Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1990, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 1990. Spunungin Á hvaða útvarpsstöð hlustar þú mest? Gunnar Þór Jónsson, starfsm. Hampiðjunnar: Einstöku sinnum á Aðalstöðina. Annars eru þessar út- varpsstöðvar allar jafnleiðinlegar. Berglind Ragnarsdóttir nemi: Ég leit- aði í allt gærkvöld að þætti Jónu Rúnu Kvaran en fann hann ekki. Anna Snædís Sigmarsdóttir nemi: Ég hlusta á rás 2 milh klukkan 7 og 8 á morgnana, búið spil. Hvernig væri að fastráða Davíð Oddsson í morgun- útvarpið? Andrés Andrésson nemi: Mér er nokk sama hvaö hún heitir. Kjartan Biering nemi: EffEmm allan daginn. Ingi Haukur Georgsson nemi: Stjörn- una auðvitað. Lesendur Sameinlng Evrópu og Þýskalands: Eigum þar ekki heima Þjóðverjar fagna sameinuðu Þýskalandi með flugeldasýningu. Og áfram er unnið að sameiningu Evrópu. - Er okkur hollara að leita annað? Ásmundur Guðmundsson skrifar: Eftir að hafa fylgst meö undanfarið hvernig mál hafa æxlast í Evrópu og svo í gærkvöldi þegar sjónvarps- stöðvarnar sýndu frá því þegar smiðshöggið var rekið á sameiningu Þýskalands, eru margir sem sjá hversu langt frá okkur þessi mál öll eru. - Hversu örðugt okkur íslend- ingum mun reynast að komast að samkomulagi við þennan risa sem þarna er að fæðast. Ég er ekki í nokkrum vafa um að við íslendingar erum að gera geysi- lega afdrifarík mistök ef við bindum trúss okkar við það stóra bandalag sem nefnist Evrópubandalagið. Jafn- vel þótt Norðurlöndin gangi 1 EB, og það munu þau gera innan tíðar, þá erum við engu bættari, þaðan er ekki stuðnings að vænta því allir eiga nóg með sig. Það er heldur ekki fýsilegur kostur að vera einir og afskiptir í miðju Norður-Atlantshafi og hafa í fáa staöi að venda með afurðir okkar og af- komu frá hendi utanríkisviðskipta, nema þá í fjarlægustu löndum utan Efnahagsbandalagsins. - Hvað er þá til ráða? Að mínu mati er það eitt til ráða að fara fram á viðræður við Banda- ríkin um fríverslunarsamning á svipuðum nótum og Kanadamenn hafa gert og síöar Mexíkanar. En þar i landi eru auðugar olíulindir sem ekki hafa verið nýttar og munu koma aö góðum notum í framtíðinni fyrir Vesturheim og þau lönd sem munu njóta fríverslunarsamnings í þessum heimshluta. - Evrópa og Miðaustur- lönd verða héðan í frá að öllum lík- indum ekki sá fastmótaði og óbreytti markaðsvöllur sem margir vilja sjá. Það er ekki ólíklegt að einhverjir íslenskir stjórnmálamenn séu nú farnir að sjá að ekki er allt með felldu í gömlu Evrópu. Eftir 45 ára samfellt friðartímabil er ekki óeðlilegt að bú- ast við breytingu. Og inn í Evrópu verður sótt og til hennar verður litiö sem forðabúrs matvæla og fram- leiðslu þegar og ef þrengir að í nálæg- um löndum. Þá yrði ekki á vísan að róa fyrir okkur íslendinga aö selja fisk á hæsta verði til aökrepptra og þurfandi þjóða. Þetta ástand má þeg- ar merkja einmitt nú þegar Sovétrík- in, þetta fjölmenna og víðfema ríki, geta ekki staðið við skuldbindingar sínar um greiðslur fyrir tiltölulega lítið magn fiskafurða. Því fyrr sem okkur íslendingum verður ljós sú hætta sem okkur stafar af frekari umleitunum um inn- göngu í Evrópubandalagið og hald- lausum viðræðum um vindinn, en eiga aö heita viðræöur um afnám tolla á fiskafurðum, þeim mun betur mun okkur vegna í viðræðum við rétta aöila um hugsanlega aðild að enn öðru vestrænu bandalagi. í þetta. sinn varðandi frjálsa verslun og við- skipti, án allra skilyrða og afsals - gagnstætt því sem við þurfum að sætta okkur við í Evrópu. Hundar í happdrættisvirminga: Hysterían hel- tekur suma „Hægt er að græða upp naktá mela á undraverðum tíma. - Skógurinn í Öskjuhlið er besta sönnun þess,“ segir í bréfinu. Aö klæða borgarlandiö: Mælt fyrir f ræsöf nun