Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Bát stolið á Þingvöllum Á tímabilinu frá 29. september til 18. október var hvítum trefjabáti stolið þaðan sem hann var við Þingvallavatn í Kárastaða- landi. Báturinn er af gerð- inni Lami og gerður fyrir þrjár tóftir og utanborðs- mótor. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi eru að- stæður á vettvangi með þeim hætti að erfitt hefur verið að fjarlægja bátinn öðruvísi en fara með hann eftir vatninu. Hlutabréf lækka % Áframhaldandi lækk- anir urðu á hlutabréfa- markaði í gær og hefur markaðurinn nú lækkað Bmm af síðustu sex við- skiptadögum. Fyrstu jgóra dagana í síöustu Viku varð 2,5% lækkun á Orvalsvísitölunni en á föstudaginn hækkaði Íífsitalan lítillega eða um 0,15%. f dag lækkaði yísitalan svo um 0,25% og hefur þá lækkað um 2,6% frá hæsta gildi sínu þann 8. október síðast- liðinn. Er þetta mesta sex daga lækkun vísitöl- unnar frá því í byrjun mars á þessu ári. Grein- ing Landsbankans segir frá. Eru vetrardekkin komin á? Gunnar Örlygsson alþingismaður. „Nei, ég er einn afþessum sem kjósa heilsársdekkin. Svo er ég hæstánægður með komu vet- urs konungs. Það er líka ágætt að þurfa ekkert að útbúa bíl- inn sérstaklega. Hann er klár í staginn." Hann segir / Hún segir „Nei, ég er á grófum heilsárs- dekkjum. Nota aldrei nagla af umhverfisástæðum. Ég reyni líka að keyra eins lítið og ég get. Fer frekar labbandi, á hjóli eða bara í strætó. Þannig að ég heflitlar áhyggjur. Grófa munstrið á eftir að duga í vetur. Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona. Stórhættulegur glæpamaður gengur laus á götum Reykjavíkurborgar eftir ævin- týralegan flótta úr fangelsinu á Skólavörðustíg í gær. Lögreglan segir manninn, sem heitir Arnþór Jökull Þorsteinsson, ekki hættulegan. Arnþór sat hins vegar inni fyrir að hafa rænt apótek, vopnaður skammbyssu og á eiturlyfjum. Hans bíða einnig réttarhöld fyrir að hafa hótað manni með haglabyssu og brjálast inni á bensínstöð með fjaðurhníf að vopni. Hættulegur glæiiamaour á llðtta undan réttvísinni Arnþór Jökull Þorsteinsson flúði úr fangelsinu á Skólavörðustíg um klukkan þrjú í gær. Lögreglan lokaði götunni og leitaði í bak- görðum víða um Þingholtin og nágrenni. Þetta gerðist þegar flytja átti Arnþór á Litla-Hraun. Hann var ekki handjárnaður og tókst að sleppa frá fangavörðum og láta sig hverfa. „Það er verið á fullu að leita að honum,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. „Við erum með mannskap í þessu og munum finna hann á endanum." Geir Jón segir flótta eins og þennan alltaf geta gerst. „Þetta er bara óhappatilvik," segir hann. Hættulegur glæpamaður Amþór sat í gæsluvarðhaldi vegna ráns sem hann framdi í Hringbrautarapóteki 4. septem- ber sl. Ránið þótti óhuggulegt þar sem Arnþór var vopnaður skammbyssú og hafði á brott með sér lyf eins og rítalin. Venja er að þeir sem fremji vopnuð rán sitji í gæsluvarðhaldi þar til dómur er kveðinn upp. Ástæðan er sú að þeir eru taldir ógn við almanna- hagsmuni. I tilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík er lýst eftir Arnþóri, sem er dökkhærður, um 180 sentímetrar á hæð og um 75 kíló. Þá er því hald- ið fram að Arnþór sé ekki hættuleg- ur en auk ránsins í apótekinu bíða tvö mál Arnþórs fyrir dómi. Ógnaði með haglabyssu Þann 27. febrúar ógnaði Arnþór manni nálægt heimili sínu með af- sagaðri haglabyssu. Arnþór var undir áhrifum lyfsins ecstasy þegar