Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. Menning Hlutur íslands í kvikmyndasamstarfi Norðurlanda í ár í hættu: Trúi því ekki að sagt verði nei, takk við 50 milljónum - segir Þorsteinn Jónsson, forstöðumaður Kvikmyndasjóðs íslands Stærsta úthlutun í ár hjá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum er til fimm kvikmynda sem er samstarf Noröurlandanna um kvikmynda- gerð. Hugmyndin er að kvikmynd- imar fimm frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og íslandi verði sýndar á öllum Norðurlöndum og sameiginlegt söluátak gert til þess að koma þeim inn á markaði annars staðar í heiminum. Úthlutim nor- ræna sjóðsins er 30-50 milljónir króna á hveija mynd. auk þess sem Kvikmyndasjóður Islands hefur fengið norrænar kvikmyndastofnan- ir til leggja 20 milljónir króna í ís- lenska verkefnið. Nú lítur aftur á móti út fyrir að ísland geti ekki tekið þátt í þessu samstarfi þar sem Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur sagt að engir peningar séu til fyrir aukafjár- veitingu en Kvikmyndasjóður ís- lands hefur farið fram á aukafjár- veitingu svo hægt sé aö gera kvik- myndina. „Við bíðum nú eftir svari frá ríkis- stjóminni hvort við fáum framlag upp á 50 milljónir en það er nálægt því að vera helmingi minni styrkur en sá sem viö fórum fram á í júlí,“ sagði Þorsteinn Jónsson, forstöðu- maður Kvikmyndasjóðs íslands, þeg- ar hann var inntur eftir gangi mála. Þorsteinn sagði að beðið væri með allar framkvæmdir þar til svar feng- ist: „Ef það svar verður jákvætt munum við auglýsa eftir umsóknum í þetta verkefni og velja svo úr þeim fljótlega. Við erum alveg að komast á síðasta snúning með að svara hvort við verðum með í samstarfi þessu eða ekki, eigrnn í raim að vera búnir að því.“ „Ég trúi því ekki að ríkissljómin geti sagt nei, takk viö 50 milljónum. Það er búið að hafa fyrir því að fá þetta framlag. íslenskri kvikmynda- gerö væri gerður mikill óleikur með því að hafna þessu,“ sagði Þorsteinn að lokum. -HK Verðurvalinn bæjarlistamaður árlega íHafnarfirði? Með tilkomu menningarstöðv- arinnar Hafnarborgar í Hafnar- firði hefur listalíf blómstrað þar í bæ og er mikill hugur í lista- mönnum sem þar búa eins sjá má á því að nú hefur bæjarstjóm Hafnarflarðar fengið bréf sem fjórmenningarnir Ami Ibsen, Gunnar Gunnarsson, Gunnlaug- ur St. Gíslason og Sverrir Ólafs- son imdirrita þar sem þeir fara fram á að árlega verði valinn bæjarlistamaður úr hópi hsta- maima sem búa 1 Hafnarfirði. Sömu menn gera einnig að til- lögu sinni að þrír listamenn fái starfslaun 1 einhvem tíma og gera einnig grein fyrir hugmynd- um sínum um Lástahátíð Hafnar- fjarðar sem yrði fyrst haldin 1991 og síðan reglulega annað hvert ár. íslenskir myndlistarmenn sýnaíBúdapest í Búdapest í Ungverjalandi stendur nú yfir sameiginleg sýn- ing ungverskra og íslenskra hsta- manna. Sýningin sem er í Tölgyfa GaUerí hefur þemað sjálfstæði. Verkin á sýningunni em að mest- um hluta unnin 1 leir. Listamenn- imir, sem taka þátt í sýningunni, era fjórir Ungverjar og þrír ís- lendingar sem era Jóna Thors, Sigríður Erla og Vilma Ágústs- dóttir. íslensku stúlkumar út- skrifuðust ahar frá leirhstadeild Myndhsta- og handíðaskóla ís- lands síðasthðið vor. Þátttaka ís- lendinganna í sýningu þessari er tilkomin vegna tengsla Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands og Alþjóðaleirvinnustofunnar í Kec- skémet í Ungverjalandi, en þar er rekin ein best búna alþjóða- leirhstavinnustofa sem kostur er á. Sýningunni hefur verið vel tek- ið og þykir athyghsvert hve þess- ir ungu hstamenn geta tjáð sig á persónulegan hátt. Listasafn Sigurjóns gertaðsjálfs- eignarstofnun Tvö ár verða liðin þann 21. okt- óber frá vígslu Listasafns Sigur- jóns Ólafssonar en það var vígt á áttræðisafmæh hstamannsins 1988. Síðan þá hefur safnið verið opið almenningi og sýnt verk Sig- uijóns, bæði úr eigu safnsins og annarra. Samhhða sýningunum hefur safnið sinnt ahiliða menn- ingarstarfsemi, svo sem tónleika- haldi og bókmenntadagskrám og tekið að öðra leyti beinan þátt í menningarstarfi borgarinnar. Safnið hefur hingað til verið rekið sem einkasafn en að ósk eiganda þess hefur það nú verið gert að sjálfseignarstofnun. Sam- kvæmt því stjómar stofnandinn, Birgitta Spur, safninu ásamt tólf manna fuUtrúaráði sem hún í upphafi velur en endumýjar sig sjálft er tímar líða. Fimm manna stjóm