Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 256. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Hannar 
í Hollandi
Dreymir um að lifa af hönnun og selja
vörur úr íslenskri ull | Daglegt líf
Íþróttir | Rúmenar lagðir í Keflavík L50776Rafmögnuð botnbarátta L50776Sigurganga evr-
ópskra kylfinga L50776Arsenal og Chelsea misstu stig Fasteignir | Að minnka við sig
L50776Lóðir ofan við Jaðarsel L50776Vatnsúði til eldvarna L50776 Sumar brýr eru listaverk 
Íþróttir og Fasteignir í dag
ARABÍSKA sjónvarpsstöðin Al-Jazeera
sýndi í gær myndband frá samtökum upp-
reisnarmanna í Írak þar sem sjá má átján
íraska þjóðvarðliða sem samtökin segjast
hafa hneppt í gíslingu. Hótuðu þau að drepa
mennina, sem þau telja föðurlandssvikara,
ef róttækum sjítaleiðtoga, Hazem al-A?araji,
verður ekki sleppt innan tveggja sólar-
hringa. Þá birtist á Netinu myndband þar
sem sjá má hvar þrír íraskir Kúrdar, liðs-
menn vopnaðra sveita Lýðræðisflokks
Kúrdistans, eru teknir af lífi. Lík mannanna
fundust nærri borginni Mosul í gær. 
Að minnsta kosti átta Vesturlandabúar
eru í haldi mannræningja í Írak og er ekki
vitað um örlög þeirra. Ástandið í Írak hefur
verið slæmt að undanförnu og í gær dóu þrír
menn í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni
Samarra. Í síðustu viku sagði Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, að
við núverandi aðstæður verði erfitt að halda
kosningar í landinu í janúar, eins og að hefur
verið stefnt. Iyad Allawi, forsætisráðherra
írösku bráðabirgðastjórnarinnar, fullyrti
hins vegar í gær að ekkert myndi koma í veg
fyrir að kosningarnar yrðu haldnar.
Fleiri gíslar
teknir í Írak
Bagdad, Doha. AP, AFP.
L52159 Bush hvattur/12
AP
Tony Blair og Iyad Allawi hittust í gær.
NÁNUSTU aðstandendur Dane
Squares, 48 ára gamals Kanada-
manns, stóðu í þeirri meiningu að
hann hefði orðið fyrir lest í úthverfi
Toronto 10. september sl. Systir hans,
Diana Branton, hafði borið kennsl á lík
hans og jarðarförin hafði verið ákveð-
in. En Squares var ekki dauðari en svo
að hann gat bankað upp á hjá systur
sinni daginn sem jarðarförin fór fram.
Þann dag lá Branton veik heima.
Þegar gest bar að garði fór hún til
dyra. Stóð þá ekki fyrir framan hana
bróðir hennar, sem hún taldi látinn.
Hún lét sér ekki bregða, taldi fullvíst
að hún væri farin að sjá drauga og
sagði einfaldlega við gestinn: ?Dane,
það eru allir í jarðarförinni þinni.?
Þegar Dane Squares hafði tekist að
sannfæra systur sína um að hann væri
alls ekki horfinn yfir móðuna miklu
vildi hann ólmur koma gestum í eigin
jarðarför á óvart. Branton taldi hins
vegar skynsamlegra að hringja á stað-
inn og láta vita hvernig málum væri
háttað. 
Squares sagði í samtali við blaðið
Globe and Mail í Toronto að hann
hefði grunað að ekki væri allt með
felldu þegar hann sá eigin dánarfregn
í blaðinu. Branton viðurkenndi hins
vegar að líkið, sem hún bar kennsl á í
líkhúsinu, hefði verið býsna illa leikið.
Hún hefði þó verið viss um að um
bróður hennar væri að ræða.
Hugðist mæta 
í eigin jarðarför
Toronto. AFP.
ÞÝSKI Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD) beið
enn einn ósigurinn í gær þegar haldnar voru
kosningar í tveimur sambandslöndum Þýska-
lands, Brandenburg og Saxlandi, en bæði eru
þau í austurhluta landsins. Gerhard Schröder,
kanslari Þýskalands, getur þó huggað sig við að
helsti keppinautur SPD á landsvísu, Kristilegi
demókrataflokkurinn (CDU), tapaði jafnvel
enn meira fylgi og því fengu báðir stóru flokk-
arnir á baukinn í þessum kosningum. Fylgi
öfgahægriflokka jókst verulega, sem og fylgi
fyrrverandi kommúnista (PDS).
Úrslit kosninganna í gær þykja sýna að gjá
sé að myndast milli íbúa í austurhluta Þýska-
lands, þar sem er mikið atvinnuleysi og fátækt,
og vesturhlutanum þar sem ríkir meiri velmeg-
un. Lýsir það sér í auknu fylgi flokkanna lengst
til hægri annars vegar, og lengst til vinstri hins
vegar. Er ljóst að kjósendur í sambandslönd-
unum í austurhluta Þýskalands eru óánægðir
með afrakstur sameiningar Þýskalands fyrir
fjórtán árum síðan. Þá ríkir mikil óánægja með
umbótatillögur Schröders, sem m.a. fela í sér
skerðingu bóta, en CDU styður þær. 
Nýnasistar í 9,2% í Saxlandi
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fékk
SPD 31,9% í Brandenburg, sem er ríflega sjö
prósentustigum minna en í síðustu kosningum
1999. Í Saxlandi fékk flokkurinn 9,8%, nokkru
minna en síðast. CDU tapaði meira en 7% í
Brandenburg og fékk ekki nema 19,4% og í
Saxlandi, þar sem flokkurinn hafði hreinan
meirihluta, fór fylgið niður um heil 16%, í
41,1%.
