Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. Fréttir Sandkom Flugbjörgunarsveitin 1 Reykjavik 40 ára: 400 manns tóku þátt í björgunaræf ingum - æfingin endaði með „stórslysi“ við Kiðafell á laugardag Mjög umfangsmikil björgunaræf- ing fór fram í nágrenni höfuðborgar- svæðisins á laugardag. Töldu margir vegfarendur að um slys væri að ræða og lögðu sumir bílum sínum við veg- kanta og fylgdust með þegar björgun- armenn og þyrlur voru að athafna sig með „slasaða". Um 400 manns úr ýmsum björgun- arsveitum af landinu og skólum tóku þátt í æfmgunni sem var skipt niður í 50 verkefni. Hún var skipulögð af Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík í tilefni 40 ára afmæhs hennar. Sveitimar skiptu með sér verkefn- um og tóku flestir hópamir þátt í mörgum þeirra. Æfð var leit og björgun úr sjó og á landi. Við æfmg- arnar voru notaöar þyrlur frá Land- helgisgæslunni og varnarliðinu, tug- ir bíla, bátar og ýmis annar útbúnað- ur. Æfingarnar hófust um klukkan fimm aðfaranótt laugardagsins og voru þá björgunarsveitirnar ræstar út. Var hópunum þá skipt niður. „Slasaðir" vom flestir nemendur úr skólum í Kópavogi og skátar úr Breiðholti. í hverju verkefni fengu björgunarmenn ekki nema takmark- aðar upplýsingar um viðkomandi slys, eins og gerist þegar tilkynnt er um slíkt í raunveruleikanum. Æfing- in var því einnig fólgin í að meta aðstæður og þörf fyrir hvemig bregðast á við í hverju tilfelli. Fjórir stórir björgunarbátar, Henrý Hálfdansson úr Reykjavík, Ásgeir M frá Seltjarnamesi, Kristinn Sigurðsson úr Vestmannaeyjum og Klettur frá Hafnarfirði, ásamt fimm gúmbjörgunarbátum og köfurum tóku þátt í æfingunni. Þyrla Land- helgisgæslunnar kom á æfinguna fyrir hádegi og fór áhöfn hennar í 11 verkefni á rúmum tveimur klukku- stundum - meðal annars lenti hún á Kistufelli á Esju og náði þar í „sjúkl- inga“. Þyrlur frá vamarliðinu feng- ust við svipuð verkefni en þær fluttu björgunarmenn á slysstaði. Æfingin endaði svo með „stór- slysi“ við Kiðafell í Kjós en þar áttu tvær rútubifreiðar að hafa lent í árekstri með þeim afleiðingum að 60 manns slösuöust. Að æfingu lokinni snæddu björgunarmenn og sjúkling- ar kvöldmat í Félagsheimilinu Fólk- vangi á Kjalarnesi. Að sögn Jóns Gunnarssonar, formanns Flugbjörg- unarsveitarinnar, tókst vel til með hana. -ÓTT EyjaQöröur: Þrír hreppar sameinast - samþykkt í atkvæðagreiðslu um helgina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Úrslitin eru ótvíræð og ljóst að fólkið vill sameiningu,“ sagði Birg- ir Þórðarson, oddviti í Önguls- staðahreppi í Eyjafiröi, í samtali viö DV í gær, en á laugardag greiddu íbúar í Öngulsstaðahreppi, Saurbæjarhreppi og Hrafnagils- hreppi í Eyjafiröi atkvæði um það hvort sameina á þessa hreppa um næstu áramót. Af þeim sem greiddu atkvæði voru ríflega 82% samþykk samein- ingu en tæplega 17% mótfallin henni. Kjörsóknin var 53,7% en alls greiddi 341 atkvæði af þeim 635 sem voru á kjörskrá. Lítill munur var á fylgi við sameininguna milli íbúa hreppanna, 95 íbúa Hrafna- gilshrepps voru með henni en 20 á móti, 83 íbúa