blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 blaðið Þurfa námskeið til að skilja tryggingakerfið Fleiri styðja framboðið Öll Evrópuríki nema þau smæstu hafa setið í Öryggisráðinu Stuðningur hefur farið vaxandi við framboð íslands til öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Samkvæmt nýrri könnun, sem Capacent hefur gert fyrir utanríkisráðuneytið, er tæplega 41% landsmanna hlynnt framboðinu, tæplega 32% eru andvíg en tæp 29% hafa ekki skoðun. I könnun sem gerð var árið 2005 voru 28% hlynnt fram- boðinu og 53% andvíg. Könnunin var birt á blaðamanna- fundi í gær, þar sem kynnt var fyrir- huguð háskólafundaröð, sem ber yf- irskriftina: Island á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur. Ávinningurinn heilmikill Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að of lítið hafi verið fjallað um umsókn lands- ins, þó helst um kostnaðarhliðina og að eftir litlu sé að slægjast. „Ég segi: Það er bæði heilmikill ávinn- ingur af því að við kynnum ísland og það sem það stendur fyrir á alþjóða- vettvangi og við höfum heilmiklar skyldur að rækja á alþjóðavettvangi líka. Island hefur enga afsökun fyrir því að axla ekki þessar skyldur þegar við lítum til þess að öll ríki Evrópu hafa setið í öryggisráðinu nema þau allra smæstu, örríkin Könnunin var gerð á tímabihnu 31. júlí til 14. ágúst. Úrtakið var 1350 manns á aldrinum 16-75 ára. Svar- hlutfall var 61%. mbi.is Ingunnarskóli Um helmingur ók of hratt 39 af þeim sjötíu ökumönnum sem óku á einni klukkustund í austurátt á Kristnibraut í Grafarholti í fyrradag óku yfir leyfilegum hámarkshraða, sem er þrjátíu. Meðalhraðinn nam liðlega 46 kílómetrum á klukkustund en sá sem hraðast ók var mældur á 61. Ingunnar- skóli stendur við Kristnibraut. gag ■ Ekki er hægt að ætlast til þess að bótaþegar skilji almannatryggingakerfið, segir starfs- maður Tryggingastofnunar ■ Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra boðar breytingar ► Ragnhildur Helgadóttir og Guðmundur Sigurðsson, prófessorar í lögum við HR, eru höfundar bókar um al- mannatryggingakerfið sem kemur út hjá JPV í október. ► Bókin er bæði ætluð sem uppflettirit fyrir lögfræð- inga og til að auðvelda almenningi að skilja lög um almannatryggingar sem Ragnhildur segir vera „stórt og flókið svið“. mannatryggingakerfisins og mjög óþægilegt fyrir aðstandendur að standa í því þegar nákominn ætt- ingi er illa á sig kominn. Auk þess heldur hann bótunum einungis í einhverja mánuði fái hann und- anþágu vegna fjárskuldbindinga; þannig að vandanum er aðeins frestað." Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra segir vel koma til greina að rýmka gildissvið áður- nefndrar undanþágu, til að auð- velda öryrkjum sem þurfa að leggj- ast inn á spítala lífið. Jóhanna mun fara með málaflokkinn frá næstu áramótum þegar tryggingamál fær- ast til félagsmálaráðuneytisins. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@bladid.net Almannatryggingakerfið er gríð- arlega flókið og þarf að einfalda það eigi bótaþegar að skilja eitthvað í því. Þetta segir Sigurður Grétarsson, tryggingafulltrúiálífeyristrygginga- sviði Tryggingastofnunar. „Starfsmenn Tryggingastofnunar þurfa kennslu til að skilja kerfið, þannig að það er skiljanlegt að margir bótaþegar eigi erfitt með að átta sig á því. Það væri hins vegar ekki erfitt að einfalda kerfið, en til mikilla hagsbóta fyrir bótaþega.