atburðurinn átti sér stað og höfðu húseigendur kallað á lögregluna til að láta fjarlægja Arnþór. Nokkrum dögum síðar, þann 12. mars, gekk Arnþór einnig berserksgang inni á bensínstöð. Afgreiðslu- maðurinn kallað á lögregl- una og Arnþór brást við með því að ógna afgreiðslumann- inum með fjaðurhnífi sem er ólöglegt vopn. Þú getur hlaupið en ekki falið þig DV hafði samband við móður Arnþórs sem hafði ekkert heyrt í „Flestir fangar sem flýja á íslandi enda á því að gefa sig fram. f Enda ísland lítið land,\ eyja, og fáir staðir til ? að leynast." drengnum sínum. „Hann hefuj ekkert hringt og ég vil ekkert komá lögreglan hafði í gær samband við vini og ættingja Arnþórs í von um að finna hann. Arnþór er aðeins 19 ára og átti að þingfesta hótunarmálin á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Geir Jón Þórisson segir flóttann trúlega hafa áhrif á aðbún- að fangans og jafnvel verða til refsi- auka. Flestir fangar sem flýja á íslandi enda á því að gefa sig fram. Enda ísland lítið land, eyja, og fáir staðir til að leynast. simon@dv.is Óeining í menningarmálanefnd Sviptingar í Kauphöllinni Randver í kuldanum Óeining var inn- an menningarmála- nefndar Reykjavík- urborgar vegna skip- an nýrrar ráðgefandi fagnefndar um styrkumsóknir menningarmála- nefndarinna. Bandalag ís- lenskra listamanna útnefndi 15 manna hóp í fagnefndina. Fulltrúar R-listans, þau Stefán Jón I-Iafstein formað- ur, Ármann Jak- obsson og Ásrún Kristjánsdóttir, lögðu fram tillögu um að fimm úr tilnefnda hópnum yrðu skipuð í nefndina. Þetta eru Anna Líndal myndlistar- maður, Áshildur Haraldsdóttir Randver Þorláksson R-tistinn neit- aði að verða við tillögu sjálfstæðis- manna um að skipa Randver I styrkja- nefnd menningarnefndar. tónlistarmaður, Björn Brynjúlfur Björnsson kvik- myndagerðarmaður, Hallmar Sigurðsson leikstjóri og Úlfhild- ur Dagsdóttir bók- menntafræðingur. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks lögðu hins vegar fram breytingatillögu um að Randver Þorláks- son, spaugstofu- leikari með meiru, kæmi í stað Björns Brynjúlfs. Sjálf- stæðismennirnir Gísli Marteinn Baldursson og Rúnar Freyr Gísla- son sátu síðan hjá þegar meirihlut- inn samþykkti eigin tillögu óbreytta. Markaðsvirði afskráðra félaga 72 milljarðar Opin kerfi em nú í yfirtökuferli eft- ir að Kögun eignaðist 69% hlut í félag- inu. Kaldbakur er að renna inn í Burðarás og Atorka að yfirtaka Sæplast. Þau þrjú félög sem hér um ræðir verða því afskráð úr Kauphölf- inni innan tíðar. Til þessa hafa tíu félög verið afskráð á þessu ári. I heild er markaðsvirði þessara fé- laga 72 milijarðar en þar af er virði þeirra sem em yfirtekin af öðmm skráðum félögum um 34 milljarðar. Á brott hverfa félög að verðmæti um 37 milljarðar króna. Greining íslands- banka fjallar um málið og segir að þeir eigi von á fleiri afskráningum og að það verði einkum smærri félögum sem fækki. Nokkur félög hafa aukið hlutafé sitt í ár og munar þar mestu Kauphöllin Ekkert félag hefur verið nýskráð iár þrátt fyrir mjög hagstæðar markaðsaðstæður. um KB banka sem aflað hefur um 92 milljarða. Hins vegar hefur ekkert fé- lag verið nýskráð í ár þrátt fýrir mjög hagstæðar markaðsaðstæður. Á næsta ári má búast einkavæðingu Símans og skráningu hans á Aðallista. Þá hafa Avion Group og Norðurljós lýst yfir áhuga á að skoða skráningu. Minna fer fyrir áhuga annarra félaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.