Tíminn - 23.12.1940, Síða 12

Tíminn - 23.12.1940, Síða 12
12 T í M I N N inum, þar sem maður getur gert það, er hugann fýsir, án þess að nokkur vera spyrji um ástæðuna til þess. Engum fannst það mjög undarlegt, þótt Dewan Sir Purun Dass K. C. I. E. afsalaði sér embætti, auðæfujp og völdum og klæddist hörgulum kufli hins heilaga manns, gerðist Sunnyasi og gengi um með betliskál. Eins og sagt er í hinni fornu lögbók, hafði hann verið æsku- maður í tvo áratugi, stríðsmaður í tvo ára- tugi, enda þótt hann hefði aldrei snert vopn á æfi sinni, og drottnari og húsbóndi síns heimilis í tvo áratugi. Hann hafði farið með völd sín og auðæfi, vel vitandi hvers virði þetta tvennt var. Iíann hafði þakksamlega veitt viðtöku þeirri upphefð, sem honum bauðst; hann hafði kynnzt þjóðum og borg- um, nærlendis og fjarlendis, og alls staðar. hafði hann verið dáður og hafinn til hæða. Nú fleygði hann þessu öllu frá sér eins og maður varpar af sér yfirhöfn, sem maður þarfnast ekki framar. Svo gekk hann út um borgarhliðið með hjartarskinn og látúnsvarða hækju undir hendinni og betliskál úr brúnu, gljáfægðu coco-de-mer, aleinn, berfættur og álútur. Að baki honum drundu viðhafnarskot frá borgarvirkjunum, þegar fagnað var hinum hamingjudrjúga eftirmanni hans. Purun Dass kinkaði kolli. ÞaS æfiskeið var til enda runnið; hann minntist liðinnar tíðar hvorki með beiskju né þakklætiskennd. Það var horfið líkt og óljós draumur. Nú var hann Sunnyasi, heimilislaus ferðalangur og béin- ingamaður, sem átti daglegt viðurværi sitt undir góðvild annarra. En svo fremi sem brauðbita, sem hægt er að skipta, er að fá í Indlandi, mun hvorki presturinn né bein- ingamaðurinn svelta til bana. Hann hafði aldrei á æfi sinni bragðað kjöt, og fisk að- eins örsjaldan. í öll þau ár, er hann réði einn yfir miljónaauði, hafði hann sjálfur ekki notað meira til fæðis en sem svaraði nokkrum hundruðum króna. Jafnvel þegar honum var mest hampað í Lundúnaborg, hugsaði hann til æfidraums síns um frið og kyrrð — sá í huganum langa, hvíta, ryk- mekkta vegi austur í Indlandi, þar sem voru spor eftir þúsundir nakinna fóta og manna- ferðum miðaði hægt, en jafnt og þétt; fann raman ilminn af reyknum, sem hóf sig til lofts í rökkrinu við fíkjutrén, þar sem vegmóðir menn sátu að kvöldverði. Þegar sú stund rann upp, að æðsti ráð- gjafinn framkvæmdi hugardrauma sína, gat hann ekki unað við hálfnað verk, og að þrem dögum liðnum hefði verið auðgerðara að finna ákveðna loftbólu í einhverjum hinna löngu öldudala Atlantshafsins, held- ur en Purun Dass méðal miljóna föru- manna á mannamótum og krossgötum í Indlandi. Á kvöldin breiddi hann hjartarskinnið sitt, þar sem hann var staddur, þegar myrkrið datt á; stundum í Sunnyasiklaustri við veginn; stundum í hinum leirþöktu helgisetrum Kala Pirs, þar sem Yogar, önn- ur tegund helgra manna í Indlandi, veittu honum viðtökur á þann hátt, sem þeir taka á móti hverjum þeim, sem veit hvað tign og stéttargöfgi er; stundum í útjaðri Hindúa- þorpa, þar sem börnin læddust til hans með mat, er foreldrar þeirra höfðu eldað; stund- um undir berum himni í áfangastöðum úlf- aldalestanna, þar sem brakið frá viðarbál- inu vakti úlfaldana af svefni. Purun Ðass, eða Purun Bhagat eins og hann nefndi sig nú, þótti þessir gististaðir allir jafn góðir. Jörðin, mennirnir og maturinn var alls staðar eins. En án þess að hann gæfi því sjálfur gætur, stefndi hann för sinni