Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. Fréttir T'írfi Ásgeirsson, Óli Valdimarsson og Sturla Pétursson, sem kennir i Skákskólanum í Reykjavík meðan þeir Torfi og Óli kenna grunnskólanemum á landsbygðinni. DV-mynd Brynjar Gauti Skákskólinn fer út á land „Við höldum fyrst á Bakkafjörð og Vopnaí]örð og verðum þar með skák- kennslu í vikutíma. Síðan er ráögert að fara á Seyðisíjörð og jafnvel Þórs- höfn,“ sagði Torfi Ásgeirsson, skóla- stjóri Skákskólans, en hann, ásamt Óla Valdimarssyni, er að leggja í kennsluferð til nemenda í grunn- skólum úti á landi. „Við munum í framhaldi af þessu hafa samband við skólastjóra í grunnskólunum fyrir austan og kanna hvort áhugi er á aö fá til þeirra námskeiö í skák. Þetta er nú í annað sinn sem við förum á Bakkafjörð og Vopnafjörð. Viö vorum þar í vor og þar var svo mikil ánægja rheð nám- skeiðin að við vorum beðnir að koma aftur. Þegar ég sótti um styrk til fjárveit- inganefndar var gefiö loforð um að taka þennan þátt inn í skólahaldið. Ég mun senda dreifibréf til skóla- stjóra víðs vegar um landið og hug- myndin er að fara sem víðast. Þátt- taka hefur verið mjög góð og til dæm- is voru 18 af 25 nemendum skólans á Bakkafirði á námskeiðinu hjá okk- ur þar 1 vor. Við flokkum þetta niður í tvo flokka og þar spilar bæði inn í aldur og styrkleiki. Ég hef lagt mikla áherslu á að kenna nemendum hvernig á að máta. Ég varð mjög var við það á þessu fjölmenna og skemmtilega móti Taflfélags Reykja- víkur nú um daginn að mörg böm vom með skemmtilegar hugmyndir í sjálfu taflinu en kunnu svo ekki að ljúka skákinni með þvi að máta. Við förum svo í gegnum ýmsar teoríur í skák, uppbyggingu skáka, miðtafl og endatafl. Það er líka tölu- vert um að foreldrar sendi börn sín á námskeið til okkar, ekki bara til að gera úr þeim skáksnilhnga, held- ur til aö kenna þeim að skipuleggja hugsanir sínar,“ sagði Torfi. Þess má að lokum geta að allir þrír heimsmeistararnir, sem íslendingar hafa átt í skák, þeir Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson, hafa með einum eða öðmm hætti tengst Skákskólanum, ýmist sem nemendur eða kennarar. -hge Viðsklptasamningur við Sovétmenn: Viðræður hefjast í dag íslensk nefnd á vegum utanríkis- og viöskiptaráðuneytisins ásamt fulltrúum viðskiptaaðila við Sovét- ríkin mun hefja viðræður við Sovét- menn um nýjan viðskiptasamning í Reykjavík í dag. Sovéska viðræöu- nefndin kom til landsins í gær. Fimm ára viðskiptasamningur ís- lands og Sovétríkjanna rennur út um næstu áramót. Það verður ekki fyrr en að loknum þessum viðræðum sem það skýrist hvenær rætt verður um samninga við Sovétmenn um síldar- sölu. Samkvæmt upplýsingum frá Síld- arútvegsnefnd verður síldveiðikvót- inn 98 þúsund tonn í ár. 88 bátar hafa fengiö leyfi til síldveiða og hefur hver bátur að jafnaöi um 1.100 tonna kvóta. Kvóti hefur verið settur á sölt- unarstöðvar og er það gert til hag- ræðingar fyrir síldarsaltendur. 