Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 13
27. febrúar 2014 8. tölublað 4. árgangur 13
AÐSEND GREIN ODDUR HELGI HALLDÓRSSON SKRIFAR
Bænum er vel stjórnað
Frá því L-listinn náði meirihluta
árið 2010 hefur margt batnað hér í
bæ. Við höfum komið verkefnum af
stað og klárað. Verkefnum sem lengi
höfðu verið í bígerð, en ekki hafði
tekist að ganga í. Nefni ég þar fyrst
Dalsbrautina. Um hana var í raun
ekki mikill pólitískur ágreiningur, en
einhverra hluta vegna höfðu menn
ekki haft það í sér að klára hana, né
heldur að taka hana þá út af borðinu.
Annað sem ég nefni sem lengi hef-
ur verið á dagskrá er að klára stíga-
gerð frá Torfunefi og fram á flugvöll.
Eins og fólk sér, þá er stígurinn kom-
inn sunnan við Skautahöll og verið
er að gera stíg norður eftir. Eins erum
við að byrja að fara í strandlengjuna
að Torfunefi. Við erum langt komin
með að gera Glerárdal að enn meiri
útivistarparadís, með því að gera
hann að fólkvangi. Við erum að fara
að virkja Glerá. Við höfum lokið við
deiliskipulagsvinnu á Drottningar-
brautarreit.
Við erum núna að vinna við
deiliskipulag miðbæjarins og mun
það klárast fyrir vorið. Okkur hef-
ur tekist að vinna það í mjög góðri
sátt allra flokka og eiga allir þakkir
skildar fyrir það.
Bæjastjórnin gaf bæjarbúum
það í 150 ára afmælisgjöf að setja
100 milljónir á ári næstu fimm árin
í sérstakt umhverfisátak. Var fyrsta
árið í fyrra. Auglýst var eftir tillög-
um frá bæjarbúum sem brugðust
vel við og sendu inn margar tillögur.
Dæmi um framkvæmdir úr átakinu
eru að leiksvæði voru endurnýjuð,
stígur meðfram Glerá, framkvæmdir
í Kjarnaskógi og hundasvæði við Há-
skólann svo eitthvað sé nefnt. Einnig
tókum við upp á þeirri nýbreytni að
gefa hverfisnefndum kost á að hafa
áhrif á framkvæmdir og fékk hver
þeirra um 2 milljónir króna til þess.
Það verður þó að segjast að sú aðgerð
hefði mátt vinnast betur af hálfu
Akureyrarbæjar og mun það verða
betur gert á þessu ári. Við höfum sest
niður með formönnum hverfisnefnda
til skrafs og ráðagerða og ber öllum
saman um að bætt vinnubrögð séu
til bóta og þetta átak sé þarft og gott.
Þetta er dæmi um aukið íbúalýðræði,
þar sem við ákváðum að taka eitt
skref í einu.
Frá því 2010 hefur orðið gjör-
breyting á framkvæmdum á vegum
bæjarins. Við lögðum strax á það
mikla áherslu að gera raunhæfar
kostnaðaráætlanir við framkvæmdir
og standa við þær.
Það hefur okkur tekist og má
nefna Hjúkrunarheimilið Lög-
mannshlíð, áframhaldandi upp-
byggingu Naustaskóla , gervigrasvöll
hjá KA og viðbyggingu við Þrast-
arlund.
Núna þessa dagana er ver-
ið að taka í notkun nýuppgerðan
Húsmæðraskólann. Hann var í
meirihlutaeigu ríkisins og viðhald
hafði ekki verið mikið undanfarna
áratugi. Tilgangurinn hjá okkur var
tvíþættur. Það vantaði húsnæði fyr-
ir skammtíma- og skólavistun fatl-
aðra og með þessu móti gætum við
varðveitt þessa glæsilegu byggingu í
sem upprunalegastri mynd og fengið
henni nýtt og göfugt hlutverk.
L-listinn lagði strax mikla
áherslu á að hafa bæinn snyrtilegan
og það hefur tekist. Sláttur og um-
hirða hefur batnað mikið og fólk
sér, sérstaklega yfir sumarið, hversu
snyrtilegur bærinn er. Betur má ef
duga skal og þessari vinnu verður
að sjálfsögðu haldi áfram, haldi L-
listinn forystuhlutverki í bænum.
Á árinu 2010 komu inn í rekstur
bæjarins þrjú stór mannvirki.
Íþróttamannvirki á Þórsvæðinu,
íþrótta- og fimleikahús Giljaskóla og
Menningarhúsið Hof. Lætur nærri
að rekstur þessa mannvirkja sé um
hálfur milljarður á ári og var þetta
hrein viðbót við annan rekstur.
Þó svo að eftirköst kreppunnar
hafi verið erfið og við þurft að kljást
við erfiðleika í rekstri, þar sem gjöld
hafa á köflum aukist umfram tekjur,
þá hefur tekist að halda uppi háu
þjónustustigi og ekki hefur þurft að
skera niður til skemmda.
Við hagræðingu og niðurskurð
höfum við reynt að hlífa þeim mála-
flokkum sem hafa með fræðslu- og
félagsmál að gera. Framlög til
fræðslumála hafa t.d. aukist frá 2009
um 900 milljónir, eða yfir 20%. sem
er hækkun umfram verðbólgu.
Einnig höfum við staðið frammi
fyrir því að nægjanlegt fjármagn
hefur ekki fylgt þeim verkefnum sem
við sinnum fyrir ríkið. Er ég þar að
tala um rekstur heilsugæslustöðvar,
öldrunarþjónustu og sjúkraflutninga.