til norðurs og austurs; norður til Rohtak, frá Rohtak til Kurnool, frá Kurnool til Sam- anah-rústanna, og þaðan áfram upp níeð þomuðum farvegi Guggerfljótsins, sem ekki er til, nema þegar rigningar ganga í fjall- lendlnu. Einn góðan veðurdag sá hann brúnir Himalaya-fjallanna rísa við sjón- deildarhringinn. Þá brosti Purun Bhagat, því að honum kom í hug, að móðir hans var af Rajput- kyni og fædd í Kulu-landinu, fjallakona, sem alltaf þráði snjó. Hinn minnsti vpttur af fjallabúablóði dregur mann ávallt þang- að, sem hið sanna heimkynni er. „Þarna uppi,“ sagði Purun Bhagat, er hann gekk upp undirhlíðar Sewalik-fjall- anna, þar sem kaktusar, svipaðir ■ sjö- álma ljósastjökum, vaxa, „þarna uppi vil ég sitja og öðlast vizku“. Kaldur vindur frá Himalaya-fjöllunum lék um eyru honum, þar sem hann þræddi veginn til Simla. Er hann fór þessa leið síðast, var hann í kynnisför með ari^ðlegasta og viðmóts- þýðasta varakonunginum, sem hann hafði þekkt; mikil viðhöfn og sverðum klingjandi riddaralið til föruneytis. Þeir ræddu saman í heila klukkustund um vini beggja í Lund- únaborg, og um hinar raunverulegu skoð- anir indversku þjóðarinnar á landsstjóm- inni. Að þessu sinni skeytti Purun Bhagat ekki um heimsóknir. Hann hallaði sér fram á handriðið meðfram gangbrautinni og horfði út yfir hina fögru sléttu, sem teygði sig til allra átta, tíu mílna breið, þar til innlendur lögregluþjónn af flokki Múham- eðstrúarmanna kom til hans og kvað hann hindra umferðina. Þá lagði Purun Bhagat hægri lófann á enni sér og hneigði sig’ fyrir löggæzlumannirium, því að hann þekkti mikilmæti laganna, og var einmitt sjálfur að leita síns eigin lögmáls. Hann skundaði áfram og gisti mn nóttina í eyðikofá við Chota Simla, sem mánni sýnist helzt að sé yzta þröm jarðar. En þetta var aðeins upp- haf ferðar hans. Hann hélt áfram veginn, sem lá yfir Himalayalandið, til Tíbet, mjóa stígi, sem höggnir voru í fjallshlíðamar og bjálkabrýr, sem lágu yfir þúsund feta djúp gljúfur. Leiðin ná niður í hlýja, raka, fjöll- um lukta dali og upp skóglausa, grasivaxna fjallrana, þar sem sólskinið var svo heitt, að líkast var, að hver geisli félli 1 gegnum brennigler, eða hún var undin gegnum dimma, svipþunga frumskóga, þar sem skógarburkninn óf sig um trjástofnana frá jörðu og upp að krónu, og fasanfuglar dufla við maka sína. Hann mætti hjarðfólki frá Tibet með hunda og fjárhópa, lítill pokaskaufi með burís* í bundinn á bakið á hverri kind. Hann mætti skógarhöggs- mönnum og Lamamunkum frá tíbetskum klaustrum í pílagrimsför til Indlands, bún- um feldum og vefjarskikkjum og glæsi- legum fylgdarsveitum fursta og hraðboðum úr hinum litlu og afskekktu fjallaríkjum, þeysandi fram hjá á apalgráum og baug- yrjóttum smáhestum. Svo bar líka til, að hann sá daglangt ekki annað lifandi heldur en hrínandi og krafsandi grábjörn niðri í einhverjum dalnum. Fyrst um sinn klingdi glaumur þeirrar veraldar, er hann hafði snúið baki við, í eyrum förumannsins, líkt og dunur úr járnbrautargöngum ymja um hríð, eftir að lestin hefir þotið í gegnum þau. Það var ekki fyrr en hann var kominn gegnum Mutteeanee-skarðið, að ómurinn var þagnaður, og Purun Bhagat var aleinn, þrammandi, íhugandi, undrandi; augum hverft til jarðar, hugurinn ofar skýjum. Kvöld eitt lá leið hans um hæsta fjalla- skarðið, sem hann hafði, enn sem komið var, farið um; hann var tvo daga að komast *) burís = borax, arabiskt orð, haft