50 söltunarstöðvar verða í 19 höfnum - austur frá Vopnafirði og til Akra- ness. -ÓTT Caput í Laugarnesi Caput hópurinn með fulltingi Goethe stofnunarinn- ar stóð fyrir tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar í gærkvöldi. Flytjendur voru þýsk-brasilíski selló- leikarinn Matias de Ohvera Pinto, Þorsteinn Gauti Sigurösspn píanóleikari og Guðni Franzson klarínettu- leikari. Á efnisskránni voru verk eftir F. Franceur, J. Brahms J.M. Zenamon og A. Zemlinski. Verk Franceurs fyrir selló og píanó sem þarna var flutt er léttvægt en ekki ólaglegt. Tilgangurinn með að hafa þaö með virtist eikum vera sá gefa sellóleikar- anum tækifæri til að sýna færi sína í hinum hærri stelhngum hljóðfærisins og tókst það í meginatriðum vel. Það voru hins vegar traustar tónlistarlegar for- sendur fyrir því að velja sónötu Brahms fyrir selló og píanó. Þetta verk býr yfir djúpri fegurð og er snilldar- lega byggt. Efniviðurinn er einfaldur en hugmynda- auðgin í úrvinnslu hans mikil og auöheyrt aö Brahms haföi kynnt sér vel uppgötvanir Beethovens í þeim fræðum. Zenamon heföi gert gott í að fara að dæmi Brahms að þessu leyti áður en hann samdi Iguatú fyr- ir einleiksselló, sem þarna var flutt. Fór þar lítiö fyrir úrvinnslu en því meir voru endurtekningar áberandi og verkið í heild hjakkkennt. í efnisskrá segir að verk- ið sé býggt á þjóðlögum en eins og það hljómaði var Tónlist Finnur Torfi Stefánsson það frekar í ætt við dægurlög. A. Zemlinsky er frægur í tónlistarsögunni fyrir að hafa kennt Schönberg hljómfræði og Berg tileinkaði honum að formi til Lýrísku svítuna þótt hún væri í reynd ástaróður til Hönnu Fuchs-Robettin. Tríó Zeml- inskys fyrir klarínett, píanó og selló er vönduð tón- smíð og greinilegt að höfundur kunni fræði sín til hlít- ar. Verkið er mjög í anda Brahms og þegar því er stillt upp á tónleikum við hliðina á fyrirmyndinni hljómar það samt heldur andlaust. Það er eins og neistann vanti. Hljóðfæraleikur þeirra félaga var með ágætum. Mest mæddi á sellóleikaranum Pinto og lék hann oft mjög fallega. Helst mátti að því finna aö leikur hans var stundum ekki nógu hreinn. Þorsteinn Gauti og Guðni Franzson skiluöu sínu með prýði. Jón Baldvin Hannibalsson: Dágóð vísbending ég held að það sé talsvert vit í þess- ari skoðanakönnun," sagði Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðufiokksins. „Með ríkisstjórnina vil ég segja það eitt að enginn veit hvaö átt hefur fyrr en misst hefur.“ -sme Ólafur Ragnar Grímsson: „Þetta er dágóð vísbending um stöðuna fyrir flokksþing og í upphafi kosningabaráttu. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að Alþýðufíokk- urinn mæhst með 4 til 5 prósent lak- ara fylgi í skoðanakönnunum en hann fær í kosningum. Svei mér þá, „Niðurstaða könnunarinnar lofar góðu fyrir Alþýðubandalagið. Hún endurspeglar þó að hluta þá nei- kvæðu umræðu sem hefur verið um álmálið. Sú ranga mynd hefur verið dregin upp af flokknum að hann væri andvígur byggingu álvers. Al- þýðubandalagið styður byggingu ál- vers en vill láta þróa samningsgerð- ina nánar. Neikvæður ofsaáróður skilar ekki árangri," sagði Ólafur Ragnar. „Ríkisstjómin virðist vera að sækja í sig veðrið enda árangurinn í efnahagsmálum öllum ljós. Það ætti að vera hægt fyrir Alþýðubandalagið ef menn vilja að nýta sér þennan árangur ríkisstjórnarinnar til fylgis- aukningar. Til þess mega menn þó ekki sífellt slá á neikvæðar nótur.