hefur nú verið skipuð og í henni sitja Birg- itta Spur ásamt tveimur mönnum sem hún tilnefnir og tveimur sem fulltrúaráðið tilnefnir. Birgitta Spur tilnefndi Aðalstein Ingólfs- son og Hlíf Siguijónsdóttur í stjórnina og tU vara Geirfmn Jónsson og fuUtrúaráðið Önnu Einarsdóttur og Gísla Sigurðsson en Karólínu Eiriksdóttur til vara. Mikil áhætta tekin þegar jafn- viðamikil sýning er sett upp - segir Ólafur Lárusson myndlistarmaður Ólafur Lárasson myndlistarmaður opnaði sýningu á myndverkum sínum á Kjarvalsstöð- um síðasthðinn laugardag. Ólafur hefur haldið fjölmargar sýningar hér heima sem og erlendis allt frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu í GaUerí SÚM 1974 þá nýbúinn að klára nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Ólafur hélt síðan til framhaldsnáms í mynd- list til HoUands og var þar í tvö ár. Á sínum tíma var hann einn af stofnendum Nýhstasafns- ins og sat í stjóm þess til 1981 og varð síðan formaður þess 1984-1985. Þá var hann einnig ritari í stjóm Myndhöggvarafélags Reykjavíkur 1982-1984. Auk þess kenndi hann um tíma við Myndlista- og handíðaskóla íslands. ðlafur hefur jöfnum höndum átt við málara- hst og höggmyndalist og sýnt þessi hstform í hvort í sínu lagi og saman eins og á sýningu hans nú á Kjarvalsstöðum. Myndhstarsýningar Ólafs eru orðnar íjölmargar, einkasýningar sem og samsýningar. Auk þess að hafa verið með margar einkasýn- ingar í Reykjavík hefur Ólafur sýnt verk sín á einkasýningum í Hollandi, PóUandi, Danmörku og Finnlandi. Þá hefur hann tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum utan landsteinnanna, meðal annars Frakklandi, Svíþjóð, Belgíu, Nor- egi, Bandaríkjunum og Spáni. I tUefni af opnun sýningarinnar spjallaði DV stuttlega við Ólaf: Þrjá sýningar á Kjarvalsstöðum „Það er ekki nema ár síðan ég hélt síðast einkasýningu en þetta er þriðja sýning mín á Kjarvalsstöðum. Eg hélt mína fyrstu sýningu þar 1979, síðan var ég í austursalnum 1985 og nú er ég með sýningu í vestursalnum. Einkasýningin sem ég var með í fyrra fyrra var í litlu gallerí, Einn, Einn, en bróðir minn rekur það. Það myndaðist smágat í sýningarröð gallerísins og ég hljóp inn í. Sú sýning var að sjálfsögðu af allt annarri stærðargráðu en sýn- ingin á Kjarvalsstöðum. Ég sýni nú bæði mál- verk og skúlptúra sem gerðir eru úr steinsteypu og stáli. Að megninu era myndverkin afrakstur síðasta árs.“ Aðspurður hvemig verkin verða tU hjá honum segir Ólafur að það séu formsspegúlasjónir sem koma upp í huga hans við gerð verkana. „Þótt formin virist vera tíglar, femingar og þríhym- ingar þá hugsa ég þau sem landslag. Annars er erfitt fyrir myndlistarmann að lýsa verkum sín- um, þar verða aðrir að koma tU.“ „Að fara út í að sýna á Kjarvalsstöðum gerir enginn með fullu viti,“ segir Ólafur um tilurð sýningarinnar. „Þetta er gífurleg áhætta og mikið lagt undir. Engin styrkur fylgir slíkum sýningum frekar en öðram sýningum sem hsta- maðurinn stofnar sjálfur tíl hér á landi. Maður verður að taka alla áhættu sjálfur og það gefur auga leið aö þegar jafnstór og viðamikU sýning er komin á laggimar eins og sýning mín í vestur- salnum þá er allt lagt undir. í raun er maður kominn á höggstokkinn. En það þýðir lítið ann- að en að vera bjartsýnn. í Hollandi þar sem ég var í námi er það minnsta mál að fá styrk til að geta haldið sýn- ingu og það er þannig í öUum löndum í ná- grenni viö okkur þar sem ég þekki til. Ég slapp með skrekkinn á síðustu sýningu minni á Kjarv- alstöðum, fór nokkurn veginn sléttur út úr henni, en eins og þá rennir maöur alveg bhnt í sjóinn með hvaða viðtökur myndverkin fá.“ Vinn myndverkin með öðru hugarfari i dag Ólafur segist vera sáttur við verk sín á sýning- unni. Þessi sýning mín er aht öðravísi en sú sem ég var með á Kjarvalsstööum fyrir fimm áram. Ég vinn með aht öðru hugarfari í dag og því era verkin öðravísi, aUa vega í mínum augum. Verk- in þróuðust hægt hjá mér þar til hálft ár var í sýninguna, þá lagði maður allan kraft í verkin og mörg þeirra hafa orðið klár á síðustu misser- um, segir Ólafur að lokum." Sýning Ólafs Lárassonar verður opin til 21. október og við yfirgefum Ólaf þar sem hann vinnur hörðum höndum við að setja upp verk sín um leið og hann kvartar yfir að fá ekki að vera lengur en tíl kl. sex á daginn við að setja myndverkin upp. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.