blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 26
38 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 blaðiö FÓLK Ég á ekki von á því. folk@bladid.net Verður Múhammeð tekinn fyrir næst? Biskup er ekki hrifinn af nýjusfu farsimaauglýsingum Símans, þar sem Jesús og lærisveinar hans eru í aðalhlutverkum. Ekki er langt síðan Danir lágu í því eftir að skopmyndir af Múhammeð spámanni birtust í Jyllands-Posten. Linda Björk Waage er upplýsingafulltrúi Símans. HEYRST HEFUR Eva Ásrún Albertsdóttir er ný á Skjánum Vefsíðan Fishupdate.com er ítarlegur, alþjóðlegur frétta- vefur um sjávarútvegsmál. Á hverjum degi er síðan uppfærð með fréttum frá öllum heims- hornum, þar á meðal íslandi. Ekki verður þó sagt að vefsíðan lumi alltaf á allra nýjustu fréttunum, enda var sagt frá því þann 3. september síðastliðinn að forsætisráðherra, Halldór Ás- grímsson, hefði spáð því nýlega að fsland yrði komið með aðild að ESB fyrir árið 2015 og að for- maður stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, fagnaði þeirri yfirlýsingu ráðherrans... Síminn auglýsir þessa dagana nýja þriðju kynslóðar farsíma með stílfærðri mynd af síðustu kvöldmáltíð Jesú Krists, en þar heldur Jesús sjálfur á slíkum farsíma og er titill auglýsingar- innar Að breyta gangi sögunnar með 3G. Þess er skemmst að minnast að fyrir 10 árum settu Spaugstofumenn síðustu kvöld- máltíðina á svið í mikilli óþökk trúmanna og var meðal annars farið fram á opinbera rannsókn á þættinum. Nú verður fróðlegt að sjá hvort kirkjunnar menn taki sig til og sniðgangi Símann vegna auglýsingarinnar, eða jafnvel krefjist opin- berrar rann- sóknar... íslenski tónlistarmaðurinn BM V, eða Brynjar Már Valdi- marsson, gerir það gott í Grikklandi þessa dagana, en lagið hans, In my place, er þessa stundina í 2. sæti á vinsældarlista út- varpsstöðvarinnar Radio 1 þar í landi. Lagið komst á vinsældar- listannfyrir nokkrum vikum og hefur klifið list- ann hratt síðan þá. Skemmtilegast að sjá hvað fólk verður þakklátt Nýtt andlit birtist lands- mönnum á Skjá einum í lok mánaðarins, en þá verða hreingerningaþætt- irnir sívinsælu Allt í drasli teknir aftur til sýninga, en að þessu sinni verður Eva Ásrún Albertsdóttir annar þáttastjórnenda. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Eva Ásrún Albertsdóttir er nýr umsjónarmaður hreingerninga- þáttanna Allt í drasli á Skjá einum ásamt Margréti Sigfúsdóttur. f þátt- unum heimsækja þær stöllur alls kyns heimili og taka ærlega til hend- inni. „Margrét er náttúrlega skóla- stýra Hússtjórnarskólans þannig að hún er með öll hreingerningar- og húsráð á takteinum. Ég kem hins vegar úr heilbrigðisgeiranum, enda ljósmóðir að mennt, ásamt því sem ég hef töluverða fjölmiðla- reynslu. Það er alveg nauðsynlegt að hafa með í umræðunni hvað það getur verið vont og heilsuspillandi fyrir fjölskyldur að búa við mikinn óþrifnað. f einni borðtusku getur til dæmis leynst ógrynni af bakt- eríum og margir átta sig ekki á því að það þarf að skipta reglulega um borðtuskur, helst á hverjum degi,“ segir Eva Ásrún. „Svo er líka nauðsynlegt að muna að þrífa vel klósett, vaska og baðkör ásamt öllu eldhúsinu og rúmfötum svo dæmi séu tekin. f tuskudýrum, sem eru gjarnan á hillum eða í rúmum í barnaherbergjum, safnast líka oft fyrir mikið af ryki og pöddum án þess að foreldrarnir átti sig á því. En það eina sem þarf að gera er bara að stinga þeim annað sfagið í þvottavélina." Þakklátt fólk Aðspurð segist Eva Ásrún þó ekki vera með neina sérstaka tusku- maníu. „Ég held ég sé bara innan eðlilegra marka í þeim efnum, ef svo má segja. Þó er ég með þrjú börn á heimilinu þannig að vissu- Eva Ásrún Albertsdóttir Gefur fólki ráð varðandi heilsu og þrifnað á Skjá einum. KONAN Eva Ásrún Albertsdóttir var þekkt útvarpsrödd á rás 2. Eva Ásrún syngur með Snörunum. Eva Ásrún er Ijósmóðir að mennt. fega er nóg að gera hjá mér í tiltekt og þrifum. Nú erum við búin að taka upp tíu þætti af Allt í drasli og þar höfum við Margrét auðvitað haft nóg að gera ásamt hreingern- ingafyrirtækinu sem sér um þrifin í þáttunum og stundum hjálpaði tökuliðið líka til, enda er oft gríð- arlega mikil vinna sem fylgir því að koma einu heimili í sæmilegt stand,“ segir hún en bætir því við að þrátt fyrir mikla vinnu hafi reynslan verið afar ánægjuleg. „Þetta var bæði skemmtilegt og fróð- legt en það besta við þetta var að sjá hvað fólk var þakklátt og ánægt þegar heimili þess var komið í gott lag. Það getur verið mjög erfitt að taka til þar sem mikið er af drasli en svo þegar heimilið er orðið hreint er mun auðveldara að halda því þannig til frambúðar.“ Ýmisólík verkefni Tökur á þáttunum hafa staðið yfir frá því í sumar en fer senn að ljúka. „Ég er svo heppin að ég get tekið að mér hin ólíklegustu og ólíkustu verkefni. Ég rek mitt eigið fyrirtæki en meðfram því var ég til að mynda kosningastjóri Framsóknar í Norð- austurkjördæmi fyrir alþingiskosn- ingarnar í vor og svo erum við í Snörunum að syngja annað slagið þó svo að lítill tími hafi reyndar gefist til að sinna söngnum undan- farið,“ segir Eva Ásrún. „En fyrsti þátturinn af Allt í drasli fer í loftið þann 25. september næstkomandi og það verður líka fyrst þá sem ég sé hvernig þetta kemur út. Á tökustað erum við Margrét að sinna okkar verki, en það er svo ekki fyrr en í eftirvinnslunni sem sögumaðurinn kemur inn og segir frá því sem er að gerast. Það verður spennandi að sjá útkomuna." LAUGARDAGAR ORÐLAUSTISKA Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðid. Su doku 9 6 5 8 7 1 9 4 8 7 2 3 3 6 2 2 4 1 7 5 8 8 2 6 7 3 4 3 2 7 9 4 8 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Unger verða aparnir uppgefnir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.