Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. 3 pv___________________________________Fréttir Norrænt samstarf: Bréfaskipti milli skóla með tölvum Helgi Jónsson, DV, ÓlaMröi: Átta kennarar sem mynda stjórn- arhóp sem hefur yflrumsjón meö Óðni, norrænum gagnabanka fyrir skóla á Norðurlöndum, hittust ný- lega á Ólafsfirði til að skoða hvern- ig verkefni og vinna hópsins síð- asta skólaár gekk og ekki síður til að undirbúa allsherjarfund að Hjarðarbóli í Ölfusi. Stendur hann í sex daga. Magnús Þorkelsson, kennari við Menntaskólann við Sund og full- trúi íslands í hópnum, sagði frétta- ritara DV að með gagnabankanum væri athugað hvort tölvan hentaði sem samskiptatæki í skólakerfinu. Meginmarkmiðið er að geta notað tölvuna á hagnýtan hátt en ekki sem sérfræðilegt fyrirbæri. Skól- arnir á Norðurlöndum skiptast á upplýsingum og hafa komið á bré- fasamskiptum gegnum tölvurnar. Sem dæmi um þá vinnu, sem unnin hefur verið í gegnum tölvurnar, er þemavinna. Bókmenntir á Norður- löndum hafa verið teknar fyrir, textar lesnir og gagnrýni og um- fjöllun send milli skóla. Einnig var þemað Að vera unghngur á Norð- urlöndum tekið fyrir og umhverfis- vernd er verkefni þessa hausts. Magnús vildi taka það fram að allir skólar á íslandi gætu tekið þátt í þessu verkefni ef þeir vildu. Þeir sem skipa stjómarhópinn em Stellan Ranebo frá Kalmar í Svíþjóð, Ebbe Schlutze og Jan Pagh frá Kaupmannahöfn, Magnús Þor- kelsson, Stina Ringbom frá Finn- landi, Nic Furu frá Rörvik í Noregi og Regin Ellingsgaard frá Færeyj- um. Tilraunaborun í Hraf nkelsdal Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum: Nú er farið að bora eftir heitu vatni í Hrafnkelsdal í Norður-Múlasýslu. Það er bor Orkustofnunar, sem hefur veriö notaður uppi á Fljótsdalsheiði í sumar til jarövegsrannsókna, en er kominn niður í Hrafnkelsdal og þar á að bora þrjár tilraunaholur. Auk þess hefur Aðalsteinn, bóndi Aðalsteinsson á Vaðbrekku, ákveðið að fá boraða eina holu á eigin kostn- að og vonast til að fá þar vatn til heimilsnota. í Hrafnkelsdal í Jökuldalshreppi er lághitasvæði og vatnshitinn er í kringum 40-45 gráður. Þessar til- raunaholur þar eru meöal annars boraðar með fiskeldi í huga. HOLIDAYINN Selfoss: Sláturtíðin haf in Regína Thorarensen, DV, Selfossú Sláturbyrjun var hjá sláturhúsinu Höfn á Selfossi fyrir helgi. Um fimm- tíu inanns eru þar við vinnu og oft- ast er það sama fólkiö sem kann vel til verka. Að sögn Haraldar Gests- sonar sláturhússtjóra verður slátrað 15.000 kindum á þessu hausti og er það mjög svipað og í fyrrahaust. Ég talaði við systur í sláturhúsi Hafnar en þetta er ellefta haustið sem þær eru við sláturafgreiðslu. Syst- urnar heita María og Sigurbjörg Óskarsdætur, bráðduglegar og áreið- anlegar í hvívetna. Fyrstu dagana sem þær seldu slátur nú í haust seldu þær heldur meira en í fyrra. Slátrið kostar nú 486 krónur. Tíminn líður hraðar en þig grunar. Með haustinu hefst vertíð árshátíða og fyrr en varir er kominn þorri. Hafðu tímann fyrir þér og pantaðu sal sem hentar til hátíðahaldanna. Salir okkar eru einkar glæsilegir og við bjóðum allt frá 40 til 120 manns í sæti. I boði er fjölbreyttur árshátíðarmatseðill, með tveimur, þremur eða fjórum réttum, vínföngum og kaffi. Verðhugmynd fyrir 100 manna árshátíð með þriggja rétta matseðli, hljómsveit, þjónustu og öllum gjöldum 3.500,- krónur á mann. A Holiday Inn sér fagfólk um alla framreiðslu og aðstoðar þig við undirbúninginn. Kynntu þér hátíðarkosti okkar og hringdu í síma 689000. Strandir Mikil aukning ferðafólks Regina Thorarensen, DV, Gjögri: Aldrei hefur eins margt ferðafólk verið á ferð í Árneshreppi og í sum- ar. Dáðust allir að því hve vöruúrval- ið er mikið í kaupfélaginu og verðið hóflegt. Fólki sem ætlaði að vera eina og tvær nætur í tjöldum fannst verst að geta ekki fengið niöursagað kjöt. Ekki var hægt að fá annað en hálfa eða heila skrokka i kaupfélaginu. Ferðamenn þurfa að útbúa sig með sagir áður en þeir koma næst. Marg- ir hættu við að versla þegar þeir gátu ekki keypt niðursagað kjöt og fóru inn á hótehð eða í Bjarnarfjörð. Kjöt- ið á Ströndum er mjög eftirsótt því það er bragðgott og fínt kjöt. Margbúið er að samþykkja kaup á sög á aðalfundi en kaupfélagsstjór- inn er hræddur um slys og langt er í næsta lækni. vuv SIGTÚNI 38 • SÍMI:689000 S?ENG MJÓDD— jGefjunar^ 0 0 I < f smn, REYKJAVIK-i HAFNAR EB. NÝR DAGUR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.