blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 4

blaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 4
FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 blaóiö Starfshópur um Vaðlaheiðargöng Kristján L. Möller samgönguráð- herra hefur skipað starfshóp sem ætlað er að vinna tillögur um með hvaða hætti verði haldið á málum varðandi fyrirhuguð jarð- göng í Vaðlaheiði. Hópurinn á að skila af sér fyrir lok september. Vantar vitni að umferðarslysi Ekið var á gangandi vegfaranda og ók ökumaður á brott mánu- daginn 27. ágúst. Varð slysið um klukkan 13 í Faxafeni í Reykja- vík til móts við KFC. Lögreglan lýsir eftir vitnum en samkvæmt lýsingu er um bláa skutbifreið að ræða. Sími lögreglu er 4441000. Eigin mynd á frímerki Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað íslandspósti að gefa út persónuleg frímerki með áletrun- inni „Bréf 50g innanlands”. Fyr- irtækið getur þar með gefið fólki og fyrirtækjum kost á því að setja eigin mynd eða hugsanlega velja mynd úr myndabanka á frímerki. Fjórir vilja verða borgarritari Fjórar umsóknir bárust um starf borgarritara, en umsóknar- frestur rann út í síðustu viku. Um- sækjendurnir eru Birgir Björn Sigurjónsson, mannauðsstjóri Reykjavíkurborgar, Garðar Lá- russon rafmagnstæknifræðingur, Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, og Jakobína Ingunn Ólafsdóttir doktorsnemi. ■W&i'iTi . Nýtt útibú Umferðarstofu Ákveðið hefur verið að opna útibú frá Umferðarstofu í Stykkishólmi á næstunni. Dagný Jónsdóttir, framkvæmdastjóri ökutækjasviðs Umferðarstofu, segir að tvö störf muni flytjast í Stykkishólm en um er að ræða störfvið símsvörun og skráningu. VIÐ HÖFUM ALLAR GERÐIR BÍLA 5-9 MANNA Vagnhöfða 25 I 12 Reykjavík sími 567 4455 fax 567 4453 r \Á 1 (/\ T 4 r'f ^— ÍIP f: Víngerð er okkar fag Hjá okkur færðu.- • Allt til heimavíngerðar - • Góða þjónustu • Faglega ráðgjöf • Námskeið í heimavíngerð Netverslun - Póstkrafa - Símapantanir (Sendum hvert á land sem er) ánmn Áman ehf Háteigsvegi 1 105 Reykjavík Sími: 533 1020 aman@aman.is www.aman.is Ábyrgðartrygging innifalin í skráningargjaldi fyrir hunda Bótaskylda fellur niður ef hundaeigandi brýtur reglur Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis segir að ábyrgðar- trygging sem innifalin er í skráning- argjaldi fyrir hunda nái til þess tjóns sem hundurinn kunni að valda. Brynia Tomer hjá Vátrygginga- félagi lslands segir það algengan og leiðan misskilning að ábyrgðar- trygging bæti allt tjón sem hundar kunni að valda. „Ef eigandi hunds bakar sér bótaskyldu vegna mistaka eða vanrækslu ber hann skaðabóta- ábyrgð. Vátryggingin bætir hins vegar eklci tjón á þriðja aðila ef eig- andi hunds brýtur reglugerð um hundahald. Að láta hund ganga lausan í íbúðahverfi er dæmi um slíkt brot.“ Brynja greinir jafnframt frá því að ekki sé litið á fjölskyldu vátrygg- ingarhafa sem þriðja aðila. „Ef heimilishundur étur iPod heimasæt- unnar ber tryggingafélagi ekki að greiða bætur.