Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. 35 i>v Lífsstfll Markaður Kringlunnar: „Við byijuðum á þessum markaði hér fyrir tveimur árum og hann hef- ur staðið sleitulaust síðan,“ sagði Garðar Kjartanssen í Sportvah, en hann rekur markaðinn á efstu hæð- inni í Kringlunni. „Þetta er gengur þannig fyrir sig að verslanir koma hingað með af- gangslagera frá útsölum og ég tek það hér í umboðssölu en kaupi ekk- ert. Síðan er vörunni gefmn ákveð- inn tími hér inni og ef hún selst ekki fljótlega skilum við henni aftur. Við skuldbindum okkur til að leggja htið á vöruna hér og höfum sett okkur ákveðna hámarksálagningu sem er mjög lág. Svo er töluvert um að heildsalar komi hingað með vörur sem þeir hafa ekki getað selt verslunum. Einnig höfum við tekið hér inn versl- Neytendur anir í heilu lagi sem hætt hafa reksti, til dæmis eru hér núna vörur frá versluninni Jasmín. Það er líka talsvert um að menn hafa keypt vörur á uppboðum sem einhverra hluta vegna hafa ekki ver- ið leystar út og komi með þær hingað í sölu. Við höfum getað haldiö mjög lágri álagningu hér vegna þess að við höld- um öhum tilkostnaði í algeru lág- marki. Th dæmis vinna hér einungis tveir starfsmenn en þeir eru líka harðduglegir,“ sagði Garðar. „Við ákváðum aö auglýsa ekki því það myndi hafa þaö í fór með sér að við yrðum aö hækka álagninguna og það viljum við ekki. Það koma 60 þúsund manns inn í Kringluna á viku og eitthvað af þeim rambar hér inn, auk þess sem þetta berst út. Það er aldrei slegið minna en 50% af vörunum hér inni og ailt upp í 80% af útsöluverði. Það segir þó ekki alla söguna, sumar vörur seljast bara ails ekki sama hvað þær kosta. Þær eru bara vonlausar og þá tökum við þær út. Það kemur fyrir af og til að verslan- ir selja hér sjálfar. Þá leigi ég þeim út plássið og þær sjá sjálfar um söl- una. Bókamarkaðurinn kemur svo í jan- úar. Þá er aht annaö fjarlægt héðan út og bækurnar eru allsráðandi," sagði Garðar. A markaði Kringlunnar kennir ýmissa grasa. Þar má finna ails kon- ar fatnað, skó, skartgrilH, búsáhöld, postulínsvörur, leikfóng o.m.fl. Þó að innan um og saman við sé að sjálf- sögðu varningur sem undirrituð var sannfærð um að enginn myndi kaupa á krónu var þar hka mjög mikið af hreint ágætum vörum á hreint ágætu verði. Ferð á Kringlumarkaöinn er því mjög líkleg th að vera ferðarinn- ar virði. -hge Markaöur Kringlunnar átti upphaflega aö standa í tvær vikur en hefur nú verið starfræktur sleitulaust í tvö ár. DV-mynd Brynjar Gauti Hinn eini og sanni stórútsölumarkaður: Aö eyða í spamað „Hinn eini og sanni stórútsölumark- aður,“ heitir markaðurinn á Bílds- höfða 10 í Reykjavík. Hann er hald- inn tvisvar á ári og stendur yfir í 4-6 vikur í senn. „Við erum hér alltaf á haustin og byrjum svo aftur í febrúar. Viö höf- um verið með markaöinn í gangi í einn mánuð núna og endum 13. októ- ber,“ sagði Alla Hauksdóttir, sem hefur yfirumsjón með markaðnum. „Það eru um 20 fyrirtæki sem eru hér með bása, í flestum tilfehum hafa það verið sömu fyrirtækin sem hafa verið með okkur hér í gegnum árin en þetta er rekið á vegum Kamabæjar. Það er alls konar varn- ingur sem hér er seldur, mest er það náttúrlega fatnaöur en einnig skór, blóm, sælgæti, hljómplötur og skart- gripir svo eitthvað sé nefnt. Hér hafa hka verið búsáhöld og gjafavörur, en það er eitthvað lítið um það núna. Við seljum ekkert í umboðssölu hér heldur leigjum viö verslunum bása sem þær sjá um aö öhu leyti sjálfar. Þær vörur sem koma hingaö inn eru í flestum thfellum búnar að vera á útsölu í viðkomandi verslun en þó er talsvert um að búðirnar flytji inn vörur gagngert th að selja á þessum markaði. Þá er bara notuð hehd- söluálagning plús virðisaukaskattur en engin smásöluálagning. Við í Kamabæ saumum sérstak- lega fyrir markaðinn. TU dæmis saumuðum við míög flna herra- og dömujakka úr mjög góöu ullarefni sem við áttum th á lager," sagði AUa. „Ég geri þá kröfu þegar ég leigi verslunum bása hér að afslátturinn sé aldrei undir 30% og oft er hann mun meiri. Það er gert th að markaö- Markaðssvæðið er stórt og mikið af girnilegum vamingi á boðstólum á góðu verði. Þarna er auðvelt að gera góð sparkaup og okkur íslend- ingum hefur alltaf þótt gaman að eyða peningum í sparnað. Þeim er varla betur varið, eða hvað... -hge NYJA LOSRITUNARYELIN FRÁ XEROX Eigum fyrirliggjandi á sérstaklega hagstæöu verði XEROX 5014 ljósritunarvélina sem hentar smærri fyrirtækjum eða deildum stærri fyrirtækja. Sterkbyggð vél með ótrúleg ljósritunargæði. Vélin býður m. a. upp á: • stækkun / minnkun • hnapp fyrir litaðan pappír • hnapp fyrir ljósmyndaljósritun Eigum ennfremur átta aðrar gerðir fyrirliggjandi. Verð frá kr. 71.627.- Kynntu þér gæði og kosti XEROX. SKRIFSTOFUVELAR sund hf NÝBÝLAVEGI14-16 - SÍMI 641222 -tækni og þjónusta á traustum grunni Hinn eini og sanni stórútsölumark- aður. Góðar vörur, gott verð. DV-mynd Brynjar Gauti urinn standi undir riafni sem stórút- sölumarkaður. Það er erfitt fyrir mig að svara fyrir ahar dehdir en ég myndi halda aö algengur afsláttur væri um 50%,“ sagði Alla Hauks- dóttir. í Hinum eina og sanna stórútsölu- markaði á Bhdshöfða var mikið úr- val af alls kyns varningi sem yflrleitt var á mjög mikið niðursettu verði. Th dæmis mátti þar sjá eldri hljóm- plötur sem kostuðu allt niður fyrir 100 krónur og nýjar plötur sem seld- ar voru með aht að 50% afslætti. EINBYLIS- OG RAÐHÚSALÓÐIR Setbergshlíð í Hafnarfirði SH VERKTAKAR óska eftir tilboðum í 8 einbýlishúsalóðir og 2 raðhúsalóðir í hinu eftirsótta Setbergslandi í Hafnarfirði. Einstakar útsýnislóðir. Tilboðum skal skilað fyrir kl. 18:00 mánudaginn 15. október. Útboðsgögn og allar nánari upplýsingar fást á söluskrifstofu okkar. SH VERKTAKAR SÖLUSKRIFSTOFA, STAPAHRAUNI4, HAFNARFIRÐI, SlMI 652221

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.