Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Lífskjörin á íslandi Nú er búið að mæla lífskjörin á íslandi. Þau reynast góð, jafnvel með því besta sem þekkist í heiminum. íslend- ingar eiga yfrið nóg af heimilistækjum, sjónvörpum og bifreiðum. Þeir eiga hús og hross og ferðast til útlanda. Þeir lifa í vellystingum praktuglega. Meira að segja Svíar í sínu gósenlandi geta ekki státað af meiri velferð. Þetta eru auðvitað mikil og góð tíðindi fyrir landann og koma sosum ekki á óvart. íslendingar hafa af dugnaði og útsjónarsemi bætt lífskjör sín og setja markið hátt. Þeim er sjálfum ljóst hvað þeir eiga og hvað þeir hafa umleikis. Til þess þurfti hvorki könnun né norræna rann- sókn. Það kemur ennfremur fram í rannsókninni að íslend- ingar þurfa að hafa meira fyrir lífskjörum sínum en flest- ar aðrar þjóðir. Sú niðurstaða er heldur ekki óvænt. Hún er hins vegar kjarni þessa máls og sú alvara sem blasir við. Lífskjörin mælast nefnilega ekki einvörðungu í eign- um og tækjum og hlutlægum munaði. Kjörin og lífs- hættir fólks ráðast af vellíðan, lífsmunstrinu frá degi til dags. Hvers virði eru dýrindis hljómflutningstæki fyrir þann sem aldrei hefur tíma til að hlusta á þau? Hvers virði eru falleg húsgögn, húsbúnaður og stofustáss ef eig- endurnir eru aldrei heima til að njóta þess? Hvers virði er allur auður heimsins ef menn kunna ekki að fara með hann? Hvað fara íslendignar oft í leikhús, á hljómleika eða aðra menningaviðburði? Hvað lesa menn margar bækur á ári? Hvað hafa þeir mikinn tíma til að sinna andlegum hugðarefnum, ala upp böm sín eða njóta tómstunda sjálf- ir? Vinnudagurinn á íslandi mælist fjörutíu og átta stund- ir á viku, meðan sambærilegur vinnudagur á Norðurlönd- um er langt innan við fjörutíu stundir. Þessar tölur segja sína sögu. íslendingar þurfa að hafa mikið fyrir lífs- gæðunum og lífsgæðakapphlaupið er því harðsóttara sem kröfurnar eru meiri um velmegun og vellystingar. Það er langt frá því að lífskjör á íslandi verði mæld í krónum og segja ekki nema hálfa söguna ef engar kannanir fylgja um áhrif lífskjaranna á heilsu fólks, hugðarefni eða ham- ingju. Það er ekki dregið í efa að íslendingar geti verið ánægð- ir með sinn hlut í samanburði við margar aðrar þjóðir, þar sem fátækt er útbreidd, atvinnuleysi og fábreytni í lífsháttum er hlutskipti Qöldans. En við eigum ekki að miða okkur við þá lakast settu. Hér býr menntuð þjóð og dugleg, hér er gott að búa og nóg að afla. Hér er ekki fjöldanum fyrir að fara. Hér getur hver sem er komist vel af, ef hann hefur heilsu og vit til að halda skyn- samlega á sínum málum. En við getum gert betur. Miklu betur. Það hlýtur að vera verkefni næstu ára og áratugs að gera þjóðinni kleift að afla svipaðra tekna fyrir minni vinnu. Það er verðug stefna fyrir hvern stjórnmálaflokk. Ekki síst vegna þess að það er að miklu leyti á valdi Al- þingis og ríkisstjórna að draga úr bákninu og miðstjórn- inni, draga úr sköttum og drápsklyfjum opinberra af- skipta, auka framleiðni og arðsemi, rétt eins og öðrum þjóðum tekst að gera sem lengst eru komnar á því sviði. Við eigum ekki að láta blekkjast af rannsóknum um lífskjör sem segja okkur hvað við höfum það gott. Það vantar mikið upp á og það er engum nema okkur sjálfum að kenna hvernig til tekst. Lífskjörin eru fyrst orðin við- unandi þegar þjóðin hefur tíma og tök til að njóta þeirra. Ellert B. Schram „Myndin sýnir ... hversu viökvæm afkoma Landsvirkjunar er fyrir breyttum forsendum", segir greinarhöfundur. Hagnaðureða tap Landsvirkjunar Nú, þegar orkuverössamningi við Atlansál er nánast lokið, er hægt að hefja opinskáa og lýðræö- islega umfjöllun um ýmis efnisat- riði hans. í þessari grein verða dregin fram þau atriði sem hafa afgerandi áhrif á niðurstöður þess samnings. Við útreikninga á hagkvæmni hans er byggt á ákveðnum forsend- um um verðþróun á áli, ákveðnum raunvöxtum og ákveðnu dollara- gengi. Sömuleiðis er byggt á svo- kallaðri flýtikostnaðaraðferð. Nið- urstaða þeirra útreikninga er sú að við 5,5% raunvexti, að álverðs- spáin gangi eftir og að Bandaríkja- dollar jafngildi 60 krónum, verði hagnaöur Landsvirkjunar á þess- um samningi 250 milljónir króna á núvirði eða 2,0 milljaröar króna í samningslok. Meðfylgjandi mynd sýnir hins vegar hversu viðkvæm afkoma Landsvirkjunar er fyrir breyttum forsendum. Verði raunvextir t.d. 6,5% á samningstímanum - aðrar forsendur standast - verður tap Landsvirkjunar 43,2 milljarðar