Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 5
’ MÁNUDAGUR 8. ÖKTÓBER 1990. Akranes: ÍA fær 35,8 milljónir króna á sex árum Sigurður Sverrisson, DV, Akranesú Bæjarstjórnin samþykkti á fundi sín- um nýlega meö öllum greiddum at- kvæðum samning á milli bæjarins og íþróttabandalags Akraness um framkvæmdir á íþróttasvæðinu á Jaðarsbökkum. Samningurinn felur það í sér að Akranesbær leggur bandalaginu til 35,8 milljónir næstu sex árin en ails nemur kostnaður við framkvæmdir, sem fara á út í, rúmum 63 milljónum króna að meðtalinni hönnun og verkeftirliti. Inni í þessum kostnað- artölum er ekki innrétting efri hæða viðbyggingar íþróttahússins. Þær framkvæmdir sem um ræðir eru lenging íþróttahúss ÍA með bún ingsklefa á neðstu hæð en félagsrým á efri hæðum, anddyri fyrir íþrótta miðstöðina og suðausturálmu, sen er tveggja hæða bygging með bún ingsaðstöðu fyrir íþróttavölhnn neðri hæð en sal og veitingarými efri hæð. 5 Hvammstangi: Pólskar stúlkur ráðnar í skelina Þórh. Ásmundsson, DV, NorðurL vestra: Það vantaði fólk til starfa á Hvammstanga í sumar og enn jókst eftirspum eftir vinnuafli þegar sláturtíð hófst. Forráða- menn rækjuvinnslu Meleyrar brugðu því á það ráð að fá fólk erlendis frá til vinnu - alla leið frá Póllandi. Um síðustu helgi hófu sex pól- skar stúlkur störf hjá Meleyri og möguleiki er á að þær verði fleiri, segir framkvæmdastjórinn, Halldór Jónsson. Skelveiðar Hvammstangabá- tanna tveggja hafa gengið þokka- lega en skelin í Húnaflóanum er nokkuö smá. Bjarmi hefur fengið mest 14 tonn eftir tvo daga. Presta- skipti á Hvamms- tanga Þórh. Asmunds., DV, NoröurLvestra: Hvammstangabúar fengu nýj- an prest fyrir skömmu þegar sú breyting, sem gert var ráð fyrir í nýjum lögum um skipan presta- kalla, átti sér formlega stað. Við það fluttist Hvammstangi úr Mel- staðarprestakalh í Breiðabóls- staðarprestakah. Athöfnin átti sér stað við messu á Hvammstanga á sunnudag. Fyrrum sóknarprestur, séra Guðni Þór Ólafsson á Melstað, þjónaði fyrir altari fyrir prédikun en síðan tók viö nýi sóknarprest- urinn á Hvammstanga, séra Kristján Björnsson á Breiðabóls- stað. Fjölmenni var við messu, rúmlega eitt hundrað manns. Eitt bam var skírt og í messulok fór fram altarisganga þar sem báðir prestamir þjónuðu. Að guðsþjónustu lokinni var öhum kirkjugestum boðið upp á kaffiveitingar í félagsheimhinu á Hvammstanga. Þar voru séra Guðna og frú færðar þakkir og mynd af Hvammstanga frá safn- aðarstjóminni í þakkarskyni og nýju prestshjónin boðin velkom- in. Þrátt fyrir prestaskiptin hafa Hvammstangabúar ekki sagt skilið við prestshjónin á Melstað 5ví að Guðni er prófastur þeirra ennþá. Hf. Eimskipafélag íslands býður nú til sölu á almennum markaði hlutabréf í félaginu að nafhverði 41.315.802 kr. ÚTBOÐÁ HLUTAFÉ EIMSKIPS Bréfin eru seld með áskrift. Öllum er gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlutafé að nafnverði 5.000-25.000 kr. á genginu 5,60. Þeir sem óska eftir að kaupa fyrir hærri fjárhæð geta gert tilboð í hlutabréf á hærra gengi. Eigið fé EIMSKIPS hinn 30. júní sl. var 3,2 milljarðar króna. Áætluð velta félagsins árið 1990 er um 7 milljarð- ar króna og fyrstu 6 mánuði ársins nam hagnaður samtals 257 milljónum króna. Nánari upplýsingar um útboðið liggja frammi hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka hf., Ármúla 13a, Reykjavík, útibúum íslandsbanka hf. og Fjárfestingarfélagi íslands hf., Hafnarstræti 7, Reykjavík. EIMSKIP Umsjónaraðili útboðsinser Verðbréfamarkaður (slandsbankahf., Ármúla 13a, 108 Fteykjavík, sími: 681530. HVÍTA HÚSID / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.