Saurbæjarhrepps voru meðmæltir og 6 á móti og af íbúum Öngulsstaðahrepps sögöu 102 já en 31 nei. Sameiningin mun taka gildi um næstu áramót. Núverandi sveitar- stjórnir hreppanna þriggja munu leggja fram sameiginlegan lista um væntanlega sveitarstjórn en komi fram annar listi eða fleiri munu kosningar til sveitarstjórnarinnar fara fram 17. nóvember. Jafnhliða kosningunni um sam- eininguna fór fram skoðanakönn- un um nafn á hinh nýja hrepp og höfðu kjósendur um nokkurn fjölda nafna að velja. Þijú nöfn skáru sig þar nokkuð úr. Þau eru öll kennd við Eyjafjörð og eru Eyja- fjarðarbyggð, sem hlaut 58 at- kvæði, Eyjafjarðarsveit, fékk 57 atkvæði, og Eyjafjarðarhreppur, fékk 52 atkvæði. Hin nýja stjórn hreppsins mun síðar taka ákvörð- un um hvaða nafn hreppurinn mun bera. Björgunarmenn komnir á vettvang í einu verkefninu á laugardaginn. A æfingunni fengu hóparnir aðeins takmarkaðar upplýsingar um hve margir væru „slasaðir" og hve mikið. Björgunarsveitarmenn eru vel þjálfaðir í skyndihjálp og vita þvi hvernig á að bregðast við á vettvangi. ^ DV-mynd Brynjar Gauti Þingeyri: Tveir á sjúkrahús eftir útafkeyrslu Bíl með þremur mönnum var ekið út af veginium rétt við Þingeyri að- faranótt laugardagsins. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með lítils háttar meiðsh en var sleppt þaðan fljóöega. Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið ölvaður við stýri. Bíllinn skemmdist mikið. Þá þurfti lögreglan á ísafirði að hafa afskipti af öku- manni á Flateyri sem einnig er grun- aður um ölvun við aksturinn. -HK Halldóra HF var á síldveiðum út afBeruQarðarál í gær: Fékk 300 tunnur af demantssild „Við erum á leið til Noröfjarðar með um þrjátíu tonn eða þrjú hundr- uö tunnur af góðri síld. Síldin er mjög góö, um og yfir 300 grömm, og ætti að geta farið á Japansmarkað - þetta er sams konar síld og Hamar fékk í síöustu viku,“ sagöi Magnús Ásgeirsson, skipstjóri á Hahdóru HF 61, í samtali við DV í gær. Síldarvertíðin hófst á hádegi í gær. síldarvertíðin hófst á hádegi í gær Nokkur skip voru að leita að síld á miðunum nokkuö djúpt úti af Beru- fjarðarál, Höfrungur II., Hamar, Ágúst Guðmundsson, Sæborg og Stjörnutindur, að sögn Magnúsar. „Þetta er eina síldin sem hefur fengist ennþá. Annars var ekkert magn í þessu sem við köstuðum á. En þetta veit á gott og það verður gott að eiga við þessa síld þegar hún fer inn á firði. Það er hins vegar spurning hvort þetta verður shdin sem verður í veiðinni í haust. Þama var bjart í nótt og svo er líka stórstreymt. Það er ekki svo gott að átta sig á síldinni nú þegar þegar ht- ið er farið aö koma upp ennþá,“ sagði Magnús, skipstjóri á Halldóru. Kristinn Jón Friðþjófsson, skip- stjóri á Hamri, segir að sjórinn sé ennþá of hlýr upp við landið: „Síldin er ekkert farin að hreyfa sig til ennþá. Við erum 43 mílur úti af Papey. Hún er ennþá hér í kaldari sjó - sem er í kringum sjö gráður. Við vonum bara að hún fari að færa sig innar,“ sagði Kristinn Jón Frið- þjófsson. -ÓTT Ömefnin færð „Ég vona lwra aðþlösklrið Scibergshfið eðaFjárhús- holtaldrei