króna í samningslok. Verði álverð- ið hins vegar 10% lægra en spáð er - aðrar forsendur standast - verður tapið 27,5 milljarðar króna. Að sama skapi verður um mikinn hagnað af þessum viðskiptum að ræða ef þróun forsendna verður okkur hagstæð. Af þessu má sjá að orkuverðs- samningurinn er afar viökvæmur fyrir breyttum forsendum, og er því áhætta hans mikil. En hverjar eru líkurnar á að forsendurnar standist? Raunvextir Meðalraunvextir Landsvirkjun- ar síðustu 10 árin eru á bilinu 6,5 til 7,1%. Raunvextir langtímalána í Bandaríkjunum síðustu 10 árin eru 7,1-7,4% að meðaltali. Spurn- ingin er því hvaða möguleika hefur Landsvirkjun á því að fá lán með 5,5% raunvöxtum eða lægri vöxt- um? Hvaða raunvextir eru í boði hér innanlands ef framkvæmdirn- ar verða fjármagnaðar innanlands að hluta til til að draga úr þenslu- áhrifum erlendra lána? í ljósi þeirra miklu breýtinga, sem eiga sér stað í Austur-Evrópu og líklega munu eiga sér stað á næstu árum og áratugum, þar sem markaðsbúskapur veröur tekinn upp í ríkum mæli, er ljóst að mun meiri hvatning verður í heiminum til fjárfestingar en til sparnaðar. Ólíklegt er að vesturveldin muni auka sparnað sinn í verulegum mæli til að mæta íjárfestingarþörf austurveldanna. í ljósi þessarar þróunar eru því frá hagfræðilegu sjónarmiði mun meiri likur á hærri KjaUaxinn Jóhann Rúnar Björgvinsson þjóðhagfræðingur raunvöxtum á næstu áratugum en lægri. Áiverðið Mjög erfitt er auðvitað aö segja til um þróun álverðs. Þar ræður þróun framboðs og eftirspurnar miklu. Ef eftirspurnin vex hraðar en framboðið hækkar álverðið. En hærra álverð kallar á nýja og hag- kvæmari tækni við álframleiöslu. Sömuleiðis kallar slik hækkun á nýtingu annarra og ódýrari efna í stað áls. Það er m.ö.o. mjög erfitt að segja til um þróun þessara mála og tækniframfara í nánustu fram- tíð. Eitt er þó líklegt í ljósi umræðu í heiminum um orkugjafa næstu áratuga, að erfitt verður að finna nýja og ódýrari orkugjafa. Athygli manna beinist nú fyrst og fremst að vatns-, vind- og sólarorku. Með aukinni heimsframleiðslu, mark- aðsbúskapar Austur-Evrópu, auknum umhverfiskröfum ásamt þverrandi orkulindum eru líkur á að orkuverð eigi eftir að hækka veruléga á næstu áratugum. Að mínum dómi eru fleiri möguleikar á að finna efni í stað áls eða nýja tækni við álvinnslu en nýja orku- gjafa. Ég tel því líklegra að orku- verð hækki hlutfallslega meira en álverð á næstu áratugum. Aðrir áhættuþættir Gengi Bandaríkjadollars er veru- legur áhættuþáttur í þessum samn- ingum því samkvæmt reynslu hef- ur álverð tilhneigingu til aö hreyf- ast með gengi dollars, þ.e. ef dollar- inn lækkar lækkar álverð einnig að einhverju leyti gagnvart öðrum myntum. Þá má spyrja hversu raunsæjar séu áætlanir um stofn- kostnað orkumannvirkja, rekstr- arkostnað og viðhald mannvirkja? Að sjálfsögðu eru slíkar áætlanir bundnar óvissu og áhættu sem koma mun í ljós á framkvæmdar- og rekstrartímanum. í rauninni má lesa af álverðsferlinum í með- fylgjandi mynd hvaða áhrif 5, 10 eða 15% skekkja í slíkum áætlun- um hefði á niðurstöður samnings- ins. Blönduvirkjun Talið er að Blönduvirkjun muni byrja að nýtast núverandi orku- markaði (án álvers) árið 1995 og að hún verði að fullu nýtt árið 2006. Sá hluti sem ekki nýtist núverandi orkumarkaði er í rauninni gefinn Atlantál. En hversu raunhæft er að reikna dæmið þannig? Væri t.d. raunhæfara að reikna inn í dæmið líkindin á að hægt verði að selja hluta af umframorku Blöndu? Landsvirkjun hefur allt að vinna, því ávinningurinn er mikill. Slík meðferð myndi breyta dæminu verulega Atlantál í óhag. í ljósi þess að orkueftirspurnin í heimin- um vex hröðum skrefum og sömu- leiðis orkuverðið eru miklar líkur á að áhugi umheimsins aukist á orkulindum okkar á næstu árum. Niðurstaða Af ofangreindu má ljóst vera að raforkuframleiðsla til nýs álvers er fjárhagslega mjög áhættusamur rekstur. Þess vegna er afar nauð- synlegt að tekið sé tillit til þeirrar staðreyndar við raforkuverðlagn- ingu og arðsemisútreikninga, þ.e.a.s. aö áhættan sé metin til verðs sem greitt sé fyrir. í þessari grein hefur ekki verið vikið að þjóðhagslegum áhrifum þessara áforma en greinarhöfundur hefur fjallað ítarlega um þann þátt í „Efnahagsumræðunni“ riti nr. 4 frá mars 1990. Jóhann Rúnar Björgvinsson „Að mínum dómi eru fleiri möguleikar á að fmna efni 1 stað áls eða nýja tækni við álvinnslu en nýja orkugjafa.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.