Tíminn - 23.12.1940, Qupperneq 18

Tíminn - 23.12.1940, Qupperneq 18
18 T f M I N N Uppdráttur af miðhluta Fjallabaksvegar. Krossinn á miðjum uppdrœttinum sýnir staðinn, þar sem beinin fundust. Vegurinn sýndur með brotinni línu. lega þann, er á Emstrunum fannst, var spennt gjörð og meljutætlur undir. Virðist því hafa verið breitt yfir hann, svo sem er háttur góðra ferðamanna, og ætla má, að hestarnir hafi verið bundnir á streng. Fjórði hesturinn fannst ekki og hefir aldrei til hans spurzt, svo að víst sé. En nokkrum árum síðar fundust hestbein á Mýrdals- sandi hjá Sandvatninu heldur en Múla- kvísl og hjá þeim hringja af yfirgirðingi, sem merkt var Þorláki eða þekktist honum. En svo bar til, að einn hesturinn í för þeirra félaga var ættaður úr Mýrdal. Hafði hann verið seldur um vorið áður vestur í Gullbringusýslu, en strokið heim um sum- arið, og átti Þorlákur að taka hann vestur. Hugðu menn því, að klárinn hefði enn leitað til átthaganna, en týnzt á Mýr- dalsjökli eða við rætux hans. Eftir þetta sumar féllu leitir niður, nema hvað gangnamenn og aðrir, sem fóru Fjallabaksveg, svipuðust um eftir vegsum- merkjum, einkum á þeim slóðum, þar sem minnst hafði verið leitað. En ekki fannst urmull af mönnunum né farangri þeirra, og vakti það undrun og óhugnað. Komu nú upp ýmsar sagnir og getgátur um afdrif þeirra og ekki allar sem trúlegastar. Sú var ein, að Þorlákur hefði verið drukkinn, tapað ratvísi sinni og villzt langt úr leið. En Sæ- mundur á Borgarfelli taldi slíkar getsakir tilhæfulausar með öllu, og treystist enginn kunnugur til að hnekkja ummælum hans. Þá var það og á orðspori, að líkin hefðu verið rænd, en síðan dysjuð, líkt og Reyni- staðabræður. Þótti Rangvellingum nærri sér höggvið með slíku, sem von var, og að ó- verðugu, því að þeir höfðu sýnt hinn mesta drengskap um leitir og liðsinni. Loks gekk sú saga' manna ,á meðal, að þeir félagar væru að visu á lifi, en hefðu lent hjá úti- legumönnum og orðið að sverja þeim trún- aðareiða til lífs sér og ganga þeim á hönd. Átti Þorlákur að hafa sézt í Hafnarfirði, austur á landi og á Akureyri, og var talið, að hann hefði verið þar í einhverjum er- indum fyrir húsbændur sína. En tíminn leið og fékk mönnum annarra umhugsunarefna. Úti í Evrópu geisaði stór- veldastríð milli Frakka og Þjóðverja, Danir settu hin illræmdu stöðulög, og íslendingar héldu sína þjóðhátíð og fengu stjórnarskrá. En einhvers staðar að fjallabaki hvítnuðu bein fjögurra ferðamanna, og atburðirnir fyrntust í hugum vina þeirra og vanda- manna. — Og enn leið lengra fram. En eftir 10 ár, þann 24. september 1878, bar það til, að tveir leitarmenn á Rang- vellingaatfrétti, þeir Steinn Eiríksson frá Odda, síðar bóndi að Oddhól, og Jón Jóns- son frá Helluvaði, síðar bóndi í Vindási, voru sendir suður á Mælifellssand til að skima eftir kindum, sem þó var eigi venja, því að vel sér yfir sandinn af hæðunum norðan hans. Eigi höfðu þeir félagar lengi farið, er þá bar að öldu einni suður frá Kaldaklofi. Sáu þeir þar vegsummerki nokkur, og varð Steini þá að orði: „Hér munu liggja mennirnir, sem úti urðu.“ Klapparþúst er á öldunni norðan i móti, eigi hærri en svo, að taka mundi manni í mjöðm. Undir henni lágu bein tveggja manna hlið við hlið, og var brekán breitt yfir, en annað undir. Höfðu menn það fyrir satt, að það væru leifar þeirra Árna og Davíðs, og hefðu þeir dáið fyrst og hlotið þennan umbúnað. Á að gizka þremur föðm- um norðar lá þriðja líkið, og var talið, að það væri af Þorláki, meðal annars af klæð- isvesti silfurhnepptu, sem á því var. Litlu vestar lá hin fjórða beinagrindin, og þekktu menn fyrir víst, að hún var af Jóni Run- ólfssyni, því að fótólar voru spenntar um leggina, en þannig gekk hann jafnan. Sagt er, að í kryppu hans eða fast hjá honum, hafi legið nestiskassi þeirra félaga opinn, og í honum mjaðmarbein af kind, nokkur rif og opinn sjálfskeiðungur. Var það hald manna, að hann hefði lifað lengst og verið að matast, er hann lézt, og hefði hnífurinn þá fallið úr hendi hans, þó að einnig megi geta sér þess til, að hann hafi haft hnífsins not til annars. Þarna lágu þá lík þeirra