“ - kaa Halldór Ásgrímsson: Er ánægður „Ég get ekki annað en verið ánægður með þessa niðurstöðu fyrir hönd Framsóknarflokksins. Við höf- um haldið nokkuð stöðugu fylgi í þessum skoðanakönnunum og tekið mark á þeim. Að vísu höfum við allt- af verið heldur lægri í könnunum en kosningum," sagði Halldór Ásgrims- son, varaformaður Framsóknar- flokksins. „Ríkisstjórnin hefur átt á brattann að sækja í gegnum tíðina. Það er hins vegar ljóst að það er margvíslegur árangur kominn í ljós núna af þeim aðgerðum sem hefur verið gripið til. Ég hef haft trú á að það myndi skila sér í auknum skilningi almennings á störfum stjórnarinnar. Mér sýnist þessi skoðanakönnun sýna það.“ -sme Petur Valdimarsson: Gleðilegt „Það er gleðilegt að heyra þessa niðurstöðu. Fólk er fariö að hugsa um hveiju Þjóðarflokkurinn er að berjast fyrir, það er valddreifingu í þjóðfélaginu og ábyrgð einstakhng- anna, hvort sem þeir eru í stjórn- málum eða í einkalífi. Starf okkar skilar sér þar, við berjumst fyrir því sama og menn úti í hinum stóra heimi, valddreifingu á kostnaö mið- stýringar. Vestur-Evrópa er þó und- anskihn þar sem menn eru að reyna að koma á stærstu miðstýringu allra tíma, Evrópubandalaginu,“ sagði Pétur Valdimarsson þjóðarflokks- maður viö DV en samkvæmt skoð- anakönnuninni fengi Þjóðarflokkur- inn einn mann á þing. „Það er býsna merkilegt að ríkis- stjórnin skuli hafa þetta fylgi þar sem hún hefur ekki stjómað að neinu leyti eins og hún lofaði fyrir kosning- ar.“ -hlh Þorsteinn Pálsson: Sterk vísbending um að ríkis- stjórnin eigi að fara frá „Könnunin er góð vísbending um stöðu Sjálfstæðisflokksins," sagði Þorsteinn Pálsson. „Við höfum áöur vakið athygli á að það hafi ekki verið raunhæft að reikna með yfir 50% fylgi eins og það hefur mælst. Þetta er svo sterk vísbending og algjör umskipti. Ríkisstjórnir koma hins vegar ekki og fara eftir niðurstöðum skoðanakannana. Það eru hins vegar efnisleg rök fyrir því að það verði efnt til kosninga. Skiptir þar mestu að innan ríkisstjórnarinnar er of mikill innri ágreiningur um stærstu hagsmunamál. Það eru slíkar ástæð- ur sem gera það rökrétt að ríkis- stjórnin fari frá og efnt verði til kosn- inga.“ - kaa Danfríður Skarphéðinsdóttir: Ekki ánægðar „Auðvitað erum við ekki ánægðar ef þetta er staðreyndin varðandi fylgi okkar. En það verður aö hafa í huga að rúm 40 prósent eru óákveðin eða svara ekki. Ég vil hins vegar benda á að álver hefur verið mikið í umræð- unni og mikið brölt ráðamanna vegna þess. Þar hafa sjónarmið okk- ar tæplega komist að. Við bindum vonir við að kjósendur láti málefnin ráða og fái tækifæri til að kynna sér sjónarmið okkar. Ég undrast annars mjög fylgi ríkisstjórnarinnar þar sem hún á það svo sannarlega ekki skilið eftir margar aðgerðir sumars- ins,“ sagði Danfríður Skarphéðins- dóttir, þingmaður Kvennalistans. -hlh Sjálfstæðisflokkurinn: Davíð og Björn verða með Davíð Oddsson borgarstjóri og Þeir bætast við þann hóp manna Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóri sem þegar hefur tilkynnt þátttöku. Morgunblaðsins, hafa tilkynnt að Frestur til að tilkynna þátttöku þeir verði með í prófkjöri Sjálf- rann út á hádegi i dag. Prófkjörið stæðisflokksins í Reykjavík. verður 26. og 27. október. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.