Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 30.12.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 1978. 13 Fámennt 1 Gjaldheimtu. Fullt út úr dyrum I „mjúlkurbúðinni”. DB-mvndir Ragnar Hvar vill fólkið gjalda ríkinu sitt? Frelsarinn bauð að menn skyldu gjalda keisaranum það sem keisarans væri og guði það sem guðs væri Og um ára- mót er einmitt timi reikningsskilanna við þá báða. Vér höfum reyndar lagt niður keisaradóm en tekið i staðinn upp riki sem gjalda verður rétt eins. í gærdag var litil örtröð við hina eiginlegu gjaldheimtu rikisins. En við verzlun þá sem ríkið rekur til þess að selja mönnum vínföng var aftur á móti margmenni og stóðu sumir utan dyra, því i húsi föðurins voru ekki nægjanlega margar vistarverur. Menn kjósa liklega fremur að gjalda fríir ríkinuen skyldugir. Um uppgjörið við guð skal lítið sagt en að sögn presta hefur kirkjusókn verið sæmileg um jólin. - DS Kolsvartur reykjarmökkur birgði alla útsýn. Hjörleif ur „annúl erar” tíu nefndir Iðnaðarráðherra hefur lagt niður tiu nefndir, m.a. þeirra Kröflunefnd sem um áramótin verður formlega leyst frá störfum eftir rúmlega fjögurra ára starf. Sumar nefndanna sem lagðar hafa verið niður hafa skilað niðurstöðum meðálitsgerð til ráðuneytisins. Má þar nefna Nefnd til að endurskoða orku- lög, Nefnd til að endurskoða raforku- mál í Vesturlandskjördæmi, Nefnd til að kanna hugsanlega yfirtöku Laxár- virkjunar á Kröfluvirkjun og einnig Nefnd til að samræma aðgerðir og taka ákvörðun um meiriháttar fram- kvæmdir við Kröflu. Aðrar nefndir sem ráðuneytið hefur nú lagt niður, segir i fréttatilkynningu þess, eru: — Nefnd til að athuga um hag kvæmni flutninga á heitu vatni. — Nefnd til að semja frumvarp til laga um réttindi yfir jarðvarma. — Nefnd til að kanna starfsað- stöðu iðnaðarins. — Nefnd til að gera tillögur um endurskipulagningu raforkudreifingar i Reykjaneskjördæmi. — Nefnd til að endurskipuleggja raforkudreifinguna í Suðurlandskjör- dæmi. — Nefnd til að kanna og gera til- lögur um möguleika á eignaraðild samtaka sveitarfélaga i Suðurlands- og Reykjaneskjördæmi að Landsvirkjun. ÓV Strætó spjó eimyrju „Mótorinn fór allt i einu að snúast ofsalega hratt. Ég reyndi aö drepa á Eftir að búið var að rjúfa oliuleiðsluna flaut olian um allar götur. DB-myndir Ragnar. bílnum en það var ekki hægt. Lögreglan kom að lokum í veg fyrir frekari skemmdir með þvi að taka sundur olíuleiðslu,” sagði Þorgrimur Sigurðsson strætisvagnastjóri. Hann lenti í því er hann ók i mesta sakleysi inn Sogaveg að fór að rjúka svartur mökkur úr vagninum. Fylgdi honum fnykur mikill. Lögreglan var kölluð á staðinn og sá' brátt að ekkert væri að gera annað en stoppa vél strætisvagnsins sem fyrst. Olíuleiðslan var því tekin sundur og olían af bilnum lak um allar götur. Um skemmdir á strætisvagninum er ekki vitað. -DS. 2V2 ÁRS FANGELSIFYRIR BARNANAUÐGUN Ungur Keflvíkingur, Ómar Ragnars- son, sem hvað eftir annað hefur verið handtekinn undanfarin misseri fyrir kynferðislega glæpi gagnvart börnum, var nýlega dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Keflavík. Ómar Ragnarsson, sem er tvitugur, var dæmdur fyrir tvö gróf brot árið 1977 og þriðja brotið í ár, ekki talið jafn gróft. Ekki er langt síðan pilturinn var hand- tekinn í Garðabæ, þar sem hann reyndi að tæla krakka upp i bíl með sælgætis- boðum. Fyrir ábendingu eins barnsins var Ómar síðan handtekinn. Játaði hann brot sín og síðar einnig sjö innbrot og innbrotstilraunir í Keflavík. Dóminn kvað upp aðalfulltrúi bæjar- fógetans í Keflavík, Guðmundur Krist- jánsson. -ÓV. Gamalt og nýtt með Guðjoni Matt. Gamalt og nýtt heitir nýjasta konan Guðrún Hulda og Harrý hljómplata Guðjóns Matthiassonar Jóhannesson harmóníkuleikari. Útgef- harmóníkuleikara. Á plötunni eru andi er ÁÁ-hljómplötur sem í fyrra gaf sextán lög, þar af fimm eftir Guðjón út fjórtán laga plötu með Guðjóni sjálfan. Matthiassyni. Með Guðjóni eru á plötunni söng- Flugeldamarkaðurinn erhjáokkur Fjölskyldupokar — blys— stjömuljós — rakettur — bombur — hurðasprengjur — flöskur — fallhlífar o.fl. o.fl. SPORTMARKAÐURINN GRENSÁSVEGI50 OPIÐ TIL101KVÖLD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.