Hohywood" vorulokaorð EiríksJónsson- ar, utvarps- manns á Bylgj- unni, cr hann hafði hlusl aö á skýr- ingar Guðmundar Áma Stefánsson- ar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, á því h vers vegna Hafnfirðingar ferðu Set- bergshlíð til um eina tvo kflómetra á Fjárhúsholt, en þar ætla þeir að byggja nýtt íbúöahverfi. Það hefur vakiö kátínu að verktakinn á nýj a byggingasvæðinu hefur reist stórt „Hohywoodskilti“ á Fjárhúsholti, og stendur þar risastöfum „Setbergs- hlíð“. Það þótti ekki fínt aö ætla að byggja á Fjárhúsholti og því var nafn- ið á nýja hverftð sótt um 2 km til suðurs. En Guðmundur Árni víður- kenndi aö sennilega væri betra aö selja ibúðiri Setbergshlið heldur en áfjárhúsholti. MÖrgum stendur sennilega á sama um hvaöa naflt nýja íbuðah verfið ber en öðrum finnst þarna skemmtilegur Hafnar- (jarðarbrandari á ferðinni. Þingmennúr stjórnarhðinu ganga nú fram hvcraföðrum oglýsaþvíjftr aðþeirhafl ekkisamþykkt eitinéneitt varðandibýgg- inguálversins á Keilisnesi og ber að sjálfsögðu mik- ið á þingmönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra í þeim hópi og harma þeír m.a. staðsetningu álversins. Þetta leiðir hugann aö því að kosn- ingabarátta stendur fyrir dy rum og þá þurfa þessir mcnn að raæta í kjör- dæmi sitt og taka upp loforðasönginn enn og aftur. Þeir ættu þá að hafa með í farteskínu loforðalistann frá þvi fyrír síðustu kosningar þar sem m,a. voru fógur fyrirheit uro baráttu þeirra fyrir byggðaþróun, uppbygg- ingu atvinnulífs og fleira og fleira í þeim dúr. Þeir geta notað listana sína óbreytta því nánast ekkert hefur ver- ið efnt af því sem á þeim var að finna. Það er draumur margra aö nú verði tekið á móti „loforðahstamönnun- um“áviðeigandiMtt. Hannesi til heiðurs Davíð Oddsson borgarstjóri brásérígervi morgunhana Ríkisútvarps- insísíðustu vikuogstjóm- aöi morgunút- varpirásar2 ásamtLeii Haukssyni. Að sjálfsögðu fórst Óavið þetta verkefni vel úr hendi enda van- ur að stjóraa stærra „batteríí" en ein- um útvarpsþætti. i þættinum var m.a. rætt við Hannes Hólmstein hinn eina og sanna. Umræðuefniö var Sov- étríkin og heyrði ég ekki betur en Hannes væri þar að tíunda ýmsa fróðleiksmola úr heimsókn smni þangað. En Davíö átti iokaorðin, hann skellti plötu á fóninn, sagðist hafa keypt hana sjálfur í Moskvu á ferð sinni þar, og spilaði „Internati- onaiinn" Hannosi Hólmsteini th heið- urs eins og hann orðaöi það. Fleiri hringi Golfleikararí körfuboha- bænumSauð- árkrókihafa mikinnáhugaá þvíaðstækka goiiVöhsinnm- 9holumíl8og viljafáland úndirstækk- unina. Það kann þó að vcra að slíkt verði ekki auðsótt þ vi rohubændur eru með starfsemi sina allt í kringum völhnn og eru ekki tilbúnir að víkja. I blaðinu Feyki á Króknum er sagt að einn rohubænda sem kahaöur er Obbi i Káhardal hafi s vör á reiðum höndum þegar sfekkun golfvallarins ber á góma. Hann segir einfaldiega aö golfararnir geti bara sphað flelri hringi á sínum 9 holu vehi svo stækk- unin sé óþörf. Þetta ergeðþekk og skemmtheg,Jausn“. Umsjón: GyHi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.