Þ.H. skrifar: Einn mesti sigur sem unnist hefur í umhverfis- og gróðurverndarmál- um á íslandi var þegar lokið var við að girða höfuðborgarsvæðið fjár- heldri girðingu. Það var fyrir tveim- ur árum. - Nú eiga íbúar í úthverfum höfuðborgarsvæðisins ekki lengur á hættu að vakna við jarm og sjá kind- ur étandi skrautblóm og annan garðagróður. Mest er þó um vert að nú er tæk- ifæri til að græða upp nakta mela og hæðir á höfuðborgarsvæðinu. Og það er hægt að gera það á undraskömm- um tíma. - Skógurinn í Öskjuhlíð er besta sönnun þess. Áhugi fólks á upgræðslu lands er mjög mikill. Það kom í ljós sl. vor er um 40 milljónir króna söfnuðust vegna skógræktará- taks. Árið 1968 beittu skógræktarfélögin sér fyrir söfnun birkifræs og þá safn- aðist hvorki meira né minna en eitt tonn af fræi. - Síðan hefur ekki farið fram almenn fræsöfnun. Þótt ekki sé nú jafngott fræár og árið 1988, vil ég skora á skógræktarfélögin á höfuö- borgarsvæðinu að beita sér nú þegar fyrir fræsöfnun. - Og hvað á svo að gera við fræiö? Það á að dreifa því yfir gróðurrýra mela í nágrenni höf- uöborgarinnar. Þeir sem aka t.d. frá Reykjavík og upp í Mosfellsbæ geta séð hve landið grær upp við friðun. Lítil birki- og víðitré eru aö nema land meðfram þjóðveginum. Og íbúar í Kópavogi geta skoðað Borgarholtið, þar sem kirkjan stendur, og séð landnám birkisins. - Fallegasta og ódýrasta aðferðin við að klæða borgarlandið gróðri er að sá fræi en til þess þarf að sjálfsögöu fræ. Og því á að safna. Páll Ólafsson hringdi: Það hefur verið undarleg umræða í gangi hjá fólki undanfarið vegna happdrættis sem félagasamtök hafa verið aö kynna þar sem vinningar eru 5 lifandi St Bernhads hvolpar. Þegar ég sá svo í dag í DV að einhver í lesendabréfi er að lýsa hneykslan sinni á þessu framtaki þá ákvað ég aö hringja til ykkar og mótmæla þeirri hysteríu sem heltekur suma hér þegar dýr eru annars vegar, að ekki sé nú talað um gæludýrin sem fólk heldur á heimilum sínum sér til gamans, svo gott sem tjóðruðum. í þessu bréfi er spurt „Hvemig geta félagasamtök haft lifandi dýr sem happdrættisvinninga? - Líta þau á dýrin sem hvem annan dauðan hlut?“. Og síðan er hundaræktand- anum álasaö fyrir fáfræöi en síðar ásakaður um gróðafíkn. Ég skal hundur heita ef þetta kem- ur nokkuð fáfræði við, heldur ein- göngu peningum, og ég er ekki undr- andi á því, ef hver hvolpur af St. Bernhard-kyni er metinn á um 150 þúsund krónur. Ég myndi sjálfur ekki fúlsa við að eiga svona hvolpa til að selja - til happdrætta eða annarra aðila. Ég veit hreinlega ekki hvað hér er á ferðinni annað en meinioka af verstu sort. Eru ekki dýr seld, verð- launuð og boðin upp á mörkuðum vítt og breitt um heiminn? Hvað ger- ist á hundasýningunum? Er þar ekki verið aö tendra stolt eigendanna með því að veita verölaun fyrir bestu og fallegustu hundana? Verðlaun til hvers, til að gera skepnuna einskis viröi? Og ef hún er svona mikils viröi, má þá ekki eigandinn selja hana hæstbjóðanda? Dýr eru nú ekki enn orðnar mannverur, eða hvað? Og hér er ekki um mansal að ræöa. Hefur fólk aldrei verið í sveit? Dýr gegna þar stóra hlutverki í fjár- magnslegu tilliti, þau ganga kaupum og sölum. Og gleymum ekki bolatoll- inum. Á aö afleggja hann? Reynum nú aö vera raunsæ. Dýrin blessuð eru okkur ennþá undirgefin og við getum ekkert verið að hneykslast á því þótt hvolpar séu boðnir í happdrætti. Og allra síst ættum við að biðja um bann á dýra- happdrætti, það sæmir ekki sönnum dýravinum. Dýrin geta haft það miklu betra hjá „vandalausum", rétt eins og gengur í mannheimum. „Verðlaun tli hvers, til að gera skepnuna einskis virði?" er spurt hér. - Frá hundasýningu og verð- launaveitingu í Reiðhöllinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.