um saltteg- ung, sem notuð er sums staðar í Austurlöndum. upp í háskarðið. Framundan honum blasti við röð snæþakinna tinda, sem umluktu allan sjóndeildarhringinn, fimmtán þúsund til tuttugu þúsund feta há fjöll, sem helzt virtist að væru svo nærri manni, að ekki væri nema steinsnar að þeim, þótt þau væru í tíu eða tólf mílna fjarlægð. Skarðið var vaxið þéttum, dimmum skógi, deodar-trjám, valhnotutrjám, villtum kirsuberjatrjám, olífutrjám ogperutrjám, en einkum deodar- trjám, sedrusviði Himalaya-fjallanna. f skjóli deodar-trjánna stóð auð kapella, helguð hinni heilögu gyðju Kali, sem vemd- ar landslýðinn gegn hlaupabólunni. Purun Dass sópaði steingólf kapellunnar, horfði brosandi á gyðjulíkneskið og gerði sér eldstö úr leiri, innst í helgidómnum. Hann breiddi hjartarskinnið yfir bing af nýjum furunálum og tróð bairagi, hækjunni sinni látúnsvörðu, þéttar upp í handholið, og lagðist til hvíldar. Hann var staddur á fimmtán hundruð feta hárri, þverhniptri klettabrún, berri og skóglausri. Neðan undir hamrinum var lítið sveitaþorp í brattri hlíðinni, húsin byggð úr steini, en þökin úr þjöppuðum leir. í kringum þorpið voru akrar á litlum, þrep- laga6skákum, sem breiddust eins og köflótt svunta um fjallsrætumar. Kýr, sem ekki sýndust stærri en pöddur, vom á beit milli gljánúinna steinpallanna á þreskireitun- um. Liti maður þvert yfir dalinn, var maður ofurseldur valdi sjónblekkingarinnar og áttaði sig ekki strax á því, að það, sem virtist vera kjarr og runnar, í hlíðinni handan dalsins, var í rauninni stórskógur, barrtrén hundrað feta há. Purun Bhagat sá örn renna sér yfir þenna risadal, en hinn stóri fugl var orðinn eins og agnar lítill depill að sjá.áður en hann var kominn hálfa leið yfir dalinn. Sundurþvætt þokudrög hófust og hnigu við dalbrúnimar, rákust á fjallahyrnurnar og hurfu út í geiminn, þegar hæstu tindunum sleppti. „Hér mun ég finna frið og ró,“ sagði Purun Bhagat. Háfjallabúar telja ekki á sig sporin upp og niður dálitla brekku, og jafnskjótt og fólkið í þorpinu sá reykinn hefjast upp frá hinni auðu kapellu, klifaði presturinn upp einstigið til þess að fagna aðkomu- manninum, Þegar hann sá augnaráð Purun Bhagats, augnaráðið, sem hafði haft svo mikið vald yfir þúsundum manna, laut hann til jarð- ar, tók betliskálina þegjandi og skundaði heim í þorpið. Þá sagði hann: „Loksins hefir heilagur maður komið til okkar. Þvilíkan mann hefi ég aldrei séð áður. Hann kemur neðan af sléttunni, ljós yfirlitum, göfugri hverjum Brahma- presti.“ Þá spurðu allar húsmæðurnar í þorpinu: „Heldur þú, að hann muni verða hjá okk- ur?“ Hver einasta kona reyndi að matbúa sem mestar kræsingar handa gestinum. Fæði fjallabúanna er naumt og fábreytt. En úr bókhveiti, indverskum maís, hrís- grjónum, rauðum pipar, silungi úr fljót- inu í dalnum, hunangi úr býflugnabúunum á steinveggjunum, þurrkuðum aprikósum og gúrkum, villtum engifer og mjölkökum gat trúföst kona gert góðan málsverð. Og hrokakúfuð var skálin, sem presturinn fór með til Purun Bhagats. Var það ætlún hans að setjast hér að, spurði presturinn. Vildi hann fá chela, svein, til þess að betla fyrir sig? Hafði hann skjólgóða ábreiðu til vetrarins? Var matur'inn góður? Purun Bhagat borðaði og þakkaði gef- andanum. Hann hafði í hyggju að dvelja hér. „Það nægir mér að vita það,“ sagði presturinn. „Láttu betliskálina standa fyrir

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.