NPD, sem er flokkur nýnasista, bætti veru-
lega við sig í Saxlandi, fór úr 1,4% í 9,2% og
annar öfgahægriflokkur, Þjóðarfylkingin
(DVU) fékk 6,1% í Brandenburg. Sósíalistar í
PDS, arftakar Kommúnistaflokksins sem
stýrði Austur-Þýskalandi í fjörutíu ár, bættu
stöðu sína á báðum vígstöðvum, PDS fékk 28%
í Brandenburg, en fékk 23,3% síðast, og í Sax-
landi bætti flokkurinn fylgi sitt lítillega, fékk nú
22,6% en fékk 22,2% síðast.
Mikillar óánægju gætir meðal kjósenda í austurhluta Þýskalands
Jaðarflokkar bættu við sig
Berlín. AFP.
VERKFALL grunnskólakennara
hófst á miðnætti eftir að upp úr
slitnaði í viðræðum milli samninga-
nefnda Launanefndar sveitarfélaga
og Félags grunnskólakennara á tí-
unda tímanum í gærkvöld. Verkfall-
ið nær til um 45 þúsund grunnskóla-
barna, á aldrinum 6?16 ára. 
Annar fundur deiluaðila hefur
verið boðaður á fimmtudagsmorgun
en að sögn viðsemjenda ber enn allt
of mikið í milli. Kennarar lögðu þó í
gær fram tillögu að skammtíma-
lausn sem Launanefndin hafnaði.
Skammtímalausn var hafnað
Eiríkur Jónsson, formaður
Kennarasambands Íslands, segir að
ákveðið hafi verið að setja fram
hugmynd að skammtímalausn þar
sem kennarar fengju ?sömu launa-
hækkanir og aðrir hefðu fengið? síð-
asta misserið en á móti væru tekin
inn meginatriðin í vinnutímabreyt-
ingum sem kennarar hafi lagt
áherslu á í samningunum. ?Hug-
myndin var sú raunverulega að
leggja áherslu á vinnutímabreyt-
ingar og fresta þessum launaum-
ræðum. Við vissum svo sem ekki
hvað félagsmenn myndu gera við
það en okkur fannst allavega þess
virði að prófa það en þeir sýndu því
engan áhuga,? sagði Eiríkur í gær-
kvöld. Samninganefnd kennara
hefði metið kostnaðarauka sveitar-
félagsins um 15?16 prósent vegna
þessa. 
?Þessi vinnutímaatriði verða
áfram á borðinu hjá okkur sem úr-
lausnaratriði númer eitt, tvö og
þrjú. Þannig að þeim verður ekki
vikið til hliðar,? sagði hann. Eiríkur
sagðist óttast að verkfallið gæti
dregist á langinn. Reynslan kenndi
mönnum að ef ekki tækist að taka
upp þráðinn að nýju strax væri allt-
af hætta á að verkföll drægjust á
langinn.
um skammtímalausn sem hefði falið
í sér framlengingu á núgildandi
samningi.? Að sögn Finnboga hefði
sá samningur jafnvel gilt í tvö skóla-
ár. Launahækkanir hefðu verið inn-
an við sjö prósent og kostnaðarauk-
inn sem fyrr segir um 15?16%.
Um 4.300 kennarar leggja niður
störf í dag en frístundaheimili skól-
anna verða þó áfram opin eftir há-
degi en þjónusta þeirra verður ekki
aukin. Innan fjölmargra fyrirtækja
og stofnana hefur verið skipulögð
gæsla fyrir börn starfsmanna.
Kennsla verður að mestu óbreytt í
einkaskólum þrátt fyrir verkfall. 
sem myndi kosta okkur eitthvað um
þrjá milljarða og það er ansi langt
bil á milli okkar og þeirra,? segir
Birgir Björn. Samninganefnd
Launanefndarinnar hafi metið
kostnaðarauka við kröfur kennara
upp á 5,7 milljarða við lok samn-
ingstíma.
Finnbogi Sigurðsson, formaður
Félags grunnskólakennara, sagði
að Launanefndin hefði í raun boðið
kennurum sama tilboð um helgina
og lagt var fram í maí og kennarar
höfnuðu.
?Síðan hefur verðbólgan étið af
því þannig að þarna voru í raun færri
krónur í boði en í maí. Við vorum
hins vegar með á borðinu hugmynd
Birgir Björn Sigurjónsson, for-
maður Launanefndar sveitarfélaga,
sagði mikið bera í milli en vanda-
málið væri ekki einungis kostnaður-
inn við kröfur kennara heldur kerf-
isbreytingar sem þeir vildu koma á
sem hefðu áhrif á vinnutímann.
Of mikið ber í milli
?Það má segja að við höfum um
helgina gert ákveðnar tilraunir sem
því miður mistókust. Það einfald-
lega ber enn allt of mikið í milli
þrátt fyrir að við höfum verið að
skoða langa samninga og stutta
samninga og allt mögulegt annað-
Við höfum þegar boðið ? með okkar
tilboði frá 13. maí í vor ? samning
Um 45 þúsund nem-
endur án kennslu
Morgunblaðið/Þorkell
Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Birgir Björn Sigurjónsson, formaður Launa-
nefndar sveitarfélaga, eftir að upp úr viðræðum slitnaði á tíunda tímanum í gærkvöld.
Verkfall kennara hafið eftir að upp úr viðræðum slitnaði í gærkvöld 
L52159 Afhentu undirskriftir/4

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32