Þrátt fyrir allt hefur reksturinn
gengið ágætlega og núna við síð-
ustu áramót má gera ráð fyrir að
skuldastaða bæjarins hafi verið
töluvert lægri í krónum talið en um
áramótin 2009-10. Þrátt fyrir að við
höfum tekið um 1 milljarð að láni
fyrir ríkið, vegna hjúkrunarheimilis
og þrátt fyrir að lánskjaravísitala
hafi hækkað um 17% á tímabilinu.
Nánari upplýsingar munu liggja fyr-
ir við birtingu ársreiknings í kring-
um næstu mánaðarmót.
Það má því með sanni segja að
okkur hefur gengið vel að greiða
niður skuldir.
Bænum er vel stjórnað!
Frá því 2010
hefur orðið
gjörbreyting á
framkvæmdum
á vegum
bæjarins.
Oddur Helgi Halldórsson
AÐSEND GREIN
Zonta segir nei
Bréf til karla
Kæru afar, feður, synir og bræður!
Við undirritaðar eigum við ykkur
brýnt erindi sem er ósk um að þið
látið ykkur varða baráttuna gegn
ofbeldi á konum. Við höfum þegar
sent öllum karlaklúbbum á Akur-
eyri erindi og boðið þeim til fundar
á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna,
8. mars, sem haldinn er í samvinnu
við Jafnréttisstofu. Með þessu bréfi
bjóðum við ykkur öllum á fundinn
og væntum þess að þið fjölmennið!
Við erum félagar í Zontaklúbbun-
um tveimur á Akureyri sem tilheyra
hinni alþjóðlegu Zontahreyfingu.
Markmið hennar er að bæta stöðu
kvenna um allan heim, líka í heima-
löndum klúbbanna. Eins er Zonta
aðili að Pekingsáttmála Sameinuðu
þjóðanna, frá 1995, þar sem meðal
annars er kveðið á um að útrýma
skuli ofbeldi á konum. Þar segir að
slíkt ofbeldi standi í veginum fyrir
jafnrétti, þróun og friði - og geri oft
mannréttindi og grundvallarfrelsi
kvenna að engu. Enn er langt í land
að markmiðið náist og oft er sem
ekkert miði í baráttunni. Það gefur
vísbendingu um hve verkefnið er
erfitt og flókið og að við þurfum að
breyta vinnubrögðum okkar.
Konur hafa oftast verið í
fararbroddi þeirra sem unnið hafa
að þessum málum og við Zontakon-
ur á Akureyri höfum saknað ykkar
karlanna á fundum og ráðstefnum
sem við höfum staðið fyrir. Okkur
finnst að ykkur sé málið skylt. Það
er þó alls ekki svo að karlar hafi
ekki lagt sín lóð á vogarskálarnar.
Skemmst er að minnast framlags
Jóns Kalmanns Stefánssonar í bók-
inni Fiskarnir hafa enga fætur, þar
sem konur fá orðið um kynbundið
ofbeldi, og eins má líta á verðlauna-
bók Sjóns, Mánastein, sem innlegg í
umræðuna um ofbeldi. Væntanleg
er einnig kvikmyndin Vonarstræti
eftir leikstjórann Baldvin Z. Þar nýt-
ir hann lífsreynslu vændiskonu við
handritsgerð og segir veruleika karla
í vændisheiminum einkennast af
virðingarleysi fyrir konum. Við sem
teljum vændi eina tegund ofbeld-
is fögnum þessu framlagi Baldvins.
Megi myndin breyta hugmyndum
manna um mannréttindi kvenna og
verða enn ein sönnun þess að listin
sé eitt sterkasta tækið til breytinga
í veröldinni.
Stundum heyrist sagt að
ofbeldi sé inngróið í mannlegt eðli.
Þessu mótmælti Nelson Mandela
kröftuglega og sagði að unnt væri
að koma í veg fyrir ofbeldi, en til
þess að það væri mögulegt þyrfum
við að komast að rótum þess. Í dag
teljum við okkur vita ýmislegt um
ástæðurnar, en fyrir leikmenn einsog
undirritaðar eru aðrar óljósar og lítt
skiljanlegar. Við veigrum okkur við
því að skyggnast inn þennan heim og
mörg ósýnileg höndin úr netheimum
stýrir atferli fólks, einkum þeirra
sem ungir eru og ómótaðir.
Nú kunnið þið að spyrja:
Er þetta ekki vonlaus barátta og til
hvers er ætlast af okkur? Við trú-
um því að fyrst þurfi allir, karlar og
konur, að horfast í augu við vandann,
segja NEI og síðan að fræðast, reyna
að skilja og loks að finna leiðir. Þar
treystum við á fræðimenn okkar og
sérfræðinga - og margir þeirra eru
karlar. Ef til vill höfum við konur
stolið senunni frá ykkur körlunum
í baráttunni gegn ofbeldi á konum;
kannski hafið þið alltaf viljað standa
við hlið okkar í fylkingarbrjósti? En
nú er kominn tími til breytinga og
því munum við eftirláta körlum
pontuna á Alþjóðlegum baráttudegi
kvenna, 8. mars. Sjáumst á Hótel
KEA um hádegi!
Með kærum kveðjum
Helena Eyjólfsdóttir
Inga Margrét Árnadóttir
Ingibjörg Auðunsdóttir
Jóhanna Bára Þórisdóttir
Kristín Aðalsteinsdóttir
Kristín Sigfúsdóttir
Svanfríður Larsen