurmálinu. Báðir aðilar munu fúslega viðurkenna þetta og líklega hafa verið athuguð sameiginleg úr- ræði til umbóta. En kunnátta, smekkvísi og vandvirkni starfsmanna er það, sem mest veltur á. Framburðarreglur þarf að setja um þau orð eða hljóð í málinu, sem nú greinir á milli héraða eða fjórðunga. Er nokkur und- irbúningur hafinn til þess að festa á tal- plötur tal manna og framburð eins og hann nú er beztur og hreiiiastur í hverju héraði landsins. Með því fæst merkilegt framburð- ar- og raddasafn, er síðan má vinna úr ákveðnar framburðarreglur. Menntun kennara þarf að auka og bæta, svo að tryggt sé, að ekki kenni aðrir ís- lenzku en þeir, sem til þess eru fullfærir. Skólakennarar ættu að eiga þess kost að læra kennsluaðferðir færustu manna í þeirri grein á námskeiðum. Þeir, sem þýða vilja bækur úr erlendum málum, ættu að eiga þess kost að leggja verk sín undir dóm þar til kvaddra manna. Þeir, sem standast þá raun, ættu í staðinn að fá viðurkenningu sem fullgildir þýðend- ur úr því máli, sem um ræðir. V. Hér hefir nú verið stiklað stórum á nokkrum atriðum, sem leiða til málspjalla og málsbóta. Það er ekki ætlun mín að gera ákveðnar tillögur um fyrirkomulag á nauð- synlegum málvörnum í landinu. En ég hygg að affarasælast, ef ekki óumflýjanlegt, muni reynast að leggja stýrisvölinn í fáar en traustar hendur. Enn mætti á það minnast, að einmitt nú er réttur tími til þess að hefjast handa. Við sækjum fram til fullkomins sjálfstæðis á þessu ári eða næstu. Skuggi erlendra áhrifa hefir sjaldan eða aldrei legið þyngra yfir landinu. Fljótfenginn auður hefir nú um sinn streymt til landsins. Hvort mundi lítill skerfur af honum ekki vera vel ávaxtaður fyrir framtíðina í myndarlegu átaki til við- reisnar verndunar og fegrunar íslenzkri tungu? Þá, sem þessar línur lesa um jólin, vil ég biðja að hugleiða þessa sundurlausu þanka, biðja þá að minnast þess, að móðurmálið er okkar dýrasti arfur, að Það hefir voðaþungar tíðir þjóðinni verið guðleg móðir, hennar brjóst við hungri og þorsta, hjartaskjól, þegar burt var sólin, hennar Ijós í lágu hreysi, langra kvelda jóla-eldur. Svo óska ég ykkur öllum gleðilegra jóla! Jón Eyþórsson. GLEÐILEG JÓL! Tímaritið Ðvöl.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.