“ ingibjorg@bladid.net llla bitinn Eigandi Kols, öldruð kona í Mosfellsbæ, slasaðist er hún reyndi að bjarga honum undan árás stórs hunds. Úrvinnslustöð Mjólku Úrvinnslustöðin vlð Vagnhöfða í Reykjavík er um 450 fermetrar að stærð. Ný stöð sem til stendur að byggja verður um 2500 fermetrar og mun geta fram- leitt um fimmfalt meira en sú gamla. Mjólka ætlar að fimmfaldast ■ Mjólka hefur sprengt húsnæðið og ætlar að byggja nýja úr- vinnslustöð ■ Stefnt að því að framleiða allt að tíu milljónir lítra Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@bladid.net MJÓLKA ast tilbúnar og við erum í rauninni bara að bíða eftir umbúðunum.“ Mjólka hefur ákveðið að auka framleiðslugetu sína allt að fimm- falt á næstu árum. Tvö sveitarfélög koma til greina fyrir nýja úrvinnslu- stöð fyrirtækisins og munu forsvars- menn Mjólku funda með fulltrúum þeirra í dag og á morgun. Ákvörðun um framtíðarstaðsetningu nýju úrvinnslustöðvarinnar verður til- kynnt að þeim fundum loknum en samkvæmt heimildum Blaðs- ins kemur Borgarnes sterklega til greina. Ólafur Magnússon, framkvæmda- stjóri Mjólku, segir stækkunina fara fram í áföngum. „í dag er húsnæðið okkar um 450 fermetrar en það er allt sprungið utan af okkur. Við stefnum að því að það verði byggt 1000 til 1100 fermetra húsnæði yfir vinnsluna í fyrsta áfanga en að þetta verði um 2500 fermetrar allt í allt. Þá ætlum við að auka framleiðsl- una í fjórar til fimm milljónir lítra á næsta ári úr þeim tveimur millj- ónum sem við framleiðum nú. Við stefnum svo að því innan þriggja til fimm ára að fyrirtækið verði farið að vinna átta til tíu milljónir lítra árlega." ► Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2005. ► Það er eina fyrirtækið í íslenskum mjólkuriðnaði sem er ekki hluti af hinu hefðbundna greiðslumarks- kerfi landbúnaðarins. ► Mjólka nýtur því ekki fram- leiðslustyrkja frá íslenska ríkinu. Mun selja hefðbundna mjólk Mjólka hefur á undanförnum árum einbeitt sér að framleiðslu mjólkurafurða á borð við osta, rjóma og jógúrt. Ólafur segir að nýjar vörutegundir frá fyrirtækinu séu væntanlegar á markað mjög fljótlega. Það fari einnig að koma að þvi að þeir muni hefja hefðbundna mjólkurframleiðslu. Því ætti ekki að vera langt að bíða þess að hægt verði að kaupa mjólkurfernur frá öðrum framleiðanda en MS (Mjólkursamsölunni). „Það er mikið í bígerð hjá okkur og margt á leiðinni á markað á allra næstu dögum. Innan tveggja mán- aða munu neytendur Uta nýjar af- urðir frá Mjólku augum. Þær eru nán- Munu taka við umframmjólkinni MS tilkynnti i siðasta mánuði að fyrirtækið myndi ekki lengur greiða fullt verð til bænda fyrir umfram- mjólk. Héðan í frá fá bændurnir 27 krónur fyrir hvern lítra af mjólk sem rúmast ekki innan kvótans um áætlaða mjólkurneyslu á innan- landsmarkaði frá MS. Mjólka hefur hins vegar sagst ætla að greiða 52 krónur til bænda fyrir sama mjólk- urlítra. Ólafur segir mikil sóknar- tækifæri felast í þessum mun. „Okkar sérstaða hefur byggst á því að við höfum verið að borga hærra afurðaverð til bænda. Við sjáum sóknartækifæri í þvi að geta tekið við meiri umframmjólk frá bændum eftir að við stækkum. Mjólka er komin inn á þennan markað til að veita Mjólkursamsöl- unni aðhald og vera verðugur keppi- nautur á þessum markaði. Það ætti að leiða af sér aukna fjölbreytni og lægra vöruverð til neytenda þegar til lengri tíma er litið.“ HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á bladid@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.