“ Sigurður nefnir sem dæmi að mik- ilvægt sé að bótaþegi geti áttað sig á því hversu mikið bætur hans skerð- ast þiggi hann tiltekna vinnu. Eins og kerfið er í dag sé ekki hægt að ætl- ast til þess að hann geri það. Erfitt að gera ráðstafanir I Blaðinu í gær var sagt frá því að hafi örorku- eða ellilífeyrisþegi dvalið á sjúkrahúsi í samtals 180 daga síðustu 24 mánuði og samfley tt síðustu 30 daga, missir hann rétt til allra bóta og lífeyris frá Trygginga- stofnun í eitt ár. Hann getur þó sótt um undanþágu hafi hann stofnað til fjárhagslegra skuldbindinga. Faðir Samúels Gíslasonar þurfti Legið inni Nánast ómögulegt er fyrir sjúkling sem liggur inni að skilja almannatryggingakerfið. ynd/Ásdís Ásgeirsdóttir að leggjast inn á spítala fyrir um 7 mánuðum, og hafa allar bætur verið teknar af honum sem og lífeyrir. „Hann er með þannig sjúkdóm að alltaf er von á því að honum batni. Því hefur ekki verið heppilegt að gera ráðstafanir á borð við að selja fasteign hans.“ Lítil hjálp íTryggingastofnun Samúel segir að erfitt hafi reynst að fá upplýsingar hjá Trygginga- stofnun um hvaða möguleikar væru í stöðunni. „Þar vísar bara hver á annan. Það er ómögulegt fyrir sjúkling að setja sig inn í þær flóknu reglur sem gilda innan al- BÓKUM KERFIÐ Niðurrifið samþykkt Borgarstjórn Reykjavíkur tók fyrir niðurrif húsanna við Laugaveg 4 og 6 á fundi sínum í gær. Vinstri grænir höfðu hvatt borgarbúa til að mæta og hlýða á umræðurnar og brugðust þó nokkrir við þeirri hvatningu. Árni Björnsson þjóðhátta- fræðingur var einn þeirra. Árni segist ekki hafa setið allan fundinn en að hann hafi mætt vegna þess að hann vilji halda þeim gamla brag sem er á Reykjavík eins og hægt er. þsj Héraðsdómur Reykjavíkur Sýknaður af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýkn- aði í gær þroskahamlaðan karl- mann af ákæru um nauðgun og kynferðislega misbeitingu gagnvart þroskahamlaðri konu. Atburðirnir sem ákæran byggði á urðu eftir dansleik á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík í maí á síðasta ári, þar sem konan fór heim með manninum. Þau eru bæði á fertugsaldri. I dómi er vísað til vitnisburðar tveggja sérfræðinga sem segja var- hugavert að fullyrða um hæfni mannsins til að skynja og meta réttilega mörkin milli samþykktra kynlífsathafna og kynferðislegrar misnotkunar í samskiptum við hitt kynið. Ljóst sé að ákærði hafi sjálfur ekki staðið í þeirri meiningu að hann væri að misnota konuna og að svo virðist sem hún hafi ekki sent honum skýr skilaboð eða sagt afdráttarlaust „nei“. aí FÖSTUDAGAR LÍFSSTÍLLBÍLAR 510 3744 blaðið= Skúraveður Vestlæg átt, 3-10 m/s og nokkuð bjart veður, en stöku skúrir suðvestanlands og á Norðausturlandi. Hiti 8 til 15 stig. AMORGUN Súld eða rigning Suðvestan 8-13 m/s, en hægari vindur norðantil á landinu. Súld eða rigning, en úrkomulítið austanlands. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi. STUTT • Friðargæsluliði Utanrík- isráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ákveðið að kalla heim eina íslenska friðargæslulið- ann I írak. Stöð 2 greindi frá. Árétting Vegna fréttar í Blaðinu í gær vill Einar Hermannsson skipaverk- fræðingur koma þvi á framfæri að hann hafi ekki látið gera úttekt á lekastöðugleika nýju Grímseyjarferjunnar á sínum tíma, heídur verið milligöngu- maður um að útvega aðila til að framkvæma hana. Að öðru leyti hafi Einar ekki komið að úttekt- inni. Vegagerðin hafi beðið um hana og Siglingastofnun séð um samskipti við úttektaraðilann, breska verkfræðistofu. Leiðrétt Ritstjórn Blaðsins vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. VIÐA UM HEIM Algarve 26 Halifax 17 New Vork 24 Amsterdam 17 Hamborg 15 Nuuk 18 Ankara 34 Helsinki 15 Orlando 26 Barcelona 27 Kaupmannahöfn 14 Osló 16 Berlín 13 London 19 Palma 25 Chicago 29 Madrid 31 París 18 Dublin 19 Mflanó 22 Prag 15 Frankfurt 16 Montreal 14 Stokkhólmur 11 Glasgow 14 Munchen 12 Þórshöfn 13

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.