félaganna allra, kúpur og kögglar blásnir, en fötin furðu heilleg, að því er virtist. Þegar við var komið, reyndust þau þó hismi eitt. Fast fyrir vestan klöppina lágu skrinur, klyfberi, einn eða fleiri, byssa og tóbaksbaukur, en reiðver voru þar engin, og má ætla, að þeim hafi ekki verið sprett af hestunum. Þeir Jón og Steinn hreyfðu ekki við neinu, en flýttu sér til sinna manna að segja tið- indin. Fjallkóngur á Rangárvallaafrétti var þá Ólafur Jónsson á Árbæ, síðar bóndi að Selsundi. Fór hann þegar að athuga fundinn með nokkra menn, en ekki var Jón í þeim hópi. Talið var, að sjaldan sé of mikið af því góða, en þó virðist það hafa sin takmörk eins og annað, ef vel á að vera. Ólafur fjallkóngur var frábær hirðumaður, og hvort sem það hefir verið að hans fyrir- lagi eða ekki, þá henti Rangvellinga hér sú skyssa, að þeir fluttu beinin öll saman í eina hrúgu og breiddu yfir þau brekáns- ræfla þá, sem voru um líkin tvö, og hafði það brekánið, sem undir var, haldið sér furðu vel. Vitanlega var þetta í góðu' skyni gert, enda mátti kalla, að líkin hefðu legið nógu lengi nábjargarlaus, þó að nú væri úr bætt eftir föngum. En Skaptfellingum sárnaði þetta tiltæki mjög, sem vonlegt var, því að þeir töldu víst, að þeir hefðu þekkt líkin af fötunum, ef engu hefði ver- ið hróflað. Þegar litið var í skrínurnar, virtust þær fullar af smjöri og smálka, sem nú er nefndur stykkjakæfa, en er betur var að gætt, reyndist smálkinn eyddur upp í gráða og hismi. Smjörið hafði aftur haldið sér betur, þó vat það farðað mjög og upp þornað að utan, en í miðjum skrínunum sýndist það óskemmt og þó með nokkrum súrkeim. Eru eigi nema rúm 20 ár frá því að síðast var á því bragðað, því að skrín- urnar voru aldrei fluttar burt, en nú eru þær komnar í spón. Peningar fundust á líki Þorláks, silfur- spesíur, og orðnar rauðbrúnar á lit. En með því að komin var önnur mynt, voru þær bræddar upp og smíðaðir ú|r þvtt stokkar á belti, sem enn mun til. Til eru og enn krækjur af axlaböndum Þorláks. Rangvellingar sendu þegar þrjá menn austur í Skaptártungu til að gera aðvart um beinafundinn, enda þótti hann heldur en ekki tíðindum sæta. Sagt er, að einn sendimanna hafi haft með sér brenni- vínsflösku og gefið Kristínu, ekkju Þor- láks, til hugarhægðar, er hún fengi frétt- irnar, og þó að skoðanir kunni að vera skiptar um slíka harmbót, verður varla deilt um tilganginn, enda er fullyrt, að flaskan væri vel þegin. Tungumenn brugðu við skjótt og sóttu beinin vestur. Voru þau flutt að Gröf og Játin öll í eina og sömu kistu. Þann 17. október 1878 voru þau grafin að Ásum i Skaptártungu, og var sú jarðarför fjöl- menn. — Þá voru liðin 10 ár og 6 dögum betur frá því, er síðast fréttist af þeim félögum, og mun sjaldgæft, að lík standi svo lengi uppi. Dóttur áttu þau Þorlákur og Kristín þá, er Ragnhildur hét. Nóttina áður en komið var með beinin að Gröf, dreymdi hana föður sinn ,að hann væri kominn heim, en heldur þótti henni hann óglaður, eins og eitthvað væri að honum. Eftir jarðarförina dreymir hana Þorlák að nýju. Var hann enn dapur í bragði og kvartaði um kulda á fótum. Þær mæðgur sendu nú gagngert vestur þangað, sem beinin fundust, til þess að leita betur.' Var grafið tfl í sandinum, og fundust þá fáeinir kögla,r úr fótum. Þegar sendimennirnir voru á heimleið, dreymdi Ragnheiði föður sinn enn. Var hann þá léttur á svip og ánægður að sjá, enda kvaðst hann nú koma í síðasta sinn að Gröf. Þó að beinin væru nú fundin og komin í kristinna manna reit, var það jafn ókunn- ugt og áður, hvað á daga þeirra félaga dreif eftir það, að þeir skildu við Sæmund á Skiptingaröldu, eða með hverjum hætti andlát þeirra bar að hendi. Voru þeir að standa af sér él, er þeir misstu máttar síns, eða lögðust þeir til hinnar hinztu hvíldar helkalnir og örmagna eftir langa villu um veglausan sandinn? Staðurinn, þar sem þeir fundust, veitir litla vitneskju um þau efni. Hann liggur um 5 km. vestur frá Skiptingaröldu eða nærri því miðja vegu þaðan í Hvanngil. Þeir bjuggust um móti norðri, og bendir það til þess, að þeir

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.